Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. Frjálst.óháÖ dagblaÖ Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórl: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Hvers konar mynstur? Sumir stjórnmálamenn þykjast nú geta útilokað ákveðin ríkisstjórnarmynstur eftir kosningarnar. Þessu skyldi enginn trúa. Reynslan hefur verið sú, að hrossa- kaup eftir kosningar ráða, hvernig stjórn verður mynduð. Nú er kominn til nýr stór flokkur, samkvæmt skoðanakönnunum. Þegar ákveðnir stjórnmálamenn þykjast nú geta útilokað samstarf við hann, eru það innantóm orð. Staðan virðist sú, að engir tveir flokkar geti myndað stjórn saman eftir kosningar, þar sem engir tveir flokk- ar hafi meirihluta saman. DV spurði nýlega í skoðana- könnun, hvaða flokkar fólk vildi, að mynduðu stjórn. Tvö stjórnarmynstur nutu yfirgnæfandi mestra vin- sælda. Annars vegar var það núverandi stjórnarmynstur áfram, hins vegar viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Önnur stjórnarmynstur, sem til greina komu, þegar þessi könnun var gerð, nutu hverf- andi lítils fylgis. Það gilti til dæmis um öll hugsanleg afbrigði vinstri stjórna. En nú eru skyndilega breyttir tímar. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun DV er ekki meirihluti fyrir núverandi mynstri lengur, og ekki er heldur meirihluti fyrir viðreisnarstjórn. Vaxandi ringulreið í pólitíkinni getur leitt til erfið- leika við stjórnarmyndun. En fyrir þjóðina skiptir mestu, að sá árangur verði varðveittur, sem hefur náðst í efnahagsmálum. Við megum ekki fá stjórn manna, sem vilja leggja í ævintýri með efnahaginn. Þetta þýðir, að vinstri stjórnir eru ekki bezti kosturinn. Skoðanakönn- unin, sem hér var nefnd, sýndi, að almenningur hafði skilið það. Forystumenn í stjórnmálum ættu að hafa þetta að leiðarljósi. Þeir ættu ekki að gera sjálfum sér og öðrum erfitt fyrir með því að útiloka fyrir kosningar samstarf við til dæmis Borgaraflokkinn. Ekki verður annað séð en borgaraflokksmenn gætu mætavel átt heima í ríkis- stjórn til dæmis einhverra mið- og hægri flokka, stjórn sem yrði öðrum líklegri til að beita nauðsynlegu að- haldi. Slíkar stjórnir yrðu auðvitað með nýju sniði. Ekki er að búast við, að hægri flokkarnir tveir fái meirihluta til samans. En þeir kynnu að geta unnið saman ásamt Framsókn- arflokki að myndun ríkisstjórnar, sem yrði framhald núverandi stjórnar. Einnig gætu Sjálfstæðisflokkur og Borgaraflokkur hugsanlega myndað nýja tegund viðreisnarstjórnar með Alþýðuflokki. Viðreisnarstjórn hefur reynzt traust. Það álit landsmanna kom fram í skoðanakönnuninni, þótt nokkuð sé um liðið, síðan hér var viðreisnarstjórn. Slík stjórn hefur hlotið góðan dóm í sögunni. Kosningabaráttan er í hámarki. Margir eru reiðir. En við verðum að líkindum eftir kosningar að sætta okkur við, að stjórnarmyndun verði óvenjulega erfið. Þjóðina skiptir ekki öllu, hvað þeir heita, sem stjórna, heldur að árangur náist. Gert er ráð fyrir, að góðærið haldi áfram. En huga ber að hættumerkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að stöðva hallarekstur ríkissjóðs. Það verður ekki gert nema með sparnaði, aðhaldi og niður- skurði. Þeir stjórnmálamenn, sem geta hugsanlega viðhaldið því, sem unnizt hefur, og bætt um betur, eiga að hætta sem fyrst persónulegu grjótkasti og búa sig undir að takast á við slík verkefni. Haukur Helgason. Opið bréf til námsmanna í allan vetur hafið þið og samtök y kkar haft samband við mig og þing- flokk framsóknarmanna með bréfiim og skeytaséndingum. Efni þessara bréfa og skeyta hefur verið það að heita á okkur framsóknarmenn að standa vörð um hagsmuni ykkar og passa ykkur og Lánasjóðinn fyrir áhlaupum sjálfstæðismanna. Nú er kjörtímabilið á enda og viðureign okkar við sjálfstæðismenn í stjómar- samstarfi er að ljúka. Við þykjumst hafa gert bón ykkar og nú er komið að mér að biðja ykkur bónar. Illu heilli fengu sjálfstæðismenn menntamálaráðuneytið í sinn hlut við síðustu stjórnarmyndun. Við framsóknarmenn höfðum farið með menntamál bæði í ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thor- oddsens og tekist mjög vel. Sjálf- stæðismenn höfðu ekki farið með menntamálaráðuneytið síðan 1956. Það kom strax í ljós að sjálfstæðis- menn henta ekki til þess að fara með yfirstjóm menntamála. Viðhorf markaðshyggjunnar og villi- mennska fijálshyggjunnar rímar illa við menntun og menningu. Fljótlega dró til árekstra um menntamál á milli stjómarflokkanna. Sjálfstæðis- menn komust að því á miðju kjör- tímabili að ráðherrar þeirra væm á rangri hillu. Þeir tóku það til bragðs að skipta um stóla. Ragnhildur fór úr menntamálaráðuneytinu on Sverrir tók þar við forráðum. Sverr- ir er garpur hinn mesti og hafði sýnt garpskap í sínu fyrra ráðuneyti og tekið dálítið til í orkugeiranum. Garpskapur hans hentaði hins vegar miklu miður við stjóm menntamála. Sigurjón rekinn Upp úr áramótum 1985-1986 gerði Sverrir sér lítið fyrir og rak yfirmann Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Sigurjón Valdimarsson, fyrirvara- laust og boðaði stórfelldar breyting- ar á starfsemi sjóðsins. Brottrekstur Siguijóns var gerður án nokkurs samráðs við okkur fram- sóknarmenn og í fullri óþökk okkar enda tilefnislaus. Við framsóknar- menn settum Lánasjóðnum lög undir forystu Vilhjálms Hjálmarssonar. Ingvar Gíslason lét endurskoða lög- in í samráði við námsmenn og því berum við fulla ábyrgð á lögunum um sjóðinn og erum ekkert óánægð- ir með þau. Um hitt gátum við verið sammála sjálfstæðismönnum að eðli- legt væri að kanna rekstur sjóðsins og e.t.v. breyta lögum hans nokkuð ef ástæða þætti til að skoðun lok- inni. Afgreiðslur sjóðsins gátum við t.d. hugsað okkur skjótvirkari. Við mótmæltum hinum tilefhislausa brottrekstri Sigurjóns Valdimars- sonar harðlega en ráðherra hafði valdið og hans var „ríkið og máttur- inn“ en ekki „dýrðin". Ráðherrann er mikill „rekstarmaður" eins og síð- ar kom enn betur í Ijós. Ég tel að fyrir ráðherranum hafi vakað með brottrekstri Siguijóns að ná pólitískum yfirráðum yfir sjóðn- um og það tókst honum að nokkru leyti. Sverrir „lagabætir“ Ráðherra fjallaði um málefrii LÍN í skýrslu er hann lagði fyrir Alþingi vorið 1986. Þar kynnti hann breyt- ingar er hann hygðist gera á sjóðn- KjaUarinn Páll Pétursson alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn um. Um þær hafði hann engin samráð haft við okkur framsóknar- menn þótt svo mætti skilja á orðum hans. Ég gagnrýndi flestar breyting- arhugmyndir ráðherrans í umræðum á Alþingi og lét koma skýrt fram að framsóknarmenn mundu ekki fallast á sumar þeirra. Vegna ummæla minna varð uppistand á milli stjóm- arflokkanna og því var málið tekið að nokkru úr höndum ráðherrans og fengið í hendur nefhd. Fyrir hönd framsóknarmanna sátu í nefndinni Haraldur Ólafsson alþingismaður og Finnur Ingólfsson, þáverandi for- maður Sambands framsóknar- manna. Sjálfstæðismenn lögðu til einhvem ungan uppa úr Heimdallar- fjósinu og Friðrik varaformann Sophusson og gerði ráðherra hann að formanni nefridarinnar. Frá hendi okkkar framsóknar- manna lá það allan tímann fyrir að við mundum ekki fallast á breyting- ar á lögunum um LÍN sem væm í andstöðu við vilja námsmanna. Með það veganesti fóm nefndarmenn okkar til starfa. Ég mun ekki rekja starf nefndar- innar enda fylgdist ég ekki nákvæm- lega með því þar til Sverrir lét að því liggja að samkomulag væri orðið við framsóknarmenn um ýmsar laga- breytingar. Auðvitað er ekkert samkomulag við framsóknarmenn fyrr en þingflokkurinn hefur sam- þykkt það. Haraldur og Finnur höfðu ekkert umboð til þess að binda þingflokkinn enda stóð það aldrei til. Finnur Ingólfsson taldi sig geta náð samkomulagi við námsmenn um ákveðnarbreytingar. Þærhugmynd- ir kynnti hann í þingflokknum og féllst þingflokkurinn á afstöðu hans. Mér þykir Finnur hafa haldið vel á þessu máli og þingflokkur fram- sóknarmanna er samþykkur gerðum hans. Menntamálaráðherra var ekki af baki dottinn og vildi koma fram víð- tækum lagabreytingum. Við fram- sóknarmenn stöðvuðum hann í fyrirætlunum sínum. Ráðherra hafði að vísu vald til reglugerðarbreytinga og þurfti ekki að spyrja okkur um þær. Því valdi beitti hann illu heilli. Jafnrétti til náms Málefni LÍN eru viðkvæm og vandasöm. Sjóðurinn þarf mikið fé og eðlilegt er að á hverjum tíma sé þess gætt að veija því skynsamlega. Framsóknarmenn vilja jafhrétti til náms án tillits til búsetu eða fjár- hags. LÍN stuðlar að þessu jafnrétti. Starfsemi LÍN er byggðamál. Vegna tilveru sjóðsins er foreldrum óhætt að búa fjarri menntastofhunum. Við framsóknarmenn munum áfram standa vörð um jafnrétti til náms og Lánasjóð íslenskra náms- manna. Til þess að svo megi verða þurfum við á pólitísku afli að halda. Það afl fáum við frá kjósendum. Sjálfstæðismenn og kratar munu vafalaust framkvæma hugmyndir Sverris fái þeir afl til þess að mynda ríkisstjóm, og gildir einu hvert íhald- ið verður ofan á. Eina trygging þess að lögum LIN verði ekki breytt í trássi við vilja námsmanna er að Framsóknarflokkurinn hafi vald á málinu. Við framsóknarmenn gerð- um bón ykkar námsmanna og vörðum Lánasjóðinn. Nú er það bón mín til ykkar að þið metið það verk okkar á kjördegi. Það er líka hyggi- legast fyrir ykkur að við verðum öflugri á næsta kjörtímabili. Páll Pétursson „Farsæld þjóðarinnar i framtíðinni er undir æskufólkinu komin.“ „Illu heilli fengu sjálfstæðismenn menntamálaráðuneytið í sinn hlut við síðustu stjórnarmyndun. Við framsókn- armenn höfðum farið með menntamál bæði í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thoroddsens og tekist vel til.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.