Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 18
18
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
íþróttir
•Steve Archibald.
Archibald fær
ekkiWembley
Kristján Bemburg, DV, Bdgiu;
Enska knattspymusambandið
hefur gefið skoska landsliðsmann-
inum Steve Archibald neikvætt
svar við þeirri ósk að halda ágóða-
leikinn fyrir flóttafólk í Afríku í
apríl á Wembley. Eins og fram
hefur komið áformaði Archibald
að halda leikinn á Wembley en
aðeins vantaði græna ljósið frá
enska knattspymusambandinu.
Formaður enska knattspymu-
sambandsins sagði að ekkert
myndi breyta þeirra ákvörðun.
Astæðan væri sú að mikið álag
væri á Wembley-leikvanginum á
þessum tíma og völlurinn þyldi
ekki þennan leik í ofanálag.
Archibald sagði í viðtali við Bob
Wilson, fréttamann BBC, að hann
hefði orðið fyrir miklum vonbrigð-
um með ákvörðun enska knatt-
spymusambandsins að leyfa ekki
þennan umrædda leik. „Við vorum
búnir að leggja mikla vinnu í und-
irbúning fyrir leikinn. Til að
mynda var Diego Maradona
ákveðinn í að taka þátt í honum
og allir aðrir fremstu knattspymu-
menn í heiminum í dag.
Hvort við munum leika á öðrum
velli veit ég ekki á þessari stundu
en eitt er víst að ég er virkilega
sár yfir þessari ákvörðun enska
knattspyrnusambandsins," sagði
Steve Axchibald við fréttamann
BBC. -JKS
„Morð“ með bros á vör
- sagt frá nýju óþveirabragði í handknatUeiknum
Norsku dómaramir Öjvind Bolstad
og Teije Antonsen eru vel þekktir hér
á landi en þeir hafa dæmt marga hand-
knattleiksleiki hér - bæði milli lands-
liða og félagsliða. Þeir em mjög hátt
skrifaðir á alþjóðavettvangi og dæma
núna í B-keppninni á Ítalíu.
Þeir Bolstad og Antonsen þekkja vel
inn á flestar skuggahliðar handknatt-
leiksins og vita vel hvers kyns brögð-
um leikmenn eiga til að beita og þau
eru oft ekki fögur. Sumir leikmenn
hafa sýnt að þeir em til alls vísir þeg-
ar verðlaun og frami em í boði - og
nokkrir hafa jafiivel gripið til hinna
verstu óþokkabragða. Allt er þetta
talinn hluti af nútímahandknattleik
og vilja menn jafnvel halda því fram
að þetta sé aðeins þáttur í leiknum.
Júgóslavneskt óþokkabragð
Á hverju ári finna leikmenn upp á
einhverju nýju - sem eingöngu miðar
að því að hindra andstæðinginn í að
skora. Nýjasta bragðið er uppmnnið
í Júgóslavíu og Terje Antonsen lýsir
því sem óþokkabragði af verstu teg-
und. Það felur í sér að þegar leikmanni
hefur tekist að brjótast framhjá vam-
armanni (oftast er um homamann að
ræða) og er í þann veginn að láta skot-
ið ríða af grípur vamarmaðurinn inn
í. Með örlítilli handarhreyfingu grípur
vamarmaðurinn í annan fót sóknar-
mannsins sem missir fullkomlega
jafnvægið. Þetta er mögulegt vegna
þess að allir í salnum, leikmenn, áhorf-
endur, blaðamenn og dómarar, fylgjast
þá með skothendi leikmannsins og
skilja svo ekkert í því eftir á hvemig
honum tókst að klúðra upplögðu
marktækifæri.
„Þetta er mjög hættulegt og full-
komlega óíþróttamannsleg framkoma.
Fyrir þetta á ekki að reka leikmenn
út af í tvær eða fjórar mínútur heldur
á að útiloka viðkomandi leikmann úr
leiknum," sagði Antonsen. Það vom
einmitt Antonsen og Bolstad sem tóku
fyrstir eftir þessu bragði. Þeir tóku
mjög hart á júgóslavnesku leikmönn-
unum sem beittu því á handknattleiks-
móti á Spáni í janúar og er vonandi
að þeir hafi lært sína lexíu þar.
„Leikmaðurinn missir algerlega
jafhvægið við brotið og á það á hættu
að lenda á höfðinu og bíða varanlegan
skaða af. Það er algerlega óviðunandi
að þjálfarar ýti undir eða hvetji til
svona brota. Alþjóðahandknattleiks-
sambandið (IHF) verður að beita sér
í svona málum og stöðva þetta í fæð-
ingu,“ sagði Antonsen.
Þó að nafn Júgóslava hafi borið sér-
staklega á góma í þessu sambandi er
ljóst að fleiri þjóðir hafa ekki fullkom-
lega hreint mjöl í pokahorninu. Allar
handknattleiksþjóðir verða að vera
vel á verði gagnvart svona hlutum til
að stuðla að eflingu og viðgangi hand-
knattleiksíþróttarinnar.
-SMJ
I
Sigur hjá Dönum
I Öll úrslit í B-keppninni á Italíu í
* gærkvöldi voru samkvæmt bókinni.
I Tékkar gjörsigruðu Bandaríkja-
Imenn, 25-16, og eru Tékkar komnir
með mjög gott markahlutfall — það
Ibesta í keppninni. Danir unnu Tún-
ismenn örugglega, 23-15. Þá unnu
I Svisslendingar nauman en mikil-
* vægan sigur á Búigaríu.
I C-riðill:
_ Danmörk-Túnis................23-15
I Sviss-Búlgaría...............17-16
■ D-riðill:
Tékkóslóvakía-USA......
V-Þýskaland-Brasilía...
Staðan í C-riðli:
Danmörk......2 2 0 0
Sviss........2 2 0 0
Búlgaría.....2 0 0 2
Túnis........2 0 0 2
D-riðill:
Tékkar.......2 2 0 0
V-Þýskaland.2 2 0 0
USA..........2 0 0 2
Brasilía.....2 0 0 2
....25-16
....35-23
53-30
41-35
31-42
34-52
64-26
59-36
29-49
33-74
4 1
I
° I
0 I
-SMJj
• Framaramir þrír sem fara til Manchester City og Arsenal ásamt Einari Friöþjófssyni þjálfara.
DV-mynd S
Þeirfara til Man. CHy og Arsenal
Þrír ungir og efnilegir knattspymu-
menn úr þriðja flokki hjá Fram eru á
leið til tveggja þekktra enskra knatt-
spymufélaga síðar í þessum mánuði.
Þetta em þeir Anton Markússon
(sonur Markúsar Amar Antonssonar
útvarpsstjóra), Haukur Pálmason og
Steinar Guðgeirsson (sonur Guðgeirs
Leifesonar).
Piltamir halda utan síðasta dag
þessa mánaðar og munu fyrst dvelja í
tvær vikur hjá Manchester City. Þeg-
ar dvölinni þar lýkur færa þeir sig um
set og dvelja hjá Arsenal í vikutíma.
Ekki er að efa að þremenningamir
munu hafa mikið gagn af ferð þessari.
I för með þeim verða þeir Gylfi Orra-
son, formaður unglingaráðs knatt-
spymudeildar Fram, og Einar
Friðþjófeson þjálfari. -SK.
„ <4_ I
OM
•Á þessari teikningu sést í hverju bragðið er fólgið. Ef varnarmaðurinn er
nógu fljótur og nákvæmur eru litlar likur á því að upp um hann komist.
íslenskt sýningar-
lið til Bandaríkjanna
- Islendingum boðið í sýningarferð til USA
Nú em framundan tveir landsleik-
ir gegn heims- og ólympíumeisturum
Júgóslava á mánudags- og þriðju-
dagskvöld. Verða báðir leikir án efa
tvísýnir og spennandi því íslending-
um hefur jafiian tekist einstaklega
vel upp í viðureignum sínum gegn
„Júkkum".
Koma Júgóslavanna er afar
ánægjuleg í þetta sinn, sérstaklega
með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu
forkólfanna að liðið leiki aðeins
gegn sterkum þjóðum fram að
ólympíuleikunum í Seoul. ísland er
því stórt ríki á landabréfi hand-
knattleiksins. Þess má geta í
framhjáhlaupi að Norðmönnum hef-
ur ekki tekist að fá leik gegn
Júgóslövum allar götur síðan 1972.
Það eitt segir sína stóm sögu.
Landsleikimir nú vom ákveðnir
og fastsettir á gamlársdag - með einu
sjö mínútna símtali. Jón Hjaltalín
símaði til Ivan Snoj, ráðamanns í
handknattleikssambandi þeirra
Júgóslava, og gerði honum tilboð
sem engin leið var að hafha.
Júgóslövum er nú enda ljóst, með
líkum hætti og flestum öði um þjóð-
um, að ísland er verðugur andstæð-
ingur og hér verða ekki sigrar unnir
mótspymulaust.
Islenskt sýningarlið í hand-
bolta
Merki íslenska landsliðsins er
óvenjuhátt á lofti um þessar mundir
og hafa Bandaríkjamenn meðal ann-
ars séð sér þann kost vænstan að
bjóða íslenska landsliðinu til heima-
lands síns. Þar á liðið að sýna með
hvaða móti handknattleikur er best
leikinn í veröldinni. Er ætlunin að
sýningarleikir íslenska liðsins fari
fram um mitt næsta sumar. Með
þessum hætti hyggjast forkólfar
handboltans þar í landi fá unga af-
reksmenn til að snúast á sveif með
íþróttinni.
-JÖG.
Ætlum okkur sigur
- segir Guðmundur Guðmundsson
Tveir leikir fara fram í Laugardals-
höll í kvöld í fyrstu deild karla í
handknattleik. Viðureign Víkings og
UBK hefet kl. 19.00 en leikur Vals og
KA fer fram strax á eftir eða um
klukkan 20.15.
Beðið er eftir fyrri leik kvöldsins,
viðureign Víkings og Breiðabliks, með
mikilli eftirvæntingu. Víkingar em nú
í efsta sæti deildarinnar en Blikar em
skammt undan og eygja einnig mögu-
leika á íslandsmeistaratitli.
„Sigur er það eina sem kemur til
álita,“ sagði Geir Hallsteinsson, þjálf-
ari Breiðabliks, í samtali við DV. „Við
mætum sterkir til leiks því landsliðið
hefúr ekki truflað æfingar okkar. Við
höfum því umtalsvert forskot á lið
Víkings að því leytinu. Spennan er
jafhframt meiri meðal Víkinganna
vegna stöðu liðsins í deildinni. Alagið
er þó einnig talsvert á okkur. Blikar
hafa ekki áður leikið í toppbaráttu en
það hafa Víkingar hins vegar margoft
gert nú á síðustu árum. Reynslan er
því þeirra megin og hún getur vitan-
lega ráðið úrslitum. En ef við bognum
ekki undan álaginu sigrum við án efa
í leiknum," sagði Geir að lokum.
Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði
Víkinga, sagði í samtali við DV að
viðureign Víkings og Breiðabliks yrði
hörkuleikur.
„Þetta verður án efa hraður og
skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur.
Blikamir eru með efnilegt lið og taka
vitanlega á öllu sem þeir eiga. Það
gerum við raunar einnig og því verður
leikurinn tvísýnn. Við ætlum okkur
þó sigur enda höfum við æft af kappi
upp á síðkastið og stefhum því á titil-
-JÖG.
•Guðmundur Guðmundsson.
L