Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Page 21
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. 21 „ ... ég hef fyrir löngu oröið að viðurkenna að þar var réttur maður valinn því Stefán hefur reynst dugandi þing- maður og verið valinn til margvislegra trúnaðarstarfa." Um framboðsmál í Norðurtandi eystra - og Vikuviðtalið við foisætisráðheira Margt hefúr verið rætt og ritað um kloíhing þann sem nú er í röðum okkar framsóknarmanna hér í kjör- dæminu og ætla ég ekki að auka neinu við það. Ég er hins vegar einn þeirra sem gera sér vonir um að Framsóknar- flokkurinn rísi upp úr þeirri lægð sem hann er í og verði sæmilega stór og áhrifamikill. Til að þetta takist þarf margt að koma til. Eitt af því er að framsókn- armenn hér í Norðurlandskjördæmi eystra geti aftur starfað saman. Það blæs að vísu ekki byrlega þessa dagana því svo virðist sem bæði ritari og formaður flokksins reyni í ræðu og riti að gera aðskiln- aðinn varanlegan. Annaðhvort eru þeir sáttir við smæð flokksins eða þeir treysta á að enginn taki mark á orðum þeirra. „Nýtilbúinn uppspuni eftir ókunnan höfuncT Framboðsandstæðingar Stefáns Valgeirssonar höfðu í haust aldur hans sem einu rök gegn honum sem frambjóðanda. A því hefúr verið nuddað síðan og oft langt seilst eins og fram kemur í viðtali sem „Vik- an“ átti við Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, ný- lega. Þar segir hann sögu sem hann „hefúr eftir öðrum“. Sögumaður kveðst fyrir allmörgum árum hafa ferðast með framgjörnum frambjóð- anda um Eyjafjörð. Þá var Karl Kristjánsson orðinn gamall en enn þingmaður kjördæmisins. Fór fram- bjóðandinn bæ frá bæ og sagði það sorglegt þegar menn væru orðnir gamlir og þekktu ekki sinn vitjunar- tíma. Og bætti gjaman við að slíkt skyldi ekki henda sig. Látið er að því liggja í viðtalinu að „frambjóðandinn“ sé Stefán Val- geirsson. Þetta er alrangt og er sagan trúlega það sem kallað er „nýtilbúinn uppspuni eftir ókunnan höfund". KjaUaiinn Eiríkur Hreiðarsson garðyrkjubóndi Grísará, Eyjafirði Það rétta er að þegar það kom í hlut Eyfirðinga að velja mann á framboðslistann í stað Karls Kristj- ánssonar var fastlega reiknað með því að Hjörtur E. Þórarinsson tæki 3. sæti á listanum. Á fundi í fúlltrúaráði Framsóknar- félags Eyfirðinga 19. des. 1966 er lesið upp bréf frá Hirti þar sem hann tilkynnir að hann gefi ekki kost á sér til framboðs í komandi kosning- um. Hann var í 4. sæti framboðslist- ans 1963. Úrslit ekki ótvíræð Það er fyrst á fundi í fulltrúaráði Framsóknarfélags Eyfirðinga 25. janúar 1967, sem til umræðu er að Stefán Valgeirsson taki 3. sæti á list- anum. Ekki vóru fundarmenn á einu máli um þá ráðstöfun og við at- kvæðagreiðslu sögðu 10 já, 4 nei og 3 sátu hjá. Eftir þessa afgreiðslu tók Stefán til máls, taldi hann úrslit at- kvæðagreiðslunnar ekki ótvíræða og óskaði eftir fresti til að ákveða sig. Allt um þetta má lesa í fundar- gerðum frá þessum tíma. Framboðs- listinn var svo birtur í Degi 11. febrúar 1967 og þá fyrst er Stefán orðinn frambjóðandi, en þá lá fyrir að Karl Kristjánsson mundi ekki gefa kost á sér. Undirritaður var einn þeirra sem á fulltrúaráðsfundinum 25. janúar 1967 greiddu atkvæði gegn Stefáni í 3. sætið, en ég hef fyrir löngu orðið að viðurkenna að þar var réttur maður valinn, því Stefán hefur reynst dugandi þingmaður og verið valinn til margvíslegra trúnaðar- starfa, auk þess er hann öflugur málsvari síns kjördæmis. Af eðlileg- um ástæðum verða þingmenn vel kunnugir stofnunum og stjómkerfi ríkisins og hefur Stefán á þeim vett- vangi rekið af dugnaði erindi íbúa kjördæmisins. Á meðan næstum allt framkvæmda- og fjármálavald þjóð- arinnar er í Reykjavík verður góður þingmaður fyrir Norðurlandskjör- dæmi eystra einnig að vera eins konar „sendiherra" síns kjördæmis i höfúðborginni og greiða þar fyrir erindum íbúa kjördæmisins og spara þeim með því fé og fyrirhöfn. Eiríkur Hreiðarsson „Annaðhvort eru þeir sáttir við smæð flokksins eða þeir treysta á að enginn taki mark á orðum þeirra.“ KAFFIHUSNÆÐI Til leigu húsnæði undir kaffi/veitingahús? á besta staö í miðbænum. Þeir sem áhuga hafa hafi samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022. „H-200" Opið á laugardögum PANTANIR SÍMI13010 hArgreiðslustofan KLAPPARSTÍG 29. VIKAN er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað og býður hagstæðasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita VIKAN nær til allra stétta og allra aldursstiga. Aug- lýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. VIKAN selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýsing í Vikunni skilar sér. VIKAN er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviðkomandi. Þess vegna er Vikan svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. VIKAN veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsam- legu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda Vikunnar. VIKAN hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð Vikunnar eiga við hana eina og þær fást hjá auglýsinga- deild Vikunnar í síma 27022. sími 17770. Toyota Landcruiser G '84, 77 þ. km. V. 950 þ. Ford Sierra Ghia 2300 ’84, 63 þ. km. V. 600 þ. Honda Prelude '84, 82 þ. km. V. 530 þ. Galant 1600 ’82, 65 þ. km. V. 300 þ. BILASALAN HLÍÐ Borgartúni 25, MMC Sapporo 200 '82, 82 þ. km. V. 350 þ. MMC Sapporo 2000 ’81, 88 þ. km. V. 330 þ. Galant Super Saloon '83, 41 þ. km. V. 380 þ. MMC Cordia '83, 80 þ. km. V. 320 þ. Subaru 1800 st. GLF '84, 27 þ. km, m/öllu. V. 470 þ. Ford Escort 1600 XL '84, 51 þ. km. V. 380 þ. Ford Econoline 4x4 '79, innréttaður. V. 950 þ. Benzjeppi 280 GE ’85, 24 þ. km. V. 1.420 þ. Toyota Tercel 4x4 ’84, 48 þ. km. V. 450 þ. Toyota Tercel 4x4 '83, 49 þ. km. V. 410 þ. M. Benz 230 E ’83, 38 þ. km. V. 800 þ. Daihatsu Charade '83, 38 þ. km. V. 245 þ. Vantar nýlega þíla á skrá og á staðinn. Upplýst og vaktað svæði. Höfum bíla á góðum kjörum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.