Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. 5 Fréttir Vika eftir af þinghaldi við Austurvöll: Um 40 stjómarmál ennþá óafjgreidd Mál sem ríkisstjómin leitast við að fá afgreidd á Alþingi fyrir þing- lausnir eftir viku em um 40 talsins. Flest em komin á kreik fyrir nokkm og hafa þegar fengið meiri eða minni meðferð á þinginu, í nefndum og deildum. Önnur em skemmra komin og enn önnur hafa ekki ennþá verið flutt sem þingmál. Forsætisráðherra leggur áherslu á lög um umboðsmann Alþingis. Fjár- málaráðherra er með þriggja mála lagaorm um staðgreiðslu skatta, einnig tollalög. Á döfinni er breyting á tollskrá varðandi myndavélar og hljómplötur og loks að útreikningar byggingarvísitölu verði mánaðar- lega í stað ársfjórðungslega. Dómsmálaráðherra er með ný umferðarlög á prjómmum, lög um ríkisborgararétt allmargra einstakl- inga, nokkur frumvörp um meðferð mála í kerfinu og fleira smálegt. Landbúnaðarráðherra er með jarð- ræktarlög ein á óskalistanum. Viðskiptaraðherra ýtir á lög um hlutafélög, Útvegsbanka, vaxtaregl- ur, útflutningslán og skipan gjald- eyris- og viðskiptamála. Samgöngu- ráðherra ýtir svo á flugmálaáætlun, lög um vitamál, lögskráningu sjó- manna, póst- og símamál og viður- kenningu á alþjóðasamþykkt um þjálfun og vaktstöður sjómanna. Sjávarútvegsráðherra hefúr áhuga á lögum um uppboðsmarkað fyrir sjávarafla, um sjómannadaginn og lög um skiptaverðmæti og greiðslu- miðlun innan sjávarútvegsins. Heilbrigðisráðherra óskar eftir af- „Sagði ég þetta, getur það veriö?“ Forsætisráðherra rýnir i Þingtíðindi eða einhver önnur tiðindi með fjármálaráðherra og formanni þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. DV-mynd GVA greiðslu á lögum um málefhi aldr- aðra og um fæðingarorlof. Félagsmálaráðherra vill fá af- greiðslu á lögum um tekjustofiia sveitarfélaga, byggingarsjóð aldraðs fólks og landakaupasjóð kaupstaða og kauptúna. Þá hefúr menntamálaráðherra vilja til þess að ná fram lögum um þjóðarátak til byggingar bókhlöðu, Kennaraháskólann og Leiklistar- skóla ríkisins, svo og um Vísindaráð og Rannsóknaráð ríkisins. Loks eru á óskalistanum þingsályktanir ýmissa ráðherra um vegaáætlun, Egilsstaðaflugvöll, landgræðslu- og landvemdaráætlun til 1991 og tvenna milliríkjasamninga. -HERB Fimm fjörugar úr Frostaskjóli. Reiptog yfir þvera laug; vatnið eða bakkinn, um annað er ekki að ræða. Lenti á hvolfi í miðlunarlóninu Arma Ingólfadóttir, DV, Egilsstöðum; Laust eftir kl. 17 á mánudagsmorgun valt bíll við Lagarfossvirkjun sunn- an við lokubúnaðinn. Virðist bifreiðin hafa verið á mik- illi ferð og náði ökumaður ekki beygju en missti stjóm á bifreiðinni. Valt hún niður þriggja metra háan vegfláa og staðnæmdist á hvolfi úti á ísilögðu miðlunarlóninu. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Femt var í bifreiðinni og voru tveir fluttir á sjúkrahús á Ak- ureyri en ekki er vitað hversu mikið slasaðir. Kvaðst lögreglan á Egils- sföðum ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Bifreiðin endaði á hvolfi úti á ísilögðu miðlunarlóninu. DV-mynd Anna Æska vestur- bæjar í blautpartfi Krakkamir í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli héldu „blautpartí" í Vest- urbæjarsundlauginni á fostudags- kvöldið. Var mikil gleði, jafnt í lauginni sem og pottunum sem aldrei fyrr höfðu verið jafhtroðnir ungu fólki. Að sögn starfsmanna sundlaugar- innar var blautpartíið haldið með vitund og vilja yfirvalda og fór hið besta fram. Er þetta í annað sinn sem Frostaskjólsliðið heldur slíka skemmt- un en þær verða ekki fleiri á þessu skólaári. -EIR Þar sem PLUS° og MINUS mætast í frystihúsinu, vöruskemmunni eöa iönaöarhúsnæöinu er lausnin að nota MAVÍLiönaðarplasthengi til varnar hita- og kuldatapi. Hljóðeinangrandi og gegnsæ. Leitið upplýsinga ASTRA Austurströnd 8 - sími 61-22-44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.