Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. 45 « Sparikápa drottningar Elísabet Bretadrottning mætti í sinu fínasta pússi til þess að opna nýja tjörn á bökkum Thames - Windsor Leis- ure Pool. Viðstaddir tóku strax eftir því að hún var i sparikápunni með einn sinna heimsfrægu hatta og gaf átfittið henni hárrétt drottningarlegt yfirbragð. Símamynd Reuter Fimm eins Kirk Douglas var heiðraður frá hendi American Academy of Dramatic Arts i síðasta mánuði og hreppti gamla kempan Franklin Haven Sargent verðlaunin. Við afhendingu verðlaunanna í Majestic Theatre var margt um manninn og gestir töldu sig allmargir sjá fimmfalt það kvöldið. Karlinn mætti sumsé með fjóra syni sína sem minna allmjög á karl föður sinn - Peter, Joel, Michael og Eric. Joel hefur þó sérstöðu því hann þykir þéttast- ur fimmmenninganna og skartar yfirskeggi i ofanálag og sker sig þvi nokkuð úr hópnum - en ættarhakan er greinilega á sínum stað þar lika. Símamynd Reuter Sviðsljós Ólyginn sagði... Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og baðfötin eru nú efst á baugi í Tel Aviv. Símamynd Reuter Laufblaö eða leðurblaka? ísraelar eru hinir hressustu og teikna nú tísku af jafnmiklum móð og þeir eru þekktir fyrir þegar stríðs- rekstur er annars vegar. Hönnuður- inn Gideon Oberson sýndi þessa sérstæðu Mini - Kinisamstæðu og er þetta nýja baðfatalínan fyrir kom- andi sumar. Laufblaðið - sem minnir óneitanlega á leðurblöku í forminu - er fest með einhvers konar klemmu líkt og notað er á eyrnalokka og er sú snilldaraðferð vestur-þýsk upp- götvun. Ekki bárust myndir af sambærilegum baðfatnaði íyrir karl- peninginn en ekki leikur nokkur vafi á því að Vestur-Þýskarar hafa hentuga klemmulausn á því vanda- máli í sjónmáli. Gjöfin er ekki fitandi og fer ágæt- lega í vasa. Simamynd Reuter Egg fyrir drottning- armóður Breska konungsfjölskyldan á annríkt um þessar mundir. Ekki gleymist þó drottningarmóðirin i atganginum og á þriðjudaginn fékk kerla sitt fyrsta páskaegg þetta árið. Það kom frá Lloyds í Lundúnum og sá sem afhenti gjöfina var sjálfur forstiórinn, Peter Miller. Drottningarrnóðirin fékk ekki aðeins eggið því að lo- kinni eggjamóttöku var farið með hana í heljarreisu um nýja bygg- ingu Lloyds í höfuðborginni bresku. Ein af ástæðunum fyrir áhuga Lloyds á þessum vinsæl- asta fjölskyldumeðlim krúnunn- ar er að hún var gerð að fyrsta heiðursfélaga Lloyds af því ágæta kvenkyni árið 1974 og sú gamla er enn á lífi - þrátt fyrir dauðaæf- ingar sjónvarpsfréttamanna með hennar hátignarlegu persónu í lykilhlutverki. Þess skal að lok- um getið að eggið er allsendis óætt enda efniviðurinn dýrindis postulín. Kim Canniff r sést af og til á síöum kjaftari- tanna og alltaf vegna þess að hún á hárréttan ættingja. Kim er sumsé ekki einungis leikkona í Hollívúdd heldur einnig systir Victoriu Principal en þykir ekki jafn- fögur og sú fræga systir. Kim ætlar sér stóra hluti í framtíð- inni og nokkrir hafa bent á að hlutverk Pamelu í Dallas er á lausu - þannig að ef til vill gæti það hentað fram- leiðendum að skrifa hina raunverulegu systur Victoriu inn í systurhlutverk á skerm- inum. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um framkvæmdi- ennþá en Kim situr fyrir á myndum og hamast við að vera sæt meðan á biðtíman- um stendur. Roger Moore ætlaði að vera góður faðir og aðstoða soninn Geoffrey í baráttunni við að ná langt á stjörnuhiminum sem söngvari. Hann bað góðan vin - Frank Sinatra - um að gefa Geoffrey góð ráð og Frankie boy bauð þeim feðgum heim til skrafs og ráðagerða. En sonurinn var ekki af baki dottinn heldur sagði við föður sinn að Sin- atra væri bara gömul og lúin fortíðarstjarna. „Ef hann vill hitta mig verður hann að hringja sjálfur," sagði söngvarinn kokhrausti og þar með lauk afskiptum 007 af hinu sjálfsörugga af- sprengi. Ursúla Andress sýnir nú hverjum sem horfa vill trúlofunarhring sem kær- astinn, Faustin Fagone, gaf henni fyrir skömmu. Ekki óskagjöfin á öllum bæjum því faðir Faustins er hopp- andi vondur yfir tiltækinu og hótar að gera soninn arflaus- an á stundinni. Aðalþyrnir- inn i augum föðurins er aldur hinnar verðandi tengdadótt- ur því krúttið Úrsúla er fimmtíu og eins árs - en Faustin litli Fagone er nítján ára gamall. Þarna eru heilm- iklir fjármunir í húfi því sá samli er múltimilljóner og reyna því velviljaðar sálir að telja um fyrir hinum aldurs- blindum turtildúfum - án mikils sýnilegs árangurs ennþá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.