Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. 35 Bridge Hollendmgurinn Hans Kreyns sýnir enn meistaratakta Mörgmn er eflaust minnisstætt þeg- ar hollenska auðkýfingnum Maurits Caransa var rænt fyrir nokkrum árum og skilað síðar gegn háu lausnargjaldi. Því er á þetta minnst hér að um árabil hefur Caransa staðið fyrir bridgekeppni undir sama nafni sem er lfkt við Wimbledonkeppnina í tennis. Mikið er um að sveitir spili undir merki stórfyrirtækja og í nóvember sl. var keppnin haldin með þátttöku 96 sveita. Evrópumeistaramir frá Aust- urríki vpru mættir undir merki HMC (Huyser-Möller Co.), tvær danskar sveitir undir merki Utrecht og Sperry og gamli meistarinn Hans Kreyns með sveit undir merki Interpolis. Eins og vera ber unnu Evrópumeist- aramir sigur á mótinu eftir harða keppni við Interpolis. Hér er spil fiá leik Evrópumeistaranna við Inter- polis. Bridge Stefán Guðjohnsen S/Allir Vntur ♦ D V D109752 ^ D9 Á KG53 Mor&ur ♦ 72 Á643 <j> ÁK75 4 1062 ♦ KG8654 <0> 10643 4 974 4 Á1093 KG8 <0> G82 4 ÁD8 Með v.d. Haar og Kreyns í n-s en Kubak og Fucik í a-v gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestm- Norður Austur 1G 2 H 3 G pass pass pass Fucik spilaði út hjartatíu, Kubak kastaði spaða og Kreyns fékk slaginn á gosann. Hann spilaði síðan tígult- visti, nían og kóngurinn. Síðan lítill tígull, lítið, áttan og Fucik fékk slag- inn á drottninguna. Fucik hélt áfram með hjartadrottningu, Kubak setti annan spaða og Kreyns drap með kóngnum. Kreyns tók nú tígulgosa og spilaði spaðaþristi! Fucik varð að afhjúpa þriðju drottn- inguna og hafði litlu öðru að spila en hjarta. Kreyns drap í blindum með ásnum, austur kastaði laufi, síðan tók Kreyns tígulás og kastaði laufaáttu að heiman. Síðan kom spaði og níundi slagurinn var í húsi. Það er athugunarvert að það dugði ekki fyrir Kuabak að drepa spaða- drottninguna með kóngnum og spila laufi því þá hefði Kreyns svínað fyrir spaðagosann og unnið spilið þannig. Kreyns átti einnig annan möguleika á því að vinna spilið eftir að hafa tek- ið tígulás, þá gat hann spilað Fucik inn á hjarta og látið hann spila upp í laufgaffalinn. Á hinu borðinu varð lokasamning- urinn sá sami og fyrstu fimm slagimir vom eins. í sjötta slag spilaði Austur- ríkismaðurinn Berger spaðatíu og varð síðar tvo niður. Þar með vann Interpolis leikinn, 18-12, þótt það dygði aðeins í annað sætið. Fyrir þá sem ekki muna þá varð Kreyns heimsmeistari í tvímenningi með Bob Slavenburg árið 1965, eða stuttu eftir að þeir félagar spiluðu hér í boði Bridgefélags Reykjavíkur. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 10. mars var fram haldið barometerkeppni félagsins, spilaðar voru 5 umferðir. Efstu skor kvöldsins hlutu: 1. Björn Þorvaldsson - Jóhann Gestsson 150 2. Esther Jakobsdóttir - Þorfinnur Karlsson 137 3. Kristinn Sölvason - Victor Björnsson 101 4. Daði Björnsson - Guðjón Bragason 100 5. Árni Loftsson - Sveinn R. Egilsson 92 6. Friðjón Margeirsson - Valdimar Sveinsson 89 7. Bernódus Kristinsson - Þórður Björnsson 75 8. Guðrún Jörgensdóttir - Jóhanna Kjartansdóttir 74 9. Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 68 10. Guðmundur Thorsteinsson - Sæmundur Kristinsson 47 Efstir að stigum eru þá eftir 29 umferðir: 1. Esther Jakobsdóttir - Þorfinnur Karlsson 503 2. Kristinn Sölvason - VictorBjörnsson 393 3. Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 342 4. Bragi Björnsson - Þórður Sigfússon 325 5. Jakob Ragnarsson - Friðgeir Guðnason 314 6. Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 267 7. Guðmundur Theodórsson - Ólafur Óskarsson 226 8. Sigmar Jónsson - VilhjálmurEinarsson 224 9. Jörundur Þórðarson - Hjörtur Pálsson 186 10. Matthías G. Þorvaldsson - Ólafur Björnsson Áformað er að félagar í Bridgedeild Skagfirðinga haldi norður fyrir heið- ar og heimsæki Bridgefélag Sauðár- króks 27. mars nk. Farið verður frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 10 að morgni föstudagsins 27. mars. Spilaður verður tvímenningur að kvöldi en sveitakeppni við heima- menn á laugardag. Sæluvika Skag- firðinga hefst sama dag. Upplýsingar og skráning hjá Sig- mari Jónssyni í síma 687070 og 35271. Frá Bridgefélagi Akureyrar Eftir þrjár lotur af íjórum í Sjóvá- sveitahraðkeppni félagsins er staða efstu sveita orðin þessi: l.SveitGunnarsBerg 720 2. Sveit S.S. Byggis 714 3. Sveit Hauks Harðarsonar 703 4. SveitÁrnaBjarnasonar 701 5. Sveit Sjóvá, Akureyri 698 6. SveitStefáns Vilhjálmssonar 674 7. Sveit Stefáns Sveinbjörnssonar 673 8. Sveit Rögnvalds Ólafssonar 672 9. Sveit Braga Bergmanns 661 Sjóvá keppninni lýkur næsta þriðjudag en síðan hefst einmenn- ingskeppni félagsins sem jafnframt er firmakeppni. Spilað er í Félags- borg. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Staðan í barómeterkeppni félagsins eftir 20 umferðir er nú þessi: Stig 1. Þórarinn Árnason - RagnarBjörnsson 217 2. Þórður Múller - Rögnvaldur Múller 207 3. Sigurður ísaksson - fsak Sigurðsson 166 4. Friðjón Margeirsson - ValdimarSveinsson 159 5. Jóhann Guðbjartsson - Garðar Ólafsson 117 6. Birgir Magnússon - BjörnBjörnsson 105 7. Jón Carlsson - Kristján Kristjánsson 82 8. -9. Arnór Ólafsson - ViðarGuðmundsson 81 8.-9. Þorsteinn Þorsteinsson - Sveinbjörn Axelsson 81 Mánudaginn 16. mars verða spilað- ar 7 umferðir í barómeterkeppninni. Spilað er í Ármúla 40 og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Keppnisstjóri er Hermann Lárus- son. Bridgefélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 9. 3., var spiluð þriðja umferðin í barómetertvímenningi fé- lagsins og er staðan fyrir seinustu umferð eftirfarandi: Stig 1. Einar Sigurðsson - Björgvin Víglundsson 113 2. Bjarni Jóhannsson - Magnús Jóhannsson 97 3. Þórarinn Sófusson - Friðþjófur Einarsson 93 4. Guðni Þorsteinsson - Halldór Einarsson 91 5. Hulda Hjálmarsdóttir - Þórarinn Andrewsson 72 6. Björn Halldórsson - HrólfurHjaltason 70 Barómetertvímenningnum lýkur nk. mánudag og að honum loknum hefst butlertvímenningur sem mun taka þrjú til fjögur kvöld eftir þátt- töku. Framhaldsskólamótið 1987 Bridgesamband íslands gengst fyr- ir hinu árlega framhaldsskólamóti í bridge, sveitakeppni, helgina 21.-22. mars nk. Spilað verður í Sigtúni 9 (nýja húsnæðinu, gengið inn að aust- an) og hefst keppni kl. 12 á hádegi. Framhaldsskólamótið er opið öll- um skólum landsins á framhaldsstigi, sama hvaða nafni þeir nefnast. Fyrir- komulag ræðst af þátttöku hverju sinni en reynt verður að láta sveit- irnar spila allar v/alla, leyfi þátttak- an það. Annars verður spilað eftir Monrad-fyrirkomulagi. Keppnis- stjóri verður Hermann Lárusson. Keppnisgjaldi verður haldið i lág- marki (að venju...) og ræðst einnig af þátttöku. Sökum lítils fyrirvara á tilkynningu á mótshaldi verður frestur til að tilkynna þátttöku til kl. 16 föstudaginn 20. mars. Eftir þann tíma er ekki hægt að bæta við sveitum til keppni. Allar nánari upplýsingar um mótið auk þess að sjá um skráningu, veitir Ólafur Lárusson hjá Bridgesambandi íslands í síma 91-689360. Nv. meistar- ar er sveit Menntask. Laugarvatni. Opna stórmótið á Akureyri Minnt er á skráningu i opna stór- mótið á Akureyri, sem haldið verður um aðra helgi, 21.-22. mars. Spila- mennska hefst kl. 10 árdegis á laugardeginum. Spilað er í Félags- borg. Skráningu annast stjórn fé- lagsins nyrðra og Ólafur Lárusson hjá BSÍ sem mun sjá um keppnis- stjórn mótsins. Verðlaun í mótinu nema yfir 100.000 kr. auk þess sem spilað er um silfurstig. Mótið er opið öllu bridgeáhugafólki. Úrtökukeppni til vals á landsliðum Um næstu helgi verður framhaldið keppni í opnum flokki, til vals á landsliði sem mun keppa á EM í Brighton í ágúst. Lokið er 80 spila keppni, og er staða paranna eftir þá keppni þessi: Stig 1. Aðalsteinn Jörgensen - ÁsgeirP. Ásbjörnsson 204 2. Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson 159 3. Jón Baldursson - Sigurður Sverrisson 144 4. Björn Eysteinsson - Guðmundur Sv. Hermannsson 136 5. Guðlaugur R. Jóhannsson - örn Arnþórsson 135 6. Guðmundur Páll Arnarson - Simon Símonarson 122 Spiluð verða 100 spil um þessa helgi og hefst spilamennska kl. 13 á laug- ardeginum og verður framhaldið kl. 10 árdegis á sunnudeginum. Spilað er í Sigtúni. Keppni í yngri flokkum fer einnig fram um næstu helgi. Valin hafa verið 8 pör til keppni, fjögur pör i eldri flokki og fjögur pör í yngri flokki. Þau eru Matthías Þovaldsson - Júlíus Sigurjónsson, Jakob Krist- insson - Garðar Bjarnason, Hrannar Erlingsson - Ólafur Týr Guðjónsson og Gylfi Gíslason - Hermann Erl- ingsson í eldri flokkinn og Ólafur Jónsson - Steinar Jónsson, Ari Konráðsson - Kjartan Ingvarsson, Baldvin Valdimarsson - Steingrímur G. Pétursson og Árni Loftsson - Sveinn Eiríksson í yngri flokkinn. Spilamennska hjá piltunum hefst einnig kl. 13 á laugardeginum. Til sölu Mercedes Benz 230 TE árgerð 1981, kemur á götuna 1982, einn eigandi, ekinn 25.000 km, eingöngu innanborgar. Lýsing: ABS bremsukerfi, aflstýri, sjálfskiptur, litað gler, álfelgur, central læsingar, útvarp/segulband. Bíll sem nýr. Verð kr. 780.000,- Fæst að hluta eða öllu leyti á skuldabréfi, fasteignatryggðu. Upplýsingar gefur Skúli í BÍLAKJALLARANUM, símar 84370/685100. ÚRVALS NOTAÐIR Árg. Km Verð Subaru 4x4 st. sjálfsk. 1985 32.000 550.000,- Honda Accord EX 1983 26.000 450.000,- Saab900 GLvökvast. 1982 71.000 370.000,- Mazda 929 LTD sjálfsk. 1982 43.000 350.000,- Saab 99 GLI 1981 69.000 275.000,- CH Citation Brough 1981 59.000 350.000,- Volvo 244 GL 1981 78.000 350.000,- Volvo 245 st. 1979 74.000 290.000,- Ch.Chevette 1980 44.000m 150.000,- Dodge Aspen SE2d. 1978 112.000 185.000,- Scout IIW8 beinsk. 1979 60.000 450.000,- Saab900 GLE 1984 50.000 490.000,- Fiat 127 special 1982 27.000 165.000,- Lada Sport 1985 30.000 275.000,- Daihatsu Char. sjálfsk. 1983 60.000 240.000,- Buick Skylark LTD 1P81 83.000 380.000,- Opel Corsa LS 1984 53.000 240.000,- Fiat Uno 45 S 1984 53.000 210.000,- Opið laugardag kl. 13-17. Sími 39810 (bein iína). BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 ÚTSALA Laugavegi 97 Sími 62-16-55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.