Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 3
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. 3 Fréttir Neyðaróp móður um herfeið gegn kynferðisglsepamónnum: Tuglr foreldra í felum með skjálfandi böm Keðjan losnaði og þá kom madurinn og bauð fram hjálp sína. Hann var vingjarnlegur, en í portinu fyrir ofan hófst martröð sem enn sér ekki fyrir endann á. DV-mynd KAE „Ég er sannfærð um að það eru tugir foreldra í felum; foreldrar sem sitja heima með skjálfandi böm, fómarlömb kynferðisglæpamanna. I ljósi skelfilegrar reynslu minnar og sonar míns vil ég komast í samband við þetta fólk með stofnun félags í huga. Félags sem gæti mótmælt þeirri linkind sem kynferðisglæpa- mönnum er sýnd af vfirvöldum," sagði ung móðir sem af skiljanlegum ástæðum vill ekki láta nafhs síns getið. Sonur hennar varð fyrir ósvífinni árás fullorðins manns í miðborg Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Hann var þá 8 ára, staddur á Frí- kirkjuveginum að reyna að laga keðjuna á hjóli sínu. Þá birtist mað- ur og bauð fram aðstoð sína. Móðir hans segir svo frá: Martröðin í portinu „Þetta var um hábjartan dag og sonur minn að sjálfsögðu alveg grandalaus þegar maðurinn vék sér að honum. Drengurinn sagði síðar að maðurinn hefði verið vinalegur og stungið upp á því að þeir flyttu sig upp í portið að baki Fríkirkjunni því þar væri betra næði. Strákurinn samþykkti en þá byijaði martröðin sem nær því reið syni mínum að fullu. Þeir voru ekki fyrr komnir upp í portið en maðurinn þvingaði son minn inn í nýbyggingu sem verið er að reisa þama (Listasafn íslands, insk. DV) og henti honum upp að vegg. Síðan réðst hann á strákinn, reif niður um hann buxumar og saug á honum kynfærin. Að því loknu fióaði maðurinn sér fyrir augum drengsins sem var að sjálfsögðu mið- ur sín af skelfingu. Hann grátbað um að fá að fara heim en maðurinn hélt honum. Þegar hann var búinn að svala óeðli sínu hleypti hann drengnum út, gaf honum fimmtíu krónur og tók af honum loforð um að segja engum frá því sem gerst heföi. Annars gæti hann átt von á lífláti." Nýr í „bransanum“ Drengurinn komst heim til sín og þó hann heföi viljað þegja um það sem gerst haföi þá gat hann það ekki. Að sögn móðurinnar skalf bamið og titraði og svo rann sagan upp úr honum á milli ekkasoganna. „Ég fór strax niður á lögreglustöð en þar fékk ég þau svör að ódæðis- maðurinn væri það nýr í þessum,, bransa" að erfitt væri að hafa uppi á honum. Lögreglan fór hins vegar með okkur í ökuferð um bæinn í leit að manninum og þar fékk ég að vita að þeir gætu bent á menn á götum úti sem vitað væri að legðu það í vana sinn að ráðast á böm. Þennan mann þekktu þeir aftur á móti ekki eftir lýsingu," sagði móðir- in. „Þama er hann, mamma!“ Löngu síðar, er móðirin og sonur hennar voru að aka um miðbæinn, benti strákurinn allt í einu á mann sem var á gangi og æpti: „Þama er hann, mamma! Þetta er hann!“ „Ég stökk út úr bílnum og reyndi að veita manninum eftirför en það var eins og hann heföi gufað upp. Lík- lega hefur hann orðið okkar var. Ég fór rakleiðis niður á miðbæjar- stöð lögreglunnar en þar var litla hjálp að fá, ef til vill af skiljanlegum ástæðum. Hvað geta lögreglumenn svo sem gert? Kynferðisglæpamenn leika þann leik að játa verknað sinn í hvert sinn sem þeir eru teknir og þá er þeim sleppt út á götumar aft- ur. Þar ganga þeir lausir þar til dómur fellur.“ Frægur í Sundhöllinni Martröð drengsins hélt áfram. Hann æföi sund af miklum krafti og var tíður gestur í Sundhöllinni við Barónsstíg. Sundiðkununum var sjálfhætt þegar hann fór að sjá ó- dæðismanninn í laugunum: „Hann varð ofboðslega hræddur og bað félaga sína um að skýla sér svo hann kæmist óséður upp úr laug- inni. Krakkamir hjálpuðu honum en þegar þeir fóm að spyrja hann hvers vegna hann heföi orðið svona hræddur kom á daginn að einn drengur og tvær stúlkur könnuðust við manninn. Hann haföi einnig áreitt þau, stúlka í hópnum sagðist hafa fengið heila Mackintos-dós frá honum.“ Flótti úr höfuðborginni Andlegt ástand drengsins var orðið svo slæmt að móðir hans sá ekki aðra leið færa en flytja úr bænum. Mæðginin búa nú úti á landi og drengurinn unir hag sínum vel. Hann er aftur farinn að iðka íþróttir og svo virðist sem hjúpur gleymsk- unnar sé farinn að færast yfir minninguna um atburðina við Tjömina. Látið í ykkur heyra! „En þetta gleymist aldrei, hvorki hjá honum né öðrum sem lent hafa í þessari lífsreynslu. Þetta er miklu algengara en ætla mætti eftir lestur opinberra plagga, allir þekkja ein- hvem sem einhvem tíma hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni sér eldri manna. Ég vil að foreldramir komi úr felum og reyni að vinna saman gegn þessari ósvinnu. Látið í ykkur heyra! Yfirvöld virðast ekki ráða við vandamálið,“ sagði móðir drengsins. Hún bíður nú eftir viðbrögðum. -EIR JVO NYÞREP úr bemhörðumpeningum Kjurbókin hefur tryggt sparifjáreigendum hæstu ávöxtun scm fáanleg hefur verið af óbundnu sparifé. Og nú bætum við enn um betur. Þegar innstæða hefur legið á Kjörbókinni í 16 mánuði hækka vextirnir allt frá innleggsdegi í 20,9% og aftur að loknum 24 mánuðum í 21,5%. Vaxtaþrepin gilda frá 1. jan. 1987. Við minnum á aðra helstu kosti Kjörbókarinnar: Háir vextir lagðir við höfuðstól tvisvar á ári. Innstæðan er algjörlcga óbundin. Ársljóðungslegur samanburður við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga tryggir hagstæðustu kjör. Ef ávöxtun vcrðtryggðu reikninganna reynist hærri er greidd uppbót. Hún greiðist einnig ofan á 16 og 24 mánaða vaxtaþrepin. Vaxtaleiðrétting við úttekt reiknast eingöngu af úttektarupphæðinni, þó ekki af vöxtum síðustu tveggja vaxtatímabila. Úttektirlækka ekki vextina á þeirri fjárhæð sem eftir stendur. í Landsbankanum er stöðugt haft auga með öllurn hræringum á vaxtamarkaðnum, því að Kjörbók- inni er ætlað að vera í fararbroddi. Ársávöxtun á Kjörbók varð 20,62% árið 1986. sem jafngildir verðtrvggð- um reikningi með 5.51% nafnvöxtum. Taktu næstu tvö skref í beinhöröum peningum. jr Landsbanki íslands Banki allra landsmanna stu tvo skr L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.