Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
Utlönd
Stærstu regnskógar í heimi eru í
hættu. Það er erfitt að ímynda sér
þvi að þegar flogið er yfir þá með-
fram Amazonfljóti sjást grænar
gróöurspildur klukkkustundum
saman. Aðeins stöku sinnum sést í
rauð, bein strik, sem eru vegir, eða
Vegavinnugerð í regnskógunum sem sem nú eru í hættu.^
þeir hafa ýtt öllum vistfræðilegum
hagsmunum til hliðar. Árið 1966
lenti flugmaður nokkur þyrlu sinni
á einu Carajas íjallanna fyrir suð-
vestan Belem í Brasilíu. Öll mæli-
tæki í þyrlunni tóku slíkt viðbragð
að ástæða þótti að kanna málið nán-
fýrir gróðasjónarmiðum
Ólíkir hagsmunir
Þeir sem vinna að áætlanagerð
reyna að samræma efhahagslegar
þarfir og svo hins vegar þörfina á
að vemda þetta svæði sem er svo
ríkt af dýralífi og gróðri. Eigandi lít-
ils flutningafyrirtækis, sem hyggst
flytja til Rondonia í Brasilíu, varpar
fram sömu spumingu og margir aðr-
ir. „Hvort er mikilvægara að vemda
tré og apa eða að útvega fólki vinnu
svo að það geti haft í sig og á?“
Fylkið Rondonia er einkennandi
fyrir þá þróun sem átt hefiir sér stað
á regnskógasvæðinu og þá erfiðleika
sem hún hefur í för með sér. í sept-
ember 1984 var lokið við lagningu
hraðbrautar sem tengdi Porto Velho,
höföðborg Rondonia, við Cuiaba og
vegakerfi Sao Paulo fylkisins.
gróðurlausa bletti þar sem verlð er
að undirbúa námugröft.
Samkvæmt sérfræðingum er
skógarsvæði á stærð við fótbolta-
völl hoggið niður á hverri minútu.
Bara í Brasiliu er svæði á stærð við
Sviss hoggið niður á þriggja ári
fresti. Með sama hraða er áætlað
að svæði á stærð við Vestur-Þýska-
land verði orðið bert árið 2000.
Fleiritonnafgulli
í regnskógunum er mestur málmur
í jörðu sem vitað er um. Þar af em
fleiri tonn gulls. Ríkisstjómir og
einkaaðilar höggva niður skóginn
■ :1 þess að geta nálgast þessar auð-
'indir.
En það er ekki bara skógurinn sem
er í hættu. Dreifð samfélög indíána,
sem sum hver em enn á steinaldar-
stigi, hafa orðið fyrir hörðum skell-
um.
Amazonfljót kemur upp í Andes-
fjöllum og rennur í gegnum Brasilíu
út í Atlantshaf. Á regnskógasvæðinu
em aðeins tvær stórar borgir, báðar
í Brasilíu. Belem er við mynni Ama-
zonfljótsins en Manaus er sextán
hundmð kílómetra vestar.
sem stjómin úthlutaði. Einnig komu
þúsundir í leit að gulli.
Þegar innflytjendur tóku við jarð-
arskikum sínum felldu þeir trén og
kveiktu í þeim. Öskana notuðu þeir
sem áburð. Hellirigningar skoluðu
næringarefnunum burtu. Uppskeran
minnkaði og bændumir neyddust til
þess að flytja eða breyta ökrunum í
beitilönd.
Neikvæðar afleiöingar
Borgarstjómarmeðlimur í Porto
Velho segir að í kjölfar innflytjenda-
straumsins hafi fylgt ofbeldi, eitur-
lyfjavandamál og vændi. Og á meðan
Rondonia berst við hinar neikvæðu
afleiðingar þess að hafa gott vega-
samband við umheiminn er í Bólivíu
lögð áhersla á undirbúning ellefu
hundmð og fimmtíu kílómetra langs
vegar frá höföðborginni La Paz til
borganna Trinidad og Santa Clara
sem em á regnskógasvæðinu.
Gert er ráð fyrir að lagningu veg-
arins ljúki 1989 en þá taka við
framkvæmdir í sambandi við orku-
framleiðslu fyrir ný iðnaðarfyrirtæki
í Bólivíu.
Minnka um 1 prósent á ári
í Kólumbíu hafa regnskógamir
minnkað um eitt prósent á ári síðast-
liðin tuttugu ár og játa embættis-
menn þar að meira tillit hafi verið
tekið til hagsmunasjónarmiða en
varðveislu skóganna.
Ekkert eftirht er haft með athæfi
þeirra fimmtán þúsunda sem sest
hafa að á Macaranessvæðinu sem
er ríkast af málmum, dýralífi og
gróðri. En kólumbískir segja að á
meðan þeir em að reyna að draga
úr innflutningi til svæðisins sé aðal-
verkefnið að tengja það efnahagslífi
þjóðarinnar með því að leggja vegi
og auka þjónustuna.
Gífurlegir málmfundir
Nokkrir málmfundir á regnskóga-
svæðinu hafa verið svo gífurlegir að
ar og kom þá í Ijós að málmurinn,
sem þar var í jörð, var með því mesta
sem fundist hefur.
Forseti Brasilíu hefur nýlega til-
kynnt að þar séu átján milljarðar
tonna af jámgrýti og einnig geysi-
mikið magn af silfri, nikkel, níóbíni,
mangan og báxít. Með slík auðæfi í
jörðu og erlendar skuldir upp á
hundrað og tíu milljarða dollara er
ekki spurt að því hvort taka eigi til-
lit til vistfræðilegra hagsmuna. I
fyrra tóku Brasilíumenn í notkun
feikistóra jámnámu og nálægt nám-
unni er verið að byggja tvær
sementsverksmiðjur.
Þúsundir innflytjenda
Innflytjendur komu í stríðum
straumum til Rondonia. Sumir í von
um vinnu við byggingu raforku-
stöðvar nálægt Porto Velho. Aðrir
komu til þess að setjast að á jörðum
Samfélög indíána í regnskógunum meðfram Amazonfljótinu hafa orðið fyrir barðinu á gróðafíkn þeirra er höggva niður skóginn.
Regnskógamir látnir víkja
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir