Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1987, Blaðsíða 37
Sviðsljós
Minikjóll og frakki frá þeim fræga Valentino. Trefill i ýkjustærð er á dag-
skrá hjá honum líka.
Tískan:
Haust
og vetur
í Mílanó
Sú svipþunga iðnaðarborg -
Mílanó - iðar af lífi í þessari viku
því tískusýningarnar standa nú sem
hæst og á döfinni er haust- og vetr-
artískan árið áttatíu og sjö til átta.
Þar kemur mest á óvart óþekktur
japanskur hönnuður - Toshi Moon
- sem hannar yngri línuna hjá Va-
lentino. Hann sigtar á stuttu pilsin
og leðrið sem svo margir aðrir þessa
dagana.
Gianfranco Ferre gerði ljósmynd-
urum það til þægðar að bjóða
Karólínu prinsessu af Mónakó á sýn-
inguna. Hún mætti í hermannabláu
átfitti gerðu af meistaranum og sat
undir flasshríðinni án þess að depla
auga - vanir menn á báðar hendur.
Hefðin, sem býður að slíku húllum-
hæi skuli ljúka með brúðinni í lokin,
var brotin hjá tískuhúsi Byblos en
þar kvnntu hinir bresku hönnuðir -
Keith Vartv og Alan Cleaver - den-
imklædda brúði í upphafi sýningar-
innar.
Nú er beðið eftir æðstapresti ítal-
anna - Giorgio Armani - en hann
er yfirleitt síðastur með sína sýningu
og fer þar að dæmi hins ókrýnda
franska meistara - Yves Saint Laur-
ent. Hgildarlínan næsta árið ræðst
að miklu leyti af hugmyndum þeirra
tveggja.
(t.v) Gianni Versace sýndi snilldartakta i Milan j. Sérstaka athygli vakti
þessi svarta og hvita dragt-stutt pilsið er með streng að ofan og neðan.
(t.h.) Kvöldklæðnaður frá Gianfranco Ferre. Jakkinn ur röndóttu silki og
röndóttur kasmírtrefillinn er í sömu litunum.
Halló,
Mikki!
Söngvarinn Billy Joel fór með
fjölskyldunni í Disneyland í
síðustu viku. Þar var þessi
mynd tekin er dóttir hans og
sýningarstúlkunnar Christie
Brinkley klappar á nefið á
Mikka mús og er nokkuð
greinilegt að vel fer á með
þeim tveimur í undralandi
harna á öllum aldri.
Ólyginn
sagði...
Liz Taylor
fékk dótturina Mariu til þess að
endurskoða skilnaðaráformin við
eiginmanninn, Steve Carson. Hún
kom á viðræðufundi þar sem
hjónakornunum var gert skiljan-
legt að slíkt brambolt hefði
skaðleg áhrif á hina fjögurra ára
dóttur þeirra - Elizabeth. Sambúð
er því hafin á ný og Liz fékk hæstu
einkunn í sáttasemjarahlutverk-
inu.
Liza Marie
Presley
er flogin úr hreiðrinu. Nú býr þetta
einkabarn rokkkóngsins fræga í
eigin íbúðskammt frá móðursinni
í Los Angeles og segir sagan að
allt hafi þetta gerst með samþykki
móðurinnar - Priscillu Presley.
Hún vildi að dóttirin yrði sjálfstæð
sem allra fyrst og hræddist að Lisa
lenti í sömu ógæfu og Presley
kóngur sjálfur í lifanda lífi - að
verða tilfinningalega háð foreldr-
unum það sem eftir væri ævinnar.
Dolly Parton
féll fyrir einmanalegum besta vini
mannsins fyrir utan Lincoln Cent-
er í Nújork. Sú þrælsvelta bomba
gaf klárnum gulrót og launaði sá
grái fyrir sig með því að reyna að
gleypa hendina á stjörnunni með
i sama bitanum. Dolly æpti há-
stöfum og nærstöddum tókst að
koma henni til hjálpar áður en
blóðið tók að renna úr fingrunum.
Sjálf nærist Dolly sama og ekkert
þessa dagana og hefur skafið af
sér ófá kilóin þannig að barm-
stærðin margrómaða erekki nema
svipur hjá sjón - sönnum aðdá-
endum hinnar brjóstgóðu kvensu
til ómældrar sorgar og armæðu.