Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. Klassíkin Tíminn græðir öll sár. Menn eru ekki fyrr búnir að gleyma hrika- legri útreið Gleðibankans i Bergen síðast- liðið vor en blásið er til leiks á ný. Annar árgang- ur undan- keppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hófst í sjónvarp- inu í gær og nær hápunkti í úrslita- keppni mánudaginn 23. mars en þá er góuþræll. Varðandi keppnina í ár vekur hvað mesta athygli að tveir kepp- endanna hafa brugðið á það ráð að innleiða klassík í Eurovision og fengið lærðar söngkonur í sígildum söng til að flytja lög sín. Er hér um að ræða þær Höllu Margréti Árnadóttur, er syngur lag Valgeirs Guðjónssonar. „Hægt og hljótt1', og Jóhönnu Linnet er syngur „Sumarást" eftir Þorgeir Daníel Hjaltason. „Ég veit ekki hvernig í ósköpun- um ég datt inn í þessa keppni. Ég hafði aldrei hitt Valgeir Guðjóns- son þegar hann hringdi í mig og bað mig að syngja lagið. Þetta er yndislegt lag,“ sagði Halla Margrét í samtali við DV. Halla Margrét Árnadóttir leggur stund á klassískan söng í Söng- skóla Reykjavíkur og er á þriðja ári. Hún er 22 ára og vinnur á dag- inn á skrifstofu hiá vörubílstjórafé- laginu Þrótti. Jóhanna Linnet er eilítið eldri, eða 27 ára, ógift og barnlaus og nemur lögfræði við Háskóla Is- lands. Aðspurð um þátttöku sina í Eurovision, sagði hún: „Þetta var slysni. Reyndar hef ég verið viðloðandi söng meira og minna í 10 ár og lagt stund á klass- ískan söng, bæð’ í Tónlistarskóla Reykjavíkur og í Hollandi. Nú sæki ég tíma í Nýja tónlistarskól- anum." Jóhanna Linnet var reyndar upp- götvuð á dansgólfinu á Hótel Sögu. Þar rak Magnús Kjartansson aug- un í hana en Magnús útsetur einmitt lagið „Sumarást" fyrir Þor- geir Daníel. Jóhanna Linnet var ráðin á staðnum. „Ég hef nú stundum stolist til að syngja dægurlög og meira segja gengið svo langt að syngja þau inn á plötu. Ég söng eitt lag á hljóm- plötunni Jól alla daga er út kom fyrir síðustu jól og svo hef ég sung- ið blúslag eftir Didda fiðlu inn á plötu. Annars hefur klassíkin verið alls ráðandi." Aðspurð um lagið, sem hún syng- ur í Eurovision, sagði Jóhanna Linnet: „Þetta er ákaflega rólegt og rómantískt lag. Það er auðheyrt að höfundurinn er ákaflega tilfinn- ingasamur." Ég leyni minni ást eftir Jóhann G. Jóhannsson. Björgvin Halldórsson syngur. Noröurljos ettir Gunnar Pórðarson og Ólaf Hauk Símonarson. Eyjólfur Kristjánsson syngur. h.eld.ur innreið sína í Eurovision Siguriíkur þrátt fyrir fíensu öngvakeppni _E V R Ó F» S K R A_ SJÓMVARPSS TÖÐVA ,SW' *&$&&&&■ 'ss 9 %§§fir * se«Sfe»s.sa*- Hægt og hljótt eftir Valgeir Guð- jónsson. Halla Margrét Árnadóttir syngur. Lífsdansinn eftir Geirmund Valtýs- son og Hjálmar Jónsson. Björgvin Halldórsson og Erna Gunnarsdótt- ir syngja. I blíðu og stríðu eftir Jóhann Helgason. Höfundur syngur. - - ' ' i • m Lífið er lag eftir Gunnlaug Briem, Sofðu vært eftir Olaf Hauk Símon- Friðrik Karlsson og Birgi Braga- arson. Sigrún Hjálmtýsdóttir son. Eiríkur Hauksson syngur. syngur. Aidrei ég gleymi eftir Axel Einars- son og Jóhann G. Jóhannsson. Erna Gunnarsdóttir syngur. Þrátt fyrir alla klassíkina mun Jóhanna halda áfram að syngja dægurlög, hvort sem hún vinnur Eurovision eða ekki: „Næst á dag- skrá er að syngja slagara í upp- færslu Islenska dansflokksins á leikverkinu „Ich tanze mit dir" sem frumsýnt verður 25 mars. Þar syng ég með Agli Ólafssyni." Engu skal spáð um úrslit keppn- innar í sjónvarpssal 23. mars. Ekkert er gefið í þeim efnum enda dómarar dreifðir um allt land, á öllum aldri, úr öllum kjördæmum landsins. Tölfræðilega séð ætti Jó- hann G. Jóhannsson að eiga mesta möguleika á sigri. Hann á tvö lög í keppninni og texta við það þriðja. Reyndar lenti Jóhann í fyrsta sæti í undankeppninni í fyrra í skoð- anakönnun DV en það dugði skammt i sjálfri úrslitakeppninni. Ef hins vegar skal marka lesenda- bréf dagblaðanna þá verður það Björgvin Halldórsson sem verður fulltrúi íslands í Eurovision í Brussel 9. maí næstkomandi: „Björgvin hefur góða rödd, gott útlit og er viðmótsþýður," segja lesendur og þeim ætti að geta orðið að ósk sinni. Björgvin syngur þrjú lög af tíu í undankeppninni. Islensku Eurovisionlögin, sem hljóma munu í eyrum landsmanna, eru reyndar hálfgert tölvupopp. Fáir hljóðfæraleikarar hafa komið við sögu við upptöku þeirra því allt er þetta leikið á tölvu af norska arkitektinum Jon Kjell sem búsett- ur hefur verið hér á landi undan- farin ár. Þrautin getur aftur á móti orðið þyngri þegar á hólminn verð- ur komið í Brussel í sjálfa keppnina í maí. Þar bíður nefnilega heil al- vöruhljómsveit sem stjórna verður með tónsprota og tilheyrandi. Eins gott er að ekkert fari úrskeiðis því hundruð milljóna manna eru vanar að fylgjast með beinum útsending- um af staðnum. 1 fyrra kom það í hlut Gunnars Þórðarsonar að stjórna hljómsveitinni er lék undir hjá Icy-tríóinu og í viðtali við DV frá þeim tíma sagðist hann vakna upp í svitakófi um nætur á hótel- herbergi sínu við tilhugsunina um að hljómsveitin hefði gleymt nót- unum. Sá ótti var ástæðulaus eins og allir landsmenn komust að raun um 3. maí í fyrra. Gleðibankinn hafnaði hins vegar í sextánda sæti af tuttugu en það er önnur saga. Hrafn Gunnlaugsson lýsti því yfir eftir að úrslit lágu fyrir í fyrra að Islendingar myndu halda áfram þátttöku í Eurovison þar til sigur ynnist, sama hversu mörg ár það tæki. Við skulum ekki útiloka þann möguleika að íslendingar sigri í ár og ekki yrði það lélegt fréttaefni fyrir heimspressuna ef klassísk söngkona ofan af íslandi sneri sér alfarið að dægurlagasöng eftir slík- an sigur. Þetta fer að verða spennandi strax eftir helgina. -EIR Sumarást ettir Þorgeir D. Hjalta- son og Iðunni Steinsdóttur. Jóhanna Linnet syngur. Mín þrá eftir Jóhann G. Jóhanns- son. Björgvin Halldórsson syngur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.