Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar. blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTM1. SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Úrslit könnunar
Vel gerðar skoðanakannanir eru gott lesefni, einkum
skömmu fyrir kosningar. Nú gera margir aðilar skoð-
anakannanir. DV hefur náð þeim árangri, að skoðana-
kannanir blaðsins hafa alltaf komizt næst kosningaúr-
slitunum. En kannanir ber að taka með fyllstu gát.
Ekki skyldi lagt mikið upp úr lítilsháttar fylgisbreyting-
um flokka frá einni skoðanakönnun til annarrar. Þar
koma til skekkjumörk í slíkum könnunum. Þá skyldu
menn fara varlega í að draga ályktanir um kosningaúr-
slit vegna kannana vikum eða mánuðum fyrir kosning-
ar. Kannanir DV segja okkur í aðalatriðum, hvernig
landið liggur. En eftir er aðalþáttur kosningabaráttunn-
ar. Fylgi flokkanna getur enn breytzt verulega, einkum
þegar hinir fjölmörgu óákveðnu gera upp hug sinn.
Lítum á, hvernig staðan er núna.
Alþýðuflokkurinn hefur það, sem af er árinu, legið
rétt undir 20 prósentum. Þetta er svipað og flokkurinn
hafði fyrir tveimur árum. Þá minnkaði fylgið áberandi
haustið 1985. En veigamesta breytingin frá því fyrir
áramót er sú, að Alþýðuflokkurinn hefur misst aftur til
Sjálfstæðisflokksins fylgi, sem hann tók af Sjálfstæðis-
flokknum í byrjun vetrar. Staðan er nú sú, að fylgi
Alþýðuflokksins er álíka mikið og fylgi þess flokks og
Bandalags jafnaðarmanna var samanlagt í síðustu
kosningum. Þetta er ekki skrýtið, miðað við að helztu
foringjar Bandalags jafnaðarmanna hafa gengið til liðs
við Alþýðuflokkinn.
Fylgi Framsóknarflokksins er nú um 16 prósent í
könnun DV. Fylgið hefur nokkuð rokkað till nálægt
og ofan við þá tölu. Framsókn fékk 19 prósent í síðustu
kosningum. Nú má flokkurinn illa við fylgistapi, einkum
þar sem ný kosningalög valda meira jafnræði en áður,
svo að þingmönnum Framsóknar fækkar þeirra vegna.
En menn skyldu ekki flýta sér að vænta fylgistaps Fram-
sóknar í kosningunum í lok apríl. Munurinn er ekki
meiri en svo, að Framsóknarflokkurinn gæti unnið hann
upp með sterkri kosningabaráttu. Framsóknarforin-
gjarnir eru öflugir á landsbyggðinni. Þeir gætu náð til
sín fylgi að nýju, þegar þeir sýna sig á fundum í sínum
kjördæmum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú svipað fylgi og í síð-
ustu kosningum, eftir að hann nældi að nýju í fylgið
frá Alþýðuflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn gæti sem
hægast haldið þessu og grætt svo þingsæti á nýju kosn-
ingalögunum. En þó verða sjálfstæðismenn að hafa
hugfast, að flokkurinn hefur oftast fengið meira fylgi í
skoðanakönnunum nokkru fyrir kosningar en fylgið
hefur reynzt á kjördag. Hlutfall sjálfstæðismanna hefur
tilhneigingu til að lækka, þegar hinir óákveðnu taka
loks afstöðu. Ætti Sjálfstæðisflokkurinn að vinna á,
þyrfti hann að komast hærra í könnunum en nú er.
Mest áberandi í síðustu könnun DV er, að Alþýðu-
bandalagið tekur fjörkipp. Fylgi flokksins er þó undir
því, sem var í síðustu kosningum. En alþýðubandalags-
menn hafa farið af stað með elju, til dæmis í Reykjavík.
Þeir eiga möguleika á að ná því fylgi, sem þeir fengu
í síðustu kosningum. Þeir unnu, ásamt Alþýðuflokki, á
í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Til þess að vinna
á núna, þurfa alþýðubandalagsmenn að herða sig tals-
vert.
Samtök um kvennalista hjakka nokkuð í sama farinu
í könnunum. Þau munu líklega fá meira fylgi en síðast
í kosningunum.
Haukur Helgason.
„A landsfundi Sjálfstæðisflokksins blessaði Þorsteinn Pálsson þá „þjóöarsátt" sem hann taldi að ríkti um
kjaramálin í landinu. Þessi þjóðarsátt er þó ekki til í hugum fólksins. Hún er bara skrifborðsplagg hjá þeim
sem klappa hver fyrir öðrum á fundum í Stjórnarráðinu og Garöastrætinu.“
Fjólskyldan, launin
og velferðin
Við búum í fbgru landi. Auðugustu
fiskimið heims eru í hafinu í kring.
Fossar og ár, hverir og jarðhiti eru
dýrmætar orkulindir. Verkkunn-
átta, þekking og menntun eru hér
útbreiddari en meðal annarra þjóða.
Það er sjaldgæft að skilyrði til fram-
fara og góðra lífskjara séu eins
hagstæð og hér.
íslendingar hafa engu að síður á
undanfömum árum verið að dragast
aftur úr. í nágrannalöndum okkar
em kjörin betri, launin hærri, vinnu-
tíminn styttri, húsnæðiskerfið
hagstæðara, tryggingar öflugri,
skólar, sjúkrahús og heilsugæsla í
örari vexti. Raunverulegt jafiirétti
kvenna og karla er þar einnig lengra
á veg komið.
Við g„tum ekki lengur verið stolt
af samanburðinum við þær þjóðir
sem við helst viljum líkjast. Það er
veruleg hætta á að þróunin verði
áfram okkur í óhag. Þessu þarf að
snúa við. Hér em allar aðstæður til
að gera ísland að fyrirmynd hvað
lífskjör, fjölskyldumál og almenna
velferð snertir. Það er réttara nú en
nokkru sinni fyrr að okkar land á
ærinn auð ef við kunnum að nota
hann.
Lífið þar 09 hér
Þúsundir Islendinga hafa á und-
anfömum árum kosið að setjast að
erlendis. Fjölskyldur flytja úr landi.
Námsmenn með dýrmæta þekkingu
koma ekki heim. Slík blóðtaka er
hættumerki fyrir litla þjóð.
Svör hinna brottfluttu em oftast á
einn veg. Kaupið heima er of lítið,
vinnutíminn of langur, húsnæðis-
málin em að sliga fólk, aðbúnaður
að bömunum lakari. Heima höfðum
við engan tíma fyrir fjölskyldulíf og
tómstundir. Lífið var bara eilíft strit.
Héma - og þá em Noregur, Dan-
mörk og Svíþjóð oft nefnd - erum
við búin að vinna klukkan fjögur,
frí um allar helgar, engar áhyggjur
af húsnæði eða dagvistarmálum og
tekjumar samt meiri. Heima sást
fjölskyldan aldrei. Hér höfum við
tíma til að vera saman.
Betri lífskjör - hærra kaup
Það er brýnasta verkefhi næstu
ára að snúa þessari öfugþróun við.
Landflótti getur ekki haldið áfram.
Við þolum ekki að lífskjörin á ís-
landi verið sífellt verri og verri í
samanburði við Norðurlönd og vel-
ferðarþjóðfélögin á meginlandi
Evrópu. Þegar við erum hvað laun,
vinnutíma og heimilisaðbúnað
snertir orðin verr á vegi stödd en
jafhvel ítalir, sem löngum hafa verið
taldir aftarlega á merinni, þá er
kominn tími til að hefja öfluga bar-
áttu fyrir hærri launum og betri
lífskjörum.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
blessaði Þorsteinn Pálsson þá „þjóð-
arsátt“ sem hann taldi að ríkti um
kjaramálin í landinu. Þessi þjóðar-
sátt er þó ekki til í hugum fólksins.
Hún er bara skrifborðsplagg hjá
KjaUariim
Ólafur Ragnar
Grímsson
prófessor
sleppa við skattana. En ekki fyrir
íslenskt launafólk.
Á næstu mánuðum þurfa því að
verða þáttaskil í launabaráttunni í
landinu. Það verður að gera kröfuna
um 35.0fXM5.000 króna lágmarks-
laun að veruleika. Það verður að
veita þeim sem vinna við sköpun
útflutningsverðmæta og þeim sem
vinna við uppeldi æskunnar og
umönnun sjúkra og aldraðra for-
gang í nýju launakerfi.
Ríkisstjóm og ráðamenn, sem ekki
gera slíka stefriubreytingu að kjama
allra aðgerða í kjaramálum, eiga
bókstaflega ekki rétt á að ráða ör-
lögum íslands. Þeir munu bera
ábyrgðina á því að íslendingar halda
áfram að dragast aftur úr öðrum
þjóðum.
Ný fjölskyldustefna
En það er ekki nóg að heyja kjara-
baráttuna á þröngum grundvelli
launakerfanna. Það verður líka að
„Það þarf ekki að tala lengi við fólkið á
vinnustöðunum vítt og breitt um landið
til að komast að því að það ríkir mikil
reiði út í hin lélegu lífskjör í landinu.“
þeim sem klappa hver fyrir öðrum á
fundum í Stjómarráðinu og Garða-
strætinu.
Konumar í frystihúsunum kann-
ast ekki við neina þjóðarsátt um
kaupið sitt. Karlamir í saltfiskinum
blessa ekki launaumslagið sem skil-
ar ekki nema rúmum þrjátíu
þúsundum fyrir langan vinnudag
vikuna út og inn og flestar helgar.
Sama gildir um kennarana, hjúkr-
unarfólkið, fóstrumar, bygginga-
mennina, iðnverkafólkið og alla
hina sem þurfa að framfleyta fjöl-
skyldum sínum af upphæðum sem
þættu hneyksli í fyrrgreindum lönd-
um.
Það þarf ekki að tala lengi við
fólkið á vinnustöðunum vítt og breitt
um landið til að komast að því að
það ríkir mikil reiði út í hin lélegu
lífskjör í landinu. Þeir sem trúa á
„þjóðarsátt" Þorsteins Pálssonar
ættu að yfirgefa hægindastólana
sína og drífa sig út á vinnustaðina.
Þar kæmust þeir að vemleikanum.
Vonbrigðin vegna lélegra launa
nálgast oft örvæntingu.
Nýtt launakerfi
Fólkið í landinu, sem vinnur við
sköpun verðmæta í sjávarútvegi og
iðnaði, við útflutningsframleiðslu,
uppeldi, heilsugæslu og umönnun,
vill nýtt launakerfi og betri lífskjör.
Það hafnar öllum sem vilja „þjóðar-
sátt“ um óbreytt ástand. Það skilur
ekki að þetta sé hin „rétta leið“, svo
vitnað sé í kjörorð Sjálfstæðisflokks-
ins. Kannski rétt leið fyrir heildsal-
ana og atvinnurekenduma . sem
taka tillit til annarra þátta sem
skapa fjölskyldunum ánægjulegt líf.
Þess vegna er nú vaxandi hljóm-
gmnnur fyrir því að setja víðtæka
fjölskyldustefhu á oddinn.
í slíkri stefnu yrði kveðið á um:
1. Nauðsyn á nýju húsnæðiskerfi
sem tryggði öllum gott og heilsusam-
legt húsnæði án þess að greiðslu-
byrðin yrði umfram hóflegt hlutfall
af dagvinnulaunum.
2. Styttingu vinnudagsins í áföng-
um á næstu árum, samfelldan
skóladag og uppbyggingu dagvistar
og þannig stuðlað að því að vinna
og skólavera falli saman, foreldrar
og böm geti notið meiri samvista og
báðir foreldrar hafi jafna aðstöðu til
að sinna starfi og heimili.
3. Lengingu fæðingarorlofs í eitt
ár til að auðvelda báðum foreldrum
að njóta samvista við bömin á fyrsta
árinu.
4. Sama rétt kvenna og karla á
öllum sviðum þjóðlífsins.
Betra mannlíf
Mörg fleiri atriði em kjaminn í
þeirri fjölskyldustefhu sem Islend-
ingar ættu á næstu árum að setja í
öndvegi. Öryggi og farsæld fjölskyl-
dunnar em forsendur þess að við
getum fylgt öðrum siðmenntuðum
þjóðum á braut til betra mannlífs
og aukinnar velferðar.
Við búum í auðugu og gjöfulu
landi. Við ættum því í raun að geta
verið öðrum framar hvað snertir lífs-
kjör og almenna velferð. ísland ætti
einnig í þessum efrium að geta orðið
öðrum þjóðum fyrirmynd.
Ólafur Ragnar Grimsson