Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 4
66 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Forsiða bókarinnar. Ný bók Árna Björnssonar um páskana: Afurðahátíð Gyðinga Nú fyrir páskana sendir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur frá sér bók sem hann nefnir Hræran- legar hátíðir. Gleðskapur og guðsótti kringum páska. Þessi bók Árna kemur í beinu framhaldi af fyrri bókum hans um helga daga og virka sem hann hefur verið að semja á undanförnum árum. Þekktust af fyrri bókum er efa- laust Saga daganna sem út kom fyrir nokkrum árum og hefur oft verið endurprentuð síðan. Þar fjallar Árni um alla helstu daga ársins. í síðari bókum hefur hann afmarkað sviðið meira og fjallað ítarlega um einstakar hátíðir og árstíðir. Þar má nefna bók um þorr- ann og aðra um jólahald. En hér fjallar Árni um páskana og hátíðisdagana sem eru tengdir þeim. Langafasta heitir fyrsti kafli bókarinnar. Árni segir frá ærsla- tímanum með bolludegi, sprengi- degi og öskudegi en eftir þá hófst fastan með meinlætum og andakt. Síðan segir frá dymbilvikunni, páskunum og hátíðunum eftir þá. Við grípum hér niður í frásögn Áma af sjálfri páskahátíðinni. Páskar „Páskar eru ekki einungis elsta hátíð kristinna manna, heldur langtum eldri en kristin trú og m. a.s. eldri en Móselögmál. Rætur þeirra eru frá þeim tíma er Hebrear voru hirðingjar og flökkuðu milli bithaga með sauðfé og geitur. Páskar voru þá eins konar afurða- hátíð þeirra eða ,uppskeruhátíð‘ og haldnir til að fagna fæðingu fyrstu lamba og kiðlinga, þegar rétt stóð á tungli. Þetta var á þeim árstíma, sem samsvarar mars-apríl að okkar tímatali. Þá var aftur leyft að borða kjöt, eftir að það hafði verið bannað vikum og jafn- vel mánuðum saman, meðan ærnar voru lambfullar. Þetta tímabundna og hagræna kjötbann, sem minnir á árvissar fiskveiðitakmarkanir Hafrannsóknarstofnunar á síðustu tímum, er rótin að langaföstu krist- Eosturmonath fyrir apríl. Seinna hafa á þýsku málsvæði fundist heit- in Ostarmanoth fyrir apríl og Ostara sem nafn á upprisuhátíð kristinna manna. Af þessu varð rómantískum fræðimönnum á 19. öld ekki skotaskuld úr því að búa til forngermanska gyðju, sem hefði heitið Ostara. Aðrir hafa síðan haft nokkuð að iðja við deilur um tilveru þessarar samgermönsku gyðju. Fornenska og fornþýska nafnið á apríl gæti þó ekki síður verið dregið af austurátt, þegar sólin er einmitt nýbyrjuð að koma upp í háaustri eftir jafndægri á vori. Hvað sem því líður munu Engil- saxar hafa orðið fyrri til að taka upp gamla hátíðarheitið sem nafn á upprisuhátíðinni, og trúboðar þaðan breiddu það út meðal þýskra þjóða á 8. öld. Markalínan lá fyrst milli erkibiskúpsdæmanna Trier- Mainz, sem notaði Ostern, og Kölnar, sem brúkaði Pascha. Frá Köln barst það heiti síðan norður til erkibiskupsdæmisins Bremen- Hamborg, en undir það lágu Norðurlönd þar til um 1100. Síðar sigraði heitið Ostern smám saman víðast hvar í Þýskalandi, en sú breyting náði ekki til Norðurlanda. Orðið páskar sést í nokkrum elstu handritum íslenskum frá því um 1200 og er þar ævinlega í karl- kyni fleirtölu svo sem enn er algengast. Hér skulu tekin íjögur dæmi: Fimmta dag viku reisti Guð Las- arus af dauða, og þá hélt hann ina síðurstu páska með Gyðingum. Guð bauð Moysi vin sínum í lög- máli að gaumgæfa tungltal og halda páska, þá er tungl væri fjór- tán nátta. Það er fyrst í því merkilegt, að páska skal eigi halda fyrr vors en að liðnu jafndægri. Á inum næsta mánaði eftir jafn- dægur skal páska halda. Myndin páskar finnst þó líka sem kvenkynsorð, og er þolfall þá einn- ig páskar.“ inna manna, sem síðar þjónaði ýmislegum tilgangi. Nafn hátíðarinnar á hebresku má einna helst umrita sem pesakh eftir okkar stafrófi. Frummerking þess er talin vera hlaup eða stökk og jafnvel hökt. Það gæti bent til að danslæti og annað hopp og hí hafi verið haft í frammi eins og einatt er í tengslum við alþýðuhá- tíðir. Má í því sambandi minna á ,föstugangshlaup‘ í Evrópu á síð- Árni Björnsson þjóðháttafræðing- ur. asta árþúsundi. Seinna tók orðið að merkja bæði páskalambið og hátíðina sjálfa. Eftir að Gyðingar tóku að stunda akuryrkju, fengu þeir fyrstu bygg- uppskeru sína um svipað leyti og sauðburður hófst. Því var fagnað með hátíð ósýrðu brauðanna. Fyrstu lömbin og fyrstu kornbind- inin urðu því fagnaðarefni samtím- is. Sú hátíð stóð í sjö daga, og ofan á allt saman var ílótti ísraelslýðs ffá Egiftalandi tengdur við hana. Þetta sést greinilega á nokkrum stöðum í Gamlatestamentinu. Loks urðu páskarnir fyrsta hátíð krist- inna manna, haldin til að minnast upprisu Jesú Krists, sem varð á páskahátíð Gyðinga, og jafnframt önnur helsta skírnarhátíð fyrir þá, ha. Nokkrar myndir þess hafa fundist í lágþýskum mállýskum, og sennilega er það komið inn í Norð- urlandamál úr fornsaxnesku eða fornfrísnesku. Á þýsku og ensku málsvæði varð annað heiti þó yfirsterkara. Það Kristur tekinn ofan af krossinum. Islensk mynd á hvalbeini frá því um 1600. sem á íúllorðinsárum tóku kristna trú. Það er því ekki tilviljun, að Síðu-Hallur lét skírast í brunnlæk sínum þvottdag fyrir páska. Hið hebreska nafn hátíðarinnar barst inn í grísku Nýjatestamentis- ins gegnum arameisku og fékk þar myndina paskha. Úr grísku kom það rakleiðis inn í latínu sem pasc- var nafn á gamalli vorhátíð, sem á skylt við átt sólaruppkomunnar og morgunroðans: austur. Því heita páskar á þýsku enn Ostern og East- er á ensku. Beda Venerabilis getur um engilsaxneska gyðju að nafni Eostra í ritinu De Temporum Rati- one. Hún virðist þó helst vera ályktun hans af fornenska heitinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.