Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
Atviimumál
Loðnufiystingin:
Japanskir
eftirlits-
í Eyjum
Óraar Garðaisson, DV, Vestnteyjum;
I Vestmannaeyjum eru nú
staddir nokkrir japanskir eftir-
litsmenn, fulltrúar loðnukau-
penda. Fylgjast þeir með löndun
og fara á milli frystihúsanna og
leggja blessun sína yfir vinnsl-
una. Þetta þýðir að sjómenn
þurfa að vanda meðferð loðnunn-
ar sérstaklega. Þeir þurfa að
hreinsa lestar vel eftir löndun.
Loðnan er ísuð og er hámarksafl-
inn, sem bátarnir þrír, sem landa
í Eyjum, koma með að landi, 300
tonn í hvert sinn.
Japanirnir fylgjast mjög grannt
með þessu. Þeir ákveða einnig
stærðarflokkunina. Enda þótt
mönnum finnist stundum nóg um
vandvirkni þeirra og nákvæmni
fylgir því sá kostur að eftir að
þeir eru búnir að samþykkja þá
íoðnu sem fer til vinnslu og taka
hana út eftir frystingu er loðnan
þeirra. Þurfa þá seljendur ekki
að hafa meiri áhyggjur af vörunni
þannig að ekki er hætta á neinum
bakreikningum eins og stundum
hefur viljað brenna við í útflutn-
ingi á sjávarafurðum.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverötryggð
Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-10 Allir nema Ib
Sparireikningar
3ja món. uppsögn 10-15 Sb
6mán.uppsögn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél.
18 món. uppsögn 18-19,75 Bb.Sp
Avisanareikningar 3-10 Ab
Hlaupareikningar 3-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparircí kningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Úb.Vb
6 mán. uppsögn 2,5-4 Ab.Úb
Innlán með sérkjörum 10-20
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-6 Ab
Stcrlingspund 10-10,5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab.lb
Danskar krónur 8,5-9,5 Ab.Lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 16.5-20 Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21-22
Almenn skuldabréf(2) 17,5-21 Lb
Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 17.5-21 Lb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5 árum 5,75-6,75 Lb
Til lengritíma 6,25-6,75 Bb.Lb
Útlán til frarnleiðslu
Isl. krónur 15-20 Sp
SDR 7,75-8,25 Lb.Úb
Bandaríkjadalir 7,5-7,75 Sb.Sp
Sterlingspund 12,5-13 Lb.Úb.Vb
Vestur-þýsk mörk 6-6,5 Lb.Úb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyríssjóðslán 5-6,5
Dráttarvextir 27
VlSITÖLUR
Lánskjaravisitala feb. 1594 stig
Byggingavisitala 293 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði7,5%1.jan.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 113 kr.
Eimskip 300 kr.
Flugleiðir 310 kr.
Hampiðjan 140 kr.
Iðnaðarbankinn 135 kr.
Versfunarbankinn 125 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka
og Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp=Sparisjóðimir.
Ullariðnaðurinn:
Niðurgreiðslur þurfa að
vera 100 krónur á kíló
ef selja á ullina út, segir Kristinn Amþórsson hjá iðnaðardeild Sambandsins
„Það liggur alveg ljóst fyrir að við
kaupum ekki meira af íslenskri ull
fyrr en fyrir liggur hvort frekari nið-
urgreiðslur fást frá ríkinu. Þegar svo
er komið að við fáum ekki nema 100
krónur fyrir kílóið erlendis af hvítri
úrvalsull og svona 15 krónur fyrir
mislita, eftir að hafa safiiað ullinni
saman frá bændum og þvegið hana,
þá sjá allir að verð eins og 90 til 130
krónur fyrir kílóið til bænda nær
engri átt,“ sagði Kristinn Amþórs-
son, forstjóri iðnaðardeildár Sam-
bandsins á Akureyri, í samtali við
DV.
Niðurgreiðslur ríkisins hafa verið
75 krónur á kílóið og sagði Kristinn
að það væri alveg lágmark að niður-
greiðslumar fæm uppí 100 krónur á
kílóið nú þegar nýtt verðlagstímabil
hefst 1. mars, ef ullarverksmiðjumar
ættu að halda áfram að kaupa ull
af bændum.
Kristinn sagði að verð á ull á
heimsmarkaði væri mjög lágt og
nefndi sem dæmi að Sovétmenn
væm að bjóða mislita ull fyrir
nokkrar krónur kílóið. Við þetta
væri engin leið að keppa.
Þá nefndi hann líka að tískulitir í
ullarfatnaði væm nú mjög ljósir en
íslenska ullin væri svo gul að hún
væri ónothæf. Ullarfatnaður væri
orðinn mun fínlegri og fólk gengi í
honum nær sér og í slíkar flíkur
væri íslenska ullin of gróf vegna
togsins. Þótt við látum okkur hafa
það að ullarföt, sem við erum í næst
okkur, stingi dálítið gera útlending-
ar sér það ekki að góðu og allra síst
ef fá má fatnað úr fínni ull.
Loks sagði Kristinn að bændur
væm kæmlausir varðandi rúning.
Fé sem rúið væri einu sinni á ári,
að vori til, væri með skítuga gula
og vonda ull fulla af heymori. Aftur
á móti væri besta ullin af því fé sem
rúið væri á haustin og svo aftur að
vori. Allt of fáir bændur gerðu þetta.
Einnig væri ágæt ull af vetrarrúnu
fé en vetrarrúning væri ekki algeng.
-S.dór
Formaður Útvegsmannafélags Norðuriands:
Splundrum leyni-
samkomulaginu
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
„Við loðnuseljendur eigum að rjúfa
múrinn og splundra leynisamkomu-
laginu um loðnuverðið. Við eigum að
vera harðir og einfaldlega hætta að
veiða loðnu til frystingar. Þá hækka
þeir verðið og við fáum frjálst loðnu-
verð aftur,“ sagði Sverrir Leósson,
formaður Útvegsmannafélags Norð-
urlands, viðDV.
Sverrir sagði að þegar kæmi fram í
þennan mánuð virtist ætíð sem ein-
hver Vestmannaeyjalög tækju gildi í
loðnufrystingunni.
„Þótt húsin í Vestmannaeyjum
myndi blokk um verðið og vilji alltaf
ráða því er bara að brjóta þá á bak
aftur.“
Sverrir telur að reynslan af fijálsu
loðnuverði hafi verið mjög góð. „Ég
er ákveðið þeirrar skoðunar að verðið
verði því að vera fijálst á loðnufryst-
ingunni eins og í bræðslunni," sagði
Sverrir Leósson.
Loðnuveiðaman
Lóndunarbið á öllum
AustQarðahöfnum
- skipin sigla frá Hjörieifshöfða til Norðuriandshafna
Þróarrými er þrotið í öllum lönd-
unarhöfnum nálægt loðnumiðunum
út af Hjörleifshöfða eftir mokveiði
undangenginna daga. Skipin eru far-
in að sigla til Raufarhafhar, Krossa-
ness og Siglufyuðar og því engin
smásigling hjá þeim með aflann að
landi. I gær voru fa skip á miðunum.
Nokkur bíða löndunar á Austfjarða-
höfhum, önnur eru annaðhvort á
leið til hafna á Norðurlandi eða það-
an á miðin afitur. Eitt skip, Eldborg
HF, er á leið með afla til Danmerkur.
Nú eru 17 skip svo til búin með
aflakvóta sinn. Þau eiga þó smáveg-
is eftir sem verður geymt þar til
hrognatakan hefst um næstu mán-
aðamót og þeim fjölgar dag frá degi
skipunum sem ljúka við að veiða upp
í kvótann sinn.
Heildaraflinn var í gær orðinn 855
þúsund lestir og eru þá 160 þúsund
lestir eftir af heildarkvótanum. Enn
eru menn í vafa um að hægt verði
að veiða upp í þann kvóta. Bæði eru
mörg stór skip að ljúka við að fylla
sinn kvóta, mörg eru að veiða loðnu
til frystingar og taka þá smáslatta
og svo tefjast þau skip sem enn
stunda veiðamar vegna löndunar-
biðar eða þá að þau þurfa að sigla
umhverfis hálft landið með aflann.
Síðan má ekki gleyma aðalatriðinu,
það styttist óðum í hrygningu hjá
loðnunni en um leið og hún er af-
staðin drepst fiskurinn. -S.dór
Verkalýðsfélagið Árvakur á Eskrfirði:
Frekar að efla fjorðungs-
samböndin en leggja þau niður
„Við hér í Verkalýðsfélaginu Ár-
vakri á Eskifirði ætlum svo sem ekki
að skipta okkur af því sem er að ger-
ast á Vesturlandi og Suðurlandi þar
sem uppi eru raddir um að leggja fjórð-
ungssambönd verkalýðsfélaganna
niður. Við erum bara á öndverðum
meiði og þess vegna var samþykkt
gerð á stjómarfúndi hjá okkur þess
efnis,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson,
formaður félagsins, í samtali við DV.
Ályktunin, sem stjóm Árvakurs
samþykkti samhljóða, er svohljóð-
andi:„Stjóm Verkalýðsfélagsins
Árvakurs vill, vegna þeirrar umræðu
sem verið hefur um að leggja niður
fjórðungssambönd innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, leggja áherslu á að
samtök launþega í íjórðungunum
verði efld og telur að hagsmunum
verkafólks á landsbyggðinni verði best
borgið innan öflugra fjórðungssam-
banda.“
Hrafhkell benti á að minni félögin
úti á landi gætu náð ýmsu fram með
því að standa saman innan fjórðungs-
sambandanna. Ef þau yrðu lögð niður
ættu þessi sömu félög allt sitt undir
Alþýðusambandi íslands og Verka-
mEmnasambandinu. -S.dór
Um 24 þúsund tonn af loðnu voru i hráefnisþróm verksmiðjunnar þegar þessi
mynd var tekin. DV-myndir Emil
Loðnuvertíðin á Eskifirði:
Yfir hundrað þús-
und tonn á land
Emil Thoiaiensen, DV, Eskifiiði:
Nú hefur yfir hundrað þúsund tonn-
um af loðnu verið landað á Eskifirði
á yfirstandandi loðnuvertíð. Fram að
áramótum var landað 62 þúsund tonn-
um en ffam til dagsins í dag hefur
verið landað um 39 þúsund tonnum.
Bræðsla hefur gengið vel en fyrsta
loðnan barst á land 28. júlí í upphafi
þessarar loðnuvertíðar og má segja að
stanslaust hafi verið brætt síðan ef
talið er frá tímabilið frá jólum þar til
verkfalli sjómanna lauk, 17. janúar sl.
Að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá
loðnunefnd hefur loðnu aðeins verið
landað í meiri mæli á Siglufirði en
Eskifjörður er næsthæsti löndunar-
staðurinn.
Heildarloðnuaflinn er um 840 þús-
und tonn en leyfilegt er að veiða um
1.015 þúsund tonn. Samkvæmt þessu
hefur um 12% af veiddri loðnu verið
landað á Eskifirði. Ástráður sagði að
til viðbótar við leyfilegt loðnumagn
hefði ráðuneytið heimilað loðnubátum
að veiða til viðbótar sem svaraði til
2ja fullfermistúra til fiystingar enda
myndi það magn dragast frá næsta árs
kvóta.
Stanslaus bræðsla hefur verið í gangi á Eskifirði frá því í sumar ef undan er
skilið verkfall sjómanna og nú rýkur glatt úr strompum loðnubræðslu Hrað-
frystihúss Eskifjarðar eins og sjá má á myndinni.