Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Síða 35
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 51 Sviðsljós Stjörnupassarinn mikli Maðurinn sem allir vilja fara út með í Hollívúdd heitir Doug Collins. Hann er einkalífvörður að atvinnu og hefur gætt lífs og lima flestra þeirra sem teljast frægir og ríkir í hinum vest- ræna heimi. Eftirlætisverkefnin eru Barbra Streisand og Elizabeth Taylor. Liz fær reyndar þá einkunn hjá vöðvabúntinu að hún sé skapbesta og elskulegasta súperstjarnan sem fyrirf- innst í Hollívúdd og hann tekur það mjög nærri sér að vera bókaður einhvers staðar annars staðar þegar Liz þarf á vörslu að halda. Til þess að hægt verði að gæta manna sem allra best þurfa þeir að læra nokkrar leikregl- ur. Ekki að taka til fótanna eins og Timothy Hutton gerði einu sinni því það er ekki nokkur leið að verja þann sem er á harðahlaupum i allar áttir. Þó getur flótti verið sú einasta leið í stöku tilviki og á O’Hare flugvellinum í Síkagó slengdi Collins Shaun Cassidy á bakið og hljóp allt hvað af tók undan hundrað og fimmtíu skrækjandi stelpum. „Ég var svarthærður þegar ég byrjaði í bransanum," segir Dough Collins. „En núna er ég löngu orðinn gráhærður. Það er ótrúlega slítandi að standa í þessu brasi árum saman.“ Úti að kvöldlagi i Hollivúdd meö Shirley McLaine sér við hlið. Collins var lífvörður önnu prinsessu á ólympiuleikunum árið nítján hundruð áttatíu og fjögur. Rokkstjörnurnar eru erfiðastar að mati kappans. Enginn undrast þá staðhœfingu þegar Sean Penn og Madonna eru annars vegar. Barbra Streisand er eftirlætisverkefnið. Stacey Smith og Paul Young voru saman i tvö ár og þarna lék allt í lyndi. Ástar- flækja Tvær súperstjörnur Breta berjast nú um sömu konuna og heitir sú útvalda beggja Stacey Smith. Fyrir tíð Edda var Stacey með Paul Young og er nú ljóst að hún á von á barni með þeim síðamefnda. Það kemur samt ekki í veg fyrir að Eddie Kid haldi sínu striki - Stacey ætlar hann að halda. „Jú, jú, hún er komin þrjá mánuði á leið og hefur alltaf verið ákveðin í því að eiga barnið,“ segir Eddie.“ Því mun ég styðja hana í ákvörðun- inni og ætla bara sjálfur að reynast til fyrirmyndar sem stjúpfaðir.“ Hann veit hvað hann vill - Eddie Kid! Eddie Kid lætur það ekki á sig fá þótt kærastan eigi von á barni með öðrum. Gestadansari kvöldsins var Ástrós Gunnarsdóttir sem er nýkomin að utan úr dansnámi. Danshópurinn Dansgallerý i einu atriðinu. Danstilþrif Síðastliðinn laugardag efndi danshópur á vegum Dansstudíós Sóleyjar til jass- danssýningar í nýju húsnæði dansskólans að Engjateigi við Sigtún. Danshópurinn kallar sig Dansgallerý og eru í honum þrettán valdir dansarar sem æfa reglulega og koma fram á sýningum. Markmið þeirra er að fara til útlanda með sýningu og til að gera það kleift safna þau ágóðanum af sýningun- um í sjóð.Cornelíus Carter æfir hópinn og semur dansana.Færri komust að en vildu svo sýningin verður endurtekin innan tíðar. t *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.