Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. 21 samt þannig að við settumst að á íslandi. Við komum hingað í sum- arfrí árið 1965 og fórum út aftur en komum hingað alkomin árið eftir. Nóg af tækifærum Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Þetta var þó mikil breyting í fyrstu og tónlistarlífið hér r fábreytilegt miðað við það sem við vorum vön í Lundúnum. En það verður líka að muna það að við að koma hingað gefast mörg tækifæri til að fást við aðra hluti sem mér hefði ekki dottið í hug að ég ætti eftir að gera. Ég fór að stjórna kór. Úti voru margir sem höfðu lært kór- stjórn en fengu ekki tækifæri til að reyna sig í því starfi. Hér var allt miklu opnara og nóg tækifæri til að vinna við fleira en ég hafði nákvæm- lega lært til. Tónlistarlífið hér er mikið að breytast. „Amatörisminn“ er að hverfa. Margt tónlistarfólk hefur farið til náms í öðrum löndum og sérhæft sig. Þróunin verður í átt til __ meiri sérhæfingar. Það eru heil svæði í tónlistinni sem ekkert er sinnt. Ég giska á að eftir tíu til fimmtán ár verði þessu ævintýratímabili, sem nú er, lokið. Þessu tímabili er ekki lokið hér þótt því hafi lokið víða erlendis fyrir nokkur hundruð árum. Við eru hér að komast á það stig að ekki er hægt að bæta meiru við í tónleikum. En það er ekki heldur hægt að skipuleggja hvað á eftir að gerast. Þetta er allt opið. Við búum að svo skammri hefð að það er hægt að skrifa tónlistarsög- una hér með því að fara út í bæ og tala við fólk. Þetta er mjög sérstakt og það er hætt við að tónlistarlífið hér verði minna spennandi þegar frá líður.“ Lífið hefði orðið öðruvísi - Hefur þér aldrei dottið í hug að það hafi verið vitleysa að leggja út í þetta ævintýri hér? „Jú, auðvitað hefur mér dottið í hug að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði ekki komið hingað. En það er ekki hægt að segja um hvort það hefði verið betra. Ég hefði ekki kynnst öllu því sem ég hef kynnst hér. Við höldum alltaf L. áfram að þroskast og læra og bæta við okkur - og ef til vill hef ég orðið að svolitlu gagni. Það má hins vegar vara sig á að vasast í of mörgu. Það sem mér hefur fundist einna erfiðast er að við erum of fá sem erum í að skipuleggja. Við erum svo upptekin af að vinna að við gleymum að huga að því hver við vildum að þróunin yrði. Það er svo- lítil hætta á að stefnuna vanti.“ - En er ekki nokkuð til í því að við íslendingar séum bara sjálfum- glaðir náungar á útskeri og vitum lítið hvað við erum að gera? „Nei, það er af og frá. Það ríkti hér áður minnimáttarkennd í tónlist- inni og því var trúað að við gætum , ekki orðið sambærileg við aðrar þjóðir. Þetta hefur breyst og við höf- um meiri samanburð.“ Heimsmælikvarðinn - Og svo er líka þörfin fyrir að trúa því að allt sem gert er sé á heims- mælikvarða... „Já, þessi heimsmælikvarði. Þetta er ákaflega stórt orð en samt er það ótrúlegt hverju okkur hefur tekist að áorka. Við megum bara ekki vera svo upptekin af smáatriðunum að við missum sjónar á heildarstefnunni. Það er kominn tími til að ræða og fá svar við spurningunni hvar við viljum standa eftir 10 til 15 ár. Það sem okkur vantar núna fyrst og fremst er tónlistarhús. Þörfin fyrir það er mikil. Það er ekki hægt að sinna þessu í ófullnægjandi húsnæði úti um allan bæ.“ -GK tónlist. Er það sérgrein hjá þér? „Menn muna ef til vill mest eftir mér að syngja þannig tónlist. En þegar ég kom hingað fyrst fyrir nærri tuttugu árum var um fátt annað að ræða en Sinfóníuhljómsveitina, Pólýfónkórinn og Kammermúsík- klúbbinn. I fyrstu lenti ég í að frumflytja hér verk sem ég var búin að syngja úti. Ég fór út í að syngja nútímatónlist vegría þess að tónskáld hér fóru að skrifa fyrir mig. í námi mínu í Lund- únum lagði ég ekki stund á nútíma- tónlist. Ég hef ekki þetta sem kallað er „absolut pitch“ sem þýðir að ég get ekki sungið rétta tónhæð af blaði. Sumir geta þetta en aðrir verða að heyra tóninn af hljóðfæri. Fólk sem hefur þennan hæfileika fer oft út í að syngja nútímatónlist. Það er samt sem áður mjög spenn- andi að fást við að flytja ný verk, sérstaklega ef söngvarinn fær að fylgjast með samningu verksins. Það er líka meira skapandi að flytja verk sem engin hefð er fyrir hvernig á að flytja. Lög Schuberts eru til í mörg- um túlkunum og það er hægt að kynna sér hvernig þau hafa verið sungin til þessa. Ég æfði nútímaverk með Kammer- sveit Reykjavíkur fyrir Listahátíð árið 1980. Þá var Zukofsky stjórn- andi og lærði ég gífurlega mikið af. Ég fékk þar að kynnast viðhorfi til tónlistarinnar sem var nýtt fyrir mig. Zukofsky hefur svo mikið að bjóða upp á og það er mjög mikilvægt fyrir tónlistarmenn hér á landi að fá tæki- færi til að vinna með slíkum mönnum.“ Hætt að syngja - En ertu hætt að syngja núna? „Já, ég hef ekki sungið í fjögur ár og ég held að ég byrji ekki aftur.“ - Og nú er það vinnan við undir- búning Listahátíðar sem tekur mest af þínum tíma: „Já, við byrjuðum nú í janúar. Þótt við höfum öll fengist við skipu- lagningu af þessu tagi áður er þetta miklu víðtækara." - Nú hefur verið sagt að Listahátíð sé fyrst og fremst tónlistarhátíð ... „Ja, er það rétt? Fólk segir þetta ef til vill vegna þess að ein Picasso- sýning stendur alla hátíðina en tónleikar standa ekki nema eitt kvöld. Því er eðlilegt að tónlistarvið- burðirnir séu fleiri. Það er ekki þar með sagt að meira sé af tónlist á hátíðinni en öðrum listum.“ - Og það er engin ástæða til að sérhæfa hátíðina meira? „Nei, alls ekki. Hátíðin tókst líka mjög vel í fyrra, enda á mjög breiðum grunni. Ég held að öll tónlist eigi heima á svona hátíð - líka poppið - og ekki bara til að fá inn peninga.“ - Hlustar þú á popptónlist? „Nei, það geri ég ekki en synir mínir hafa farið í gegnum sín popp- tímabil og þá hef ég auðvitað ekki komist hjá því að heyra það sem þá var vinsælast. Ég hef líka lesið tölu- vert um stefnur í poppinu í sambandi Tilviljanir Jafnframt þessu fór ég smátt og smátt að syngja einsöng. Ég sigraði tvisvar með stuttu millibili í keppni og hafði mikið að gera. Og í tónlist- arskólanum hitti ég Jósef Magnús- son, sem var þar við nám í flautuleik, og við giftum okkur árið 1966. Við kynntumst í gegnum Einar Vigfússon sem var sellóleikari með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er nokkuð löng saga á bak við þetta því hún nær allt aftur til stríðsár- anna. Prófessorinn minn, Roy Higgins, var hér á landi í stríðinu og þekkti Einar Vigfússon. Þegar Jósef fór til náms leitaði hann til Einars um aðstoð. Einar talaði við Roy og hann hafði samband við mig vegna húsnæðis. Húsið, sem ég bjó í, var leigt út, þar var laust herbergi og þar með voru örlögin ráðin. Við bjuggum i Lundúnum fyrstu þrjú árin og það var eiginlega aldrei tekin ákvörðun um að flytja hingað. Það var aldrei rætt. Það var nóg að gera en einhvern veginn þróaðist það frá Carlisle í helgarviðtalinu. — við undirbúning Listahátíðar og komist að því að það besta í poppinu er angi af nútímatónlistinni. Það er auðvitað líka mikið til af rusli en það besta er tónlist sem á fullan rétt á sér. Þannig er ég alltaf að læra eitthvað nýtt í þessari undirbúningsvinnu. Þetta á.ekki síður við um kvikmynd- irnar. Ég held að ég hafi farið fjórum sinnum í bíó frá áramótum sem er 100% aukning frá síðasta ári.“ - Nú vinnur þú af krafti að ís- lenskum menningarmálum. Varla hefur þú átt von á að þetta yrði starf þitt þegar þú varst að alast upp í Englandi? „Nei, því fer víðs fjarri. Á listahá- tíðinni, sem Bandalag íslenskra listamanna stóð fyrir árið 1964 - það var áður en ég flutti hingað - kallaði Jón Þórarinsson, sem var forseti BÍL, mig tengdadóttur íslands og Ash- kenazy tengdasoninn. Það eru að verða tuttugu ár síðan. Nú sit ég í sæti framkvæmdastjóra en Jón er formaður stjórnar Listahátíðar. Mér datt á þeim tíma alls ekki í hug að málin ættu eftir að þróast á þennan veg.“ Dóttir organistans - Hvaðan ertu? „Ég er frá Carlisle sem er um 80 þúsund manna borg skammt fyrir sunnan skosku landamærin. Ég fór til Lundúna 19 ára til að læra læknis- fræði og var á sama tíma í söngnámi. Eftir fyrsta árið hætti ég í læknis- fræðinni og sneri mér að söngnum af fullum krafti. Á uppvaxtarárum mínum hrærðist ég mikið í tónlistinni, einkum þó kirkjutónlist. Faðir minn var organ- isti og stjórnaði kirkjukór sem ég var í. Kórinn söng meira en við messur því við sungum víða á tónleikum. I okkar borg, eins og flestum öðrum enskum borgum, var haldið „musical festival“ einu sinni á ári. Þar var keppt í ljóðalestri og margs konar tónlist og ég tók þátt í þessu. Ég var í píanótímum frá því að ég var átta ára og þar til ég var 17 ára. Það var því mikið tónlistarlíf á minu heimili en það var ekki mikið tónlist- arlíf í borginni sjálfri. Það var mun algengara að fólk sinnti tónlistinni á eigin vegum. I Lundúnum stundaði ég almennt tónlistarnám með söngnum til að fá sem bestan bakgrunn. Að því loknu var ég eitt ár í viðbót í fullu söng- námi. Ég söng í kórum með náminu, var meðal annars í smákór - svona sex til átta manna - sem söng inn á plötur. Platan var ef til vill tekin upp á tveim til þrem dögum. Við sungum alls konar lög úr söngleikjum og þar fram eftir götunum. Þetta var vel borgað og gat verið skemmtilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.