Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987. 29 . Schubert- iade Tónleikar Williams Parker og Dalton Bald- wln á vegum Tónllstarfélagsins i Austur- bæjarbiói 4. april. Efnisskrá: Franz Schubert: Ganymed, Lied eines Schiffers an die Dioskuren, An Schwager Kronos, An die Leier, Promot- heus, Die Schöne Mullerin. Schubertiaden neíndu vinir tón- skáldsins tónlistarkvöld í glöðum, þó kannski stundum angurværum, hópi. Algengt var að Schubert gengi á einum sunnudegi allt upp í sextíu kílómetra frá einni spilamennskunni til annarrar, eða frá Wien til Baden fram og til baka með viðkomu í báð- um leiðum í Heiligenkreuz. Hvort gangan helgaðist af því að garpurinn hefði svo mikla löngun til göngu eða átti ekki fyrir fari með hestvagni hafa menn getað rifist um lengi en alþekkt er að eftir slíkan dag var Schubert meira en tilbúinn til að slá nokkra hljóma að kvöldi í vinahópi. Síðar tóku menn að nefna tónleika með verkum Schuberts eingöngu Schubertiaden. William Parker, sem söng sig inn í hjörtu áheyranda þegar hann kom hingað fyrst, stóð nú í þriðja sinn og flutti ljóðsöngva á vegum Tónlist- arfélagsins. Hann og Dalton Bald- win, meðleikari hans, eru nánast heimilisvinir þar á bæ, svo hvað var eðlilegra en að hafa það svolítið heimilislegt og halda eina Schubert- iade? Listrænn tvíburabróðir Schubertflutningur þeirra var, rétt eins og hvaðeina sem þeir hafa að flytja, sér á parti. Það er sjaldgæft að svo vel fari saman dúnmjúkur en þó afar skýr ásláttur píanistans og einstök raddfegurð söngvarans. Dal- ton Baldwin var hér, eins og endra- Tónlist Eyjólfur Melsted nær, í gervi listræns tvíburabróður þess söngvara sem hann vinnur með. En það er nú líká meira en verðugt keppikefli þegar söngvari eins og William Parker á í hlut. Aðeins á einum stað fannst mér þeir félagar ekki hitta beint í mark. Það var í sjöunda ljóði Malarastúlk- .unnar fögru, Ungeduld. Þar var hraðinn einu broti of mikill til að túlkun söngvarans yrði sannfær- andi. En það hendir jafhvel bestu söngvara á stundum að ofmeta ann- að hvort ástand sitt eða aðstæður. Þó að þeir hafi náð því að flytja umrætt ljóð mjög frambærilega þá bliknaði það við hlið flestra hinna. Flutningur þeirra var nefnilega hreinasta snilld og unnendur góðs ljóðasöngs gengu út í vorblíðuna þakklátir fyrir að fá að upplifa aðra eins Schubertiade. EM „Svanasöng- ur“ á vori Tónlelkar Luðrasveitarinnar Svans í Lang- holtskirkju 4. apríl. Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. Einleikaran Kjartan Óskarsson, Óskar In- gólfsson og Björn Árnason. Á efniskrá: Verk eftir Karl Ottó Runólfsson, Sergei Rachmaninov, Felix Mendelssohn- Bartholdy; R.W. Bowles; Julius Fucik; Giuseppe Verdi og Henk van Lijnschooten. Merki vorsins eru ekki aðeins góða veðrið og lengri dagur heldur líka á tónlistarsviðinu að flestallir, sem heilagri Sesselju þjóna af áhuga í tómstundum sínum, bera árangur þjónustu sinnar á borð fyrir gesti. Lúðrasveitin Svanur varð í þetta sinn einn af fyrstu vorboðunum með sína árvissu tónleika. Tónleikar Svansins eru að vísu meira en árviss- ir því að á aðventu hefur sveitin yfirleitt líka leikið tónleika undan- farin ár. Það er glöggt merki um hversu öflugt starf hennar er. íleitað hefð I efiiisvali hafa lúðrasveitir okkar verið allmjög leitandi á síðustu árum. Við eigum okkur til þess að gera rýra hefð á þessum vettvangi, sé miðað við önnur lönd - kannski sem betur fer. Lúðrasveitir gjalda þess gjaman að herir hafa hampað þeim um langa tíð og hefð þeirra mótast mjög af því. Því hafa margir reynt að finna lúðramúsíkinni ann- an farveg, með misjöfnum árangri. Er þar ýmist leitað á slóðir klassík- urinnar, eða þá í hina áttina, til dægurlaganna. En alltént er lúðra- blástur þó eitt af aðgengilegustu tækifærum sem menn hafa til að taka þátt í alþýðlegu músíkstarfi. A þessum tónleikum var leitað til klas- Tánlist Eyjólfur Melsted síkurinnar án þess að sleppa hend- inni af gömlum og grónum lúðrasveitarhefðum. Það gladdi mig því mjög að heyra að blásaramir ungu í Lúðrasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur virtust vel heima i góðri lúðrablásturshefð. En þeir sló- gust i raðir kollega sinna í Svaninum í tveimur.lögum. Byggt upp innan frá Kjartan Oskarsson kann vissulega að nýta sér það að Svanurinn er vel timbraður. Til að fyrirbyggja allan roisskilning skal tekið fram að hér er átt við að sveitin ráði yfir fjöl- mennum tréblásarariðlum. En mér fannst efhisval fullmikið byggt á þessum þætti, einkanlega á fyrri helmingi tónleikanna. Vit hafði stjómandinn á að velja sjálfan sig til að fara með annað einleikshlut- verkið í konsertþætti Mendelsohns og blés þar ljúft með gömlum lags- bróður, Óskari Ingólfssyni. Bjöm Ámason lék svo stórskemmtilegan fagottleik í „Gamla nöldursseggn- um“ eftir einn mesta lúðrasveitar- mann allra tíma, Julius Fucik. En einleikara má alltaf fá að - skraut- fjaðrir til að stinga í hattinn. Heil- steypt lúðrasveit verður aðeins byggð upp innan frá og það er ak- kúrat það sem Kjartan Óskarsson og liðsmenn Svansins em að gera og með prýðisárangri. EM Meiming Schubertiaden nefndu vinir tónskáldsins tónlistarkvöld í glöðum, þó kannski stundum angurværum, hópi. Það sem af er árinu hafa 7 látist í umferðarslysum. Látnir Skráö Ijón bifreiðatryggingafélaganna Af þessum óhappatölum má sjá, að verulega hefur sigið á ógæfuhiiðina í umferðinni í ár. Eina leiðin til að fækka slysum, er aukin aðgæsla og varúð. Fækkum slysum - í allra þágu! FARARHEILL'87 ATAK BIFREIDATRYGGINGAFÉL AGANNA ÍUMFERÐ Umferðar óhöpp alls Þar af slys 998 56 1275 63 995 52 ? ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.