Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Rústir Alexanders
Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra stendur á
rústum nýja húsnæðislánakerflsins, sem reist var við
lúðrablástur í fyrra. Augljóst er nú, að kerfið uppfyllir
ekki vonirnar, sem við það voru bundnar í byrjun.
Nýja kerfið tók gildi fyrsta september síðastliðinn.
Þar var um mikla hækkun húsnæðislána að ræða. Þús-
undir sendu umsóknir um lán. Alexander segir sjálfur,
að fjóra síðustu mánuðina fyrir áramót hefðu Húsnæðis-
stofnun borizt yfir fjögur þúsund umsóknir. Þetta er
margfalt það, sem ráðherrann segir, að nýja húsnæðis-
löggjöfm hafi gert ráð fyrir. Lögin byggðust á, að
umsóknir yrðu innan við fjögur þúsund á heilu ári.
Ráðherra býst við, að fimmtán prósent umsókna verði
hafnað, til dæmis vegna þess að umsækjendur séu ekki
taldir borgunarmenn fyrir láni. En eftir stendur, að nú
skortir nær hálfan annan milljarð króna til að mæta
þeim umsóknum, sem borizt hafa.
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður er meðal
þeirra, sem benda á hrun kerfisins. Hún upplýsir, að
biðtími umsækjenda hafi nú í desember verið orðinn
fimmtán mánuðir að meðaltali. Umsækjendur fá sem
sé að vita, að þeir eigi rétt á láni en þurfi að bíða hátt
á annað ár eftir að fá það. Jóhanna segir, að eigi bið-
tíminn ekki enn að lengjast mikið vanti sautján
hundruð milljónir króna í kerfið á þessu ári, peninga
sem ekki eru til.
Jóhanna segir, að verði ekki að gert muni biðtíminn
verða orðinn hátt á þriðja ár um næstu áramót.
Þessu hefur ekki verið í móti mælt. Þvert á móti stað-
festa yfirlýsingar félagsmálaráðherra þessar upplýsing-
ar í aðalatriðum. Greinilega er það ekki reisulegt kerfi,
sem bregzt fólki svo eftir öll fyrirheitin, sem gefin voru
í fyrra.
Eitt hefur kerfið nýja gert. Það hefur keyrt upp íbúð-
arverð. Með því er efnalitlum auðvitað gert erfiðara
að eignast íbúð. Upplýsingar liggja fyrir um, að fast-
eignaverð hafi hækkað um fjörutíu prósent síðan í
fyrravor. Þetta er gífurleg hækkun og tengist nýja lána-
kerfinu og vonunum, sem við það bindast. Hluti af
hækkun fasteignaverðs kemur til af því, að verð á hús-
næði hafði hækkað tiltölulega lítið þar á undan.
Ennfremur virðist útborgun hafa hækkað í þessum
viðskiptum. Margt hefur því snúizt gegn kaupendum
húsnæðis.
Eftirstöðvar bera einnig raunvexti.
Við þessu mátti búast, en á móti átti að koma mikil
hækkun lána með nýja kerfinu. Það kerfi gæti verið til
bóta í aðalatriðum en þarf endurskoðunar við. Lækka
verður útborgunarhlutfallið. Það gæti gerzt með frum-
kvæði Húsnæðisstofnunar. Markaðurinn verður auð-
vitað að ráða, en lenging lána og lækkun útborgunar
eru nú orðið rökrétt framhald raunvaxtanna af eftir-
stöðvum.
Orsakir flóðs umsókna til Húsnæðisstofnunar má
rekja til þess, hversu illa var farið með fólk undir stjórn
núverandi félagsmálaráðherra allt frá 1983 til 1986. Því
komust þúsundirnar, sem þurftu lán fyrir eðlilega mikl-
um hluta íbúðarverðs ekki að, heldur var þeim haldið
í svelti. Þessi ráðherra átti að fara frá og viðurkenna
svik sín og mistök. Nú reynir hann að verjast með skír-
skotun til nýja kerfisins.
En það er hrunið.
Haukur Helgason.
Fólkið og
fjölmiðlabyftingin
Allir stjómmálaflokkamir eiga
það sameiginlegt að ef þeim gengur
miður í baráttunni um hylli kjósenda
þá kenna þeir helst um að þeir hafi
ekki nógu sterk yfirráð á fjölmiðla-
vettvangi. Jafiivel Sjálfetæðisflokk-
KjáUaiiim
Núna er það einna helst Morgun-
blaðið sem á það til að falla í þessa
gömlu gryfju, og þá frekar af geð-
vonzku en af þörf eða sannfæringu,
og því miður virðist svo sem Þjóð-
viljinn sé aftur að fara að taka upp
þessar aðferðir - og þá fremur af
sannfæringar sökum en af stríðu
geði.
Þáttur DV og Dagblaðsins
Ekki er í mínum huga nokkur
vafi á því að þá miklu breytingu á
viðhorfi fjölmiðla til fjölmiðlahlut-
verksins, sem orðið hefur, má
dagsetja. Sú breyting kemur í kjölfar
þess mikla umbrots sem varð í blaða-
heiminum með stofiiun Dagblaðsins.
Sú breyting varð ekki í þá átt að
orðað sjálfir. Með fjölmiðlabylting-
unni hefur fólkið verið fært nær
foringjunum og myndin um leið gerð
skarpari í fjölmiðlaspeglinum - bæði
myndin sem fólkið sér þar af foringj-
unum sem og myndin sem foringj-
amir sjá þar af fólkinu.
Þakka fyrir mig
Því skrifaði ég þessa grein að mér
kom í hug á dögunum að bera saman
aðstæðumar nú og eins og þær vom
þegar ég hóf störf sem blaðamaður
fyrir bráðum 20 árum. Eftir að hafa
setið inni á Alþingi í nærfellt heilan
áratug án þess nokkum tíma að
hafa þurft að hafa áhyggjur af því
að geta komið á framfæri við fólk
fyrir tilstilli íjölmiðla tillögum, hug-
Sighvatur
Björgvinsson
fyrrverandi *
alþingismaður
„Hvorki Dagblaðið á sinni tíð né DV nú
verða ásökuð um litleysi eða hálfvelgju í
afstöðu.“
urinn, sem nýtur stuðnings risanna
í íslenzka fjölmiðlaheiminum, er
þama ekki undantekning frá öðrum
stjómmálaflokkum. Flestir ættu að
muna umræðumar í flokknum eftir
kosningaósigurinn 1978. Skýring-
amar vom m.a. sagðar þær að
flokkurinn hefði ekki haft nægilega
sterk tök á Morgunblaðinu í þeirri
kosningabaráttu.
Um hina flokkana þarf ekki að
fjölyrða. Fái þeir ekki góða uppskem
á akri kosninganna tilheyrir það
hefðbundnum viðbrögðum að kenna
um slakri stöðu á fjölmiðlamarkaðn-
um. Með þessa flugu á bak við eyrað
hafa þessir flokkar svo verið að reisa
gera blöðin litlausari eða skoðana-
lausari. - Hvorki Dagblaðið á sinni
tíð né DV nú verða ásökuð um lit-
leysi eða hálfvelgju í afstöðu.
Breytingin varð í þá vem að fjöl-
miðlamir, og þá fyrst og fremst
blöðin, opnuðu sig fyrir öðrum skoð-
unum en þau höfðu sjálf og gerðu
meira en að taka við slíku efni af
skyldurækni; þau tóku því feginsam-
lega að fólk kæmi á framfæri fyrir
þeirra tilverknað skoðunum sem
vom í andstöðu við skoðanir þeirra
sem leiðurunum réðu og gerðu vel
myndum og ábendingum eftir þeirri
greiðu leið sem forystumönnum á
Alþingi íslendinga býðst þá skyndi-
lega stóð ég utan við það svið án
þess þó að hafa misst áhugann á því
að koma hugmyndum og hugsunum
á framfæri. Fyrir fjölmiðlabylting-
una hefði ég í því efhi átt þann kost
einan að fá fyrir kunningsskap og
velvilja pláss í einhverju því homi
þar sem lítið bæri á og mátt vera
þakklátur. Eftir fjölmiðlabyltinguna
er spumingin miklu fremur sú hvort
menn hafi eitthvað að segja fremur
„Eftir fjölmiðlabyltinguna er spurningin miklu fremur sú hvort menn hafi eitthvað að segja fremur en hvort menn
fái að segja það og hafi menn eitthvað að segja eru fjölmiðlamir þakklátir fyrir að fá það til birtingar."
sér hurðarás um öxl í blaðaútgáfu
og hafa þá skýringu helsta á því af
hverju lesendur ekki fást nógu
margir að þeim blöðum að ekki faist
nógu miklir peningar til þess að
kynda bálið. Væri svo sem nógu
gaman að fá svar við þeirri spum-
ingu hversu miklum peningum þyrfti
að verja til útgáfústarfa til þess að
tryggja það að þorri þjóðarinnar
keypti og læsi daglega jafiimörg dag-
blöð og næmi fjölda flokka á þingi
hverju sinni.
Breytt viðhorf
Þessi viðhorf flokka og flokks-
manna til fjölmiðlaheimsins em að
hluta til sjálfsblekking en eiga að
hluta til rætur að rekja til aðstæðna
sem vom en em ekki lengur. Fyrir
tuttugu árum, þegar undirritaður
starfaði á fjölmiðlavettvanginum,
vom blöðin enn, a.m.k. að hluta til,
rekin eftir lögmálum trúarbragða-
styrjalda með ströngu ritúali. I því
ritúali fólst m.a. að láta pólitíska
menn og málefrii aldrei njóta sann-
mælis; ofllytja eigin málstað og
menn en afflytja aðra. Síðan þá hef-
ur mikið vatn til sjávar mnnið.
við slíkt efni. Ef eitthvað má að finna
þá er það einna helst það að blöðin
séu ekkki nógu gagnrýnin á að það
utanaðkomandi efni, sem þau birta,
sé nægilega vel og vandvirknislega
unnið - auk þess sem fjölmiðlafrelsið
hefur leitt í ljós það þjóðareinkenni
að íslendingar virðast hafa meiri
áhuga á að gagnrýna, átelja og álasa
en að kynna nýjar hugmyndir um
umbætur og jákvæðar breytingar.
Sinnar eigin gæfu smiður
Á örfáum árum hefur með §öl-
miðlabyltingunni orðið sú breyting
á aðstæðum að stjómmálamaður eða
stjómmálaflokkur, sem ekki fær til-
ætlaða áheym né nær tilætluðum
árangri, getur fáum öðrum um kennt
en sjálfum sér. Hafi menn á annað
borð eitthvað að flytja og geti komið
því þannig frá sér að eftirtekt veki
þá em fjölmiðlamir á íslandi reiðu-
búnir að taka við slíku efrú og koma
því áleiðis til fólksins. Það er hins
vegar ekki fyrir hendi, sem hér á
árunum áður oft var krafist, að fjöl-
miðlamir búi eitthvað til úr engu
fyrir menn og flokka eða orði fyrir
menn hugsanir sem þeir geta ekki
en hvort menn fái að segja það og
hafi menn eitthvað að segja em fjöl-
miðlamir þakklátir fyrir að fá það
til birtingar. Þessi bylting á við-
horfúm og aðstæðum skiptir auðvit-
að sköpum fyrir alla þá, eins og t.d.
undirritaðan, sem vilja láta frá sér
heyra og halda tengslum við fólk.
Menn kunna hins vegar ekki að
meta þessa hluti fyrr en þeir hafa
sjálfir þurft á að halda.
Dagblaðið varð til þess á sínum
tíma að umrædd bylting varð. DV
hefúr haldið henni vakandi. Þótt ég
sé iðulega mjög ósáttur við þau við-
horf og þær skoðanir, sem bæði þessi
blöð höfðu og hafa og fram koma í
leiðurum og skoðanayfirlýsingum
þeirra sjálfra, þá met ég það að verð-
leikum að þau em opin fyrir and-
stæðum sjónarmiðum og em
reiðubúin til þess að ljá þeim rúm
með áberandi og virðulegum hætti
þannig að hin andstæðu sjónarmið
geti fengið eins góða kynningu og
|sá er þess umkominn að veita sem
þeim flíkar. Fyrir þetta vil ég fá að
þakka og undir þær þakkir gætu
eflaust margir fleiri tekið.
Sighvatur Björgvinsson