Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 22
84
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987.
Söngleikir hafa alltaf verið álitnir sérgrein Bandaríkjamanna en síðustu árin hefur orðið athyglisverð þróun
Bretarnir hafa stormað inn á söngleikja-
markaðinn og tekið hann með trompi
Áratugum saman hafa Bandaríkja-
menn verið taldir sérfræðingar á
sviði söngleikja. Engir hafa verið
taldir komast með tærnar þar sem
þeir hafa verið með hælana og er þá
ekki djúpt tekið í árinni. Rodgers og
Hammerstein, Cole Porter, Gilbert
og Sullivan og ótal fleiri bandarískir
söngleikjahöfundar hafa tröllriðið
leikhúsum heimsbyggðarinnar, eink-
um og sér í lagi hins vestræna heims.
Hér á landi hafa frægustu söngleik-
imir verið fluttir bæði í atvinnu-
mannaleikhúsunum, og þá allt verið
í lagt til að gera sýningarnar sem
glæsilegastar og vandaðastar, og af
áhugamannaleikhúsum úti um allt
land og þá stundum meira af vilja
en mætti.
Annars flokks eftirlíkingar
Sömu sögu má reyndar segja frá
flestum öðrum löndum heimsins. Alls
staðar hafa Oklahoma, West Side
Story, Porgy and Bess og tugir ann-
arra bandarískra söngleikja verið
færðir upp og gert stormandi lukku.
Þó hafa flestir þeir sem samanburð-
inn hafa ekki getað færst undan því
að viðurkenna að þessar uppfærslur
hafa ekki verið annað en annars
flokks eftirlíkingar af uppmnalegu
sýningunum á Broadway. Það sama
hefur meira að segja gilt um söng-
leikjasýningar í háborg leikhús-
menningarinnar í heiminum,
London.
Enskir leikarar hafa jafnan þótt
bera af sem gull af eiri í sinni stétt.
Margir af kunnustu leikurum
Hollywoodkvikmyndanna koma frá
Englandi og enskt leikhúslíf hefur
lengi staðið í meiri blóma en annars
staðar þekkist. En þegar kemur að
söngleikjunum hafa þeir ekki komist
í hálfkvisti við Bandaríkjamennina,
að ekki sé minnst á söngleikjahöf-
undana.
Söngur, dans og taumlaus
íburður
Bandaríkjamennimir hafa öðrum
fremur náð til þeirra sem dýrka söng
og dans og taumlausan íburð. Söng-
leikjahefð virtist reyndar á tímabili
hafa mnnið sitt skeið á enda, svona
í kjölfar hippatískunnar. Menn
gerðu góðlátlegt grín að tappadöns-
urum, dillibossum, heimskum ljósk-
um og lágvöxnum velsmurðum
smjöðmrum með tvírætt bros og óá-
sjálega hormottu.
Með þessum orðum er náttúrlega
fyrst og fremst verið að höfða til
kvikmynda sem gerðar vom eftir
söngleikjunum um miðja öldina og
sýndar hafa verið á sjónvarpsstöðv-
unum tveimur undanfarið.
En síðustu árin hefur komið vem-
leg uppsveifla í söngleikina, reyndar
eins og alltaf hefur gerst öðm hverju.
Breytingin er bara sú að uppsveiflan
hefur komið fram austan megin At-
lantsála, eða í Bretlandi. Þaðan
hefur komið hvert „kassastykkið" á
fætur öðm síðustu árin og þau hafa
verið færð vestur yfir og sett upp á
Broadway, gjarnan með enskum að-
alleikurum og leikstjórum.
Bandaríkjamenn fundu upp
söngleikinn
Þessi þróun hefur vakið mismikla
hrifningu bandarískra leikhús-
manna og gagnrýnenda sem telja að
með þessu sé farið inn á sérverksvið
þeirra, Bandaríkjamenn hafi eigin-
lega fundið upp söngleikinn í sinni
núverandi mynd og framhleypni
Breta sé svona svipuð fyrir þá og
fyrir Islendinga ef Danir tækju
skyndilega upp á því að fara að fram-
leiða skyr í stórum stíl og selja á
alþjóðamarkaði.
Sem dæmi um velgengni bresku
söngleikjanna má nefna að um þess-
ar mundir em tuttugu og tveir
söngleikir á fjölunum á Broadway.
Það tíðkast í New York eins og víð-
ar í heiminum að selja miða á
sýningar á hálfvirði hafi þeir ekki
þegar selst einum til tveimur dögum
fyrir sýningu. Af þessum 22 söng-
Andrew Lioyd Webber, ein meginorsökin fyrir bresku
byltingunni í söngleikjagerð.
Trevor Nunn, enski leikstjórinn sem sett hefur Broad
way á annan endann.
leikjum, sem nú eru í gangi á
Broadway, em aðeins fjórir sem aldr-
ei hafa lent á þessari útsölu. Þessir
fjórir söngleikir em allir breskir.
Hér er um að ræða Les Misérables
(Vesalingamir), Cats, Me and My
Girl og Starlight Express. Þá er ver-
ið að undirbúa tvo aðra breska
söngleiki sem geysimikill áhugi er
fyrir og það em Chess og The Phan-
tom of the Opera.
Tveimur mönnum að kenna
Bandarískir áhugamenn um söng-
leiki telja velgengni Breta á þessu
sviði einkum tveimur mönnum að
þakka (eða kenna). Það em tónsmið-
urinn Andrew Lloyd Webber og
leikstjórinn Trevor Nunn. Þeir eiga,
hvor í sínu lagi eða báðir, heiðurinn
af velgengni allra þessara söngleikja
nema Me and My Girl.
Á sama tíma og ensku söngleikim-
ir troðfylla húsin á Broadway er
verið að fi-umsýna nýja bandaríska
söngleiki sem flestir „falla“ eftir
örfáar sýningar. Og af þeim banda-
rísku söngleikjum, sem ganga
sæmilega í New York, er enginn sem
saminn hefur verið eftir 1965.
Andrew Lloyd Webber ekkert
sérstakur!
Þetta þykir mörgum föðurlands-
Starlight express, Les Misérables, Me and My Girl og Cats hafa verið langsamlega best sóttu verkin á Broadway
þetta leiktímabil.
vininum á Broadway heldur súrt í
broti. Þeir vilja halda því fram að
Andrew Lloyd Webber sé langt frá
því að vera jafnoki snillinganna,
„gömlu mannanna" í faginu, manna
eins og Rodgers og Hammerstein,
Cole Porter og fleiri hvað lagasmíð
varðar. Hann geti óneitanlega barið
saman huggulegar nótur en þetta
geti engan veginn talist sígild lista-
verk.
Það sem „herra Lloyd Webber"
hefur fram yfir ungu bandarísku
söngleikjahöfundana er einungis það
að hann skoðar einstöku sinnum vin-
sældalistana í Melody Maker og
rokkar því upp laglínumar sínar.
Þetta kann yngra fólkið, fólkið sem
mest fer í leikhús, vel að meta og
þess vegna verður aðsóknin svona
góð. Bandarískir söngleikjahöfundar
virðast hins vegar ekki hafa hlustað
á dægurlög síðan Hair var og hét og
eru því alveg komnir úr sambandi
við tíðarandann í tónlistinni, segja
óánægj uraddirnar.
Og fleira finna bandarísku gagn-
rýnendurnir Andrew Lloyd Webber
og söngleikjum hans til foráttu. Eftir
að samstarfi hans og textahöfundar-
ins Tim Rice lauk með Evitu hafi
textum og innihaldi söngleikjanna
hrakað til muna. Þama sé Cats þó
heiðarleg undantekning en í þeim
söngleik byggir Andrew Lloyd
Webber á texta eftir T. S. Eliot.
Eins og japönsku bílarnir
Það eru ekki allir á Broadway jafn-
önugir út í Bretana og gagnrýnend-
urnir sem vitnað hefur verið í hér
að framan. Sumir vilja meina að hin
óvænta og áhrifaríka bylting, sem
orðið hefur í breskri söngleikjagerð,
sé aðeins af hinu góða. Broadway
eigi eftir að endurheimta sinn sess
sem Mekka söngleikjanna. Breska
byltingin kunni hins vegar að verða
amerískum söngleikjaiðnaði sú
vakning og sá hvati sem hann þurfti;
rétt eins og japanska bílaflóðið varð
bílaframleiðendum í Detroit ábend-
ing um nauðsyn þess að breyta bílum
sínum og sníða þá að kröfum og þörf-
um nútímafólks.
Ný tækni
Hver þróunin verður í söngleikja-
heiminum er ekki gott að segja til
um og það hefur kannski ekki svo
mikið að segja fyrir allan almenning
á íslandi hvort háborg söngleikjanna
er austan hafs eða vestan. Hitt er
ljóst að Bretar eru búnir að koma
sér upp höfundum, leikstjórum, leik-
urum og dönsurum sem slá öllum við
á sínu sviði. Þá hefur ekki verið
minnst á tæknihliðina, en ensku
leikhúsin í West End hafa gert hluti,
tæknilega séð, sem ekki hafa sést
fyrr á sviði. I því efhi nefna menn
söngleikinn Time en þar leika engir
aukvisar aðalhlutverkin. Þar skal
fremsta telja þá Cliff Richard, sem
aldrei ætlar að verða eldri en tvítug-
ur, og öldnu kempuna Sir Laurence
Olivier. Sá síðamefndi leikur ekki á
sviðinu í orðsins fyllstu merkingu
heldur er sýnd myndbandsupptaka
af leik hans á þrívíðum skermi þann-
ig að andlit hans birtist tveggja
mannhæða hátt í þrívídd á sviðinu
og vekur þetta tækniundur mikla
athygli áhorfenda.
Þessi bylting á enskri leikhúshefð
hefur orðið til þess að allir Islending-
ar, sem skreppa til Lundúna í
helgarferð eða til lengri dvalar, láta
sér ekki lengur nægja að sjá einn
knattspymuleik, fara á pöbb og
versla í Oxford stræti. Nú þykir það
sjálfsagður liður í Lundúnaferð að
sjá söngleik ef menn vilja vera menn
með mönnum. Og nú standa menn
ekki lengur í biðröð við leikhúsin í
West End til að fá aðgöngumiða á
annars flokks uppfærslu á eftirlík-
ingu af frægu Broadwayverki heldur
eru menn að sjá fyrsta flokks frum-
uppfærslu á „kassastykki“ sem
Bandaríkjamennimir em að reyna
að apa eftir á Broadway.
-ATA