Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. Fréttir Utankjörfundarkosning: Byrjað að kjósa Kosning til Alþingis utan kjörfunda er þegar hafin um allt land og einnig erlendis. Kosið er hjá borgarfógetan- um í Reykjavík, sýslumönnum og bæjarfógetum um landið og í sendiráð- um erlendis. Einnig verður kosið hjá kjörræðismönnum viða erlendis og gefur utanríkisráðuneytið upplýsingar um kjörstaði. Hjá borgarfógetanum í Reykjavík sér Jónas Gústafsson borgarfógeti um kosninguna. Hjá honum er opið klukkan 1(W)3 á virkum dögum. Síðar verður opið um helgar og verður það kynnt þegar þar að kemur. Framboðsfrestur er ekki útrunninn og rennur ekki út fyrr en 27. mars, fjórum vikum fyrir kjördag, sem er 25. apríl. -HERB Fiskiskip þvegin úr menguðum hafnarsjó Ríkismat sjávarafurða kallar það - fádæma sóðaskap - Ríkismat sjávarafurða hefur skor- ið upp herör gegn þeim „fádæma sóðaskap" sem það svo kallar að þvo fiskiskipin upp úr menguðum sjó inni í höfnum landsins. Þetta við- gengst víða um land. í síðasta frétta- bréfi Ríkismats sjávarafurða er skýrt frá því hvar skip eru þvegin upp úr hafharsjó og hvar ekki. Halldór Amason, forstöðumaður ríkismatsins, segir að það samræmist ekki þeim kröfum sem reglugérðir geri til sjávar, sem notaður sé til þrifa, að taka sjó úr menguðum höfnum til þeirra verka. „Samt sem áður viðgengst víða sá fádæma sóða- skapur að þvo skip upp úr hafn- arsjó,“ segir Halldór. Hann spyr í lok hugleiðingar sinnar um málið: - Hver vill sjóða eða skola soðninguna sína í hafnarsjó? og svari nú hver fyrir sig. í Fréttabréfi Ríkismats sjávaraf- urða er greint frá því að á Snæfells- nesi þvoi menn báta sína úr hafnarsjó, sömuleiðis víða á Vest- fjörðum, á Sauðárkróki, í Grindavík, Hafnarfirði, Keflavík ogí Sandgerði. Þá eru nefridir staðir þar sem þessu hefur verið hætt og skipin þvegin úr fersku vatni. Þar eru tilnefndir staðir eins og Höfn í Homafirði, Vestmannaeyjar og Reykjavík. -S.dór Hin nýja gerð af salernum, þar sem plast rennur yfir setuna. DV-mynd KAE vEyðnisalemi“ flutt til landsins Þú ýtir á takka og plastþynna renn- ur yfir salemissetuna frá hægri til vinstri. Þetta eru nýju „eyðnisalem- in“ sem hafin er innflutningur á til landsins. Réttara væri að nefha þessa nýjung eyðnivamarsalemi því það er hugmyndin sem liggur að þaki fram- leiðslunni sem er svissnesk. „Þetta er nýjung sem kemur okkur öllum við, því miður liggur mér við að segja,“ sagði talsmaður fyrirtækis- ins Rökrás sem flytur salemin inn. Ekki er hægt að kaupa kerfið eitt sér heldur verður að íjárfesta í salem- inu öllu. Plastþynnan er í litlum boxum sem liggja þétt upp að vatns- kassanum og rennur á milli þeirra hringinn er setan sjálf myndar. Auð- velt er að skipta um þynnu þegar rúllan hefur rennt öllu ofan af sér. „Ég veit að kerfið hefur verið sett upp víða á Norðurlöndum og er til dæmis orðið allsráðandi í norsku ráðuneytunum. Þessu geta svo fylgt geislarofar við vask sem stjóma vatns- rennsli, sápuskammti og blæstri til þurrkunar. Marmshöndin þarf því hvergi að koma nálægt," sagði inn- flytjandinn. -EIR DV Verkfall byggingamianna: Verkfallsbrot viða i Amessyslu Nokkuð hefur verið um verkfalls- sem ófaglærðir menn voru settir í staðnunr alla daga. Víða annars brotíÁmessýsluíverkfallibygging- störf trésmiða sem em í verkfalli. staðar hafa verkfallsverðir uppgöt- armanna þar undanfama daga. Hafa Að sögn Ingvars Guðmundssonar vað verkfalisbrot í sýslunni, sem verkfallsverðir orðið að grípa inn í á verkfallsvakt byggingarmanna á hafa verið stöðvuð. á nokkrumn stöðum. Mest gekk á í Selfossi hefur verið sett verkfalls- -S.dór h'm trésverksmiðjunni að Flúðum þar vakt a verksmiðj una og eru verðir á Hvolsvöllur: Það er pólítískur þefur af þessu - segir Guðfinnur Guðmannsson sem nertað var um lóð „Ég sótti um lóð undir veitingahús og bensínstöð á vegum Skeljungs en fékk neitun frá sveitarstjóminni á þeim forsendum að samkvæmt skipu- lagi ætti verslunarhús að rísa á lóðinni. Samt gerðist það í fyrrahaust, löngu eftir að ég sótti um lóðina, að skipulaginu var breytt svo bankinn gæti fengið lóð þama skammt frá, sem hann hefur þó ekki sótt um. Ég er sá eini sem sótt hefur um lóð sunnan megin við þjóðveginn. Það er pólitísk- ur þefur af þessu öllu saman,“ sagði Guðfinnur Guðmannsson á Hvolsvelli um þá afgreiðslu sem umsókn hans fékk hjá sveitarstjóm. Framsóknarmenn ráða öllu á Hvol- svelli. Oddvitinn er settur kaupfélags- stjóri og að sögn Guðfinns vilja þeir að Olíufélagið sitji eitt að allri bensín- sölu á Hvolsvelli. Að skjóta sér á bak við skipulag sé fyrirsláttur því eins og allir viti sé auðvelt að breyta skipu- lagi á stað eins og Hvolsvelli. Guð- finnur benti einnig á að atvinnuástand á Hvolsvelli væri slæmt og þeim mun furðulegra væri að bregða fæti fyrir menn sem vildu byggja upp fyrirtæki á staðnum. Sveitarstjórinn, Ólafur Sigfusson, sagði að vegna þess að skipulagið gerði ráð fyrir verslunarhúsnæði á lóðinni þar sem Guðfinnur sótti um væri ekki hægt að láta hann hafa lóð- ina. Þá benti hann á að 1979 hefði Skeljungur hafnað lóð á sama stað en nú væri þetta allt komið undir skipu- lag. -S.dór Díana Sigurðardóttir, upphafsmaður að stofnun baráttusamtaka gegn kynferðisglæpum, tekur á móti símsvaranum af Arnari Hákonarsyni, framkvæmdastjóra Rafeindar. DV-mynd KAE. Símsvari til baráttunnar gegn kynferðisglæpum Baráttusamtökum gegn kynferðis- stofu samtakanna í Hlaðvarpanum. um miðvikudaginn 18. mars. Þá glæpum hefur borist símsvari að gjöf Ráðgert er að opna skrifstofuna inn- hyggjast samtökin gefa út blað sem frá fyrirtækinu Rafeind. Verður tæk- an tíðar en áður verður haldinn dreift verður á öll heimili í landinu. inu komið fyrir í væntanlegri skrif- framhaldsstofnfundur í Hlaðvarpan- -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.