Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987. 13 Neytendur Við sem heima sHjum syndandi í sýrunum Á súluritum hér á síðunni kemur fram að stór hluti landsmanna neyt- ir ýmissa róandi og svefnlyfja daglega. Þar sem lyf þessi eru mörg vana'bindandi gefur það auga leið að um mikla misnotkun er að ræða. Við snerum okkur til Þórarins Tyrf- ingssonar, yfirlæknis á sjúkrastöð SÁÁ, Vogi, og spurðum hann út í þessi mál en hann er manna fróðast- ur um hvers kyns ofneyslu lyfja. „Við verðum mikið varir við misnotkun á þessum lyflum enda sjáum við þenn- an hóp. Sumir virðast geta notað þessi lyf, rétt eins og sumir virðast getað notað áfengi, í hófi. En svo eru aðrir sem virðast ekki getað komið nálægt þessum lyfjum á þess að leið- ast út í ofnotkun." Það kom einnig fram í máli Þórar- ins að konur virðast misnota þessi lyf í mun ríkari mæli en karlar. Þannig er nærri helmingur þeirra kvenna, sem leita meðferðar í fyrsta skipti, ánetjaður öðrum efiium en áfengi, meðan að karlar virðast halda sig við stútinn. Varðandi aukningu í notkun ró- andi og svefnlyfja á síðari árum (sjá meðfylgjandi súlurit) sagði Þórar- inn: „Það eru komin ný lyf af þessum flokki á markað sem eru skemur í líkamanum og getur verið að lækn- um sé lausari höndin við að ávísa á þau. Það er þó miskilningur að halda að þau séu hættuminni þó þau staldri skemur við í líkamanum." Varðandi minnkaðan hlut venju- legra svefiilyfja kom það fram í máli Þórarins að nýju lyfin kæmu í stað þeirra gömlu. Þeir sem voru háðir gömlu lyfjunum væru famir að taka nýju lyfin í staðinn. „Við erum komnir með hóp, sem getur ekki án slíkra lyfja verið. Hættan er þó mest ef neysla áfeng- is fer saman við töku lyfjanna, jafnvel þó ekki sé um meira að ræða en eitt vínglas með mat,“ sagði Þór- arinn að lokum. -PLP 100 - V) >3 A HB e c ö> e o Lyfjaneysla á íslandi 1970 - 85 Öll róandl lyf og svefnlyf o «- <N W m œ 0N c 3 _ (M W in r*- 0» S s h- 0» h- * 5 0» R r- 5 0S 0 R 8 8 8 8 8 e '3 a w >3 XX <e o u> e o 100 RO 4 60 - Lyfjaneysla á íslandi 1970 Benzódiazepínlyf -85 /~A O h- £ <N h- P h- P V0 h- h- 8 8 œ c $ & <^ <T» 0V <JS Ov <* 0N <^ c IN O' <T> Ef tekin er heildarsala lyfjanna og deilt í með dagskammti þá jafngildir neyslan þvi að um 65 af hverjum þúsund neyti þeirra daglega. Linan i súluritinu táknar meðaltal. Pokarnir eru helst til litlir en tilvalið er að skella þeim utan um skál sem ‘ notuð er við matreiðslu í örbylgjuofni. DV-mynd Brynjar Gauti Orbylgfu- ofnapokar Nýlega rákumst við á poka sem ætlaðir eru til matreiðslu í örbylgju- ofiium, „Microwave bags“. Pokamir eru framleiddir hjá bresku fyrirtæki, Alcan. Þessir pokar eru ætlaðir til þess að þíða mat í, matreiða hann bæði í örbylgjuofnum og einnig í hefð- bundnum bakaraofhum og loks má frysta mat í þeim. Við prófuðum pokana. Þeir reyndust mjög vel í örbylgjuofni og sömuleiðis við hrognasuðu. Hins vegar finnst okkur að þeir séu fulllitlir, en þeir eru 30x25 cm á stærð. Pokar þessir fást í öllum verslunum sem hafa á boðstól- um plastpoka en þeir eru fluttir inn af Plastprenti hf. Pakki með 15 pokum kostar um 80 kr. -A.BJ. V E R SI jAN IR! Hin sívinsœla og myndarlega FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK er á leiðinni og kemur út 26. mars nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í FERMINGA RGJA FA HA NDBÖKINNI vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Þverholti 11, eða í síma 27022, kl. 9-17 virka daga sem fyrst - í síðasta lagi föstudaginn 20. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.