Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 15 Tímamot Ég hef af athygli íylgst með þeim kynslóðaskiptum sem átt hafa sér stað í íslensku þjóðfélagi nú undan- farið. Kynslóð sú, sem hafði slitió bamsskónum á ámnum fyrir stríð, hefur smám saman verið að draga sig í hlé frá erli athafnalífsins. Ný yfirstétt Svo virðist sem skipulagðar, sam- hentar kh'kur hafi náð að yfirtaka völdin í stjómmálaílokkunum og teygi anga sína inn í lykilstöður i þjóðfélaginu. Þessar valdaklikur beita harðskeyttum aðferðum og eira engu. Sjálfstraustið er gífurlegt en minna fer fyrir hugsjónunum þeg- ar á hólminn er komið. Þessir hópar hafa þvert á kröfur tímans í raun magnað upp ofríki flokksræðis og gripið til tvíhyggju öfgahópa á vinstri og hægri væng stjórnmála til að réttlæta þversagnir sínar. Sauðargærunni kastað Almenningur, sem í eðli sínu er friðsamur og góðgjarn, hefur látið sér þetta lynda en undir niðri hefur búið óánægja með framvindu mála. Mælirinn fylltist er fomstusveit Sjálfstæðisflokksins kastaði sauð- argæmnni. Fólkinu í landinu þótti nóg komið af svo góðu og Borgara- flokkurinn varð til, flokkur fólksins fyrir fólkið. Sú afstaða gömlu flok- kanna að fólkið væri fyrir flokkinn beið skipbrot. Kröfurtimans Það eru fleiri ástæður en djúpstæð lýðræðiskennd þjóðarinnar og löng- KjáUaiim Benedikt Bogason verkfræðingur un til að lifa í þjóðfélagi kærleika og mannúðar sem liggja að baki hinni gífurlegu athygli og áhuga sem Borgaraflokkurinn hefur vakið hjá þjóðinni. Almenningur skynjar kröf- ur tímans - strauma sem ekki virðast ná inn fyrir virkismúra valdahóp- anna. Hröð þróun Tækniþróun síðustu ára hefur æ meir beinst inn á þróun sjálfvirkra kerfa, byltingarkennd þróun hefur orðið í tölvum og notkun þeirra og notkun vélmenna er á næsta leiti. Með lítilli viðdvöl á iðnaðaröld höfum við tekið stökk inn í upplýs- ingaöld þar sem þekking hvers einstaklings er grundvöllur góðs ár- angurs. Vinnuþrælkun burt Fólk skynjar að gífurlegar breyt- ingar em framundan í atvinnuhátt- um landsmanna, ný störf myndast við það að gömul störf leggjast nið- ur. Þessi framvinda auðveldar Borgaraflokknum að ná því mark- miði sínu, að dagvinna nægi til eðlilegs framfæris og hægt sé þar með að útrýma þessari vinnuþrælk- un sem er við lýði í mörgum starfs- greinum. Full atvinna tryggð I þessari þróun verði lögð aðalá- hersla á að full atvinna verði tryggð fyrir alla, þannig að við losnum við það mein, sem hefur verið að grafa um sig í ýmsum nágrannalöndunum að stöðugt atvinnuleysi festi rætur. Það hefur smám saman valdið því að stór hluti ungs fólks fær enga atvinnu. Það leiðir til vaxandi von- leysis og firringar hjá fólki framtíð- arinnar með hörmulegum afleiðing- um, fíkniefnaneyslu, uppþotum og fleira þess háttar. Hver og einn hefur sitt kjörsvið. Þjóðfélagið þarf að hjálpa fólki til að finna það með öflugri starfs- fræðslu og öðrum skipulögðum aðgerðum, s.s. verkmenntun. Tómstundir - atvinna Hin Qölbreytta menningarstarf- semi atvinnu- og áhugamanna í landinu líður víða mjög fyrir fjár- skort. Ur þessu vill Borgaraflokkur- inn bæta og bendir á að oft er bilið lítið á milli áhugastarfsemi og at- vinnumennsku. Sama gildir um tómstundaiðju sem oft leiðir til sköp- unar söluvöru. s.s. minjagiipa. svo og íþróttastarfsemi, sem smám sam- an er að ná til allra, ungra sem gamalla, að óglevmdum stórkostleg- um árangri í íþróttum fatlaðra. Við í Borgaraflokknum teljiun að Qárfesting f þessum málum sé til far- sældar og skili sér nú þegar og í framtíðinni. Einkaframtak Að öðru jöfnu skilar starfsemi í höndum félaga eða einstaklinga betri félagslegum árangri en það sem hið opinbera stendur fyrir. Auk þess virkjast miklu betur starfskraftar einstaklinga á þeim vettvangi, þeim sjálfum til ánægju og gjarnan til betri nýtingar á fjármunum. Vágestur Kostur á fjölbreytni á vali heil- brigðs tómstundastarfs og vel útfærð fræðsla í skólum er besta vörnin gegn því að ánetjast fíkniefhum. Hvergi má slaka á árvökru starfi til að stemma stigu við þessum vágesti og efla með fjái-veitingum og aukn- um mannafla starfsemi þeirra stofn- ana sem hafa með þessi mál að gera. Mannúðarsiefna Borgaraflokkurinn telur að ekki sé nóg að veita æskunni góða að- stöðu til menntunar og kosningarétt 18 ára. Það verður að veita henni tækifæri til að njóta sín í starfi og leik. Á það mun Borgaraflokkurinn leggja þunga áherslu. Borgaraflokkurinn vill vinna að heill allra einstaklinga í samræmi við hag heildarinnar. Hann setur virðinguna fy-rir einstaklingnimi í öndvegi því að mannúðin er sál menningarinnar Benedikt Bogason Greinarhöfundur er i 4. sæti ó lista Borg- araflokksins í Reykjavik) „Það eru fleiri ástæður en djúpstæð lýð- ræðiskennd þjóðarinnar og löngun til að lifa í þjóðfélagi kærleika og mannúðar sem liggja að baki hinni gífurlegu athygli og áhuga sem Borgaraflokkurinn hefur vakið hjá þjóðinni.“ Óhugnanlegar starfsaðferðir Alþýðubandalagsins Stjómmálaflokkarnir fengu ný- lega tækifæri til þess að kynna sig í sjónvarpi. Flestum flokkunum tókst þetta þokkalega á þeim tuttugu mínútum sem þeir fengu til umráða. Kynning Alþýðubandalagsins skar sig þó úr. I stað þess að beita sér að þvi að kynna flokkinn greip þetta bandalag óánægjunnar til þess örþrifaráðs að leita uppi verstu myndir sem þeir gátu fundið af ýmsum andstæðing- um sínum í stjómmálum og reyna að gera þá torkennilega sem and- stæðinga fólksins. Þessi málflutn- ingur og aðferðin við hann hlýtur að vekja óhug allra hugsandi manna. Ég hefi oft sagt að ég óttaðist ekki Alþýðubandalagið í kosningum ef það bara kynnti sína stefnu. Þá væri það ekki líklegt til að fá mörg atkvæði. Ef til vill hafa þeir farið nærri því með þessari kynningu. Flokkakynning Flestir flokkanna notuðu tæki- færið til þess að kynna flokkinn og steíhu sína. En Alþýðubandalagið valdi sérstaka leið. I þætti þess var reynt að gera ákveðna einstaklinga tortryggilega og til þess valin sú leið að birta af þeim verstu myndir sem unnt var að finna. Myndirnar af Sverri Hermannssyni og Birgi ísleifi voru furðulega valdar. Auðvitað lýsa svona vinnubrögð best þeim sem þau vinna. Þessi þáttur Alþýðubandalagsins var ekki nein mistök af hugsunar- leysi. Hann var vafalaust þaulhugs- aður. Athyglisvert við málflutninginn er þetta: 1. Birtar em myndir af andstæðing- Kiallariiin Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur um í stjórnmálum og valdar þær langverstu myndir sem unnt er að finna. 2. Reynt er að krossfesta einstakl- inga, draga þá fram sem slíka og ráðast að þeim. 3. Reynt er að búa til óvini handa fólkinu - gamalkunn aðferð. Þjóðin á að skilja að hún þarf að vara sig á þessum mönnum. 4. Vinnubrögðin minna á aðferðir nasista. 5. I kynningunni komu fram beinar lygar. Þeim, sem ég hefi rætt við. hefur öllum blöskrað þessi málflutningm-. Hvort hér er um örvæntingu að ræða eða einfaldlega það sem koma skal. ef Alþýðubandalagið kemst til valda. skal ég ekki dæma um. Málflutningur Þjóðviljans Þriðjudaginn 7. apríl birtist í Þjóð- viljanum undarleg grein. Undir henni stóð Ö.S. og geri ég ráð fyrir að sjálfur ritstjóri blaðsins. Össur Skarphéðinsson, hafi ritað hana. Greinin lýsir hugarórum ritstjórarns og tengsl við raunveruleikann eru engin. I greininni segir meðal ann- ars: „Flótti Hreggviðs veikir Guð- mund.“ „Hreggviður Jónsson var einn helsti stuðningsmaður Guðmundar G. Þórarinssonar i hinum grimmúð- lega prófkjörsslag þegar Guðmundur bar naumlega sigurorð af frambjóð- anda yngri kynslóðarinnar, Finni Ingólfssyni. Hreggviður hefur nú, eins og kunnugt er, yfirgefið Guð- mund og Framsókn og situr í öðru sæti S-listans á Reykjanesi. Flótti „Rætnar árásir á einstaklinga og keríis- bundnar tilraunir til að skaða persónu þeirra, eins og gert var í flokkakynning- unni, eru sem betur fer einsdæmi í stjórn- málabaráttunni. ‘1 2 3 „Og nú spyr ég ritstjóra Þjóðviljans: Hver er þessi Hreggviður? Ég þekki engan Hreggvið. Ég hef aldrei talað við þennan Hreggvið.11 Hreggviðs hefur veikt Guðmund G. stórkostlega í kosningabaráttunni. Það var á allra vitorði að Hreggvið- ur var einn lykilmanna bak við prófkjörssigur Guðmundar. Hann hafði eigi að síður verið lítið bendl- aður við Framsókn. Guðmundur G. tók hann hins vegar sem dæmi um þann aukna stuðning sem framboð hans myndi færa Framsókn." Svo mörg voru þau orð. Spurning til Össurar 0g nú spyr ég ritstjóra Þjóðviljans: Hver er þessi Hreggviður? Ég þekki engan Hreggvið. Ég hefi aldrei séð þennan Hreggvið. Ég þekki engan sem þekkir þennan Hreggvið. Enginn Hreggviður tók þátt í prófkjöri Framsóknai-flokksins. Hvað meinar ritstjórinn með þess- rmi málflutningi? Annað effii greinar hans er með sama hætti þó of langt mál sé að fjalla um það hér. Mér dettur helst í hug að ritstjórinn hafi verið annað hvort ofurölvi eða hólfsturlaður þeg- m- hann ritaði þetta, nema hvo-t tveggja sé. Fróðlegt væri að vita hvað siðanefnd Blaðamannafélags- ins segir imi þennar Össur frá Leiti. Stjórnmál og virðing Þó á ýmsu gangi í stjómmálum virðist mér málflutningur Alþýðu- bandalagsins hafa algjöra sérstöðu. Menn getui- greint á um leiðir og markmið en þessar baráttuaðferðir eru hraksmánarlegar. Það hlýtur að vera raunalegt fyrir heiðvirt alþýðufólk að eiga sér slika málsvara. Rætnar árásir á einstaklinga og kerfisbundnar tilraunir til að skaða persónu þeirra, eins og gert var í flokkakynningunni, eru sem betur fer einsdæmi i stjómmálabaráttunni. Skrif Þjóðviljans, þar sem spunnin er upp atburðarás án þess að láta sannleikann sig nokkru skipta, em lika sem betur fer nær einsdæmi utan þessa undarlega hóps sem starf- ar fyrir Alþýðbandalagið. En hvað gengur mönnum til með svona vinnubrögðum? Málstaðurinn er ekki mikils virði ef menn grípa til slikra örþrifaráða. Ég er helst á því að þessir menn ættu að leita sér lækninga. Ef þeir leituðu til sálfræðings er ég viss um að niðurstaðan yrði sú að þeir þyrftu á hjálp að halda. Guðmundur G. Þórarinsson Greinarhöfundur er efsti maöur á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.