Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Pólitískt páskafrí Nú fara páskarnir í hönd og almenningur fær kær- komið frí frá kosningaáróðrinum. Frambjóðendurnir sömuleiðis og ættu báðir hópar að vera fríinu fegnir. Kosningabaráttan hefur verið óvenjuströng og hatrömm þessa síðustu daga og sennilega hafa allir gott af því að kæla sig niður og gefa sér tíma til að ná áttum. Ekki veitir af. Síðustu skoðanakannanir benda til mikillar hreyfing- ar og óvissu um úrslit í komandi kosningum. Fylgi sveiflast óvanalega mikið og það jafnvel frá degi til dags. Mjög stór hópur kjósenda er enn óráðinn, stærri en nokkru sinni fyrr svo nærri kosningunum sjálfum. Enginn vafi er á því að tilkoma nýrra flokka hefur þar áhrif. Ennfremur annars konar ágreiningur heldur en áður hefur komið upp á yfirborðið í íslenskum stjórn- málum. Tilfinningahitinn er einnig meiri en fyrr. Af þeirri skoðanakönnun, sem DV birti í fyrradag, má ráða að Borgaraflokkurinn hefur tapað nokkru fylgi frá fyrstu skoðanakönnun. Sú breyting kemur ekki á óvart enda hefur það sýnt sig áður að fyrstu viðbrögð eru sterk þegar slíkir atburðir gerast eins og stofnun Borgaraflokksins var. Hann heldur þó fyllilega í við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag. Framsóknarflokkur- inn er á uppleið enda var það með ólíkindum hversu lágur hann var í fyrri skoðanakönnunum. Mesta athygli vekur þó að Kvennalistinn sækir mjög í sig veðrið og er nú farinn að nálgast tuttugu prósent fylgi og munar þar mestu um mikla fylgisaukningu í Reykjavík. Þetta er því athyglisverðara sem einna minnst hefur farið fyrir Kvennalistanum í því auglýs- inga- og áróðursstríði sem háð hefur verið að undan- förnu. Þá vekur það athygli að Sjálfstæðisflokkurinn er nokkurn veginn með nákvæmlega sömu útkomu og hann hafði í síðustu skoðanakönnun og það þrátt fyrir minnkandi fylgi Borgaraflokksins nú. Aðrir nýir flokkar eiga enn á brattann að sækja. Eins og fyrr segir benda þessar niðurstöður til að kjósendur séu afar óráðnir. Sumir kynnu að halda að flokkarnir þyrftu enn á að halda hverjum degi, hverri mínútu, til að koma málflutningi sínum til skila. Páska- helgin komi þeim því illa. Hitt er þó áreiðanlega nær sanni að hvíldin sem gefst veiti mönnum svigrúm til að hugleiða í friði stöðu þjóðmálanna og draga sínar ályktanir án gegndarlauss og yfirþyrmandi áróðurs í hvert skipti sem útvarp er opnað eða blöðum flett. Yfir- vegun er öllum holl, bæði þeim sem kjósa og hinum sem kjósa skal. Hvað sem líður kosningum og valdahlutföllum og hversu hátíðlega sem frambjóðendur og flokkar kunna að taka sjálfa sig mega menn ekki gleyma því að frá- sögnin af krossfestingu Krists og upprisu hans er öllu pólitísku reiptogi æðra. Við getum verið án einhverrar ríkisstjórnar, við komumst af án tiltekinna stjórn- málamanna. En við getum og viljum ekki glata því haldreipi, því eina haldreipi sem máli skiptir í lífinu - trúnni. I samanburði við hana eru kosningar hjóm eitt og hégómi. Hér er sú ósk sett fram að páskahátíðin og sá stundar- friður sem hún veitir megi verða þjóðinni til blessunar þannig að þegar brauðstritið tekur við á nýjan leik eft- ir páskana geti íslendingar kosið sér þá forystu sem þeir verðskulda. Ellert B. Schram Staðið við loforðin um afnám tekjuskattsins á lægri tekjum Fyrir síðustu kosningar gaf Sjálf- stæðisflokkurinn fyrirheit um að tekjuskatturinn á almennum launa- tekjum yrði lækkaður og aínuminn í áföngum. A íyrsta þingi kjörtímabilsins bar ég og fleiri þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fram tillögu um fram- kvæmd þessarar skattalækkunar og var hún efnislega samþykkt. . Þessar vikumar er því baldið fram í kosningabaráttunni að þessi loforð í skattamálum hafi verið svikin. Ekki hafí verið staðið við gefin fyrir- heit af hálfu sjálfstæðismanna. Slíkar fullyrðingar eru á engum rökum reistar. Þær eru ósannar. 93.000 greiða engan tekju- skatt Staðreyndin er sú að í sumar mun álagður tekjuskattur verða 1,6—1,'7 milljörðum króna lægri en hann hefði verið samkvæmt þeim skatta- lögum sem giltu í upphafi kjörtíma- bilsins. Þar að auki munu aðeins 13% greiðenda tekjuskattsins borga 68% af upphæð hans. Það sýnir að þessi skattur hefur verið lækkaður á tveim þriðju skattborgara - þeim efnaminnstu með lægstu tekjumar. Enn má minna á það að 93.000 allra framteljenda í landinu borga nú engan tekjuskatt. Það er meira en helmingur allra þeirra sem telja fram til skatts. Þetta er enn eitt sannindamerkið um að við afnám skattsins á almennum launatekjum hefúr verið staðið. Takmarkinu náð A Alþingi í vetur vom gerðar mik- ilvægar breytingar á skattalögunum. I þeim fólst að almennar launatekjur verða að heita má tekjuskattslausar við álagningu skatta í sumar. Og eftir að staðgreiðslan byrjar um áramótin mun hvorki tekjuskatt- ur né útsvar greiðast af almennum launatekjum. í því felst gífurleg breyting því útsvar bjnja menn að greiða í dag af mjög lágum tekjum. 60-80.000 kr. verða skatt- frjálsar Til þess að sýna að hér er ekki um innantómar fullyrðingar að ræða, heldur staðreyndir, skulu nokkur dæmi nefnd. Þau sýna hvar skatt- leysismörkin verða við álagningu tekjuskattsins í sumar. Það þýðir að af lægri tekjum en þar er greint borga menn engan tekjuskatt í ár. Það sama mun gilda á næsta ári með þeirri mikilvægu viðbót að þá gilda skattleysismörkin líka um út- svarið. • Hjón með 2 börn byija nú ekki að greiða skatt fyrr en af 80.000 kr. mánaðartekjum. • Barnlaus hjón, sem bæði afla tekna, byija ekki að greiða skatta fyrr en af 66.000 kr. mánaðartekjum. • Bamlaus hjón, þar sem annað aflar teknanna, byija ekki að greiða skatta fyrr en af 60.000 kr. mánaðartekjum. • Einstætt foreldri með 2 böm undir 7 ára byijar ekki að greiða skatta fyrr en mánað- artekjumar eru orðnar 60.000 kr. Þessi dæmi sýna það svart á hvítu að með skattalagabreyt- ingu þeirri, sem Sjálfstæðisflokk- urinn beitti sér fyrir á síðasta þingi, verða almennar launatekj- ur tekjuskattsfijálsar - eins og lofað hafði verið. Kjal]aiirm Gunnar G. Schram alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn vita og í því felst veruleg kjarabót fyrir marga. I árslok verður staðgreiðslukerfi skatta tekið upp. Það er meðal ann- ars gert fyrir hvatningu launþega- samtaka landsins í kjarasamningun- um í fyrra. Það gerir allt skattkerfið réttlátara og einfaldara. Og í því felst skattalækkun fyrir þá tekjuminni svo sem útreikningar Þjóðhagsstofh- unar sýna. Skattleysismörk einstaklinga Af 33.000 kr. mánaðartekjum ein- staklings munu engir skattar greið- ast, hvorki útsvar né tekjuskattur. Persónuafsláttur verður 11.500 kr. fyrfr alla. Það þýðir að skattar af 50.000 kr. mánaðarlaunum einhleyp- ings verða aðeins 6.000 kr. „Staðreyndin er sú að í sumar mun álagð- ur tekjuskattur verða 1,6-1,7 milljörðum króna lægri en hann hefði verið samkvæmt þeim skattalögum sem giltu í upphafi kjör- tímabilsins.“ »- ég held að dæmin hér að ofan um skattlausar tekjur - 60 til 80.000 i á mánuði hjá hjónum - séu vel innan þeirra marka sem álitnar eru almen ar launatekjur“. Og eftir að staðgreiðslan byijar um áramótin verða þær einnig útsvarsfijálsar. Menn geta raunar velt því fyrir sér hvað eru almennar launatekjur. En ég held að dæmin hér að ofan um skattlausar tekjur - 60 til 80.000 kr. á mánuði hjá hjónum - séu vél innan þeirra marka, sem álitnar eru al- mennar launatekjur. í staðgreiöslunni felst lækkun Þetta ár er skattlaust eins og allir Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú að við loforðin um afnám tekju- skattsins á almennum launatekjum hefur verið staðið. Fullyrðingar um hið gagnstæða eru rangar, eins og ofangreind dæmi sýna. Við Islendingar erum nú sú þjóð sem lægsta tekjuskatta berum af öll- um þjóðum Evrópu. Það er árangur sem vert er að muna eftir. Gunnar G. Schram. Greinarhöfundur skipar 5. sætiö á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.