Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Atviimumál
Tækniskóli íslands:
Námskeið fiskverkunarfólks:
Nýjar
náms-
brautir
Ný námsbraut, rekstrardoild,
hefur verið stoíhuð við Tækni-
skóla íslands. Þar verður um
iðnrekstrardeild og útgerðardeild
að ræða. Tilgangur þessa nýja
náms er að efla og auka nauðsvn-
leg tengsl milli stjómunar,
markaðar og framleiðslu í starfi
fyrirtækjanna og ætti að leiða til
aukinnar framleiðni.
Það var árið 1981 sem sett var á
laggimar nefhd til að skoða hlut-
verk Tækniskóla Islands með
þarfir framleiðslu- og þjónustuiðn-
aðarins á rekstrarmenntuðu fólki
í huga. Nefndin skilaði áliti 1983.
Kftir að hún skilaði áliti var sett
á laggimar rekstrardeild með iðn-
rekstrarbraut og útgerðarbraut og
vann deildin kennsluáætlun og
kynnti hana fyrir ýmsum aðilum,
þar á meðal Félagi íslenskra iðn-
rekenda og Landssamhandi ís-
lenskra iðnrekenda.
Skólinn ætlar að auka enn verk-
efnastarfsemi nenænda og ná betri
tengslum við fyrirtækin. í því
skyni er verið að koma á starfi við
skólann um miðlun verkefria inn-
an hans og auka bein tengsl við
fyrirtækin og tryggja þannig virk-
ara starf.
-S.dór
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóösbækur óbund. 9,5-11 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsógn 10-15 Sb
6 mán. uppsogn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 13-20 Sp.vél.
18mán. uppsögn 19-20,5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb,
Vb
6 mán. uppsögn Innlán meó sérkjörum 2,5-4 10-22 Ab.Úb
Innlán gengistryggó
Bandaríkjadalur 5-6 Ab
Sterlingspund 9,5-10,5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab
Danskar krónur 9-10 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst
Almennir víxlar(íorv.) 18,75-20 lb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) 21.75-22 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 20-21,25 Ab.lb, Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) Utlán verðtryggð 20-21 Ib.Lb
Skuldabréf
Að 2.5árum 6-6,75 Lb
Til lengri tíma 6,5-6,75 Ab.Bb, Lb,Sb, Ub.Vb
Útlántilframleiðslu
isl. krónur 15-20 Sp
SDR 7,75-8,25 Lb.Úb
Bandarikjadalir 7,5-8 Sb.Sp
Sterlingspund 12,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,76-6,5 Bb.Lb. Úb.Vb
Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3,5 5-6,5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖLUR
LAnskjaravisitala feb. 1614stig
Byggingavísitala 293 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 7.5% 1 jan.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 113 kr.
Eimskip 300 kr.
Flugleiðir 450 kr.
Hampiðjan 140kr.
Iðnaðarbankinn 135kr.
Verslunarbankinn 125kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verötryggð og óverð-
tryggð lán, nema I Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkaðlnn
blrtast i OV ð flmmtudögum.
Kennarar fengu
ekki launin sín
- málinu verður bjargað við í dag, sagði Gissur Pétursson, umsjónarmaður námskeiðanna
Fjölmörg námskeið fyrir fiskverk-
unarfólk hafa verið í gangi víða um
land frá því fyrir áramót. Kennarar
á námskeiðunum hafa ekki fengið
launin sín greidd síðan 15. janúar
og var svo komið að sumir höfðu við
orð að hætta kennslu þess vegna.
Það er sjávarútvegsráðuneytið sem
stendur straum af kostnaði við nám-
skeiðin.
Gissur Pétursson, starfsmaður
Ríkismats sjávarafurða, er yfirum-
sjónarmaður námskeiðanna fyrir
sjávarútvegsráðuneytið. Hann sagði
í samtali við DV að vegna þess að
þeirri upphæð, sem ætluð væri til
að standa straum af kostnaðinum,
væri deilt niður á allt árið hefði nú
skort fé þar sem langmest er um
námskeið á þessum árstíma. Sagði
Gissur að tekist hefði að fá fé fært
fram og þar með að leysa málið og
myndu kennarar fá laun sín greidd
í dag ásamt útlögðum kostnaði.
„Hér er bara um slys að ræða sem
tekist hefur að bjarga og er því í
sjálfu sér ekkert mál en ég þykist
vita hver hefur skýrt blöðunum frá
þessu,“ sagði Gissur Pétursson.
-S.dór
Vestmannaeyjar:
Tveir menn famir utan
að skoða svifhökkva
Vestmannaeyingar hafa hug á að taka slíkt farartæki á leigu næsta sumar
Tveir ménn frá Vestmannaeyjum,
Pálmi Lórensson hótelstjóri og Jón
R. Eyjólfsson, skipstjóri á Heijólfi,
fóru í gær til Bandaríkjanna að skoða
svifnökkva sem Vestmannaeyingar
hafa hug á og geta fengið á leigu
næsta sumar. Fjölmargir aðilar í Vest-
mannaeyjum hafa áhuga á því að vera
með í að taka slíkt farartæki á leigu
til að auka ferðamannastrauminn til
Eyja.
„Hér er ekki verið að stefha neinu
gegn Herjólfi eða fluginu. Það er stað-
reynd að þar sem svifnökkvar hafa
bæst við venjulegar ferjusiglingar og
flug hefur ferðamannastraumurinn
stóraukist og að því einu stefnum
við,“ sagði Páll Helgason, ferðamála-
frömuður í Vestmannaeyjum, í samtali
við DV. Hann sagði að menn hefðu
verið með breskan svifnökkva í huga
líka en þegar fréttist af nökkvanum í
Bandaríkjunum, sem smíðaður er fyrir
bandaríska herinn og er því sterkara
og fullkomnara tæki, hefði verið
ákveðið að skoða hann.
Sem dæmi um möguleikana, ef
nökkvinn þolir íslenskt sjólag og verð-
ur tekinn á leigu, nefndi Páll að hægt
væri að fara á honum alveg upp að
Markarfljótsbrú, taka þar farþega til
Vestmannaeyja og skila þeim á sama
stað aftur eftir 4 til 5 tíma stopp í
Vestmannaeyjum. Einnig væri hægt
að bjóða útlendingum, sem væru að
fara hringveginn í rútum, skottúr til
Eyja með nökkvanum. Þetta farartæki
myndi sem sagt gefa fjölmörgum kost
á að skreppa til Eyja sem annars
myndu ekki fara þangað með flugi eða
Heijólfi.
-S.dór
Viðtalið
Verkefnið að halda á
lofti merki samtakanna
- segir Guðjón Oddsson, nýkjörinn formaður Kaupmannasamtakanna
Guðjón í verslun sinni í Siðumúlanum,
DV-mynd Brynjar Gauti
„Verkefni formanns Kaupmanna-
samtakanna er að halda á lofti merki
samtakanna, halda fram baráttu-
málum þeirra og vaka yfir hagsmun-
um samtakanna," sagði Guðjón
Oddsson, nýkjörinn formaður Kaup-
mannasamtakanna, í samtali við DV
en hann var kjörinn á aðalfundi
samtakanna sem haldinn var í
Hveragerði um helgina. Guðjón er
kaupmaður í versluninni Litnum í
Síðumúla.
Guðjón sagði aðspurður að fyrir
utan framangreind verkefhi væri
það hlutverk formanns samtakanna
að stjóma fundum félagsins og jafn-
framt fundum framkvæmdastjómar
en formaður samtakanna er jafn-
framt formaður framkvæmdastjóm-
arinnar.
Guðjón hefur gegnt starfi vara-
formanns félagsins um fjögurra ára
skeið en undanfarin tíu ár hefur
hann setið í stjóm sérgreinafélags
síns innan Kaupmannasamtakanna
en svo sem kunnugt er em samtökin
byggð upp af nokkrum sérgreinafé-
lögum. Nú eru um 700 félagsmenn í
Kaupmannasamtökunum og eru þau
fjölmennustu samtök vinnuveitenda
hér á landi að sögn Guðjóns.
Guðjón hefur rekið verslunina Lit-
inn í tæp tíu ár en verslunin á tíu
ára afmæli þann 26. mars næstkom-
andi. „Þetta hefur gengið ágætlega,"
sagði Guðjón. „Ég get ekki verið
annað en ánægður."
I Litnum er verslað með bygginga-
vörur ýmiss konar, svo sem máln-
ingu, gólfdúka, verkfæri og skyldar
vörur.
Guðjón er kvæntur Gíslínu Krist-
jánsdóttur og eiga þau þrjú böm.
Aðspurður um áhugamál sagðist
Guðjón lítinn tíma hafa til að sinna
slíku. „Ég get ekki státað af neinu
sporti. En ég hef þó gaman af útivist
og garðrækt, ég snudda svolítið í
garðinum hjá mér,“ sagði Guðjón
Oddsson. -ój