Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. Tilkynningar Námskeið í djúpslökun geimfara Fræðslumiðstöðin Þrídrangur verð- ur með helgamámskeið í djúpslökun dagana 11.-12. apríl. Leiðbeinandi er Gunnhildur H. Axelsdóttir og fylgir námskeiðinu slökunarsnælda og lesefni. í námskeiðinu eru hvíldarþjálfun sovéska læknisins Dr. A. G. Odessky gerð ítarleg skil. Þessi slökunarað- ferð, sem var sérstaklega hönnuð fyrir sovéska geimfara, er talin með- al fremstu aðferða til tauga- og vöðvaslökunar. Hún byggir á áhrifa- mætti sjálfsefjunar, öndunartækni úr þjálfunarkeríi jóga og ákveðinni tónlist sem hefur sjálfkrafa slökun í för með sér. Rannsóknir á áhrifum djúpslökunar hafa leitt í ljós að ein- staklingar sem iðka aðferðina reglu- lega geta náð alhliða slökun á aðeins örfáum mínútum. í þessu helgarnámskeiði em kenndar leiðir til að bæta sjálfsí- mynd einstaklingsins, efla sjálfs- traust hans og yfirvinna neikvæða mótun úr bernsku. Jafnframt er fjall- að um mikilvægi ímyndunaraflsins sem tæki til sjálfsþroskunar og kosti þess að mynda „innri ráðgjafa“. 1 lok námskeiðsins eru síðan kynntar fyr- irbyggjandi aðferðir gegn streitu, eins og t.d. lífeflisæfingar og færsla sálrænnar dagbókar. Innritun og nánari upplýsingar er á kvöldin í síma 671168. Þátttaka er öllum heim- il. Sjálfsmyndir sænskra Ijós- myndara í Norræna húsinu Að sýningu þessari stendur fyrir- tækið DOG í Stokkhólmi, en það er í eigu sex ljósmyndara og hafa þeir að markmiði að dreifa þekkingu á Ijósmyndalist í háum gæðaflokki með því að gefa út ljósmyndabækur og gangast fyrir ljósmyndasýningum ásamt fleiru í þeim dúr. Að þessu sinni leituðu þeir til 24 ljósmyndara, sem ýmist eru þekktir og mikilsmetnir í Svíþjóð eða ungt fólk, sem hefur ekki enn áunnið sér nafn í ljósmyndaheiminum. Af þeim svöruðu 22 kallinu og sendu myndir eftir að hafa fangið árs frest til þess að vinna þær. Myndirnar eru mjög margvíslegar, en sameiginlegt þema þeirra er, að þetta eru allt sjálfs- myndir. Sýningin stendur yfir til 21. apríl og er opin á venjulegum opnunar- tíma Norræna hússins kl. 9-19 á virkum dögum og 12-19 á sunnudög- um. Aðgangur er ókeypis. Heiti potturinn Jazzklúbbur Dagskrá í mars-maí 1987. JAZZ hvert SUIMNUDAGS- KVÖLD kl. 9.30 i DUUSHÚSI. Komdu i Heita pottinn! Sunnudagur12/4 Kristján Magnússon og félagar. Sunnudagur 26/4 Tríó Guðmundar Ingólfssonar. Sunnudagur 3/5 Stórsveit Kópavogs (Djassband Kópavogs). 18 manna stórsveit („big band") undir stjórn Árna Scheving. FISCHERSUNDI SlMAR: 14446 - 14345 Kanadíska Ijóðskáldið John Flood í Norræna húsinu Fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.30 les kanadíska ljóðskáldið og útgefand- inn John Flood úr verkum sínum í Norræna húsinu. John Flood er þekkt ljóðskáld í heimalandi sínu og kom fyrsta ljóða- bók hans út árið 1976 undir nafninu „The Land They Occupied" þar sem hann yrkir um frumbyggja Norður- Kanada. Tíu árum seinna kom önnur ljóðabók frá hans hendi, „No Longer North“ og þótti hún staðfesta fyrri afstöðu skáldsins til norðursins; hann dregst að því og hefur andúð á því í senn. Hann hlaut verðlaun fyr- ir tvær bækur sínar árið 1986, en auk skáld- og kennarastarfa rekur hann útgáfufyrirtækið Penumbra Press, sem einnig hefur hlotið alþjóðleg verðlaun, „The Georg Wittenborn Award of Excellence“, fyrir útgáfu listaverkabóka. Ferð Johns Flood hingað til lands er styrkt af hinu opinbera í Kanada (The Departement of External Affa- ires of Canada). Ljóðalesturinn hefst sem fyrr segir kl. 20.30 á fimmtudagskvöld og eru allir velkomnir. Söngskemmtun Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda söngskemmtun á vegum Tónlistarfélags fsafjarðar í sal grunnskólans á Isafirði laugardaginn 11. apríl næstkomandi’ kl. 15.30. Á efnis- skránni eru lög eftir Gluck, Pergolesi, Hugo Wolf, Richard Strauss og Benjamin Britten. Pundir Kvenfélag Breiðholts heldur fund í Breiðholtsskóla mánudaginn 13. þessa mánaðar kl. 20.30. Snyrtivöru- kynning og kaffiveitingar. Spilakvöld Spilakvöld Húnvetningafélagið í Reykjavík. Félagsvist laugardag 11. apríl kl. 14 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Síðasta sinn í vetur. Allir velkomnir. Klúbburinn Þú og ég verður með spilakvöld föstudaginn 9. apríl kl. 20 að Mjölnisholti 14. Afmæli í dag, 9. apríl, á 80 ára afmæli Lilja Kristjánsdóttir frá Dönustöðum, til heimilis að Vallartröð 12, Kópavogi. Hún ætlar að taka á móti gestum á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, eft- ir kl. 19.30 í kvöld. í gærkvöld Kristín Ölafsdóttir skrifstofumaður Ágætur skemmtiþáttur I gærkvöldi horfði ég á fréttimar á báðum sjónvarpsstöðunum eins og ég geri yfirleitt. Markverðastar þar fundust mér fréttimar um ferjuslysið og samningana. Svo sá ég nýja skemmtiþáttinn á Stöð 2 sem heitir Allt í ganni. Leikar- ai-nir Júlíus Brjánsson og Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, eins og flestir þekkja hann, tóku á mót Dóm Ein- arsdóttur hönnuði og Skapta Ólafs- syni sem hér áður var dægurlaga- söngvari. Þetta var ágætur þáttur með nýstárlegu sniði en það voru dálítil læti í Ladda. Þátturinn í takt við tímann var í gærkvöldi í ríkissjónvarpinu eins og Kristín Olafsdóttir. venjulega. Hann fjallaði að þessu sinni um fermingar og talað var við fermingarböm, prest og Didda fiðlu. í heildina hélt þátturinn ekki at- hygli minni nógu vel vakandi. Framhaldsþátturinn um leiksnill- ingana þótti mér með ógeðslegra móti í gærkvöldi. Eftir að sjónvarpið var búið horfði ég á myndina Agnes bam guðs í videotækinu. Eg hef ekki horft jafnmikið á sjón- varp í marga mánuði eins og í gærkvöldi. Á útvarpið hlusta ég lítið en ef ég hlusta á það þá verður Bylgjan eða rás 2 fyrir valinu. Guðbrandur bóndi (Þorvaldur Jónsson) fær sér i aðra nösina. Bóndinn (Birgir Hauksson) í bala með bjórinn sinn (notkunarmöguleiki á tómum fjósum). DV-myndir SG. Siguijón Gurmaissan, DV, Borgamesi Leikdeild Ungmennafélags Staf- holtstungna á um þessar mundir 10 ára afinæli. Af því tilefni var sett upp verk, nokkurs konar afinælisverk, eftir heimamenn. Sýning þessi er byggð á stuttum þáttum er eiga það sammerkt að tengjast á einn eða annan hátt því' lífi og starfi er fer fram í Borgarfjarðar- héraði. Leikgerð þessi er eftir „Brosa“ en nafh þetta er samheiti þeirra er settu verk þetta saman og em það Bjartmar Hannesson, Ragnhildur Ein- Bjartsýni í Borgarfirði arsdóttir, Snorri Þorsteinsson, Andrea Davíðsdóttir og Orðabelgir en það em þeir er þátt tóku í uppfærslunni. Mikið er sungið, leikið og dansað og koma fyrir hin kátbroslegustu atvik og gjaman er vitnað í nánasta um- hverfi og fá sumir bæði föst og laus skot á sig. Hópur sá er að sýningu þessari stendur er vel á fjórða tuginn og sýna margir góð tilþrif. Leikstjóri er G. Margrét Óskarsdóttir og formað- ur leikdeildar Davíð Magnússon, Hvassafelli. Fréttaritari fór á þriðju sýningu og skemmti sér konunglega sem og aðrir og virtist það jafrit hvort sem áhorf- endur vom ungir eða aldnir. Áhorf- endur sátu við borð og fengu kaffi, djús og piparkökur og skapaðist við þetta viss stemning sem hentaði leik- gerðinni mjög vel enda var allur salur Þinghamars (félagsheimilið Varma- landi) notaður í leikgerðinni. Uppselt var á þessa sýningu og að sögn for- manns leikdeildar hefur aðsókn verið góð. Fyrirhugaðar em fleiri sýningar og vill fréttaritari hvetja alla til þess að sjá sýningu þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.