Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 9. APRlL 1987. SÖLUMENN Tveir sölumenn óskast nú þegar, eingöngu vanir koma til greina. Verða að hafa eigin bíl. Góðirtekjumöguleik- ar fyrir rétta aðila. Upplýsingar í síma 76650. SKATTSKRÁ REYKJAVÍKUR FYRIR ÁRIÐ 1986 Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskattsskrár fyrir árið 1986 liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur 9. apríl - 22. apríl 1987 að báðum dögum meðtöldum kl. 10 til 16 alla virka daga nema laugardaga. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast þótt álögð gjöld séu birt með þessum hætti. Reykjavík, 8. apríl 1987. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. VANTAR I EFTIRTALIN HVERFI Baldursgötu Bragagötu Sólheima 1-23 Goðheima Aðalstræti Garðastræti 20 - út Hávallagötu 1-17 Barðaströnd Víkurströnd *************** AFGREIÐSLA ÞverholtiH - Sími27022 /-............ Þú erl öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkar og margt fleira. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. JhuisCopcc EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Ármúla23 - Sími (91)20680 Oifá orð um menningu og listir „Spurningin er ekki hve miklu við eigum að ausa í listafólk heldur hvort við eigum að gera það.“ Varðandi nýafstaðið málþing Al- þýðubandalagsins um þessi tvö þjóðfélagsfyrirbæri langar_ mig til þess að segja nokkur orð. Á fundin- um voru flutt 14 framsöguerindi, meðal annars af 5 snapvísum lista- mönnum sem höfðu það eitt sammerkt að vera með útrétta lófa. Hver um sig reyndu þeir að leiða rök að því að ríkinu bæri skylda til að sjá þeim farborða. Rökin voru hver öðrum fáránlegri. Lítum á nokkur þeirra. Rök hagsmunahópanna „Leiklistarmaðurinn“: „Skapandi listir krefjast fjármagns." „Rithöfundurinn": „Á 13. öld mun flokkur manna á íslandi hafa haft saganritun að aðalstarfi. . . það er enn uppi á teningnum núna að við getum ekki reiknað með neinni bók- menntalegri sköpun af viti á þessu landi án þess að hér séu starfandi í fullri vinnu sæmilega margir at- vinnurithöfundar. “ „Kvikmyndagerðarmaðurinn": „Við höfúm rétt á að sjá íslenskar kvikmyndir jafnt sem erlendar og því ber ríkinu að styrkja íslenska kvikmyndagerð" (leturbreyting mín). Skoðun mín er að vísu sú að um- ræða þessi eigi að fara fram á öðrum vettvangi en meðal listamanna sjálfra en lítum eigi að síður á það sem þeir hafa ffarn að færa. Listin lifir góðu lífi án fjár- austurs Leiklistarmaðurinn hefur á réttu að standa. Skapandi listir krefjust Qármagns. En það að lifa lífinu krefst líka fjármagns. Það réttlætir ekki að ríkið eigi að halda lista- mönnum uppi. Rithöfundurinn fer með hreint fleipur. Sagnaritarar 12. og 13. aldar höfðu hverfandi ef þá nokkrar tekjur af list sinni. Mönnum var borgað fyrir að rita upp sögur og þeir höfðu það ef til vill að aðalstarfi en sjálfir sagnaritaramir skrifuðu eingöngu sér til ánægju og yndisauka. Flestir höfðu þeir það að aðalatvinnu að vera bændur, höfðingjar eða prestar. Og ekki nutu þeir góðs af opinberum KjaUajim Charles Egill Hirt heimspekinemi styrkjum. Ef út í það er farið hafa fæstir listasnillingar sögunnar notið opinberra styrkja. Margir hveijir bjuggu við meiri eymdarkjör en nokkur íslendingur í dag þekkir af eigin raun. Þannig var málum hátt- að hjá Van Goch. Þannig var málum háttað hjá Beethoven. Þannig var málum háttað hjá Shakespeare. Það er því hjákátlegt þegar listamenn í nútima velferðarþjóðfélagi tala um „píslargöngu milli ráðamanna“ til að sníkja fé. Já, listamennið á bágt! Með öðrum orðum er óþarfi að hlúa að listinni. Hún mun lifa og dafiia svo lengi sem mannskepnan hefúr þörfina til að athafna sig. Um rök kvikmyndagerðarmanns- ins vil ég fara sem fæstum orðum því ég skil þau ekki. List án áhorfenda er dauð list Til þess að fá rétt svör verður að spyrja réttra spuminga. Á málþingi Alþýðubandalagsins var röngum spumingum varpað ffam. Spuming- in er ekki hve miklu við eigum að ausa í listafólk heldur hvort við eig- um að gera það. Einhver kann að segja: „Þá stendur góð list ekki und- ir sér og deyr.“ En ef hún stendur ekki undir sér þá er það vegna þess að ekki em nógu margir „neytend- ur“ eða áhorfendur tilbúnir að borga fullt verð fyrir hana. Hví á að láta hina sem áhugalausari (og fjarlæg- ari) em um til dæmis leiklist eða óperur (eða, ef út í það er farið, stein- hrúgur á miðju gólfinu á Kjarvals- stöðum) borga brúsann? List án áhorfenda er dauð list. Það má því segja að áhorfandinn sé jafn- nauðsynlegur og listamaðurinn. I dag er reynt að bjarga deyjandi list- um með fjárframlögum en það er ekki nóg ef áhorfendur vantar. Til þess að leysa þennan vanda má ætla að sömu aðferð verði beitt, nefnilega að borga áhorfendum fyrir að mæta. Charles Egill Hirt „Það er þvi hjákátlegt þegar listamenn i nútíma velferðarþjóðfélagi tala um „píslargöngu milli ráðamanna" til að snikja fé. Já, listamennið á bágt!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.