Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
11
Utlönd
Skipaverkfræöingurinn Jiirgen Biissenschiitt sýnir fréttamönnum stafnlúgur i nýrri ferju sem er í smiðum í Bremer-
haven eftir sömu teikningum og Herald of Free Enterprise sem valt við Zeebrugge. Allt bendir til þess að bilun
i lokunarbúnaði lúganna hafi valdið miklu um hve illa fór. Simamynd Reuter
V ", |
Björgunarmenn á gúmbát við ferjuna Herald of Free Enterprise sýnast eins og íbúar Putalands i samanburði við
skipsskrokkinn. Stöðugt er leitað i ferjunni þeirra sem enn er saknað og jafnframt er hafinn undirbúningur þess að
ná ferjunni af sandrifinu og koma henni á réttan kjöl til björgunar í höfn. Símamynd Reuter
Einn björgunarmanna sést hér utan á skipshliðinni kalla til iélaga sinna einhverjar leiðbeiningar við björgunar-
starfið j gær. Simamynd Reuter
Ekki viðvör-
unarijós
uppi í brú
Breska bílferjan The Herald of Free
Enterprise hafði engin viðvörunarljós
uppi í stjómbrúnni til þess að sýna
skipstjómarmönnum þegar stafiilúg-
umar vom opnar, eftir þvi sem yfir-
smiður ferjunnar, Júrgen
Bussenschutt skipaverkfræðingur,
sagði fréttamönnum í Bremerhaven í
gær.
Hjá öðrum forsvarsmanni skipa-
smíðastöðvarinnar hafði komið fram
að fjórar svipaðar bílferjur frá Towns-
end Thorensen-ferjufélaginu hefðu
verið umbyggðar í fyrra og þá hefði
verið komið fynr slíku viðvömnar-
kerfi uppi í stjómpallinum. Þetta var
svo borið til baka í gær. Skipasmíða-
stöðin í Bremerhaven, sem byggði
þessa ferju og fleiri svipaðar, er með
enn eina slíka ferju í smíðum en teikn-
ingar hennar hafa nú verið teknar til
endurskoðunar eftir slysið við Zee-
bmgge.
Engin af Enterprise-ferjunum, Pride
of Free Enterprise, Spirit of Free Ent-
erprise eða Herald of Free Enterprise,
hafði slíkan viðvömnarbúnað.
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir
og
Guðmundur Pétursson
Oryggisreglum
slælega fylgt
á Eyrarsundi
Gunrúaugur A Jónssan, DV, Lundi;
Ferjuslys svipað og varð fyrir utan
Zeebmgge í Belgíu gæti orðið á Evrar-
sundi. Því halda sænskir sérfræðingar
nú fram og krefjast þess að öryggis-
reglum ferjanna á milh Danmerkur
og Svíþjóðar verði fylgt harðar eftir.
Vissulega þyrftu að koma til margar
samverkandi ástæður til þess að slys
yrði en athuganir sérfræðinganna
sýna að öryggisreglum er fylgt það
slælega að slys er ekki útilokað. Sam-
kvæmt alþjóðareglum eiga stóm
stafndymar á ferjunum að vera lokað-
ar áður en feijumar leggja úr höfh.
En þeim reglum hefur verið fylgt
fijálslega á bílaferjunum milli Dan-
merkur og Svíþjóðar. Til að halda
stífri ferðaáætlun kemur það oft fyrir
að látið er úr höfn áður en lúgunum
hefur verið lokað.
„Ferjuslysið í Belgíu verður vonandi
til að vekja okkur af værum blundi
þannig að öryggisreglum verði fylgt
betur en hingað til og að ekki verði
lagt úr höfh fyrr en lúgunum hefur
verið lokað," segja sænskir eftirlits-
menn.
Vekur umræður
um Ermar-
sundsgöngin
Umræður hafa vaknað að nýju um
göngin fyrirhuguðu undir Ermarsund
milli Frakklands og Englands í kjölfar
ferjuslyssins í Zeebmgge. Andstæð-
ingar og fylgjendur vitna báðir jafht
til ferjuslyssins.
Einstöku raddir hafa kvatt sér hljóðs
i tilefhi ferjuslyssins og telja að það
ætti að hvetja stjórnir Frakklands og
Bretlands til þess að hraða gerð gang-
anna vegna hættunnar á sjóleiðinni
eins og slysið í Zeebmgge sanni best.
Aðrir vilja hins vegar meina að hálfu
erfiðara væri að bjarga fólki úr
göngunum ef slys yrði niðri í þeim
eins og sprenging eða eldsvoði.
Formaður bresku stjómamefhdar-
innar, sem umsjón hefúr með gangaá-
ætluninni, lýsti þvi yfir í gær að
nefhdin mundi ekki hlýða á málflutn-
ing þar sem þetta hörmulega slys yrði
notað með eða á móti gangagerðinni.
Neðri málstofan breska samþykkti í
febrúar áætlun um gerð Ermarsunds-
ganga sem eiga að verða 50 km löng
og er ætlunin að þau verði fullgerð
árið 1993.