Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. Úúönd Mikil flóð urðu í New Hampshire i Bandaríkjunum í fyrrinótt og í bænum Salem komust menn ekki þurrum fótum ut fyrir hússins dyr öðruvisi en þá í veiðimannavöðlum. Eins og þessi mynd af Jimy Johnson ber með sér þegar hann var að athuga ofan i vélarhúsið á Ford-pallbílnum sínum í innkeyrslunni við heimili sitt. Þessa dagana skiptir bilskúrinn hans um hlutverk og þjónar meira sem bátanaust. Niður í kjallara þorir hann ekki að líta því að hann hefur ekki froskköfunargræjur. Allt á floti alstaðar Webster fær líklega blessun þingsins Fer frá FBI í forstjórastól CIA Það þykii- nú víst að öldungadeild Bandaríkjaþings leggi þlessun sína yfir val Reagans forseta á eftirmanni Williams Casey, forstjóra leyniþjón- ustunnar þandarísku (CIA), en það er William Webster, íyrrum dómari og yfirmaður alríkislögreglunnar (FBI). I byijun höfðu fulltrúar leyniþjón- ustunefnda þingdeildanna beggja illan bifur á þætti Websters í íransvopna- sölumálinu en sannfærðust í yfir- heyrslum yfir forstöðumanni FBI um að hann hefði hreinan skjöld. Hét hann þingmönnum því að segja af sér ef forsetinn segði honum að leyna þingnefndum upplýsingum of lengi. „Eg hefði krafist þess að þinginu yrði gert kunnugt um málið ella mundi ég ekki gegna embætti áfram,“ sagði Webster við leyniþjónustunefiid öld- ungadeildarinnar í yfirheyrslunum í gær þegar hann var spurður um hvemig hann hefði farið öðruvísi að en Casey, forstjóri CIA, í íransvopna- sölumálinu. Reagan hafði skipað Casey að halda samningaumleitunum við íran um lausn bandarískra gísla gegn sölu bandarískra hergagna til Irans leyndu fyrir þinginu. Liðu tíu mánuðir áður en leyniþjónustunefndir þingsins fengu um málið að vita. - „Það var of langur tími,“ sagði Webster í yfir- heyrslunum í gær. Umsjón: Guðmundur Pétursson, Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór K. Valdimarsson Gert er ráð fyrir að Bettino Craxi, forsætisráðherra Italíu, gangi á fund forseta landsins í dag og afhendi honum lausnarbeiðni sína. Símamynd Reuter Kosningar líklegar eftir fa\\ Craxis Það þykir næstum fullvíst að fljót- lega verði boðað til kosninga á Ítalíu vegna ákvörðunar kristilegra demó- krata um að kalla ráðherra sína úr samsteypustjóm Bettino Craxi. Næstu kosningar áttu ekki að fara fram fyrr en 1988. Þann 3. mars síðastliðinn baðst Craxi lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en forsetinn, Francesco Cossiga, hafnaði afsagnarbeiðninni í síðustu viku. Skipaði hann stjóminni að leita traustsyfirlýsingar þingsins. Að um- ræðum loknum í dag er búist við að Craxi afhendi lausnarbeiðni sína. Upphaf stjómarkreppunnar voru deilur um hvaða flokkur ætti að hafa forsætisráðherraembættið. Síðustu fimm vikumar hafa verið gerðar til- raunir til að bæta samkomulagið en vegna ágreinings sósíalista og kristi- legra demókrata um þjóðaratkvæða- greiðslu í júní um kjamorku og lagaumbætur hefúr það ekki tekist. Olíuverð hækkar PáD Vahjálmsaan, DV, Osló: Olíuverðið á hcimsmarkaðnum hækkar j afht og þétt þessa dagana. Norðursjávarolía var í vikunni seld fyrir 19,4 dollara fatið. Þetta er hæsta olíuverð frá því í janúar í fyrra. Ein meginástæðan fyrir hækkun olíuverðs er að alþjóðlegir olíusal- ar seldu meiri olíu en þeir áttu sjálfir. Þegar dregur að skuldadög- um verða þessir olíusalar að kaupa oiíu frá þriðja aðila til að geta stað- ið við skuldbindingar sínar. Aukin efitirspum hækkar svo olíuverðið. Önnur ástæða fyrir þessum verð- hækkunum er að samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC, tekst að halda samkomulagið um fram- leiðslukvóta frá desember síðast- liðnum. Raunar framleiða OPEC-ríkin 1,2 milljónum olíufata minna á dag en samkomulagið kveður á um. Lange forsæt- isráðherra sýknaður af slysa- ákæru David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur nú verið sýknaður af allri sök í umferðaró- happi sem henti harrn þegar hann ók um Wellington í síðustu viku og rakst á fótgangandi vegfaranda. Vegfarandinn hlaut meiðsl á höfði og fæti en ekki alvarleg og er sagður við góða h'ðan. Lange hafði séð manninn standa við gatnaeyju og bíða hlés á bíla- straumnum og varaðist það ekki þegar maðurinn stökk skyndilega út á götuna í veg fyrir bíl hans. - Vakti óhappið að vonum mikið umtal á Nýja-Sjálandi því að Lange er áhugamaður um öku- íþróttir og stundum þátttakandi sjálfur í kappakstri. 1 Háskólanemar í loregi mótmæla Páfl VJhjálmssan, DV, Osló: Háskólastúdentai- í Noregi og kennarar þeirra efha þessa dagana til mótmæla gegn fjársvelti háskól- anna. Háskólafólk segir að í mörg ár hafi ríkið dregið jafht og þétt úr framlögum til háskóla. I ár taki, steininn úr þegar yfirvöld krefjast enn meiri niðurskm-ðar á útgjöld- um háskólanna. Er það liður í almennri aðhaldsstefhu í fjármál- um ríkisins. Háskólinn í Osló verður að draga mjög úr framboði á námskeiðum og útskiift stúdenta í einstökum deildum er seinkað. Rektor háskól- ans í Bergen segist þurfa þrjátíu prósent hækkun á framlögum til skólans til að hann geti starfað eðlilega. Gorbatsjov til Tékkóslóvakíu Mikail Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, lagði í morgun af stað til Tékkóslóvakíu eftir að hafa frestað för sinni um þijá daga. Upphaflega var gert ráð fyrir að Gorbatsjov flygi til Tékkóslóvakíu á mánudaginn en hann varð að hætta för sinni vegna kvefþestar, að sögn sovéskra embættismanna. Mun hann eiga viðræður við Gustav Husak, leiðtoga Tékkósló- vakíu, og aðra háttsetta embættis- menn um umbætur á kerfinu en ekki hvemig heimamenn eigi að stjóma sínum eigin málum að því er embættismenn hans segja. Gert er ráð fyrir að hann dvelji þrjá daga í Tékkóslóvakíu. Áfengisneysla eykst í Noregi Páll Vílhjálmssan, DV, Osló: Að meðaltali drakk hver Norð- maður, 15 ára og eldri, 5,3 h'tra af hreinum vínanda á síðasta ári. Og hann borgaði sem svarar tæpum tuttugu þúsundum íslenskra króna fyrir áfengið. Áfengisneysla jókst um eitt pró- sent í fyrra en hún haföi dregist saman árið á undan. Það er eink- um bjórdiykkjan sem eykst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.