Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Side 30
42 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. SÚ EINA SANNA SMITHS - SHOPLIFTERS OF THE WORLD UNITE (ROUGH TRADE) Þetta lag er enn eitt gæða- lagið frá Smiths; stíllinn þessi sami letilegi, maður sér þá fyrir sér ganga að þessu með hangandi hendi, en útkoman er einsog oft- ast áður hjá þeim, þrælgott lag. Gítarkafli í laginu kemur nokkuð á óvart þar sem hljómurinn er ekki hefðbundinn Smithshljóm- ur. ÖNNUR SÖNN SIMPLY RED - THE RIGHT THING (ELEKTRA) Nýtt lag frá Simply Red og þetta lofar góðu fyrir vænt- anlega breiðskífu. Simply og félagar eru á svipuðu róli og á fyrstu plötunni; léttrokkað soul þar sem hátíðnirödd Simplys sjálfs er vörumerkið. NOKKRAR VÆNLEGAR STARSHIP - NOTHINGS GONNA STOP US NOW (GRUNT) Það er ekki að efa að þetta verður vinsælt; uppskriftin er skotheld; mjúkt Amer- íkupopp með grípandi laglínu. Iðnaðarfram- leiðsla í efsta flokki. EUROPE - CARRIE (EPIC) Sænsku rokkararnir Europe halda sigurför sinni um vinsældalistana áfram; nú er það dæmigerð rokkballaða sem gæti verið með hvaða milliþunga- rokkssveit sem er. Melód- ían er góð og auðmelt og þá er ekki spurt að leiks- lokum. TINA TURNER - WHAT YOU GET IS WHAT YOU SEE (CAPITOL) Tina kerlingin hjakkar dá- lítið í sama farinu; þetta lag ósköp svipað Typical Male og fleiri lögum sem hún hefur sent frá sér síðasta árið. Tina hefur staðið sig einsog hetja en það má ekki jaska henni út undir- eins og hún réttir úr kútnum. TVÆR HÖRMULEGAR DEAD OR ALIVE - SOME- THINGIN MY HOUSE (EPIC) Það er ekki laust við að þeir sem á þetta hlusta séu nær dauða en lífi að lokinni hlustun; þvílík þrekraun sem það er. Það er best að koma þessu útúr húsi hið snarasta. PEPSI & SHIRLEY - HEARTACHE (POLYDOR) Þessi fer sömu leið; diskó- dúnk af geldustu gerð og vissulega geta menn fengið fyrir hjartað af minna til- efni. -SþS- Deep Purple - The House Of Blue Light Kulnandi glæður foma frægð og góða daga. Þeir koma Það er óneitanlega erfitt fyrir jafri einlægan þungarokksunnanda og undirritaðan að kyngja því að þó svo nýjasta afsprengi Deep Purple, The House of Blue Light, sé síður en svc neitt meistaraverk telst hún tvímæla- laust með betri helmingi þess sem þungarokksdeildin hefur alið af sér síðustu misseri. Þessi staðreynd segir kannski meira en mörg orð um þá lá- deyðu sem nú ríkir í þungarokkinu. Sjálfur efaðist ég stórlega um að fimmmenningunum í Deep Purple tækist að kveikja þann neista sem ein- kenndi plötur þeirra á fyrstu árum áttunda áratugarins er sveitin til- kynnti í ársbyijyn 1984 að von væri á nýrri plötu úr herbúðum hennar. Að vissu marki hafði ég rangt fyrir mér en ég held að allar mínar efasemdir verði að veruleika með útkomu The House of Blue Light. Það er ekki nema örsjaldan að maður sperrir eyrun því þrátt fyrir framúrskarandi hljóðfæra- leik virðist sem hugmyndabrunnurinn sé orðinn gersamlega þurrausinn. Við- lagið í The Unwritten Law gefur góð fyrirheit sem fá frekari byr undir báða vængi í Mad Dog en síðan er fátt um snilldartilþrif. Ef ekki kemur annað og betra frá Purple í næstu atrennu - ef það verð- ur þá einhver slík - er ég hræddur um að sömu örlög bíði Gillan og félaga og annarra sem reynt hafa að upplifa ekki aftur, a.m.k. ekki á meðan ekki tekst að snúa kulnandi glóðum í bál. Sig. Sverrisson New Order - Brotherhood I bróðemi Manchester-hljómsveitin New Ord- er hefur ætíð haft algera sérstöðu í bresku tónlistarlífí. Sveitin reis úr rústum Joy Division sem lagði upp laupana eftir sjálfsvíg forsprakkans, Ian Curtis. Síðan eru liðin sjö ár. A þeim tíma hefur New Order smám saman fjarlægst svartnættið sem öðru fremur einkenndi tónlist Joy Division. Á plötunum Movement, Power Corr- uption and Lies og Low-Life er þróun tónlistarinnar í átt til vorra tíma vel merkjanleg. Á Low-Life sýndi New Order á sér allar sínar bestu hliðar. Platan sú er algert meistarastykki. Það er ekki til marks um miklu síðri gæði að nýjasta platan, Brotherhood, skuli vera sein- teknari. Þannig er tónlist New Order yfirhöfuð. Engu að síður stendur hún Low-Life nokkuð að baki. Ástæða þessa liggur einna helst í því að Brotherhood hefur ekki að geyma jafristerkar lagasmíðar og Low-Life. Á henni eru ekki lög sem komast i lík- ingu við Sooner Than You Think eða Sub Culture, svo dæmi séu tekin. Plat- an sjálf er eiginlega of dæmigerð fyrir New Order, á of látlausan hátt. Fram- setning laganna er kunnugleg. Takturinn, hið sérstæða bassasánd, hljómborðsleikur jafnt sem gítarleik- ur, er vel merkjanleg einkenni á tónlistinni. Fyrsta lag plötunnar, Paradise, hefði til að mynda nánast getað verið á hvaða plötu hljómsveit- arinnar sem er. Þrátt fyrir þetta er Brotherhood vafalaust allt sem New Order aðdáendur dreymir um. Tónlist- in, frumleg eða ófrumleg, á sér fáar hliðstæður. Hið seiðandi, næstum dul- arfulla yfirbragð, heillar mann ger- samlega. Fjarlægi draumurinn, um eitthvað í Iíkingu við Low-Life verkið, rætist eig- inlega í einu lagi, All Day Long. Á heildina litið er það fremur rýr upp- skera. Brotherhood er þannig engin ný upplifun fyrir þá sem á annað borð þekkja til New Order. Óupplýstir ættu aftur á móti að leyfa fjarrænni en hnitmiðaðri tónlistinni að smjúga í gegnum vamarkerfi líkamans. Það tekur tíma en er vel þess virði. -ÞJV Dolly Dots - Dutch Treat Fimm diskópíur Að burðast með nafn eins og Dolly Dots á söngsveit gefur ekki til kynna mjög gáfulegan tónlistarflutning. Enda hefur lítið farið fyrir þessum fimm stúlkum sem skipa söngsveitina þótt þær hafi verið starfandi fi-á 1979. Þær gera út frá Hollandi og eru að sögn vinsælar þar. Um síðustu helgi heiðruðu þær landann og sýndu hvað þær geta í veitingahúsinu Evrópu. Fara fáar sögur af frammistöðu þeirra. Á nýjustu plötu þeirra, Dutch Treat, eru litlar sem engar upplýsingar um stúlkumar fimm. Þær em aðeins nefhdar fomafni. Gmnar mig að þær komi sín úr hverri áttinni landfræði- lega séð. Sameiginlegt eiga þær að virðast samkvæmt mynd vera hinar boðlegustu útlits og þegar að er gáð hafa þær ekki svo slæma rödd hver um sig. Engin stúlknanna er í stjömuhlut- verki. Þær virðast vinna saman og skipta systurlega með sér einsöngs- hlutverki. Á Dutch Treat em tíu lög og er meirihlutinn úr nýrri kvikmynd sem ber heiti plötunnar. Sú mynd hef- ur ekki verið sýnd ennþá en mun væntanleg. Dolly Dots leika aðalhlut- verkið í myndinni svo þeim virðist margt til lista lagt, stúlkunum fimm. Tónlistin á Dutch Treat er létt og leikandi danstónlist, á köflum létt- rokkuð og melódísk. Einkennandi fyrir þá tónlist sem er hvað vinsælust á meginlandi Evrópu. Sá sem einkum á heiðurinn af útkomunni er Larry Lee, ekki þekktari en stúlkumar í mínum eyrum. Hann hefur stjómað upptökum og er aðallagahöfundurinn. Lögin em, eins og fyrr sagði, meló- dísk, nokkuð keimlík, en inni á milli em þó lög sem vel er hlustandi á í nokkur skipti. Má þar nefna Make It Up To You, Down For The Count, To Be Heart og Hearts Beat Thunder, sem að sögn er nú nokkuð vinsælt á heima- slóðum stúlknanna. Þessi lög em ágætlega flutt, þótt útsetningar séu nokkuð flatar. Helsti galli á Dutch Treat er sá að í heild virkar platan yfirborðskennd. Alla innlifún vantar. Flutningurinn er fágaður og atvinnu- mannslegur án þess þó að skilja nokkuð eftir. Tónlist Dolly Dots er fyrst og fremst danstónlist og ágæt sem slík. Þessar fimm laglegu stúlkur em alla vega betri söngkonur en nafriið á söngsveit þeirra gefur til kynna. HK ftiiihvenar séu nefndar. el Jackson verður æ Nii siðast ei haít eftir hresktim blöðum að vinurinn hafi farió In dr neskar lcifar filainannsins sál- uga, Josephs Merrick, og ætlaói Jackson að Itonia þeim fyrir i hryliingssalni sinu vestur í Kali fomíit, Haun fékk nertiin . , Ror a sóíóploto stna sem kemm út a næstunni. . .Rússar eru nú að opna vesturgliit|rjarm uppá gátt orj ekki siður fyrir poppinu en öóru Þanniíj hafa þeii Bifiy Joel oij Stevie Wondet þegat vetið hókaóir i tónleikaferöir austurfyr tr tjald á þessu áti.., tokkssveilin Ouiet Riot heft cjefið sóngvara sveitarinnat, Ke vin DuBrow. fri frá störfum inn ókonma franrtíð . . Genesis eru nó að undirbua hljomleikaferð um Bandarikin og þeir hafa ekki ómerkari menn í upphitun lyrir sig en Paul Young . . Upplag bresku tónlistarblaðanna iteldur áfram ad minnka, samkvænrt nið- urstöðum konimnai sem var gerö á siðari hluta ais í fyrra. Lang- sölnliæsta lilaðið er Smasli Hits sem selst i uni 515 þúsund eintök- mii og stendiii i stað svo að segja. Wew Mnsícal Exptess tap- ar fimm þúsund kaupendum og selm rut um 100 þúsund eintok á víku, Sounds tapar um 15 þrisunri kaupendum og selst im i 62 þús- und emtokurn vikulega Wlesta hrunió varð þiá Imnqarokkstima- ritinu Keriang sem ilatt út rumlega 90 þúsund eiirtaka sölu nióur i rúm 67 þúsund eintok .. , þetta var allt. . . af A Haid Þungarokkið er i nnkilli upp- sveiflu um þessar niundir og til að Imykkja á velgengnínni etm fiekai eru ýmsai þungarokks- svcitir með plötiu i staitliolunum. Ein þeirra er IVIdtley Ctue sem ,Sæl nú! . Á næsutnni eru vænt- anlegar á markaðinn fyrstu geislaplötumar sem mnihalda tönlist Bitlanna. Nokkur eintok af A Hard Day's Wight fóru reynd- ar á markaðinn fyúr mistök og safngripir þegar fram liöa stund- ír. Það urðu semsé mistðk við pökkun á plötu Kate Bush The

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.