Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Side 32
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Jamie Lee Curtis hefur barist við barnleysið í fjölda ára og játar sig gjörsigr- aða í því máli. Því er ný stefna á oddinum hjá leikkonunni og eiginmanni hennar, Christopher Guest - ættleiðing á að verða næsta skrefið. Hins vegar er enginn hægðarleikur að finna smábarn á lausu í landi tækifæ- ranna - Ameríku - og fyrirsjáan- legar einhverjar tafir á framkvæmdunum. En hjóna- kornin leita stöðugt um allt landið að hentugu kríli og segja sumir að aurarnir, sem í boði eru, muni auðvelda samninga verulega. Bianca Jagger hefur það gott um þessar mund- ir og mætti í míníkjól í stórsam- kvæmi á Manhattan um daginn. Hún var um tíma gift þeim margfræga Rolling Mick Jagger og hellti sér út í heilsuæði eftir skilnaðinn. Eitthvað slíkt þyrfti kannski að koma fyrir núverandi sambýliskonu Mikka, Jerry Hall, en sú fagra frauka situr nú und- ir ákæru um fíkniefnasmygl á Barbadoseyjunum. Kunnugir segja Hall, sem eitt sinn var tal- in fegursta sýningarstúlka ver-, aldar, hafi látið allmikið á sjá í sambandinu við kappann og velta fyrir sér hvort hún muni þola samskiptin mikið lengur. Stacey Keach þolir ekki fangelsi eftir að hann varð að sitja inni sjálfur. Við kvikmyndatökur nú fyrir skömmu átti ein senan að fara fram í fangaklefa og ekki var nokkur leið að lokka karl inn í 1L klefann. Bak við lás og slá sest hann ekki aftur en að lokum tókst þó leikstjóranum að finna leið til að halda niðri innilokun- arkenndinni - hurðin var höfð opin upp á gátt og Stacey gat tekið undir sig stökk beint út aftur þegar ástandið var að verða verulega óbærilegt. Viðkvæmni Játvarðar breska Eðvarð er yngstur barna Elísabetar og sést hér sitjandi í vagni með fjölskylduna í kring. Yngsti sonurinn í bresku konungsQölskyldunni á í miklum erfiðleikum eftir að hann tók þá ákvörðun að hætta í herþjónustu. Það hefur verið hefð að yngri synimir í konungsfjölskyldunni leggi fyrir sig störf innan hersins meðan sá elsti sér um að stjóma ríkinu en Eðvarð þoldi ekki lengur við á staðnum - mislíkaði andinn og sagðist ekki geta lifað innan um mddaskap og tillitsleysi það sem viðgengst meðal hermannanna. Valdbeiting og árásartækni hentar honum ekki heldur - enda talinn bæði viðkvæmastur og best gefinn allra í fjölskyldunni. Bretar styðja strákinn ákveðið - að minnsta kosti almenningur. Þar er viðhorfið á þann veg að honum skuli frjálst að velja sér lífsform sjálf- ur og í breskum blöðum má sjá athugasemdir eins og að tilfinninganæmir karlmenn séu langbestu elskhugamir. Þannig að Eddi þarf ekki miklu að kvíða í framtíðinni. Leiklistin hefur alltaf heillað prinsinn en ennþá virðist lítil von til þess að hann verði látinn í friði með slíkt brambolt innan veggja hallar- innar. Starfsvalinu er líka mjög þröngur stakkur skorinn - til dæmis getur hann ekki farið að vinna hjá einkafyrirtæki af neinu tagi vegna auglýsingagildisins sem það hefði fyrir eigendur. Hann má ekki reka eig- in starfsemi, einungis sárafá opinber fyrirtæki koma til greina sem starfsvettvangur og Eðvarð vill alls ekki verða diplómat. Starf innan leikhússins virðist ekki í seilingarfjarlægð ennþá en þessi feimni prins er alltaf á heimavelli þegar hann er kominn upp á svið. Þar hefur hann leikið alvarleg hlutverk, dansað franskan cancan og sungið gamanvísur. Þessa stundina er framtíðin óráðin en víst er að þessi breski prins þarf ekki að kvíða því að þegnamir vilji ekki leyfa honum að lifa eigin lífi. Þeir telja hann víðsýnastan hallarbúa, jafnvel mesta heimsmanninn og vilja síður að drottningin velji honum lífsstíl af misskilinni ummhyggju- semi - Eddi sér um sig sjálfur er vanaviðkvæðið. Hann stóð sig með ágætum í háskólanum í Cambridge og vildi gjarn- an dvelja lengur á staðnum. Eldri bróðirinn, Karl, var átrúnað- argoðið og lærimeistari líka. Sonur móður sinnar er hann stundum nefndur vegna þess nána sambands sem á milli þeirra hefur alltaf verið. Hollenskar valkyrjur Hollenska kvennahljómsveitin Dolly Dots var í heimsókn hérna um síð- ustu helgi og vöktu stelpumar mikla hrifningu gesta í Evrópu þar sem þær komu fram öll kvöldin. Karlpening- urinn lét sig ekki vanta á staðinn og þurftu kvensurnar ekki að kvarta yfir áhugaleysi landans á því sem þær höfðu fram að færa. Hljómsveitin hefur starfað með sömu fimm kvenmönnum frá árinu sjötíu og níu og að auki var með þeim sú sjötta sem hætti á síðasta ári. Fjölmargar plötur þeirra hafa náð allnokkrum vinsældum og um þessar mundir eiga þær lagið sitt nýjasta - Hearts Beat Thunder - á hollenska vinsældalistanum. Stelpurnar í Dolly Dots eru ekki raddlausar og nýttu sér þá staðreynd í Evrópu. Ahorfendur þyrptust að sviðinu og I þetta skiptið voru karlmennirnir i fremstu röð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.