Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
23
Dægradvöl
um að nemandinn veit með meiri
vissu hvað við tekur að námi loknu.
Fínn fiskur - ágætis tekjur
Flestir strákanna höfðu ungir
kynnst sjómennskunni, fengið í
fyrstu að fara með pabba eða afa á
skak eða í stuttan veiðitúr. Þó var
þarna einn sem verið hafði húsa-
smiður í tíu ár áður en hann fékk
áhuga á sjómennskunni og annar,
Sigurður Þormar að nafni, sagði að
hann væri sveitavargur að austan
sem réði sig eitt sinn á eina vertið í
hreinasta fikti en hefur haldið sig
við sjómennskuna síðan.
Strákamir voru sammála um að
þeir sæju fram á ágætis tekjur í fram-
tíðinni að námi loknu. Þeir töluðu
einhig um að fiskurinn væri að sækja
á sem tískufyrirbæri ailstaðar í heim-
inum og að fiskurinn í hafinu
umhverfis ísland væri nú einu sinni
einn sá besti sem fengist.
Skemmtileg og lærdómsrík
námskeið I tengslum við
námið
Fyrir utan námið innan veggja
skólans er skylda að taka þátt í ýms-
um námskeiðum eins og skyndihjálp,
eldvörnum og slysavörnum.
í vikunni fóru fram slík námskeið
á Ytri höfninni í Reykjavík en þar
liggur skólaskipið Sæbjörg sem áður
var varðskipið Þór.
Jón Pétursson er einn af fimm
starfsmönnum um borð í skólaskip-
inu og sagði hann skólaskipið vera
mesta þarfaþing. Fyrir utan dagleg
störf vinna starfsmennimir líka að
því að gera skipið í stand.
í vikunni sem leið voru nemendur
í björgunaræfingum og prófuðu um
leið nokkrar tegundir af flotgöllum.
Þeim var einnig kennd notkun
Markúsarnetsins svonefnda ásamt
öðrum björgunaraðferðum og enginn
lét sig muna um að henda sér í sjóinn
til að gera allar aðstæður sem eðli-
legastar.
Nemendurnir í Stýrimannaskólan-
um voru nýkomnir úr þriggja daga
sjóferð með varðskipinu Óðni og
voru þeir alveg sérstaklega ánægðir
með þá ferð.
Notaðu
endurskins
merki -og
komdu heil/l heim.
yUMFERÐAR Fararheaf\
Rto
ÓDÝRT
RSKE4NG
PANTANASlMI 64 12 00
„Áhugasamir piltar“
Umsjónarkennari strákanna í
Stýrimannaskólanum er Hrafnkell
Guðjónsson. Hann hafði það um þá
að segja að þetta væru áhugasamir
piltar og að þeim gengi vel í náminu.
Hann sagði aðsóknina að skólan-
um sveiflast ár frá ári og að hún
speglaði í raun og veru ástandið í
sjávarútveginum á hverjum tíma. I
ár sagði hann aðsóknina vera heldur
meiri en í fyrra.
Umsjónarkennarinn minntist sér-
staklega á það að mætingarskyldan
væri stíf, menn væru vandir við það
strax að mæta á tilsettum tíma og
líkti því við það að sá sjómaður sem
ekki mætti á réttum tíma til skips
væri skilinn eftir á bryggjunni.
Strákamir svöruðu að bragði að
þeir þyrftu nú ekki að hafa áhyggjur
af þessu þegar þeir væm orðnir skip-
stjórar...
Kynningardagur
Nemendur í Sjómannaskólanum
hafa vissa sérstöðu að því leyti að
þeir ílengjast yfirleitt ekki í Reykja-
vík eins og svo oft vill verða um fólk
utan af landi sem fer í nám í höfuð-
borginni, heldur snúa flestir þeirra
aftur út á land í útgerðarbæina því
þar em bestu skipsplássin að sögn.
Aðspurðir um félagslífið í skólan-
um sögðu þeir það ekki vera með
líflegasta móti en þó væm alltaf
haldin skemmtikvöld öðm hvom.
Þann Qórða apríl er svo kynning-
ardagur Stýrimannaskólans haldinn
en hann er sambærilegur við skrúfu-
daginn hjá Vélskólanum og verður
þá væntanlega margt fróðlegt að sjá.
Texti: Dröfn Hreiðarsdóttir DV-myndir Gunnar V. Andrésson
miwaw”
dhilCO eruhannaöir
sem aðVerlT' ' .„mGEBÐARWÓ^STA. - -
I Ai .; ’ ^
sÆTÚN 8 - SÍMÞ(91>275°0
_____________________________________________________