Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Neytendur
Aukaverkanir lyfja einka-
mál lækna og lyfisala
Flest lyf hafa einhverjar óæskilegar
hliðarverkanir þó að í mismiklum
mæli sé. Ef sjúklingur tekur inn lyf
finnur hann oft fyrir þessum auka-
verkunum og veit þá oftast ekki hvað
er á seyði. Erlendis er skylt að láta
miða með ítarlegum upplýsingum
fylgja meðalinu. Hér á landi tíðkast
sá einkennilegi siður að fjarlægja miða
með upplýsingum um aukaverkanir
úr lyfjaumbúðum. Svo langt er gengið
að ef einhverjar upplýsingar er að
finna á umbúðunum sjálfum er ræki-
lega límt yfir þær til að tryggt sé að
sjúklingur viti nákvæmlega ekki neitt
um þau lyf sem hann tekur inn.
Þetta eru náttúrlega óhæf vinnu-
brögð, það er ekki á nokkum hátt
réttlætanlegt að halda svo mikilvæg-
um upplýsingum sem þessum leyndum
fyrir fólki. Fólk er alveg nógu þroskað
til að leggja sjálft dóm á slíkar upplýs-
ingar. Lyfsalar ættu að sjá sóma sinn
í að prenta þessa miða á íslensku og
láta þá fylgja hverju lyfi, það gæti
orðið til að minnka til muna misnotk-
un á lyfjunum. Myndin sýnir nokkur lyf sem öll eiga það sameiginlegt að vera mikið gefin og hafa miklar aukaverkanir. Það heyrir til undantekninga að læknir láti sjúkling
-PLP vita fyrirfram um aukaverkanir og lyfsalar fjarlægja upplýsingaseðla úr umbúðunum.
Verslunin Sjávarkistan, Páll Höskuldsson ásamt samstarfsfólki.
Sjávarréttaverslun og
skyndibrtastaður
Á fimmtudaginn var opnuð á Skóla-
vörðustíg sérverslun með fisk og
sjávarrétti og á mánudaginn opnaði
sjávarréttabar í tengslum við verlun-
ina þar sem hægt verður að kaupa
heita sjávárrétti. Verða þar á boðstól-
um fimm réttir auk þess sem boðið
verður upp á rétt dagsins. Þar sem
allt er í tengslum við verslunina er
allur fiskur unninn af henni og því
hægt að halda verði í lágmarki. Réttur
dagsins kemur því til með að kosta
um 250 krónur.
Verslunin sérhæfir sig algerlega í
fiski. Þar er boðið upp á allar hefð-
bundnar fiskvörur og reynt eftir
fremsta megni að bjóða upp á eitthvað
óvenjulegt á hverjum degi. Þegar við
litum inn fengust koníakslegnar gellur
og marineraður steinbítur, svo dæmi
séu tekin.
Sjávarkistan, en svo nefnist verslun-
in, býður einnig upp á sjávarréttars-
amlokur og stefiit verður að því að
bjóða upp á fiskisnittur í framtíðinni.
Verslunin býður upp á sjávarrétti á
öllum vinnslustigum. Þar fæst m.a.
ópilluð rækja og hægt er að kaupa
allt frá heilli ýsu upp í mjög unna
vöru, s.s. koníakslegnar gellur.
-PLP
Hjálpar-
kokkar
húsmóður-
innar
eða eilíf
sæla í
töfluformi
Nútímamaðurinn á við eitt
vandamál að stríða, öðrum fremur,
en það er stressið. Við því tekur
hann alls kyns lyf og heldur sér
þannig gangandi langt út fyrir þau
mörk sem eðlileg gætu talist. Um
mikla ofhotkun er að ræða á mörg-
um þessara lyfja og oft eru þau því
beinlínis vímugjafar.
Samkvæmt tölum frá landlækn-
isembættinu hefur notkun róandi
lyfla þó minnkað töluvert undan-
farin ár. Árið 1970 neytti tíundi
hver íslendingur slíkra lyfja dag-
lega en 1984 var neyslan heldur
minni en þá neyttu um 65 af hveij-
um þúsund Islendingum slíkra
lyfla daglega. Neysla benzódíazep-
in lyfja er þó jafhmikil nú og 1970.
Samkvæmt íslensku lyfjabókinni
eru þessi lyf sefandi fyrir suma
starfsemi miðtaugakerfisins. Þau
eru notuð við krömpum eins og
flogaveiki- og hitakrömpum. Þau
eru einnig notuð við bráðum hug-
sýkistilvikum eins og kvíða,
óróleika og spennu. Einnig kemur
fram í bókinni að sum þessara lyfja
eru mest seld allra lyfseðilsskyldra
lyfia á íslandi og er það óhugnan-
leg staðreynd.
Áukaverkanir þessara lyfja eru
drungi, þreyta, höfuðverkur, svimi,
óöruggar hreyfingar, vöðvaslen,
og áhugaleysi fyrir umhverfinu.
Einnig eru þessi lyf andlega og lík-
amlega vanabindandi. Ekki eru
tök á að birta nöfii allra lyfja af
þessum flokki hér en þessi eru
þekktust: díazepam, dumolid,
halcion, librium, mogadon, stesolid
ogvalíum. -PLP
| Upplýsingaseðill
í til samanburðar á heimiliskostnaði
i Hvað kostar heimilishaldið?
i i
| Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- |
I andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar |
I fjölskvldu af sömu stærð og yðar. |
I |
! Nafn áskrifanda
I Heimili___________________________________________ j
i
! Sími______________________________________________ [
i i
! Fjöldi heimilisfólks_______
i
i Kostnaður í febrúar 1987:
i_______________________________ i
j Matur og hreinlætisvörur kr. ___________________
1 Annað kr. ___________________ l
I
Alls kr. __________________ !
I
Neytandi á Fáskrúðsfirði hafði og breytaat í hálfgerða druUu sem
samband við okkur. Vildi hún lýsa ekkert er varið í.“
furðu sinni á því að í allri þeirri Það kom einnig fram í máli hennar
umræðu, sem átt hefur sér stað að að eitthvað hlyti aö hafe farið úr-
undanfömu um innflutning á skeiðis í forsteikingu á kartöflunum
frönskum kartöflum, væri aldrei áður hefðu þær aUtaf verið stökkar
minnst einu orði á gæði kartaftn- og finar, „alveg eins og ég vil hafe
anna. þær“.
Að hennar mati eru íslensku kart- Neytendasíðan tekur undir það
öflumar engan veginn samkeppnis- með konunni að ef framleiðendur
hæfar við þær innfluttu hvorki í vilja að innflutningur sé stóðvaður
veröi né gæðum. „íslensku kartófl- verða þeir a.m.k. að vera samkeppn-
umar linast allar upp við steikingu isferir hvað gæði varðar. -PLP