Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 15
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. 15 Hugleiðing um hafnaigerð á Blönduósi Tilefni þessarar greinar minnar eru ummæli oddvita Blönduós- hrepps, Hilmars Kristjánssonar, í sjónvarpi sunnudaginn 25. janúar þar sem hann taldi nauðsyn á að byggð yrði höfn á Blönduósi vegna þess að þeir væru að fá nýjan rækju- togara. Þessu er ég algerlega ósammála. Þeir geta notað höfnina á Skaga- strönd núna eins og þeir hafa gert hingað til fyrir hina bátana og eðli- legt er þar sem Skagastrandarhöfn er eina höfnin við austanverðan Húnaflóa. Er skömm að þvi að henni skuli ekki hafa verið sýndur meiri sómi á undanfömum árum en raun ber vitni. Vonandi verður úr því bætt á næstunni og Blönduósingar fái þar góða aðstöðu fyrir bátana sina enda ekki nema 23 kílómetrar héma á milli eða svipað og sjómaður úr Breiðholti þarf að fara til að mæta til skips. Mörg verkefni bíða Við íslendingar erum fámenn þjóð sem ekki rís undir öllum þeim er- lendu lántökum sem þegar er búið að taka. Skattpeningar þjóðarinnar duga skammt þó reynt sé eftir bestu getu að miðla því litla sem til er og troða í stærstu fjárlagagötin. Varla verður neinn fagnaðarsöngur yfir hækkun skatta og annarra gjalda hjá þeim fjölmörgu sem eru að basla við að eignast þak yfir höfuðið eða að halda húsum sínum. Við íslend- ingar eigum við of margan vanda að stríða, bæði til lands og sjávar, allt of mörg verkefhi bíða eftir nauð- synlegum fjárframlögum. Ráðamenn þjóðarinnar þurfa því að hugsa sig vel um áður en þeir fara að gefa kosningaloforðin, varla geta þeir lofað að byggja hafnir fyrir öll þorp á Norðurlandi. Hvað mega þá Sunnlendingar segja þar sem hafhlaust er á allri strandlengjunni frá Þorlákshöfir til Hafnar í Horna- firði og er það fyrir opnu útþafi eins og allir vita? Ekki ætla ég áð gleyma Vestmannaeyjum en höfnin þar hef- ur gegnt sérstöku hlutverki f sögu þjóðarinnar. Skerjótt siglingaleið Sama er hægt að segja um Skaga- strönd, hún er talin eina höfnin hér. I gömlum heimildum er getið um að Hansakaupmenn hafi verslað hér, enda kemur nafnið fyrir í dönskum heimildum um verslunarstaði á ís- landi. Hófst verslun á Hólanesi á Skagaströnd 1835 en fyrst byrjuðu menn að búa hér 1777, eða fyrir 210 árum. Var Skagaströnd því fyrsti verslunarstaður í Húnavatnssýslu og eini. Næstir komu Hofsós í Skagafirði og Akureyri. Verslað var í Kúvíkum á Ströndum en það er útibú héðan. Með því að verslunin í Kúvíkum var útibú héðan var algengt að hún lægi niðri árum saman. Skagaströnd er tvímælalaust elsta verslunar- höfhin við Húnaflóa. Flutningur verslunarinnar frá Borðeyri út á Skagaströnd hefur tvímælafaust verið vegna vaxandi áhuga kaup- manna á sjávarafurðum en hér voru góð fiskimið og stutt að sækja, eins og frá Kálfshamarsvík þar sem var blómlegur útvegur fyrri part þessar- ar aldar. Er því skömm frá því að segja að nú á seinni tímum skuli búið að færa tollhöfhina héðan á bryggjustúfinn á Blönduósi þar sem enginn bátur getur legið nema í blíð- skaparveðri. Og er ekki nema von þar sem bæði Blanda ræður ríkjum og rastar sjóinn langt fram og oft er hörkusjór þar við sandinn þó að ládautt sé hér út frá. Öll siglingaleið- Kjallariiin María Konráðsdóttir húsmóðir á Skagaströnd in frá Skagaströnd til Blönduóss er skerjótt strax frá Árbakkasteini og er djúpskerjunum sleppir taka við smásker og boðar og má sjá hvít- fyssandi brimskafla brjóta þar á þó að blankalogn sé, hvað þá í hríð og náttmyrkri. Ég hugsa að öllum sem til þekkja þætti betra að vita af skip- unum héma í Skagastrandarhöfn og áhöfnunum að fara landveg heim, sem tekur 20 mínútur að aka, heldur en að sigla fram hjá góðri höfh frá náttúmnnar hendi og veltast til Blönduóss í 1-2 klukkutíma, bara af því að þeir vilja ekki þurfa að sækja neitt til Skagastrandar. Þá er allt í lagi þótt mannslíf sé lagt í hættu. Væri ekki betra að leggja í kostnað við að malbika þessa 15-20 km sem eftir eru af veginum í dag á milli og hlúa betur að höfninni hér og vita af sínum ömggum og heilum á húfi? Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér Ég hef alist hér upp með sjómönn- um og heyrt á mál manna hér áður fyrr þar sem menn þekktu allar að- stæður vel. Nú em komin stærri skip og margt breytt en þá verður líka að sækja lengra. En það verður að sætta sig við að við búum í fá- mennu landi þar sem strjálbýlt er. Þess vegna þyrftu menn að hafa í huga gamla máltækið „sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér“ og stuðla að því að íslendingar geti búið í landinu sínu áfram sem sjálfstæð þjóð, öllum óháð. - Reyna að hlúa að því sem við höfum en ekki finna alltaf upp eitthvað nýtt að þrátta um. Fiskimiðin nær Skagaströnd Ég sagði hér í upphafi að kveikjan að þessum orðum mínum hefði verið viðtal við oddvita Blönduóshrepps í sjónvarpi en í útvarpinu sl. vor lét hann þau orð falla í viðtali eftir nýafstaðnar hreppsnefndarkosning- ar þá að Blönduósbátamir þyrftu ekki neitt að koma nálægt Skaga- strönd. Þetta er ekki rétt. Þeir geta ekki stundað sjó án þess að sigla hér fram hjá, enda fiskimiðin hér nær Skagaströnd en Blönduósi. Og bát- amir þaðan hafa verið á skelinni héma uppi í landsteinum bæði við Höfðatána og djúpskerin eins og heimabátarnir, meira að segja alveg upp að bryggjusporðinum. enda stunda þeir sama veiðiskap. Og varla ■ trúi ég þvi að það sé nokkuð öðm- vísi að vera sjómaður á þeim en öðrum, nema að þeir eiga eftir að fara 23 km eftir góðum vegi heim til sin, sem Blönduósingar sjálfir sjá um allt viðhald á. Hér fyrr á árum þurftu þeir menn sem stunduðu sjóinn að labba þessa leið og töldu þeir það ekki eftir sér. Maria Konráðsdóttir húsmóðir á Skagaströnd. „Er því skömm frá því að segja að nú á seinni tímum skuli búið að færa tollhöfn- ina héðan á bryggjustúfinn á Blönduósi þar sem enginn bátur getur legið nema í blí ðskaparveðri. ‘ ‘ Um vanþakklæti í tíð núverandi ríkisstjómar hefur verið góðæri. Hvort Kvennalisti, Alþýðuflokkur eða Alþýðubandalag væri í stjóm er aukaatriði, það er búið að vera góðæri á Islandi. Ein- staka menn freistast þó til að trúa að Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur geti búið til góðæri. í nýlegri kjall- aragrein eftir Ólaf Hauksson hjá Sam-útgáfunni kemur fram að hans röksemdir fyrir góðærinu em þær að kaupmáttur hafi aukist, bílar og bensín hafi lækkað í verði, heildar- skattbyrði hafi minnkað, almenn- ingur geti notað greiðslukort og útvarpsrekstur hafi verið gefinn fijáls. Eins og sjá má er þetta býsna lífleg upptalning hjá Ólafi og vissulega má taka viljann fyrir verkið hjá hon- um. Síðan þakkar Ólafur ríkisstjóm- inni að verðbólgan hafi farið niður úr 130% í 15-20%, sjálfsagt með fyrr- greinda upptalningu sem orsök. Hefur kaupmáttur aukist? Miðað við hvað og hveija? Hefur verðbólgan minnkað? Mið- að við hvaða tímabil? Á að reikna þetta ár með eða kannski bara fram að kosningum í vor? Talnaleikur 1. Bílar hafa vissulega lækkað í verði þótt erfitt sé að sjá annað en að þeir sem vom ríkir fyrir gætu nýtt sér verðfallið á gamla bílnum og bætt svo upp í nýjan. Ríkisstjóm- in lækkar ekki bensín nema af því að OPEC gerir það, hjá þessu hefði engin ríkisstjóm komist, rétt eins og tilvonandi ríkisstjóm kemst ekki hjá því að hækka olíuverð í kjölfar fyrirsjáanlegra hækkana. Er kaupmáttaraukningin tilkomin vegna þessa? Bæði þessi atriði geta verið þenslu- valdandi, enda virðist fátt geta komið í veg fyrir það ef áfram er haldið á þessari braut skyndilausna. Kjallarinn Magnús Einarsson nemi og þegar á heildina er litið hafa þau ekkert með minnkandi verðbólgu að gera þó þau geti e.t.v. tímabundið valdið falskri kaupmáttaraukningu. Þetta er þó að breytast. því fólk skil- ur að krítina þarf að borga eins og annað. Gaman væri að athuga stór- aukna tíðni nauðungarappboða í samhengi við þetta, svo ekki sé minnst á þenslu sem krítin getur aukið stórlega. Kannski vill heimur- inn ekki þakka fyrir þetta. 4. Fijálst útvarp og sjónvarp hefur ekkert með kaupmáttaraukningu eða verðbólguhjöðnun að gera, þó það sé bæði ánægjulegt og þakklæt- isefni. Það gæti þó verið lóð á vogarskál þenslunnar sem virðist óhjákvæmileg innan tíðar með þessu áframhaldi. „Það er kannski nýjabrum í þínum bókum, Olafur, en maður þarf að vinna sér laun heimsins, fyrir óráðsíu er vissulega launað með vanþakklæti.“ 2. Hvort heildarskattbyrði hafi minnkað er talnaleikur, sem lítið er varið í. Skattbyrðin hefur breyst og færst til, þannig að ákveðin svið þjóðfélagsins hafa minni skatta, þessi svið em aðallega þjónustu- og verslunargreinar. Þær þurftu engar skattaívilnanir, svo þó heildarskatt- byrðin minnki e.t.v. vegna þessa hefur það ekkert með skattbyrði flestra launþega að gera, því það lendir á þeim að borga það sem upp á vantar með óbeinum sköttum. 3. Greiðslukortin hafa sína galla Sagan endurtekur sig Ef við göngum út frá þvi að fyrr- greind upptalning sé orsök kaup- máttaraukningar og verðbólgu- hjöðnunar hlýtur það að vera stór spuming að hve miklu leyti þetta er á valdi ríkisstjómarinnar. Nú er séð fram á stighækkandi olíuverð, mörg hundmð milljónir í upprisu Útvegsbanka, stöðugar launahækk- anir vegna kjarasamninga sem færðu þá lægst launuðu jafnfætis þeim næstlægst launuðu sem eðli- lega vilja ekki vera lægst launaðir heimsins „Ríkisstjórnin lækkar ekki bensín nema af þvi að OPEC gerir það, hjá þessu hefði engin ríkisstjórn komist.“ o.s.frv. Ótakmarkaða yfirdráttar- heimild ríkisfjölmiðla á fjárlög til að standast samkeppnina. Gjaldþrot ótölulegs fjölda krítarsjúklinga. Heföbundið óðagot við niðurskurð á fjárlögum til mennta-, félags- og heil- brigðismála til að mæta ofantöldu. Skattahækkanir eða kjaraskerðing- ar nema bæði væri. Þessi grautur hlýtur að leiða til veltutaps hjá þeim sviðum þjóðfé- lagsins sem em undir lögmáli markaðarins og hafa spennt bogann mjög hátt í tíð núverandi rikisstjóm- ar. Ef þetta veldur ekki verðbólgu upp á nokkra tugi prósenta, þá af- sannar sagan sjálfa sig á eftirminni- legan hátt. Það er kannski nýjabram í þínum bókum, Ólafur, en maður þarf að vinna sér laun heimsins, fyrir óráðs- íu er vissulega launað með vanþakk- læti. Að lokum, Ólafur, af hverju kallar þú Jón Baldvin veiklyndi þjóðarinnar fyrir það að hafa ákveðnar skoðanir, burtséð frá þvf hvort hann stendur undir þeim, það á hann eftir að sanna eða afsanna. En Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra sýnir skömngsskap að þínum dómi fyrir að reka mann úr embætti án þess að fylgja lögum um réttindi opinberra starfsmanna. Sverrir hefur löngum getað haft svo- lítið hátt, talað digurbarkalega og tekið órökstuddar skyndiákvarðan- ir. Ef þetta er skömngsskapur, er þá Jón Baldvin veiklyndi þjóðarinn- ar? Magnús Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.