Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. Vaknaðu maður! Ætlar tiyggingafélagið að éta bílinn þinn Undanfarið hefur borið nokkuð á auglýsingu frá Samvinnutrygging- um GT um það að menn ættu að vakna í umferðinni. Fyrir þá sem hafa kynnst vinnu- brögðum félagsins eða öðrum félög- um með svipaða formúlu í sambandi við bætur á bifreiðatjónum þá er þetta auglýsingaátak aðhlátursefni. Ef þú ekur eftir umferðarlögunum, ferð eftir öllum ráðleggingum Um- ferðarráðs og allra þeirra sem vinna að öryggi í umferðinni þá aukast lík- ur á því að þú sért í rétti ef þú lendir í umferðartjóni eða slysi. Ef þú ert mjög varkár þá eru jafnvel líkur á að þú lendir í 100% rétti. En hvað skeður þá? Hvemig bregst tiyggingafélagið við. Em þeir á- nægðir, er rúllað út rauðum dregli ef þú kemur til þeirra, tilkynnir tjón og færð viðurkenndan 100% bóta- rétt? Þú ert maðurinn sem fór varlega og er ekki valdur að tjóninu. í mínu tilfelli, fyrir um ári síðan, var ég einn af mörgum sem lentu í umferðartjóni einn hálkumorgun- inn. Ég var í 100% rétti og Sam- vinnutryggimar GT áttu að bæta tjónið. Ég og ökumaður hinnar bif- reiðarinnar fórum strax eftir slysið til Samvinnutrygginga til að sýna bifreið mína og hann að gefa skýrslu. Síðar kom í ljós að hann hafði slas- ast meira en sýndist í fyrstu og lagði hart að sér til þess að gefa skýrsluna. Löglegur þjófnaður En hvað tók nú við? Breitt bros starfsmanna Samvinnutrygginga, ekkert mál, gerum við þetta í hvelli, eða þannig sko. Rúmlega ársgömul jeppabilreið með brotinn driíbúnað og mikið skökk, varahlutir ekki til í Evrópu nema að takmörkuðu leyti. I stað þess að greiða út tjónið ráðast Samvinnutryggingar í að láta gera við bifreiðina með alls konar mixi. Eftir viðgeróina stóð maður með bifreið í höndunum sem hafði ekki verið til sölu fyrir tjón og við máttum engan veginn missa vegna atvinnu- rekstrar, en eftir tjón og mix-viðgerð var útilokað annað en að selja bif- reiðina vegna óvissu um mix-við- gerðina. Og þá komu verðútreikningamir. 15% afskrift þar sem bifreiðin var ársgömul, staðgreiðsluafsláttur 15% og að lokum 20% afskrift þar sem KjaUaiinn Sigurður Sigurðsson B.Sc.tæknifræöingur um viðgerða tjónabifreið var að ræða. Hvers vegna þarf maður að sæta því að bifreið manns sé skyndilega tekin af manni á förnum vegi og manni er rétt til baka rúmlega helm- ingur bifreiðarinnar án þess að nokkuð sé talið athugavert við það. Löglegur þjófnaður? Furðulegt tryggingafélag? Eða hvort tveggja? Ég sendi fyrirspum um þetta mál til Tryggingaeftirlitsins og segir í svari frá þeim: „hefur í nokkrum tilvikum verið gefið sérstakt álit samkvæmt prent- uðum vátryggingarskilmálum félags og lögum nr. 20/1954 um vátrygg- ingasamninga,- - ef ekki er ágreiningur um stað- reyndir eða ágreiningur ekki talinn skipta máli um niðurstöðuna." Síðar segir í sama bréfi: „Af- greiðsla félagsins (Samvinnutrygg- inga) í máli þessu var eigi gagnrýnd (af Tryggingaeftirlitinu), m.a. með vísan til þeirrar meginreglu að tjón- þola ber vitaskuld að sanna tjón sitt“. Ágreiningurfrá upphafi Allt fá upphafi stóð ágreiningur milli mín og Samvinnutrygginga um hversu mikið tjónið var. Þeir töldu það vera um kr. 100.000 en ég taldi það vera um kr. 300.000 að minnsta kosti. Eftir viðgerð kom í ljós að mix-viðgerðin köstaði um kr. 200.000, 100% meira en áætlun tryggingafé- lagsins, auk þess sem bifreiðin var afskrifuð um kr. 100.000 til viðbótar vegna mix-viðgerðar, samt. um 300.000 kr. eins og við áætluðum. (Eru þeir ekki sérfræðingar í að verðleggja tjón?) Þetta lá fyrir í lok maí 1986, en bréf Tryggingaeftirlitsins er ritað í des. 1986 og var þá allur sannleikur þess máls kominn í ljós, en af ein- hverjum dularfullum ástæðum, t.d. ófullnægjandi eða rangra upplýs- inga frá Samvinnutryggingum, er erindinu svarað eins og við átti með- an enginn vissi hvemig sannleikur- inn í málinu var. Maður skilur ekki þegar virðuleg ríkisstofnun er að taka upp hanskann fyrir vanstillt, „baklæst" tryggingarfélag sem nú hamast við að segja mönnum hvem- ig þeir eigi að aka svo vel fari. Þeir telja sig sem sagt vita að það sé betra að menn aki ekki bifreiðum sínum hverri á aðra, en hafa ekki hundsvit (hvað þá meira) á því hvemig á að bæta þeim tjón sem í rétti er. Þeim væri nær að lesa lexíumar sínar betirr heima. Eftir að þetta allt er um garð geng- ið skýrir sérfræðingur í trygginga- málum málið þannig að stjómendur Samvinnutiygginga GT hafi alger- lega misst stjóm á skapi sínu, farið í „baklás" í afgreiðslu á þessu máli, og er þá að vonum ekki langt í að dómgreindin fjúki líka. Það er mikið á sig lagt í smáskítlegu bilamáli. Hvað gera þessir menn í stærri mál- um? Þeir hljóta að „tví-baklæsast“ eða breytast í eitthvert áður óþekkt massíft efni. Um það að sanna tjón sitt er það að segja að þú bograst með leifamar af bifreið þinni til tryggingafélagsins sem skoðar þær og ljósmyndar, en síðan segja þeir: „Þú verður að sanna tjón þitt, annars getum við ekki bætt tjónið." Það er sem sagt orðið túlkunarat- riði hvort þú hafir orðið fyrir tjóni, þótt bifreið þín sé í klessu og þú sért í 100% rétti. Þarf þá málið í reynd að fara fyrir dómstóla áður en þú hefur allt á hreinu, hvort sem þú ert í rétti að hluta eða að fullu. Er ekkert aðhald að þessum aðilum? Maður spyr því: til hvers em trygg- ingar og tryggingarfélögin? Er ekkert aðhald að þessum aðilum? Þarf mrður að vera sérfræðingur í tryggingum til þess að tryggingafé- lagið aumki sig yfir mann og borgi án meiri háttar loftfimleika? Er þá eftir allt betra að vera bara í 100% órétti og vera ekki að eyða dýrmæt- um tíma í að reyna að fá bætur? Er þá eftir allt betra að aka sof- andi? Hér stangast mikið á. Annað hvort em tryggingalögin stórlega rangtúlkuð eða þau em meingölluð. Ef ég reikna allt beint og óbeint tap vegna tjónsins þá vantar ekki mikið á að betra hefði verið að skilja nær nýja bifreið eftir á slysstað og taka næsta strætisvagn. Ég leitaði fljótlega til æðstu manna Samvinnutiygginga bréflega og bað þá um aðstoð í málinu, en þar sátu þá fyrir Erlendur Einarsson og Valur Amþórsson, og má ef til vill segja að það hafi verið bjartsýni að ætlast til þess að svo önnum kafh- ir menn fæm að gefa sér tíma í að leiðrétta eða sussa á þá Hallgrím og Hrein (manninn bak við litaða gler- ið), enda kom ekki til þess. Niðurstaða málsins er því þessi, og ég vil því beina orðum mínum til bifreiðaeigenda sem em stór hluti landsmanna: Tryggðu bifreið þína hjá því félagi sem þú treystir full- komlega. Það gæti út af fyrir sig verið Samvinnutryggingar GT ef „baklásinn" er ekki á. En hafðu það á hreinu hvemig tekið er á uppgjöri tjóna, jafnvel að fá slíkt skriflegt. Þú þarft jafiiframt að vita slíkt sjálf/ ur, ef þú ert með kaskótiyggingu. Málin gætu farið að snúast þannig að best sé fyrir tjónþola að stefha málum í bótakröfum strax fyrir dóm- stóla án þess að bíða eftir einhverj- um viðbrögðum „baklæstra" starfsmanna tryggingafélaga. Þá liggur beinast við að stefna eiganda bifreiðar ásamt tryggingarfélagi hans saman, og þá liggur þú í því, vinur minn, ef félag þitt er með eitt- hvert múður. Nær engri átt Bifreiðaeigendur munu fyrr eða síðar stofha sérstök samtök sem sjá um þessi mál, allt frá slysstað og þar til málið er frágengið. Til þess þarf auðvitað lagabreytingu. Þessi sam- tök ættu að geta skuldfært áætlað tjón inn á biðreikning samdægurs samkvæmt eigin mati, enda bætum- ar gjaldfallnar strax eftir tjón, eða því sem næst. Það nær engri átt að menn séu að koma beint úr slysum og setjast inn á skrifstofur tryggingarfélaga þar sem fyrir situr hópur „baklæstra" sérfræðinga í toppformi, tilbúinn að afgreiða þig meðan þú ert hálf rænu- laus. Sérfræði þessara „baklásamanna" virðist ekki liggja í því að þekkja til bifreiða, þótt um bifreiðatjón sé að ræða, heldur hvemig unnt er að losa tiyggingafélagið frá því að þurfa að bæta tjón að fullu, ef svo óheppilega vill til að einhver er í rétti, hvað þá 100% rétti. Svo þykjast þeir vera að standa fyrir áróðursferð gegn slysum en þola svo ekki ef menn aka eftir regl- unum. Það verður því að álykta svo að áróðursauglýsingamar séu einungis blekking. Góð tryggingarfélög þurfa ekki að auglýsa. Það spyrst út hverjir standa sig. Hver á svo að vakna? Erum það við sem þurfum að blæða og erum fómardýr þessara tiyggingarfélaga og „baklásamanna" þeirra, eða em það þeir sem hafa eftirlit með trygg- ingarfélögunum? Svari hver fyrir sig. Sigurður Sigurðsson „Það er sem sagt orðið túlkunaratriði hvort þú hafir orðið fyrir tjóni þótt bif- reið þín sé í klessu og þú sért í 100% rétti.“ Gegn öldrun Kjallarinn Ari Halldórsson, kennari í TM-tækninni í Reykjavík Ein af mörgum rannsóknum á TM-tækninni (Transcendental med- itation tecknique) eða innhverfri íhugun, eins og hún heíur verið nefnd hér á landi, gefúr til kynna að þeir sem hana stunda eldist hæg- ar en aðrir. Fyrstur manna til að rannsaka áhrif TM-tækninnar á öldrun var dr. R. Keith Wallace, prófessor við MIU háskólann í Bandaríkjunum. í til- raun sinni notaði harrn svonefiit ,Adult Growth“-próf sem gert er til að meta líffræðilegan aldur. Mældir em þrír þættir: Blóðþrýstingur, nær- sýni og heymartakmörk. Prófið er þannig úr garði gert að þessir þrír þættir em mældir hjá stórum hópi manna og niðurstöður tengdar við raunvemlegan aldur. Þannig fæst staðall til að meta líffræðilegan ald- ur. Wallace rannsakaði 47 iðkendur TM-tækninnar. Meðalaldur þeirra var 52,8 ár. Meðal líffræðilegur aldur hópsins reyndist vera lægri sam- kvæmt prófstaðlinum og með tilliti til samanburðarhóps sem notaður var í raimsókninni. Jafiiframt komu fram marktæk tengsl milli þess tíma sem menn höfðu stundað tæknina og lágs líffræðilegs aldurs. Þeir 23 úr hópnum sem höfðu iðkað tæknina innan við 5 ár vom að meðaltali 7,1 ári yngri en raunvemlegur aldur gaf til kynna. Þeir sem höfðu iðkað TM lengur en fimm ár vom að meðaltali fimmtán árum yngri en fjórir þeirra höfðu 27 árum lægri líffræðilegan aldur en raunaldur. Þetta em merki- legar niðurstöður og af þeim mætti áætla að þegar iðkendur TM-tækn- innar em sjötugir sé líkami þeirra eins og 50-60 ára einstaklings og að þar af leiðandi muni þeir lifa lengur. Þessar niðurstöður koma reyndar ekki á óvart því vitað er að iðkun TM-tækninnar hefur áhrif á ýmsa þætti sem tengjast öldrunarhraða. „Vökul hvíld“ Við iðkun TM-tækninnar, kvölds og morgna, færist kyrrð og ró yfir hugann. Vegna náinna tengsla hug- ar og líkama hægir jafnframt á líkamsstarfseminni. Hjartsláttur og andardráttur hægjast, efhaskipti líkamans lækka. Þetta gerist áreynslulaust og sjálfkrafa, án nokk- urrar einbeitingar eða tilraunar til að kyrra hugann og líkamann. Hin líkamlega hvíld er að jafnaði helm- ingi dýpri en í dýpsta svefni. Hvíldar- ástandið er þó gerólíkt svefiii því hugurinn er að fulla vakandi. Þetta sérstaka ástand er þvi nefnt „vökul hvíld“ og er ekki hægt að mynda með öðm móti en TM-tækninni. Stöðugar rannsóknir hafa verið gerðar á TM-tækninni frá árinu 1969 við rannsóknarstofnanir og háskóla í mörgum löndum. Þær gefa glögga mynd af því hvemig reynsla af „vök- ulli hvíld“ hefúr áhrif á hugann og líkamann. Rannsóknimar sýna m.a. fram á hið djúpa hvíldarástand sem skapast við iðkunina og að það hefur í för með sér aukið jafnvægi líkamsstarf- seminnar og aukið viðnám gegn streitu sem er ein höfúðorsök öldr- unar. Iðkun TM-tækninnar hefúr áhrif á óeðlilegan blóðþrýsting, lækkar kólesterol í blóði og minnkar uppsöfnun streituhormóna s.s. korti- sols. Iðkendur TM-tækninnar minnka jafhframt sjálfkrafa notkun tóbaks, áfengis og ávanalyfja. Lægri líffræóilegur aldur Áhrif tækninnar á hugann em ekki síður athyglisverð. Greind hug- ans eykst, minni batnar, sjón og heym skerpist, viðbragðsflýtir eykst sem og einbeitingarhæfni. Jafnframt hefur iðkun tækninnar áhrif á þung- lyndi og kvíða og eykur sjálfsöryggi og lífsgleði. Allt em þetta niðurstöð- ur einstakra rannsókna. Þótt tæknin hafi þessi víðtæku áhrif er ekki um flókna aðferð að ræða. Hún byggir einungis á eðlileg- um hæfileikum manna til að hugsa og felur ekki í sér neins konar ein- beitingu eða áreynslu og því síður breytingu á lífsskoðunum eða lífs- máta. Það er ekki síst þetta, hversu að- gengileg TM-tæknin er, sem gerir hana að svo mikilvægu vopni gegn streitu og hrömun. íslenska íhugunarfélagið hefur að markmiði að kynna og gefa öllum kost á að læra TM-tæknina hér á landi en í tengslum við félagið hefur nú TM-miðstöðin í Reykjavík tekið til starfa. Ari Halldórsson „Iðkun TM-tækninnar hefur áhrif á óeðlilegan blóðþrýsting, lækkar kólest- eról í blóði og minnkar uppsöfnun streituhormóna, s.s. kortisols. Iðkendur TM-tækninnar minnka jafnframt sjálf- krafa notkun tóbaks, áfengis og ávana-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.