Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Síða 11
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. 11 Utlönd Astralíumönnum þykir herferðin gegn eyðni byggjast um of á ótta, of lítið á upplýsingum. Ástralíumenn mótmæla herferð gegn eyðni Fjölmargir Ástralíumenn hafa mót- mæltharðlega auglýsingaherferð gegn sjúdómnum eyðni sem hófst i áströlsk- um fjölmiðlum síðastliðinn mánudag. Yfirmaður stærsta eyðnisjúkrahúss landsins er meðal þeirra sem fundið hafa að herferðinni, segir hana vissu- iega vekja ótta fólks en upplýsinga- gildi sé nánast ekkert. Megininntak herferðarinnar er myndir af dauðanum með ljá sinn um öxl. Könnun, sem birt var um leið og auglýsingaherferðin hófct, leiddi í ljós að áttundi hver Ástralíubúi býr við hættu á eyðnismitun vegna kynlífs- venja sinna. Frá því fyrsta tilfelli eyðni var sjúk- dómsgreint í Ástralíu, árið 1983, hafa 238 Ástralíubúar látist af völdum sjúk- dómsins. Læknar telja að við lok þessa áratugar verði fjöldi fómarlamba eyðni orðinn yfir þrjú þúsund. Áætlað er að auglýsingaherferðin gegn eyðni muni kosta um níutíu milljónir íslenskra króna. Krúnufjölskyldan sjái um sig sjálf Karl Bretaprins lýsti nýlega þeirri skoðun sinni að þreska krúnufjöl- skyldan ætti ekki að þiggja fjárfram- lög frú breska ríkinu framvegis því hún gæti sem best lifað af afrakstri eigna sinna. Eignir þessar gáfu af sér hátt á þriðja tug milljóna íslenskra króna á síðastliðnu ári. Á síðastliðnu ári greiddi breska ríkið krúnufjölskyldunni sem nemur liðlega þrjátíu milljónum ísleuskra króna í laun. Telur Karl ríkislaun gera krúnu- fiölskylduna að leikbrúðum stjóm- málamanna. Prinsinn minntist hins vegar ekki á framlög ríkisins til rekstrar krúnunn- ar en á síðasta ári greiddi ríkið kaup á tveim nýjum þotum fjölskyldunni til afhota svo og var greidd endumýjun á lystisnekkju drottningarinnar. Leiðtogar Verkamannaflokksins í Bretlandi hafa fagnað þessum ummæl- um prinsins og segja það tímabært að nú gefi krúnufi ölskyldan tekjur sínar upp svo hægt verði að skattlegja þær. Nýir ítalskir dömuskór frá „Susan ^ leður, leðurfóðraðir oq með leðursóla. Teg. 904. Litir: svartur, gulbrúnn og perluhvitur. Stærðir: 38-42. Verð kr. 2.500. Teg. 905. Litir: svartur, hvitur og blár. Stærðir: 37-41. Verð kr. 2.500,- Teg. 260. Litir: svartur og hvitur. Stærðir: 38-42. Verð kr. 2.500,- Teg. 906. Litir: svartur og mógrár. Stærðir 38-42. Verð kr. 2.500,- Skóbúðin, Snorrabraut 38, sími 14190. fyrir unga jafnt sem aldna, í leik og starfi. Verð frá kr. 2.520 Almennar tölvur....frákr. 740 Skólatölvur.......frá kr. 1.600 Basic tölvur......frá kr. 3.800 Strimlavélar......frá kr. 3.700 25% afsláttur af öllum úrum næstu daga Mikið úrval. Verð frá kr. 825*00 UMBOÐIÐ, LAUGAVEGI 26 - SIMI 21615 § í ■ * # \ ) ? .i/ v i ' - \; i !!é::,:;£' 4‘ ||

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.