Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Page 34
34
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1987.
Andlát
TErla Þórdís Jónsdóttir lést 28. fe-
brúar sl. Hún fæddist í Reykjavík 2.
nóvember 1929, dóttir hjónanna Jóns
Alexanderssonar og Þórunnar Jóns-
dóttur. Erla varð stúdent 1948. Það
samd ár giftist hún Valdimar Ólafs-
syni og fæddust þeim sjö börn. Þau
Erla og Valdimar slitu samvistum
1965. Erla tók kennarapróf 1966 og
stundaði kennslu meðan heilsa
leyfði. Hún giftist aftur 1967. Seinni
maður hennar varð Helgi Kolbeins-
son. Útför Erlu verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Jakob Gíslason fv. orkumálastjóri
lést í Borgarspítalanum 9. mars.
.Bjarni Pétursson Walen, fyrrv.
bústjóri á Kópavogsbúinu, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 12. mars kl. 13.30.
Ólafur Þórarinsson bakari, Bakka-
koti, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 13. mars kl.
13.30. Jarðsett verður í Gufunes-
kirkjugarði.
Bergný Ólafsdóttir, áður til heimil-
is á Hringbraut 74, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12.
mars kl. 15.
Hörður Markan pipulagninga-
meistari, Sörlaskjóli 66, verður
jarðsunginn frá Neskirkju fimmtu-
daginn 12. mars kl. 15.
Anna Arnadóttir, Vesturbraut 10,
Hafnarfirði, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
12. mars kl. 13.30.
Salome Jóhannsdóttir, Ási, Sel-
tjarnarnesi, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 12.
mars.
Messur
Neskirkja
Föstuguðþjónusta kl. 20 annað kvöld,
fimmtudagskvöld
Hallgrímskirkja
Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Dómkórinn
syngur, sr. Þórir Stephensen. Kvöldbænir
með lestri Passíusálma alla virka daga kl.
18 nema laugardaga.
Fundir
Kvennadeild Flugbjörgunar-
sveitarinnar
verður með fund í félagsheimilinu í kvöld,
miðvikudagskvöldið 11. mars, kl. 20.30.
Torfi Geirmundsson hársnyrtir kemur á
fundinn.
Félagið ísland-ísrael
heldur félagsfund fimmtudaginn 12. mars
i Hallgrímskirkju (sal í norðurvæng) og
hefst hann kl. 20.30. Fundarefni: Erindi
um samyrkjubú í ísrael. Sýnd kvikmyndin
Helgistaðir í ísrael. Kaffiveitingar og
rabb. Nýjustu blöð og tímarit frá ísrael
liggja frammi. Fjölmennið og takið með
ykkur gesti.
Fundur máifundadeildar
Barðstrendingafélagsins
208. fundur málfundadeildar Barðstrend-
ingafélagsins verður haldinn í Domus
Medica fímmtudaginn 12. mars kl. 20.30.
Framsögumaður verður Reinharð Reynis-
son og íjallar hann um lýðræði og sveitar-
stjórnir. Á eftir svarar hann fyrirspurnum
og almennar umræður verða. Þá mun
Sveinn Ólafsson sýna litskyggnur, teknar
í Barðastrandarsýslu. Allir velkomnir.
Kvenfélag Kópavogs
heldur aðalfund sinn í félagsheimili bæjar-
ins 12. mars nk. kl. 20.30.
Kvennadeild Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík
er með tískusýningu og góukaffi fyrir fé-
lagsmenn og gesti í Drangey, Síðumúla
35, miðvikudaginn 11. mars kl. 20.30.
Leikhús
Leikfélag Hafnarfjarðar
sýnir söngleikinn „Halló litla þjóð“ í Bæj-
arbíói á fimmtudags- og sunnudagskvöld
kl. 20.30. Leikstjóri er Andrés Sigurvins-
son.
ÞAKKARÁVARP
Innilegt þakklæti til barna minna, tengdabarna, barna-
barna, barnabarnabarna, frændfólks og vina nær og
fjær sem heiðruðu mig með nærveru sinni, blómum,
gjöfum eða skeytum á 90 ára afmæli mínu þann 22.
febrúar síðastliðinn og gerðu mér daginn ógleyman-
legan. Guð blessi ykkur.
MARGRÉT J. HANSEN,
Viðihvammi 3,
Kópavogi.
FISKVERKENDUR
Fésavél (hausaskurðarvél) og nokkur ný plast- og
járnkör til sölu. Hafið samband við auglýsingaþjón-
ustu DV í síma 27022, „H-5000“.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Vöku hf„ skiptaréttar Reykjavíkur og
ýmissa lögmanna fer fram opinbert uppboð á ýmsum bifreiðum o.fl. að
Smiðshöfða 1 (Vöku hf.) fimmtudaginn 12. mars 1987 og hefst það kl. 18.00.
Seldar verða eftirtaldar bifreiðar.
R-312
R-11418
R-28407
R-37149
R-53249
R-65680
R-68114
L-1902
Y-9136
Ö-2559
R-6465
R-12626
R-28910
R-41018
R-59835
R-63860
G-11912
M-124
Y-9822
Ö-6161
R-7077
R-12799
R-28946
R-43842
R-60562
R-64398
G-12496
Y-3680
Y-11645
R-9459
R-22022
R-30627
R-46723
R-61042
R-64898
G-12963
Y-4630
Y-15082
R-10896
R-23098
R-52569
R-48275
R-62078
R-65237
G-19700
Y-4634
Z-1461
R-11096
R-23535
R-36357
R-48348
R-62578
R-67180
G-18490
Y-6232
Þ-1281
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppþoðs-
haldara eða gjaldkera.
Uppþoðshaldarinn í Reykjavík
í gærkvöldi
Svava S. Guðmundsdótiir, húsmóðir á Snæfellsnesi:
„Kastljós án viðvarana“
Ég hlustaði á neytendaþáttinn á
sjöunda tímanum í gærkvöldi og
varð hrifinn af skynsamlegum tillög-
um Ástu R. Til dæmis um að hækka
verð á sykri og þess háttar vamingi
en hafa hollan og heilsubætandi mat
ódýrari, þvert á það sem nú er. Þetta
ætti að laga með tollabreytingu sem
er sannarlega tímabært. Á meðan
horfðu bömin mín á hverja ofbeldis-
teiknimyndina af annarri í sjón-
varpinu. Að því búnu las ég með
þeim Fjölskylduna á Fiðrildaey sem
er góð krakkamynd og laus við allan
viðbjóð. Ég fylgdist svo með fréttum
bæði í útvarpi og sjónvarpi. Það
verður spennandi þegar sjónvarps-
fréttamennirnir finna góðærið
margumrædda, hvar það hefur lent.
í útvarpi hlustaði ég á erindi Jóns
Bjömssonar á Akureyri um framtíð-
ina og félagslega þjónustu sem var
mjög gott og vel verðugt umhugsun-
arefiii. Ég hef ekki fylgst reglulega
með Svarta tuminun enda höfðaði
Miss Marple, Aghötu Christie, mun
meira til mín. En svo kom nokkuð
alveg dæmigert fyrir sjónvarpið,
Kastljós án nokkurra viðvarana með
Svava S. Guðmundsdóttir.
ógeðslegum myndum af því hvemig
dauðarefsingar em framkvæmdar.
Síðast á dagskrá var ágæt fræðslu-
mynd, Vestræn veröld. Sá átta ára
var alveg dáleiddur fyrir framan
sjónvarpið, það er að segja á meðan
hann gat haldið sér vakandi, enda
Óskar sérlega áheyrilegur þulur. Já,
Kastljós hefði gjaman mátt reka
lestina í þetta skiptið og vonandi
verður framhald heimildarmyndar-
innar fært framar. Því miður em
þess dæmi að gott efni lendir aftast
á dagskránni.
Við sjáum ekki stöð 2, því höfum við
ekki samanburð en mér finnst sjón-
varpið hafa lagast að mörgu leyti
og fréttamennirnir fylgjast vel með,
til dæmis á Alþingi, í bankakerfinu
og víðar. Þetta kunnum við að meta
sem fáum dagblöðin fjögurra daga
gömul.
Tónleikar
í
Rokktónleikar
Fimmtudaginn 12. mars munu hljómsveit-
irnar Centaur, Hyskið og E-X halda
tónleika á Hótel Borg. Þetta mun vera
einstíeður atburður, þvi þessar hljóm-
sveitir hafa aldrei allar komið fram
samtímis, undir sama þaki. Tónleikar
þessir hefjast kl. 22 og miðinn kostar 400
kr.
Leiðrétting
í 60 ára afmælistilkynningu Árna Gunn-
laugssonar hrl., Hafnarflrði, í blaðinu í
gær misritaðist hvenær Árni tæki á móti
gestum. Stóð þar að hann tæki á móti
gestum í gærkvöldi en það rétta er að
hann tekur á móti gestum í kvöld, á af-
mælisdaginn, eftir kl. 20.30. Biðst blaðið
velvirðingar á þessum mistökum.
Bann við veiðum um páska
og rækjuveiðum árið 1987
Ráðuneytið hefur ákveðið eftirfar-
andi reglur um stöðvun veiða um
páska:
1. Bátum minni en 10 brl. eru óheim-
ilar allar fiskveiðar aðrar en
grásleppuveiðar frá kl. 20.00 11.
apríl til kl. 10.00 árdegis 21. apríl
1987.
2. Allar þorsknetaveiðar eru bannað-
ar frá kl. 20.00 14. apríl til kl. 10.00
árdegis 21. apríl 1987.
Jafnframt hefur ráðuneytið ákveð-
ið stöðvun rækjuveiða utan viðmið-
unarlínu (úthafsrækjuveiðar)
eftirgreind tímabil, að báðum dögum
meðtöldum:
1. 12.-21. apríl 1987.
2. 26. júlí-4. ágúst 1987.
3. 22.-31. desember 1987.
Schönbergkvöld
Fimmtudaginn 12. mars nk. mun kammer-
sveit Reykjavíkur efna til Shönbergkvölds
í Áskirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20.30.
Á þessum tónleikum munu tvö kammer-
verka Schönbergs verða flutt í fyrsta sinn
á íslandi. Serenaða op. 24 var samin á
árunum 1921-1923 og er samin fyrir mand-
ólín, gítar, klarínett, bassaklarínett, fiðlu,
lágfiðlu, selló og bassarödd. Einsöngvari
i Serenöðunni verður John Speight og
stjómandi verður Paul Zukofsky. Blásar-
akvintett op. 26 var saminn 1923 24 og
verður hann fluttur af blásarakvintett
Reykjavíkur. Kammersveit Reykjavíkur
hefur á undanförnum árum kynnt mörg
af kammerverkum Arnold Schönbergs fyr-
ir íslenskum tónleikagestum. Kammer-
verk Scönbergs eru mjög kröfuhörð í
flutningi og er það ástæða fyrir hve sjald-
an þau eru fiutt, en Kammersveitin hefur
nú sem oft áður notið leiðsagnar Paul
Zukofsky við undirbúning þessara tón-
leika.
Spilalcvöld
Klúbburinn Þú og ég
verður með spilakvöld fimmtudaginn 12.
mars kl. 20 að Mjölnisholti 14 fyrir félaga
og gesti.
Ýmislegt
Málastofa heimspekideildar
Næsta erindi verður fimmtudag 12. mars
kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagarði. Þá flytur
Sigurður Hróarsson cand. mag. erindi sem
nefnist „Stalín bjargar bókmenntunum".
Að loknu erindi verða umræður. öllum
heimill aðgangur.
Stéttarfélag íslenskra félags-
ráðgjafa boðar verkfall
Dagana 5. og 6. mars fór fram atkvæða-
greiðsla um verkfallsboðun meðal ríkis-
starfsmanna í Stéttarfélagi íslenskra
félagsráðgjafa. Hjá ríkinu eru nú starfandi
32 félagsmenn. 24 greiddu atkvæði, þar af
voru 19 fylgjandi verkfallsboðun, en 5 á
móti. Verkfall mun heíjast þann 26. mars
nk. hafa samningar ekki tekist fyrir þann
tíma.
Fyrirlestur hjá Geðhjálp
Geðhjálp heldur fyrirlestur fimmtdaginn
12. mars 1987. Sigfinnur Þorleifsson
sjúkrahúsprestur flytur erindi um sál-
gæslu á sjúkrahúsum. Fyrirlesturinn
hefst kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, í
kennslustofu á 3. hæð. Fyrirspurnir, um-
ræður og kaffi verða eftir fyrirlesturinn.
Allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Hallgrímskirkja - starf aldr-
aðra
Opið hús verður í safnaðarsal kirkjunnar
á morgun, fimmtudag, kl. 14.30. Guðrún
Halldórsdóttir skólastjóri flytur erindi um
Ingibjörgu Ólafsdóttur, framkvæmda-
stjóra í Kaupmannahöfn, og Ólafur
Magnússon frá Mosfelli syngur vinsæl
lög. Kaffiveitingar.
Símatími hjá Krabbameins-
félaginu
I framhaldi af „þjóðarátaki" 1986 mun
Krabbameinsfélagið nú auka þjónustu við
almenning. Frá og með 16. mars nk. verð-
ur símatími alla virka daga frá kl. 9-11 í
síma 91-21122. Þar með gefst landsmönn-
um tækifæri til að hringja og fá upplýsing-
ar og ráðgjöf um það er viðkemur
krabbameini. Munu hjúkrunarfræðing-
arnir Hjördís Jóhannsdóttir og Bryndís
Konráðsdóttir vera við símann, svara fyr-
irspurnum og veita ráðgjöf, m.a. leiðbeina
fólki við að ná fundi annarra sérfræðinga
þegar ástæða er til.
Samtök Svarfdælinga í
Reykjavík
halda kökubasar sunnudaginn 15. mars
kl. 15 í safnaðarheimili Langholtskirkju.
Afnám togveiðibanns
á Mánáreyjahrygg
Síðan 5. september 1986 hafa togveiðar
verið bannaðar á svæði á Ménáreyja-
hrygg. 1 sl. viku var svæði þetta kannað
undir eftirliti veiðieftirlitsmanna sjávar-
útvegsráðuneytisins og voru niðurstöður
þær að smáfiskur er genginn af svæðinu
en afli tregur. Með hliðsjón af þessu hefur
ráðuneytið fellt togveiðibannið úr gildi 10.
mars sl.
Bækur
Islensk fyrirtæki 1987
Frjálst framtak hf. hefur nú sent frá sér
bókina „íslensk fyrirtæki 1987“. Er þetta
í sautjánda sinn sem Frjálst framtak gefur
út slíka fyrirtækjaskrá. Bókin Islensk fyr-
irtæki skiptist í fimm meginkafla. Fyrsti
kaflinn fjallar um íslensk útflutningsfyrir-
tæki, annar kaflinn er vöru- og þjónustu-
skrá, þriðji kaflinn er umboðsskrá, fjórði
kaflinn er fyrirtækiaskrá og fimmti
kaflinn er skipaskrá. I kaflanum vöru- og
þjónustuskrá er greint frá því hvaða fyrir-
tæki versla með ákveðna vöru eða þjón-
ustu og í umboðaskránni eru upplýsingar
um hvaða fyrirtæki eru með umboð fyrir
ákveðnar vörur eða vörumerki. Fyrir-
tækjaskráin er fyrirferðarmesti kafli
bókarinnar. Þar er greint frá um 9.500
starfandi fyrirtækjum á Islandi og veittar
um þau ýmsar upplýsingar, m.a. hvert er
heimilisfang þeirra og nafnnúmer. Um
flest fyrirtæki eru nánari upplýsingar,
m.a. fjallað um starfssvið þeirra og stjóm-
un. 1 skipaskránni eru veittar upplýsingar
um öll íslensk skip, m.a. greint frá ein-
kennisstöfum þeirra, stærð, skráningu,
vélartegund, eiganda o.fl. Ritstjóri bókar-
innar Islensk fyrirtæki er Erla Einars-
dóttir og er þetta fjórða árið sem hún
ritstýrir bókinni. Bókin er 1.124 blaðsíður.
Hún er prentunnin hjá Prentstofu G. Ben-
ediktssonar í Kópavogi og bundin hjá
Bókfelli hf. Kápuhönnun annaðist Aug-
lýsingastofa Emst Bachmanns.