Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 16
16
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
Spumingin
Telurðu að sektir séu
rétta leiðin til að knýja
fólk til að nota bílbeltin?
Guðjón Jónsson ellilífeyrisþegi: Nei,
ég er á móti slíku því það geta verið
einstök tilvik þegar það kemur sér
afar illa að hafa bílbelti. Ég er t.d.
mjög slæmur i öxlinni og þoli því illa
bílbelti. Mér fmnst því réttara að það
sé skylda en sektum sé ekki beitt.
Birgir Harðarson bakari: Nei, ég get
ekki séð að það skipti neinu máli
hvort það eru sektir við því eða ekki.
Fólk notar ekkert bílbeltin frekar
þótt það sé sektað. Ég er sáttur við
fyrirkomulagið í dag.
Örn Grundíjörð, starfar hjá JP-inn-
réttingum: Nei, ég held að sektir við
að spenna ekki bílbeltin beri engan
árangur og séu því algjör óþarfi.
Jytte Helgason húsmóðir: Já, alla-
vega að reyna það því eins og við
vitum öll þá slasast fólk ekki eins
mikið noti það bílbelti og ég held að
fólk noti beltin fremur ef það veit
að það verður sektað trassi það að
spenna þau.
Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir:
Já, maður skyldi ætla að fólk myndi
frekar nota bílbeltin ef það vissi að
það yrði sektað annars. Bílbeltin eru
það mikið öryggisatriði að mér finnst
þetta alveg rétt.
Hildur Hjaltadóttir nemi: Já, það
finnst mér. Það er orðið tímabært
að gera það.
Lesendur
Hrem toig
- fögur boig
Borgari skrifar:
Einhver Sigurður skrifar um óhrein-
indi í borginni og kennir um grasinu
við akbrautir. í tíð Davíðs Oddssonar
borgarstjóra hefur verið gert átak í
að fegra borgina. Margt hefur vel tek-
ist en því miður hefir sumt farið
úrskeiðis, ekki vegna þess að þar hafi
ekki verið vel staðið að verki heldur
vegna þess að umgengni þegnanna um
hin grónu svæði hafa nánast verið til
skammar. Víða eru hjólför á graseyj-
unum, Sigurður. .
Maður þarf ekki annað en að skoða
bæinn 18. júní til að sjá hve borgarbú-
um er annt um bæinn sinn. Eftir að
fólkið hefur skemmt sér (á fylliríi)
þann 17. júm' ár hvert er borgin líkust
því að hún hafi orðið fyrir loftárás.
Ég tel grasið hans Davíðs vera til
yndisauka og ætti miklu frekar að
auka það en að tjarga meira en komið
er. Nóg er af svörtum lit í bænum,
allar eru götumar svartar. Mold sem
rennur í rigningu á akbrautir er vegna
þess að grasið hefir ekki fengið næði
til að festa rætur og binda jarðveginn.
Gefum því tíma og látum það í friði
þá verður borgin mun fegurri en hún
er í dag.
Mér finnst borgarstjórinn eiga mikl-
ar þakkir skildar fyrir gróðurinn sem
hann hefir látið hljmna að í borginni,
hann ætti að auka til muna en leggja
jafnframt áherslu á að fólk hagi sér
eins og sæmir í umgengni en róti ekki
öllu upp eins og svínin gera. Malbik,
tjara, salt og allt sem því tilheyrir er
ógn við gróðurinn og til stórskaða
fyrir bifreiðaeigendur.
Lokaorð mín eru þvi, aukið grasrækt
til muna í borgimii, aukið trjá- og
blómarækt, skítt með það þó að mold-
in renni niður í ræsin. Af tvennu illu
er hún betri en tjaran.
í tíð Davíðs Oddssonar borgarstjóra hefur verið gert átak í að fegra borg-
ina og á hann mikið lof skilið fyrir það.
Skemmdarverkafýsn og brnðl
Sigríður J. hringdi:
1 kjölfar þess að núna virðist ein-
hver skemmdarverkaalda vera að
ganga yfir langar mig að leggja orð í
belg.
Núna nýlega varð ég fyrir því óhappi
að bíllinn minn var rústaður á stæði í
miðbænum. Þetta er mjög óskemmti-
leg reynsla og ég fékk ekkert bætt því
enginn stóð skemmdarvarginn að
verki er hann var að svala skemmdar-
fysn sinni. Ég tek það fram að það var
engu stolið úr bílnum, eingöngu eyði-
lagt allt sem hægt var að eyðileggja.
Það er ekki langt síðan það kom
fram í sjónvarpinu að 15 ára drengur
væri búinn að vinna hin og þessi
skemmdarverk í bænum en af því að
hann er ekki orðinn 16 ára er ekkert
gert, hann getur sem sagt haldið áfram
uppteknum hætti og á alveg örugglega
eftir að gera það.
Það hlýtur hver heilvita maður að
sjá að hér er veila í réttarkerftnu.
Hvers eiga borgarar að gjalda þegar
svona óargadýr leika lausum hala.
Það hlýtur að vera til einhver geymsla
er hæfir þessum skemmdarvargi og
hans líkum.
RUV:
Takturinn misjafn
„Mér finnast þessir þættir æði misjafnir, sumir afbragð og aðrir síðri.
5561-2742 hringdi:
Ég er ekki sammála því sem fram
kemur í lesendabréfinu 1 takt við
hvað? en þar er þátturinn í takt við
tímann gagnrýndur harðlega.
Mér finnast þessi þættir æði misjafh-
ir, sumir afbragð og aðrir síðri. Mér
finnast þessir þættir alltaf fara batn-
andi og ungu stúlkumar eru hver
annarri skemmtilegri og hafa vaxið í
starfi. Ég á eftir að sjá eftir þeim sem
hætta. Ég held að fólk á miðjum aldri
hafi mjög gaman af þessum þáttum en
mér fannst þátturinn með ungu stjóm-
málakonunum og sá sem tekinn var í
Árbæjarsafni bestir og reyndar alveg
framúrskarandi.
HRINGIÐ
í SÍIVIA
27022
MILLIKL.
13 OG 15
EÐA
SKRIFIÐ
RÚV:
Góðar
bíómyndir
Sigriður hringdi:
Eg vil þakka sjónvarpinu fyrir
þrjár frábærar bíómyndir um helg-
ina og fyrir góða mynd á mánudag-
inn. Eg get því miður ekki sagt það
sama um þættina Sjúkrahúsið í
Svartaskógi sem mér finnst fyrir
mitt leyti ósköp óspennandi og lít-
ið í varið. En sem betur fer bætir
Miss Marple það upp enda þætt-
imir um hana virkilega skemmti-
legir.
Verri
þjónusta
og matur
Kristján hringdi:
Pizzahúsið má fara að bæta sig
vegna þess að þvi hefúr farið alveg
stórlega aftur, bæði hvað mat og
þjónustu varðar. Það er alveg synd
að jafngóður staður og Pizzahúsið
var skuli vera að drabbast niður.
Óþarfa
sælgætisát
ungmenna
Ellilifeyrisþegi hringdi:
Mér finnst að heilbrigðisyfirvöld
eigi að taka sig til og banna sjopp-
ur í grennd við bamaskóla. Ef
sjoppur em í nánd við bamaskóla
þá hanga krakkamir þar og em
síétandi sælgæti. Til að reyna að
koma í veg fyrir að ungmennin
eyðileggi allar sínar tennur með
sælgætisáti væri nær fyrir heil-
brigðisyftrvöld að taka til hendinni
áður en það verður um seinan.
Þjóðfélag
hinna
sterku
Ingibjörg J. hringdi:
Maður skyldi ætla að í þessu
góðæri, sem alltaf er verið að tala
um, væri loksins hægt að veita
þeim veikari í þjóðfélaginu smáað-
stoð. En hvílík bjartsýni. Ef svo
illa vill til að fólk veikist alvar-
lega, svo mikið að það getur ekki
stundað vinnu til að framfleyta sér
og sínum, þá getur það átt sig, svo
mikil er umbun ráðamanna.
Kerfið ætlast þá til að hægt sé
að skrimta á 9.252 kr. á mánuði.
Ég held að það væri nær að ráða-
menn hættu þessum ferðalögum
sínum og kaupum á nógu fínum
bílum undir sig, sbr. borgarstjó-
rann, og reyndu þess í stað að
hjálpa þeim er rainna mega sín.
Geir Sigurðsson hringdi:
í öllum þessum áróðri um böl
áfengisins og fylgifiska þess finnst
mér allt of h'til áhersla hafa verið
lögð á „kokkteilboð" hinna háu
herra.
Hvemig væri að opinberir aðilar
líti sjálfum sér nær og hætti að
fara í vasa almennings eftir „sjússi
og fineríi" og haldi síðan áfrara
prédikvmum sínum!
Stefán Stefánsson skrifar:
Ég held að það sé langheppileg-
ast fyrir aha landsmenn að leggja
Þjóðhagsstofnunina niður eins og
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa bent réttilega á. Það er ekk-
ert vit í því að vera „spandera"
fjármagni í verkefni fyrir þessa
stofnun þegar Hagstofan getur
fylhlega sinnt því verkefiá.
Nqtum tækifærið og endurskipu-
leggjum til betri vegar.