Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. Utlönd Norski krón- prinsinn býð- ur í afmælis- veislu Páll VBhjálmssoin, DV, Osló: Á laugardaginn verður Haraldur, krónprins af Noregi, fimmtugur. Har- aldur ætlar að halda veglega upp á afinæli sitt og býður heim flestu kóngafólki í Evrópu. Enn er ekki vitað hvaða gjafir krón- prinsinn fær frá eðalbomum vinum og vandamönnum en ljóst er hvað hann fær frá landsmönnum sínum. Ber þar hæst forláta skútu sem norskir viðskiptajöfrar færa Haraldi að gjöf. Krónprinsinn er sem kunnugt er mik- ill siglingaáhugamaður. Skútan kostar á annan tug íslenskra milljóna og er að mestu leyti smíðuð á Nýja- Sjálandi. En bestu afinælisgjöfina fékk Har- aldur í vikunni, að hans eigin sögn. Það var niðurstaða skoðanakönnunar sem sýndi að níu af hverjum tíu Norð- mönnum eru fylgjandi konungdæm- inu. Tryggustu stuðningsmenn konungdæmisins em yfir sextugt og lítt skólagengið yngra fólk. Smokkaverð- bréf á vax- andi gengi Páll VBhjáknssan, DV, Osló: PTm&mm JOSEPH BEGUN Anatoly Scharansky (t.v.), eiginkona hans, Avital, og móðir hans, Ida Milgrom, tóku í gær þátt í mótmæla- og kröfuaðgerðum fyrir utan skrifstofu sov- ésku sendinefndarinnar hjó Sameinuðu þjóðunum í New York. Scharansky, sem fékk í fyrra að fara frá Sovétrikjunum til ísrael, hefur stöðugt síðan barist fyrir sovéska gyðinga. _ símamynd Reuter 150 andófsmönnum sleppt í Sovétríkjum Eftir óvissuna undanfama viku þykir nú fullvíst að andófsmannin- um Yosif Begun verði sleppt lausum úr fangelsi í dag í Sovétríkjunum. Eiginkona og sonur þessa 54 ára stærðfræðings og hebreskukennara segjast ætla til Kazan (800 km austur af Moskvu) til móts við hann. Hann hefúr verið í fangelsi síðustu fjögur ár fyrir „andsovéska starf- semi“, eins og það heitir þar eystra þegar menn andæfa gegn stefnu stjómvalda. Gennady Gerasimov, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Moskvu, sagði í gær að Begun væri í hópi 150 andófsmanna sem njóta mundu góðs af sakaruppgjöf og náðunum Kreml- stjómarinnar og verða látnir lausir í þessum mánuði. Annar nafritogaður andófsmaður, sálfræðingurinn Anatoly Koryagin, var látinn laus í gær og hitti konu sína, Galinu, í Kharkov í Úkraínu strax í gær. Þessir tveir, ásamt Shcaransky, Yuri Orlov, sem látnir vom lausir í Yosif Gegun hebreskukennari, sem búist er við að verði látinn laus í dag eftir fjögurra ára fangavist. Hann er einn meðal 150 andófs- manna sem haldið er að fái uppgefnar sakir í þessum mánuði. - Simamynd Reuter Anatoly Koryagin sálfræðingur, sem hóf upp baráttu fyrir rétti þess fólks er lokað var inni á geðveikrahælum af öðrum en heilbrigðisástæðum. - Símamynd Reuter fyrra, og Andrei Sakharov, sem leyft var að snúa í vetur heim úr útlegð- inni í Gorky, em frægastir andófs- manna í Sovétríkjunum. Begun hafði tvívegis verið sendur í útlegð til Siberíu áður en hann árið 1983 var dæmdur til sjö ára dvalar í þrælabúðum og fimm ára útlegð fyrir andsovéska starfsemi. Hann var undanskilinn í upphaflegu sakamppgjöfinni vegna þess að hann vildi ekki heita því að hætta öllu andófi. - Hann hefur í sextán ár barist fyrir því að mega flytja frá Sovétríkjunum til ísrael, eins og hefur verið draumur margra sové- skra gyðinga. Sálfræðingurinn Koiyagin, sem látinn var laus í gær, starfaði með samtökum er fordæmdu misnotkun geðveikrahæla þar sem ýmsir póli- tískir fangar vom lokaðir inni. Samtökin höfðu tekið saman skrá yfir 57 slík tilvik áður en þau leyst- ust upp 1981, eftir að allir félagamir höfðu ýmist verið hraktir í útlegð eða fangelsaðir. Gífúrleg hækkun hefúr orðið á verð- bréfum fyrirtækja sem framleiða smokka. Eins og flestum ætti að vera kunnugt em smokkar næstbesta vöm- in gegn eyðni. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim auglýsa smokka í svo miklum mæli að verksmiðjur hafa ekki undan. í síðustu viku hækkuðu hlutabréf fyrirtækisins London Intemational um tuttugu prósent á einum degi. ÞaC fyrirtæki framleiðir níutíu og fimm prósent allra þeirra smokka er notaðir em í Bretlandi. I New York er fyrirtækið Carter- Wallace í sömu stöðu og London Int- emational í Bretlandi. Hlutabréfin hjá Carter-Wallace hafa tvöfaldast í verði frá áramótum. Sérfræðingar telja þó óráðlegt að fjárfesta meira í smokkafyrirtækjum. Þeir segja að verðið á þessum hluta- bréfum hafi náð hámarki. Sjómaður með hræ eins þeirra mörg þúsund sela er drukknað hafa i netum á þessu ári. Meira en þrjátíu þúsund Grænlandsselir halda sig nú við strend- ur Noregs í leit að fæðu og beitir norska ríkisstjórnin sér nú fyrir selveiðum. - Simamynd Reuter Selveiðar til umræðu Páll WhjálmsBon, DV, Osló: Norðmenn ætla að taka selveiðar til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í næstu viku. Það sem af er hefur vetr- arvertíðin í Norður-Noregi algjörlega bmgðist og kenna sjómenn selnum um. Ríkisstjómin beitir sér nú fyrir auknum selveiðum en á í áróðursstríði við grænfriðunga sem leggjast gegn veiðunum. Með því að taka upp selveiðar á fundi Norðurlandaráðs vilja Norð- menn kanna hvort þeir geti treyst á stuðning Norðurlandanna við sel- veiðistefnu sína. Norðmenn telja víst að íslendingar og Færeyingar styðji þá en meiri vafi leikur á afstöðu Dana, Finna og Svía. Charies Haughey falið að mynda sljóm í Dublin Andiés Eirikssan, DV, Dublin: Talningu í írsku þingkosningun- um lauk ekki fyrr en seint í gær- kvöldi. Kosnir vom 166 þingmenn og urðu endanleg úrslit þessi: Fianna Fail hlaut 81 þingsæti, fékk síðast 75. Fianna Gail hlaut 51, fékk síðast 70. Framfaraflokkurinn 14, bauð ekki fram síðast. Verkamannaflokk- urinn 12, fékk síðast 16. Verkalýðs- flokkurinn 4, fékk síðast 2. Lýðræðissinnaðir sósíalistar 1, fengu síðast engan. Óháðir þingmenn 3, vom áður 3. Það má sjá af þessum tölum að fráfarandi stjórnarflokkar, Fianna Gail og Verkamannaflokkurinn, töpuðu miklu fylgi. Verkamanna- flokkurinn hefur ekki fengið jafnfáa þingmenn í þijátíu ár. Samt sem áður varð fylgistap hans mun minna en búist hafði verið við. Fyrir kosn- ingar bentu spár til þess að hann fengi varla meira en 9 þingmenn. Flokkurinn glataði fylgi yfir til hinna smærri sósíalísku flokka en Fianna Fail virðist ekki hafa hagn- ast jafnmikið á kostnað Verka- mannaflokksins og reiknað var með. Fianna Fail hafði vonast til að ná hreinum þingmeirihluta en vantar þrjá þingmenn til að ná þeim 84 sem til þarf. Engu að síður er ljóst að Fianna Fail mun verða ráðandi flokkur í næstu ríkisstjóm. Stjómarmyndun án flokksins er einfaldlega útilokuð. Flokkurinn hefur í þessum kosning- um markað sér skýra stöðu sem miðjuflokkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.