Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Síða 33
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. 45 Röndótti kjóllinn með bosmamikla faldinum þótti ægifagur á frúnni þar sem hún sat við hlið Jacques Chirac þegar hinu nýja flugfélagi A32o í Toulouse var gefið nafn í Frakklandi. Breskir þegnar eru Di hjartanlega þakklátir fyrir að klæða erfðaprinsinn þessa dagana því hann var frægur fyrir kuðungslegt útlit fyrir giftinguna. Hins vegar hafa menn áhyggjur af kostnaðarhliðinni sem fæst ekki upp gef- in þrátt fyrir stöðugar njósnir fjölmiðlanna. Og prinsessan er óneitanlega glæsilega klædd við opinber tækifæri en er af mörgum talin með ólæknandi fatadellu - sem þykir ekki par fínt innan íhaldssamra veggja hallarinnar. Einstaka dálkahöfundur í bresku eldhúspressunni nöldrar yfir breyttri ímynd aðalsins - segir að einhver verði að láta Díönu vita að hún hafi ekki fengið hlutverk sem ein af gellunum í Dallasþáttunum heldur muni henni ætlað annað og veigameira hlutverk. Það er erfitt að gera öllum til hæfis - jafn- vel þótt þú heitir Díana Spencer. Krónprinshjónin mættu vendilega kápuklædd í vetrarleyfið i Klosters. Díana i köflóttri vetrarkápu með greinilegri Parísarhönnun en Karl klædd- ist frakka með þorskastríðsmynstri. Ólæknandi fatafrík? Reagan poppaður Þeir gefa sko ekki skit i forsetann í henni Ameriku - óekki. Tómatar og fúlegg koma ekki til greina heldur. Hins vegar gildir öðru máli ef hellt er yfir karlinn poppkornsflóði sem eru einungis venjuleg vinalæti vestra. Þeir sem poppuðu Reagan á dögunum voru hornaboltakempurn- ar í New York Giants og Harry Carson fékk þann heiður að hella úr fötunni. Forsetinn var annars á leið úr Hvíta húsinu til helgardvalar á Camp David. Ullllahhhh. ..!!! Rollingurinn Mick Jagger er löngu orðinn hundleiður á Ijósmyndarakekkin- um sem bíður fyrir utan dómshúsið í Oistins á Barbados. Þegar hann kom frá síðustu yfirheyrslunum með sambýliskonunni Jerry Hall gaf hann skaran- um langt nef og illt augnaráð. En það fælir engan sannan fréttahauk frá góðu efni og talið er að parið eigi erfiða daga framundan. Sviðsljós Ólyginn sagði... Priscilla Presley er hætt að láta mynda sig með beran magann vegna þess að hann er með fyrirferðarmeira móti. Dagurinn sem kvensan verður léttari að öðru barninu nálgast óðum og biður Lisa Presley í ofvæni eftir langþráðu systkini. Annars er Prisciila að dunda við endurhönnun á bif- reiðinni sinni því mynd af áðurnefndu kari birtist í timariti vestra. Ótti við mannræningja fylgir mörgum þeim sem á stjörnuhimninum sitja og strax hefur bíll Priscillu fengið annað númer og allt annan lit líka. Lisa Bonet segist hundleið á því að túlka engladóttur Bill Cosbys í Fyrir- myndaföðurnum. Nú síðast tók hún að sér hlutverk úr nokkuð annarri átt - Lisa lék fáklæddan kvenprest í svartagaldursreglu og þótti allmörgum þarna langt stokkið frá hinni dyggðugu Denise í framhaldsþáttunum. Þeir eru víst öskrandi vondir í kvikmyndaverinu yfir uppátæk- inu en Lisa er óhagganleg - Denise var að verða með öllu óbærileg nema einhver tilbreyt- ing kæmi inn í myndina. Bob Hope virðist einn þessara ódauðlegu gömlu skarfa sem setjast ekki í helgan stein fyrr en I fyrsta lagi löngu eftir andlátið. Nú er karl á förum til Kína þvi þar á að opna fyrsta golfvöll sögunnar í landi hinna skáeygu gulmenna. !Bob er ofsakátur og ætlar að Ý fara nokkra hringi til þess að völlurinn kynnist handbragði meistara alveg frá byrjun. Og draumurinn en hola I höggi strax við opnun og það má 'treysta því að fréttirnar spyrjast ef ákveðið verður að bænheyra þann aldraða grinara og golfara af guðs náð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.