Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. Spumingin Er 25. apríl heppilegur kjördagur? Bragi Jóhann Ingibergsson nemi: Já, ég held mér lítist bara ágætlega á hann, mér er nokkuð sama hvenær hann er. Það eina sem setur strik í reikninginn er að námsmenn eru í prófum á þessum tíma. Guðmundur Jónsson ellilífeyrisþegi: Mér líst vel á það, illu er best aflokið. Jón Ólafur Lindsay nemi: Ég hef nú ekki mikið spáð í það. En ég myndi telja það heppilegra að hafa kjördag- inn sem fyrst eftir að þingi er slitið, þá kemst maður hjá þrugli frambjóð- endanna. Hlynur Þórðarson húsgagnasmiður: Ég er hlynntur þeim degi þó að páskavikan sé þarna á undan, enda er ekki mikið af nýjum frambjóðend- um er maður þarf að kynna sér. Sigurbjörg Forberg: Mér finnst engu breyta hvaða dagur verður fyrir val- inu sem kjördagur, það eru allir orðnir hálfruglaðir yfir þessu hvort eð er. Guðjón Sigurðsson ellilífeyrisþegi: Mér líst illa á hann og finnst þetta algjör fíflalæti. Það væri mun heppi- legra að hafa kjördaginn upp úr 20 maí. Þetta er allt of snemmt því það er víða ófært á landsbyggðinni. En kosningar verða að vera á skikkan- legum tíma svo að allir sem vilja komist á kjörstað. Lesendur Vanið kynferðisafbrotamenn Ebba skrifar: Það er bæði sorglegt og ömurlegt, og þyngra en tárum taki, að hlusta á umreeðumar undanfarið um kyn- ferðisglæpi manna gagnvart böm- um, jafnvel sínum eigin bömum. Það verður að taka hart á þessum mönn- um ef til þeirra næst, það duga engin vettlingatök. Náttúrlega em þessir menn mikið 'sjúkir af aibrigðilegum hvötum og sjúka verður að reyna að lækna. Ég trúi ekki öðm en að þessir menn fái eftirþanka eftir verknaðinn en ráða svo ekki við óeðlið þegar til kas- tanna kemur. Ég tel enga aðra lækningu við þessu óeðli, er saklaus- ir borgarar em vamartausir fyrir, nema að gera þá skaðlausa með því að vana þá. Það ætti að vera sársaukalaust að fyrir þá að láta vana sig og þeir missa ekkert nema kyngetuna sem þeir hafa ekkert að gera með fyrst þeir geta ekki stjómað henni. Þessi aíbrigðilega kynhvöt þeirra getur bitnað illilega á samborgurum, jafn- vel lagt líf þeirra i rúst. Það er alltaf verið að byggja vam- arvegg yfir þessa kynferðisafbrota- menn, jafnvel margir læknar segja að það sé harkalegt að svipta þá kyngetunni. En hvað með konumar og bömin sem verða fyrir barðinu á þessum mönnum, hvers eiga þau að gjalda. Ég held að það væri nær að vinna forvamarverk með því að vana kynferðisafbrotamennina svo saklausir borgarar geti verið hultir á götum úti. Það þarf frekar að huga að fómarlömbunum og veita þeim stuðning, aðstoð og skilning eftir að hafa lent öðru eins. Það á engum að líðast að ráðast á konur og smábörn án þess að þurfa svara til saka. Ef það reynist rétt, sem hvíslað er, að ungum drengjum sé varla óhætt að fara á almenn- ings- karla- salemi nema í fylgd með fullorðnum er orðið ansi vandlifað í okkar þjóðfélagi. Þetta em hættulegir menn er rétt- arkerfiö verður að veita borgurun- um vemd fyrir. Ef þessir menn em þess meðvitaðir að þeirra bíði þung refsing ef til þeirra næst þá myndu {jeir kannski, þó ekki væri meira en að reyna, hafa hemil á þessu óeðli sínu. Við núverandi fyrirkomulag em refsingar vægast sagt hlægilega vægar og þeir em varla búnir að fremja ódæðið er þeir em komnir út á götuna aftur til að byrja að leika næsta fómarlamb grátt. Vönun er mjög einföld lausn og hlýtur að vera manninum og um- hverfi hans fyrir bestu. Þessum mönnum er engin vorkunn og það á ekkert að vera hlífa þeim. Kynferðis- afbrotamenn em sko ekki að hlífa sínum fómarlömbum heldur mis- þyrma þeim eins og þeim er einum lagið og hafa ánægju af. Grísir eiga ekki að gjalda fyrir það sem gömul svin valda. Meðlögin eiga að velta á ákveðinni prósentu eftir þvi hversu há launin eru, ekki að það sé bara ákveðin upphæð, sama hver á i hlut. Bamsmeðlög á að reikna sem hlutfail af launum manna“ „Dónaleg framkoma“ Guðrún Bima Smáradóttir skrifar: Ég vildi segja frá lélegri og dóna- legri framkomu bensínafgreiðslu- manns, en ég fékk bensínafgreiðslu hjá BSR á Lækjargötunni. Ég hafði lítinn sem engan pening og ætlaði því aðeins að kaupa bensín fyrir 150 kr. Síðan byrjaði ég að dæla sjálf á bílinn og hélt að pumpan myndi stoppa sjálfkrafa þegar hún væri komin upp í 150 kr., rétt eins og er á bensínstöð BSÍ og ég veit allavega líka um eina slíka í Hafharfirði þar sem ég bý. Þar sem ég hélt að bensíndælan myndi stöðvast af sjálfu sér er hún væri komin í 150 kr. var ég ekkert að hafa áhyggjur af þessu og lét hana bara dæla. Ég veit svo ekki fyrr en bensínafgreiðslum'aður vík- ur sér að mér og sakar mig um þjófnað þar sem mælirinn sé kom- inn í 400 kr. Ég reyndi að útskýra mál mitt en það var ekki hlustað á mig frekar en ég væri ekki til. Ég var ekki með neinn pening til að leiðrétta mistök mín en bens- ínafgreiðslumaðurinn stóð fast á því að þetta hefði ég gert viljandi og því vildi hann annaðhvort fá að halda leðurjakkanum sem ég var í eða bílnum þangað til ég greiddi mismuninn sem var 250 kr. Mér finnst þetta alveg ferleg framkoma þar sem ég stend í þeirri meiningu að þetta eigi bensínaf- greiðslufólk að láta menn vita áður en þeir byrja að dæla til að kom- ast hjá því að vera þjófkenna menn eins og örgustu glæpona. „Vonandi gefst okkur kostur á að sjá Cyndi Lauper sem fyrst í sjón- varpinu.“ Meira með Cyndi Ágústa hringdi: Ég er alveg sammála þessum tveimur lesendabréfum sem voru birt í DV. fyrir skömmu um að fá Cyndi Lauper meira í sviðsljósið. Hvemig væri t.d. ef sjónvarpið sýndi meira frá henni í Smelli eða einhverja tónleika með henni. Það ætti ekki að vera mikið vandamál þar sem frúin er nýbúin að halda tónleika í Ástralíu. Ég held það efist enginn um það hve góð söng- kona Cyndi er og hún á fjöldann allan af aðdáendum. Vonandi gefst okkur kostur á að sjá hana sem fyrst í sjónvarpinu en slíkt fengi góðar undirtektir. Sigmundur Guðmundsson, 7571- 4610, skrifar: Ég er meðlagsgreiðandi og vil að meðlög séu reiknuð sem hlutfall af launum manna en ekki að það sé bara ákveðin upphæð, sama hver á í hlut. Ef áfengissjúklingur er tekinn sem dæmi um meðlagsgreiðanda, er það staðreynd að hann aflar einskis og gæti því ekki framfleytt bami sínu. í því tilfelli fengju böm þeirra ekk- ert framlag frá viðkomandi áfengis- sjúklingi en þess í stað yrði að grípa til laga um framfærsluskyldu sveitar- félaga og á þann hátt að tryggja framlag til þessara bama. Ólafur Þ. skrifar: Nú þegar kosningar nálgast er ég hissa á að lítið sem ekkert hefur verið minnst á einokun á sölu áfengis í ÁTVR. Þetta er mjög hvimleitt þar sem útsölustaðimir em allt of fáir og maður veigrar sér við að fara í ríkið rétt fyrir helgina því það er nánast Það væri langeðlilegasta leiðin að taka bara ákveðna prósentu eftir því hversu há laun meðlagsgreiðandi er með. Það ætti að verða hækkun á meðlagi hjá flestum en myndi lækka hjá nokkrum (en breytingin myndi alfarið velta á launum meðlagsgreið- anda) og í þeim tilfellum yrði að grípa til laganna um framfærsluskyldu sveitarfélaga. I staðinn mætti þá breyta skattaá- lagningu meðlagsgreiðanda og láta helming skattafrádráttar fara þangað yfir og viðurkenna þar með að við- komandi sé foreldri. örtröð við búðarborðið. Væri ekki miklu handhægara að fá þó ekki væri nema létt vín í matvöm- verslanimar? Ég veit að slík tillaga myndi fá mikinn hljómgmnn enda spara mörgum það leiðindastúss sem fylgir því að fara í ríkið. Handtösku stolíð í Glæsibæ I.M. hringdi: Ég fór á skemmtistaðinn í Glæsibæ á föstudagskvöldið og varð fyrir því óláni að svartri handtösku var stolið frá meðan ég dansaði síðasta dansinn. í töskunni var einnig vínrautt seðlaveski með persónuskilríkjum og öðrum fjármunum. Þeir.sem kannast við þetta em vinsamlegast beðnir að skila töskunni á lög- reglustöðina. HRINGIÐ í SÍMA 27022 MILLI KLUKKAN 13 OG 15 EÐA SKRIFIÐ Veðurguðimir leika á als oddi Gunnar Sverrisson skrifar: Daginn er tekið að lengja nokk- uð og veðrið hefur leikið við okkur. Með sama áframhaldi er líklegt að greinar trjánna klæðist stöku brumi að fáum vikum liðnum og böm byrji brátt vorleiki sína. Mér datt í hug hvemig sumarið muni verða fyrst við höfum fengið svo góðan vetur og þægilegan. Það má kannski segja að veðrið hafi sitt að segja til að bæta, gleðja og örva þegnana til starfa með þau fyrirheit að vinna vel að þjóðar- heill. Mér þykir ekki ósennilegt, ef ég reynist sannspár um framhald þessarar góðu tíðar, að andinn komi yfir eitthvert sunnlenskt skáldið sem í hita andagiftar myndi yrkja ódauðlegan óð til gró- anda ljóssins og alls sem lifir. Mér finnst það reyndar tímabært því þetta er þriðja árið í röð sem við búum við góða tíð. Hvað sem þessu líður vil ég að lokum geta þess að það myndi alla- vega gera margan þegn betri en áður og opnari og jákvæðari í sam- skiptum við aðra. Það er leiðindastúss sem fylgir því að fara í ríkið og mun handhægara að geta keypt borðvínið í matvöruverslun er viðkomandi skiptir við. Létt vín í matvöruverslanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.