Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. 39 Sandkom Þingmenn í kassabíl... Forsvarsmenn stjórnmála- flokkanna sýndu góða takta í flokkakynningunni í sjón- varpinu í fyrrakvöld. Þá voru það Kvennalisti, Þjóðarflokk- ur og Flokkur mannsins, Alþýðuflokkur, Alþýðubanda- lag og J-listi sem egndu fyrir hæstvirt atkvæðin. Það var vissulega ágæt af- þreýing að horfa á ky nning- amar. Áreiðanlega hefurþað kitlað kvikindisháttinn í ein- hveijum þegar Pétur Guðjóns- son, forsvarsmaður Flokks mannsins, stóð fyrir utan Al- þingishúsið. Ræddi hann með nokkrum tilþrifum um ónytj- ungshátt hinna flokkanna og þingmannanna sem setið hafa fyrir þá. Meðan á ræðu Péturs stóð var sendibíl frá Þresti bakkað inn í myndina, þannig að hann lenti milli ræðumannsins og Alþingishússins. Því var það, þegar Pétur ræddi um ódug þingmanna með vandlætingu, að hann sagði: „Þeir sem eru héma inni...“ og benti aftur fyrir sig á kassabílinn frá Þresti. Auglýsingar Auglýsingastefna ríkisút- varpsins hefur oft þótt skrýtin. Þetta kemur m. a. fram í við- tali Nýs lífs við Jóhönnu Harðardóttur. Hún var ein- hverj u sinni með þátt á rás 2 sem hét Helgin framundan. Þar var komið á framfæri upp- lýsingum um hvað væri að gerast um helgina og var þátt- urinn býsna vinsæll. En þá tók auglýsingastofa útvarps í taumana og stoppaði þáttinn á þeim forsendum að hann tæki auglýsingar frá út- varpinu. Jóhanna stjómar nú hinum vinsæla Flóamarkaði Bylgj- unnar. Það kátbroslega er að hugmynd að þeim þætti átti Páll Þorsteinsson þegar hann vann á rás 2. En ekki mátti framkvæma hugmyndina þar, því hún var talin stela auglýs- ingatekjum frá útvarpinu. Hver hefur annars heyrt minnst á páfagauka, notuð sjónvörp, gullfiska og kettl- inga í auglýsingatíma út- varps? Hvasstá Austfjörðum Það hefur verið hvasst í kringum Guðmund Einarsson krataþingmann að undan- fornu. Hann hefur verið á fundaþeysu um kjördæmi sitt, Austfirði, og þótt takast misjafnlega upp. Eins og DV greindi frá eru íbúar á Djúpa- vogi vægast sagt óhressir með þingmanninn eftir að hann lét þau orð falla á fundi á Höfn að Dj úpavogsmenn nenntu ekki að vinna. Eru fleiri fúlir vegna ummæla sem þingmað- urinn hefur látið falla. Með þetta í huga er fróðlegt að kíkja á spádóm völvu Vik- Guðmundur Einarsson. unnar, sem blaðið birti í janúar sl. Völvan segir að Al- þýðuflokkurinn fái á sig brotsjó í miðri kosningabar- áttu og fari mikill tími Jóns Baldvins Hannibalssonar í að „lægja öldur misskilnings, sem rís vegna ummæla þing- manns úr röðum Bandalags jafnaðarmanna". Vinnudeilur Enn logar allt í vinnudeilum sem ekki er séð fyrir endann á. Víst er ástandið alvarlegt. En það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hversu mikil harka er hlaupin í deilurnar. Tíminn afhjúpaði það mál í gær þegar blaðið greindi frá sjúkraflutningum til útlanda. Segir blaðið að sótt hafi verið um flutning fyrir sex á sj úkra- hús erlendis. „Einn af þessum sex sótti um flutning vegna langrar biðar eftir hjartaupp- skurði hérlendis en hinir vegna vinnudeilna." Eftir þessu að dæma er svo sannarlega kominn tími til að menn hætti að beijast og fari aðsemja. He-man. Masterof the Universe Nokkuð er síðan að algert Master of the Universe-æði greip um sig meðal lítilla krakka. Til útskýringar fyrir þá sem ekki hafa kynnst þessu fyrirbæri, er það að segja að þama er um að ræða alls kon- ar leikfangakalla sem hægt er að kaupa með miklum út- búnaði. Aðalkallinn mun heita He-man og er það mikil hetja sem ekkert bítur á. Þetta æði rís hvað hæst á leikskólum, þar á meðal á leikskólanum á Seltjamar- nesi. Svo gerðist það um daginn að fóstrurnar þar fóru með krakkana í bæinn til að sýna þéim borgarlífið. Meðal krakkanna var þriggja ára snáði, rétt farinn að tala. Þeg- ar hersingin kom niður á Austurvöll tók strákur sig út úr hópnum, hljóp inn á svæðið að styttu Jóns Sigurðssonar, fómaði þar höndum til himins og kallaði yfirkominn af að- dáun: „Neeei sko, Heeee-man.“ Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir MYNDAVÉLIN ssímu-.&st, Fermingagjöfin vinsæla LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Laugavegi 178 - Reykjavik - Sími 685811 KOMIN AFTUR IMotaðir bílarfrá Þýskalandi Ef þú vilt kaupa notaðan bil frá Þýskalandi, hafðu þá samband við hr. W. Buschmann föstudaginn 10. apríl nk. á Hótel Esju, sími 82200. Gjöf sem keniur á óvart Vasasjónvar frá Sinclair - ensk gæðavara. Sniðug fermingargjöf. gengur fyrir rafhlöðum eða rafmagni. Tski sem þú hefur með þér hvert sem er. Staðgrverð 11.600,- Greiðsluskilmálar. Opið laugardaga Verslunin Grensásvegi 50 - sími 83350. fyrir 1.390.- krónur Álafoss værbarvobir í fjölbreyttum litum. Ódýr og skemmtileg gjöf Verb frá krónum 1.270,- yfllafossbúöin Vesturgötu 2, Reykjavík ‘S 13404 ULLARFATNAÐUR, GJAFAVÖRUR, GARN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.