Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Page 26
38
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
Menning
Síbelíus og sitthvað fleira
- nýjar finnskar hljómplótur
Jean Síbelíus. Martti Talvela bassasöngvari.
Jean Sibelius - Works for small orchestra.
Rnlandia Sinfonletta, Pekka Helasvuo slj.
Rnlandia FAD 354.
Joonas Kokkonen - Requiem.
The Academic Choral Society, Satu VI-
havainen, sópran, Jorma Hynninen,
barýton.
Helsinkl Philharmonic Orchestra, Ulf Söd-
erblom stj.
Rnlandia FAD 353.
Martti Talvela - Rnnish Folk Songs.
Rnlandia FAD 917.
Jukka Linkola - Crossings, Music for Te-
nor Saxophone and Symphony Orchestra.
Juhani Altonen, tenór saxófón, Helslnki
Philharmonic Orchestra, Jukka Linkola, stj.
Rnlandia FAD916.
Finnska tónskáldið Síbelíus er að
sjálfsögðu þekktastur fyrir tónaljóð
sín og mikilfenglegar sinfóníur, en
hann samdi einnig kynstrin öll af
annarri tónlist sem sjaldan er spiluð,
að undanskildum strengjakvartettn-
um Voces Intimae og nokkrum
sönglögum.
Þessar „smærri" tónsmíðar Síbel-
íusar eiga ekki allar skilið þetta
aískiptaleysi. Píanótónlist hans þyk-
ir að vísu klén. Gagnrýnandi hjá
sjálfu New York Times, Tim Page,
kallaði hana nýlega „shockingly
bad“, hrikalega slæma.
Samt hélt píanósnillingurinn
Glenn Gould mjög upp á þrjár sónat-
ínur eftir Síbeh'us, sem Finlandia
hljómplötuútgáfon gaf einu sinni út
með pólska píanóleikaranum Cyril
Szalkiewicz og heíúr nú endurútgef-
ið (FA 802, 804).
Þótt þessar upptökur með Szalki-
ewicz fari illa út úr tæknilegum
samanburði við nýjar upptökur frá
sænsku BIS útgáfunni hafa þær til
síns ágætis að tónskáldið sjálft lagði
blessun sína yfir túlkun píanóleikar-
ans.
Síbelíus samdi einnig talsvert fyrir
fiðlu og píanó og er sú tónlist í heild-
ina stórum áheyrilegri en píanótón-
listin, í senn bæði ljúf og fóbrotin.
Sýnishom af þessum tónsmíðum
Síbelíusar er að finna á plötu með
fiðluleikaranum Yuval Yaron og
píanóleikaranum Rena Stipelman
(Finlandia FA 301).
Knöpp og dramatísk
Sönglög Síbelíusar eru að sjálf-
sögðu allt annar handleggur. Meðal
þeirra em mörg sígild lög, knöpp í
formi en knúin áfram af miklum
dramatískum krafti.
Ég hef áður getið um túlkun hins
frábæra barýtonsöngvara, Jorma
Hynninens, á sönglögum samlanda
síns (Finlandia FA 202), en þess ber
að geta að öll sönglög Síbelíusar eru
nú líka til á Argo (Argo 411-739-1,
fimm hljómplötur) með barýton-
söngvaranum Tom Krause, Elísa-
betu Söderström, píanóleikurunum
Vladimir Ashkenazy og Irwin Gage
og gítarleikaranum Carlos Bonell.
Loks ber að geta um nýja upptöku
á eldri kammerverkum Síbelíusar,
Works for small orchestra, sem Fin-
landia Sinfoniettan leikur.
Aðalverkið á plötunni er tónlist
sem Síbelíus skrifaði fyrir leikritið
Dauðinn eftir svila hans, Arvid Jár-
nefelt, árið 1903. Seinna, bæði árið
1906 og 1910 ‘, samdi hann fleiri til-
brigði um sömu tónlist, og varð
Stravinsky seinna svo hriftnn af ör-
stuttri Canzonettu úr þessari svítu
að hann útsetti hana fyrir málm-
blástur.
Hinum megin á þessari plötu eru
stuttar svítur frá þriðja áratug aldar-
innar, sem Síbelíus samdi fyrir
breskan tónlistarútgefanda.
í þeim eru snotrar laglínur og
danshrynjandi, sem minna öðru
hvoru á verk Dvoráks, án þess að
líkja eftir honum. Leikur Finlandia
Sinfoniettunnar er alls staðar til fyr-
irmyndar.
Tónlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Sálumessa
En þótt útgáfan gefi út tónsmíðar
Síbelíusar með reglulegu millibili þá
eru margir aðrir um þá hitu. Því
leggur Finlandia alveg eins mikið
upp úr að fylgjast með tónsmíðum
lifandi tónskálda í Finnlandi.
Hér er ég til dæmis með Requiem
eftir þekktan tónjöfur, Joonas Kok-
konen (Finlandia FAD 353), í áhrif-
amiklum flutningi Akademíska
kórsins í Helsinki og einsöngvar-
anna Satu Vihavainen og Jorma
Hynninen.
Þessi sálumessa, sem samin var
árið 1981, er tileinkuð eiginkonu
tónskáldsins sem lést árið 1979.
Þótt messan sé að mestu leyti hefð-
bundin að uppbyggingu, með Kyrie,
Sanctus og Agnus Dei á sínum stað,
ítrekar tónskáldið hið jákvæða við
dauðann. I stað kaflans um Dies irae,
dag reiði, sem venjulega setur sterk-
an svip á sálumessur, notar Kokkon-
en Tractus, kaflann sem íjallar um
lausn sálnanna úr jarðneskri prí-
sund, og endar á kafla um ljósið
eilífa, Lux Aetema.
Jafiiframt er þetta Requiem eins
konar framhald á tónlistinni í óper-
unni Síðustu freistingamar, sem
Kokkonen samdi árið 1974 og kall-
aði „listræna erfðarskrá" sína.
Requiem er hrífandi verk og ósvik-
ið, sungið og leikið af þrótti og
innlifún.
Martti Talvela er einn eftirsóttasti
bassasöngvari í heimi, en þar sem
hann er bæði stórbóndi og ötull
framkvæmdastjóri óperuhátíðarinn-
( ar í Savonlinna annar hann ekki
eftirspumum.
Veraldleg umsvif Talvelas hafa
einnig komið niður á hljómplötuiðn-
aðinum í Finnlandi því til skamms
tíma var ekki hægt að fá þar nýleg-
ar upptökur með söng hans, nema
þá erlendar óperuupptökur.
Finnsk þjóðlög
Nú hefúr loksins tekist að klófesta
Talvela og fá hann til að syngja úr-
val finnskra þjóðlaga inn á plötu
(Finlandia FAJ) 917).
Það var á árunum 1907-10 að
finnska tónskáldið Toivio Kuula
gerði sér ferðir um Austurbotn í
Finnlandi til að safiia þjóðlögum.
Hann hafði rúmlega 400 lög upp úr
krafsinu og hafa þau orðið mörgum
tónskáldum og tónlistarfræðingum
ómetanleg hjálp og innblástur.
Síðan hefúr þjóðlögum líka verið
safnað saman í suðausturhluta
Finnlands, sem nú tilheyrir Sovét-
ríkjunum að hluta.
Talvela syngur lög frá báðum þess-
um landshlutum við undirleik
píanós og strengja.
Þetta er indæl músík, og þá sér-
staklega lögin frá Suður-Finnlandi,
túlkuð af magnaðasta bassasöngv-
ara sem nú er uppi.
Eins og ég hef áður getið um í
pistli um finnska tónlist eiga Finnar
sér ung tónskáld sem virðast jafrivíg
á klassíska tónlist af öllu tagi og j ass.
Frá Afríkujass til Stravinskys
Einn þeirra er Jukka Linkola,
fseddur 1955, útskrifaður bæði úr
Síbelíusarakademíunni í Helsinki og
amerískum jassbúllum.
Fyrstu tónsmíðar hans voru undir
áhrifum frá afrískri tónlist en síðan
hóf hann að leita fanga í nútímatón-
list, til dæmis Stravinsky og Lut-
oslawski, og blanda þau fong með
jassi frá ýmsum tímabilum.
Crossings (Finlandia FAD 916) frá
1984 er einmitt bræðingur í þeim
dúr. Þar hefur Linkola fengið til liðs
við sig margverðlaunaðan jassleik-
ara, Juhani Aaltonen, sem leikur á
tenórsaxófón á móti hljómsveitinni,
en tónskáldið stjómar.
Linkola lýsir Crossings sem dram-
atískri tónlist, þar sem misjafnlega
ákafar samræður eiga sér stað milli
saxófónsins og hljómsveitarinnar
uns þau verða að lokum sammála
og sameinast í langri melódíu, sem
byggist á upphafsstefi tónverksins.
-ai
Úivals-
tónleikar
Tónlelkar Guðnýjar Guðmundsdóttur, Ninu
G. Flyer og Catherine Williams i Norræna
húsinu 15. febrúar.
Efnisskrá: Arthur Honeggen Sónatfna fyrir
fiðlu og planó; Dmttri Schostakowitsch: Són-
ata op. 40 fyrir celló og pianó; Frank Bridge:
Þrjú smálög fyrir fiölu, celló og pianó; Lud-
wig van Beethoven: Trió op. 70 nr. 1 f D-dúr.
Samvinna Guðnýjar Guðmundsdótt-
ur og Ninu Flyer er löngu orðin þekkt.
Hún hófct hér heima, þegar báðar léku
saman í Sinfóníuhljómsveitinni, og
hélt áfram þótt fjarlægðir skildu að.
Skemmst er til dæmis að minnast þeg-
ar þær frumfluttu Dúó Jóns Nordals
næstum áður en blekið þomaði á
nótnablaðinu. Nú bættist sú þriðja við
í hópinn, Catherine Wilhams, en hún
og Guðný hafo áður unnið saman með
góðum árangri.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Og í stuttu máli sagt var árangur
samvinnu þessara þriggja lfctakvenna
harla góður. Fyrst lék gamla dúóið,
Nina og Guðný, Sónatínu eftir Arthur
Honegger. Það var nú svo með hann
Honegger, eins og fleiri ágæta menn
sem hafa samið gegnumvandaða mús-
ík, að vanti broddinn í músíkina hjá
þeim vekur hún rétt í meðallagi at-
hygli. En þetta dúó sem þær léku,
stöllumar, er vel og nosturslega samið
og hér prýðilega leikið.
Þrjár mikilhæfar listakonur
Sónata Schostakowitsch fyrir celló
og píanó er harla rishátt verk. Það
var líka hátt rfcið hjá þeim Ninu Fly-
er og Catharine Williams þegar þær
léku hana - sannkallaður kostaleikur.
Til að bræða þrímenninginn vel saman
fyrir átökin við Beethoven tóku þær
þrjú lítil, lagleg tríólög eftir Frank
Bridge. Prýðfcupphitun, sem dugði
fyrir aukagetu líka og þá vom þær
tilbúnar í slaginn við Sónötu Beethov-
ens. Þar refc leikurinn á þessum
tónleikum hæst. Ef nokkuð skyldi til-
greint umfram annað væri það frábær
samstilling í hæga kaflanum en flugið
í síðasta kaflanum, presto, var líka
býsna hátt. Þetta vom úrvalstónleik-
ar, enda á ferðinni þrjár mikilhæfer
lfctakonur sem allar lögðu sitt besta
fram.
-EM
Nlna G. Flyer, Guðný Guðmundsdóttir og Catherlne Williams.