Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. Eréttir IBM-skákmótið: Klappað fýrir Short þegar hann sigraði Ljubojevic í stóikosHegri skák IBM-skákmótið hófet með pompi og prakt eftir virðulega setningarathöfh að Hótel Loftleiðum í gær. Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands íslands, ávarpaði keppendur og áhorf- endur fyrstur. Því næst flutti Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra tölu og bauð erlendu gestina velkomna til sterkasta skákmóts sem haldið hefur verið á Norðurlöndum. Loks setti Gunnar Hansson, forstjóri IBM á ís- landi, mótið og bað 9 ára gamlan frænda sinn, Hans Adolf Hjartarson, að leika opnunarleikinn í skák þeirra Margeirs Péturssonar og Viktors Kortsnoj. Þessu næst hófet keppnin. Áhorfendur voru fjölmargir eins og jafnan á sterkum skákmótum hér á landi. Skákimar sáust á sjónvarpsskj- ám úti á gangi í Loftleiðahótelinu, skýringar vom í ráðstefhusalnum og alls staðar sátu menn og spúðu í skák- imar. Fljótlega beindust augu manna að skák hins unga skáksnillings Nigel Short frá Englandi og stigahæsta skákmanns utan Sovétríkjanna, Júgó- slavans Ljubomir Ljubojevic. Snemma tók að halla á Júgóslavann og Short tefldi eins og snillingar einir gera. Og eftir aðeins 3ja klukkustunda setu við skákborðið blasti mát við Ljubojevic í næsta leik og ekki um annað að gera en fella kónginn og játa sig sigraðan. Þá gerðist það sem nær aldrei gerist á skákmótum, áhorf- endur klöppuðu Short lof í lófa. Önnur skák vakti mikla athygli. Það var viðureign þeirra Jan Timmans og Norðmarmsins Simen Agdestein. Snemma virtist Norðmaðurinn vera kominn með tapað tafl. Skömmu síðar gertapað tafl. „Hvers vegna gefet mað- urinn ekki upp?“ spurði Helgi Sæmundsson og margir tóku undir. En svo hægt og bítandi náði Agde- stein að vinna sig út úr erfiðleikunum og að því er virtist jafiia taflið. „Tim- man leikur veikt,“ sögðu spekingar í hópi áhorfenda. „Hann er af norsku konungakyni," sagði Helgi Sæm. Þegar skákin fór í bið í peðsenda- tafli virtist staða Agdesteins heldur lakari, menn treystu sér ekki til að telja endataflið út. „Ólaíur Noregs- Margeir Pétursson virðir fyrir sér skák Agdestein og Timman í fyrstu umferð IBM-skákmótsins í gærkvöldi. Sjálf- ur tefidi Margeir við Kortsnoj og fór skák þeirra i bið. DV-mynd GVA kommgur er minn maður,“ sagði Helgi Sæm. en vildi þó engu spá um tafllok. En það fór nú svo að Noregskonungur Helga Sæm. treysti sér ekki í frekari taflmennsku þegar kom að því að tefla biðskákir og gafct upp. Fleiri skákir voru spennandi og skemmtilegar. Margeir stóð lengi vel í risanum Kortsnoj en sá gamli treysti vamimar og Margeir á lakari bið- stöðu. Helgi Ólafeson sýndist fara halloka gegn Jóni L. Ámasyni. „Hann lék stórmeistaraleik og bjargaði sér, eina leiknum sem gat bjargað stöð- unni,“ sagði Jón L. eftir að þeir höfðu samið jafhtefli. í dag kl. 16.30 hefet svo 2. umferð mótsins. Þessir mættu Áhorfendur vom fjölmargir á 1. umferð IBM-skákmótsins í gær. Meðal annarra vom mættir: Jóhannes Stef- ánsson frá Neskaupstað, Erlendur Valdimarsson, fyrrum frjálsíþrótta- maður, Þór Vilhjúlmsson hæstaréttar- dómari, Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra, -Einar S. Einars- son, forstöðumaður VISA, Ámi Njálsson íþróttakennari, Sigurður Tómasson Bylgjumaður, Helgi Sæ- mundsson skáld, Högni Torfason, fyrrum fréttamaður, Magnús Péturs- son knattspymudómari, Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari, Jón Þór, sagnfræðingur og skákmaður, Böðvar Guðmundsson verkamaður, Karl Þor- steins skákmaður, Friðrik Friðriks- son, markaðssviðsstjóri IBM, Sævar Bjamason skákmaður, Tómas Áma- son seðlabankastjóri, Guðmundur Arason, fytrum forseti Skáksam- bandsins, Stefán Kristjánsson, íþrótta- fulltrúi Reykjavíkurboigar, Birgir Sigurðsson prentari, Finnbjöm Hjart- arson prentari, Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður, Jóhann Þór- ir skákritstjóri, Gunnar Gunnarsson, bankamaður og skákmaður, Páll Hannesson af Undirfellsætt, Böðvar Böðvarsson byggingameistari, Sigurð- ur Bjamason verslunarmaður, Ingvar Ásmundsson, skólastjóri og skákmað- ur, Sæmundur Pálsson lögregluþjónn, Magnús Pálsson, tvíburabróðir hans, Kristján Benediktsson, fyrrum borgar- fulltrúi, Höskuldur Ólafeson banka- stjóri, Ömólfur Thorsson bókmennta- fræðingur, Bjami Þjóðleifeson læknir, Páll Arason verkfræðingur, Þorsteinn Marelsson rithöfundur, Sigmundur Böðvarsson lögfræðingur, Leifur Jó- steinsson, bankamaður og skákmaður, Jón Magnússon stærðfræðingur, Haukur Sveinsson póstfulltrúi, Am- mundur Bachmann lögfræðingur, Guðmundur Þórhallsson bókbindari, Ólafur Hólm kennari, Magnús Ólafs- son læknir, Ólafur Helgason banka- stjóri, Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, Jón Hjartarson leik- ari. -S.dór - sagði Hans Adolf Hjaftarson Það gerist ekki oft að 9 ára gaml- ir drengir verði jjess heiðurs aðnjótandi að fá að leika opnunar- leik á stórmóti í skáL Það gerðist hins vegar á IBM-skákmótinu sem hófet í gær þegar Hans Adolf Hjartarson lék drottningarpeðinu fram um tvo reiti fyrir Margeir Pétursson í skákinni gegn Kortsnoj. „Þetta er það allra ekemmtileg- asta sem ég hef gert, alveg æðis- legt,“ sagði Hans þegar DV ræddi við hann í gærkveldi. Hans Adolf er áhugamaður um skák og teflir mikið í félagsheimih Taflfélags Reykjavíkur. Hann er frændi Gunnars Hanssonar, forstjóra IBM, og tíl stóð að Gunnar léki opnunarleikinn. „Svo fékk ég bréf frá IBM þar sem mér var boðið að leika opnun- arleikinn. Fyrst vissi ég ekkert hvað ég átti að gera. Svo bara hringdi ég í Gunnar frænda minn og sagði að ég skyldi alveg gera þetta,“ sagði Hans . - Varstu svolítið spenntur þegar þú lyftir peðinu? „Já, ég var alveg æðislega spenntur, ég var búinn að vera með fiðring í maganum í allan dag, svo varð hann meiri og meiri, en svo þegar ég var búinn að leika peðinu fyrir Margefr þá var allt í lagi og nú er bara mest gaman sagði Hans og það fór víst ekki á milli mála að hann var að segja satt, því að hann ljómaði í framan eins og sá einn gerir sem unnið hefúr afrek. -S.dór Skákir 1. umferðar: Short fýrstur til að vinna Short - Lubojevic 1:0 Hinn tuttugu og tveggja ára gamli Nigel Short frá Englandi varð fyrst- ur keppenda til að ljúka skák sinni í gærkvöldi. Eftir 29 leiki sá and- stæðingurinn Lubomir Lubojevic enga vöm í stöðunni þar sem hann var óverjandi mát. Short, sem nýbúinn er að ljúka sjónvarpseinvígi við heimsmeistar- ann Kasparov, tefldi skákina af miklum krafti og innsæi. Hvítt: Nigel Short Svart: Lubomir Lubojevic Sikileyjarvöm 1. e4 cð 2. RÍ3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rffi 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 Short hefur mikið dálæti á að bregðast við Sikileyjarvöminni á þennan máta. Hugmyndin er að leika eins fljótt og kostur er g2-g4, með frekari framrás á kóngsvæng í huga. 7. - Be7 8. Dd2 b5 Á skákþinginu í Sjávarvik í fyrra lék Lubojevic hér 8. - Rc6 gegn Short og jafiiaði taflið eftir: 9. (HM) d5!? 10. g4 dxe4 11. Df2 Dc7 12. g5 Rd5 13.. Rxd5 exd5 14. fxe4 dxe4 15. Bc4 04) 16. Rxc6 Dxc6 17. Bxd5 Db5 18. Df4 Be619. De4 Hae8. Júgóslavinn fylgirí nú hefðbundnari leið. 9. g4 Bb7 10. 0-0-0 04) 11. h4 Rc6 Polugaevskí kaus í skák sinni gegn Jóhanni að hafa peð á h6 í svona stöðu og væntanlega mun skák- fræðin mæla með framhaldinu 11. - h6 eftir þessa skák. 12. Rxc6 Bxc6 13. g5 Rd7 14. Re2 d5 Svartur hyggst hrifea til sín frum- kvæðið með þessum leik eða aan.k. að jafiia taflið. Varlegri leikir komu einnig til álita svo sem 14. - e5 eða 14. -Dc7 15. Rd4 Bb716. Bh3! Re517. Del Rc4 v Svartur tapar nú miklum tíma. Reyna mátti 17. - Dc7 18. f4 Rxe319. Dxe3 Da5 20. Kbl dxe4? Nú var nauðsynlegt að reyna 20. - Bc5. 21. Rxe6! He8 Eftir 21. - fxe6 22. Bxe6+ Kh8 23. Hd7! Bc8 24. Hxe7 Db4 25. Da3 Dxa? 26. bxa3 Bxe6 27. Hxe6 Hxf4 28. He7! á hvítur hættulegt frumkvæð’ í hróksendatafli. 22. h5! • Riddarinn er friðhelgur: 22. - fxe6 23. Bxe6+ Kfó (23. - Kh8 24. h6 g6 25. Dd4+ og mátar) 24. h6! með hættulegri sókn t.d. 24. - Had8 25. hxg7+ Kxg7 26. Hxh7+! Kxh7 27. Dh3+ Kg7 28. Dh6 mát. 22. - Bd8 23. Hd7 Bc6 24. Dd4! Bffi 25. gxffi Bxd7 26. Dxd7 Db6 27. Rxg7 Hed8 28. Dg4 Kh8 29. Re8!! Svartur er nú óhjákvæmilega mát og hann gafet því upp. Skák Asgeir Þ. Asgeirsson Portisch - Tal 'A-.'A Stórmeistaramir tefldu gamalt og vel þekkt afbrigði af Meranvöm þar sem taflið var í jafnvægi allan tím- ann. Tal fékk því að þessu sinni ekki tækifæri til þess að láta menn- ina glansa. Hann getur þó verið ánægður með jafiitefli á móti Port- isch með svörtu mönnunum enda Portisch talinn mesti byrjanasér- fræðingur nútímans. Jón L. - Helgi '/2:% Jón L. komst ekkert áleiðis gegn nákvæmri vamartaflmennsku Helga í Sikileyjarvöminni. Helgi fómaði síðan riddara í miðtaflinu þannig að hann náði honum strax aftur og tryggði sér jafiiteflið. Þeir félagamir höfðu leikið tuttugu og tvo leiki þegar þeir sættust á skiptan hlut. Jóhann - Polugaevskí 0:1 Sama byr)un var uppi á teningnum í þessari skák og hjá Short og Lubojevic. Ekki verður þó betur séð en að rússneski stórmeistarinn hafi verið betur að sér í vamarfræðunum en hinn júgóslavneski kollegi hans, a.m.k náði hann harla fljótlega að jafiia taflið og ná síðan frumkvæðinu í flókinni miðtaflsstöðu. Jóhann afiéð síðan að leiða skákina út í hróksendatafl en náði ekki að halda því í jafiitefli enda var hann þá peði undir. Sumir vildu meina að Jóhann hefði getað barist betur bæði í hróks- endataflinu og einnig með því að halda riddurum á borðinu. Timman - Agdestein 1:0 Viðburðaríkasta skák umferðar- innar. Meistaramir tefldu drottn- ingarindverska vöm þar sem HoUendingurinn beitti ákaflega hvassri leið og fómaði tveimur peð- um í því augnamiði að opna línur í átt að svarta kónginum. Á tímabili var ekki nokkur skáksérfræðingur í húsinu sem hugði Norðmanninum líf þar sem kóngur hans lagði á flótta yfir á drottningarvænginn. í tíma- hrakinu náði hann þó að rétta sinn hlut og jafna taflið en aðeins til þess að leika því jafnharðan niður aftur. Þegar skákin fór síðan í bið var ljóst hver úrslitin yrðu. Margeir - Kortsnoj 0:1 Þessi skák vakti mesta athygli áhorfenda í gærkvöldi. Kortsnoj beitti sjaldgæfri leikaðferð í Bogo- indverskri vöm og tók á sig verri peðastöðu. Ekki var annað að heyra á áhorfendum en að flestir væm ánægðir með stöðu okkar manns framan af. Miðtaflsstaðan einkennd- ist síðan af peðaveikleikum á báða bóga og virtist hvomgur keppandinn vera með frumkvæðið í sínum hönd- um. Undir lok setunnar hugkvæmdist síðan Kortsnoj að þvinga fram enda- tafl þar sem hann stóð öllu betur að vígi. Þegar við bættist að Margeir tefldi framhaldið veikt í tímahrakinu var orðið ljóst þegar skákin fór í bið að Kortsnoj myndi bera sigur úr býtum. -áþá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.