Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Síða 17
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 17 DV Lesó Léleg þjónusta Finnbogi Marinósson skrifar: Eiginlega var það aldrei ætlunin að setja í blað þetta sem hér fer á eftir en eftir þá upplifun sem ég hef orðið fyrir get ég ekki lengur á mér setið. Það vildi svo til að ég sá mér ástæðu til að bjóða unnustu minni út að borða og tel ég tilefnið hafa verið það gott að ekki átti að skera við nögl. Þar sem við höfðum fengið piýðisgóðan mat á kínverska matstaðnum Mandarín í Tryggvagötunni lá leið okkar þangað. 1 förina slóst vinkona okkar svo við vorum 3 sem reyndum þjónustuna á Mandarín þetta kvöld. Við vorum frekar seint á ferðinni (10.45) og var staðurinn fúllsetinn. Okkur var tjáð að borð væru að losna og við gætum fengið okkur sæti á meðan við biðum. Gott mál og vel þegið. Á meðan við biðum eftir að borð losnaði var komið til okkar og við vorum beðin um að panta þar sem verið væri að loka eld- húsinu. Þar sem við vorum seint á ferðinni fannst okkur þetta sjálfsagt. Við pöntuðum en í flýtinum gleymdist að panta rauðvín sem drekka átti með matnum. Að vörmu spori var okkur svo tilkynnt að nú væri borð laust og ekkert að vanbúnaði að setjast. Við settumst og pörtuðum rauðvin, að vísu ekki hjá þeim sama og tók matar- pöntunina. Það reyndist ógemingur að ná athygli hans. Þegar hér var komið var orðið allhávært á staðnum vegna söngs mjög drukkinna kvenna sem virtust hafa komið í hóp saman til að borða. Þetta setti okkur töluvert út af laginu vegna þess að við áttum von á stemmningunni rólegri og vina- legri í stað þess að líða eins og staðurinn væri hávær drykkjupöbb. En við ákváðum að þrauka þar sem við áttum von á góðum mat. Eftir litla bið var komið með kjöt- bakka á borðið. Gott, maturinn var að koma og biðin iiafði ekki verið löng. En um nokkurt skeið kom ekkert nema þetta. Þá voru hrísgrjón sett á eitt hom borðsins, af þjóni sem þaut framhjá. Þá leið drykklöng stund og ekkert gerðist. Við vildum ekki snerta matinn þar sem við þóttumst ekki hafa fengið hann allan og ekkert ból- aði á rauðvíninu sem átti að drekka með matnum. Þá birtist stúlka sem setti það sem við vildum halda sósur hússins á borðið á sama hátt og hrís- grjónin komu. Við þetta ofbauð okkur. Við vorum búin að sitja í rúman hálf- tíma og þar af með kjötið í einar 25 mínútur án þess að fá nokkuð sem gæti flokkast undir þjónustu. Við gerðum heiðarlega tilraun til að vekja á okkur athygli en sá þjónn sem tekið hafði af okkur matarpöntun mátti vera að öllu nema að veita okkur athygli. Þegar við höfðum beðið dálítið lengur stóðum við upp, klæddum okkur og gengum út án þess að nokkur virtist veita því eftirtekt. Ekki vitum við hvort rauðvínið átti að drekkast eftir á en það sáum við aldrei, hefðum við gefist upp og byrjað að borða eftir nokkra bið þá var kjö- tið farið að kólna. A.m.k. var ekki undir nokkrum kringumstæðum hugs- anlegt að hafa ánægju af máltíðinni eftir framangreinda meðferð. Og allra síst eftir að okkur var hugsað til þess að allt þetta átti að kosta á fjórða þúsund. En það var ekki þetta sem fékk mig til að skrifa um þetta. Ég nefnilega hringdi í Mandarín og bað um eig- anda. Nú ég fékk samband við Guðmund nokkum Siguijónsson og byijaði að segja frá upplifun kvölds- ins. Eftir að ég áttaði mig á að þetta gæti orðið langt mál og spurði hvort ég ætti að gera langa sögu stutta og segja frá niðurstöðunni var svarið sem ég fékk: „Ef þetta ætlar að verða eitt- hvað langt mál, vinurinn, þá hef ég ekki tíma til að hlusta á þig. Það er svo mikið að gera.“ Stöð 2: Óhentugur sýningartími V.A. hringdi: Mig langaði að koma þeim tilmælum til Stöðvar 2 að sýna góðar bíómyndir ekki fyrr en eftir fréttir svo öllu vinnandi fólki gefst kostur á að horfa á þær. Núna um daginn var nefnilega sýnd mjög góð mynd með Ryan O’Neal kl. 5 um daginn, það var svo mikil synd að missa af henni. Ég er mjög ánægður með Stöðina sem slíka og það eina sem ég get sett út á er þessi sýningartími á bíó- myndunum. NISSAN SUNNY BÍLL ÁRSINS 1987 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda í Japan kaus einróma NISSAN SUNNY BÍLÁRSINS 1987 í dómnum var tekið tillit til: Útlits - hönnunar - gæða - aksturseiginleika og verðs. Til úrslita kepptu að þessu sinni 45 bílar af öllum gerðum og stærðum SIGURVEGARINN VAR M Nk M1957-1987 % 30 J NI5SAN 5UNNY Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14.00- 17.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.