Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 16
78 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Dægxadvöl i>v Vorið á næsta leiti í Grasagarðinum Guðrún Bjarnadóttir garðyrkjumaður hlúir að forsythiunni sem skartar fallega gulum blómum um þetta leyti. DV-mynd KAE I Grasagarðinum í Laugardaln- um eru nú fyrstu vísar að vorinu sýnilegir og farið er að undirbúa vorverkin. Fræ sem sáð var síðast- liðið haust eru farin að skjóta upp kolli og verða væntanlega sett út að mánuði liðnum. Fræin þurfa í fyrstu að fá kuldameðferð og frjósa en þegar nær dregur vori eru þau tekin inn í hús til að plantan nái sér á strik fyrr og þannig má sjá árangur mánuði fyrr en ella. í garðskálanum í Grasagarðinum hafa nokkur tré verið inni í vetur og þar á meðal er trjátegund nokk- ur, forsythia ovata, sem verið er að gera tilraunir með hér. I raun er of kalt fyrir þessa plöntu hér- lendis og þess vegna hefur henni verið skýlt fyrir veðri og vindum í garðskálanum sem þó er ekki upp- hitaður. Með þessum hætti er hægt að herða hana fyrir veðurfarið hér og árangurinn hefur verið mjög góður. Tréð ber nú gul blóm rétt eins og það gerir utandyra um páskaleytið í Danmörku, Svíþjóð og víðar. Dóra Jakobsdóttir, líffræðingur Grasagarðsins, skaut því að, gróðurunnendum til fróðleiks, að forsythian væri af oleaceae ætt eða smjörviðarætt og að aðrar plöntur af þessari ætt væru t.d. sírenur, jasmín og ólífur. Tré meðhúmor í skálanum var einnig eitt lindi- tré sem Dóra sagði að hefði mikinn húmor. Þessi húmor sagði hún að Fræ sem sáð var seint síðastliðið sumar var tekið inn í hús fyrir skömmu og fer þvi að skjóta upp kollinum hvað úr hverju. DV-mynd KAE lýsti sér í því að síðastliðinn vetur hefði linditréð verið haft inni í skjóli, síðan hefði það laufgast snemma og orðið mjög fallegt eins og linditrjám er lagið. Um sumarið var það síðan sett út fólki til augnayndis. en þá brá svo við að linditréð felldi laufin og bjó sig undir veturinn í sjálfum júlímánuði sem er heitasti mánuðurinn á Is- landi. „Og við sem héldum að þá væri hásumar hjá okkur,“ sagði Dóra. Grasagarðurinn í Laugardalnum verður öllum opinn frá og með l.maí. -DH DV-mynd KAE Páskaliljur í breiðum Páskaliljurnar skipa ávallt sinn sess um páskana og einn af þeim sem sér okkur og blómaverslunum fyrir þessum fallegu blómum er Hafberg Þórisson sem rekur gróðrarstöð í Mosfellssveitinni. Þar er nú breiða af um tuttugu og átta þúsund páskaliljum sem bíða þess að leika sitt hlutverk í því að skapa páskastemmningu. Hafberg hefur starfað að garðyrkju frá því hann var þrettán ára en hann byrjaði sem blómasölumaður í Nor- egi, fór síðan í garðyrkjunám og ákvað svo að koma heim og freista þess að setja upp garðyrkjustöð. Vilji fólk vera með páskaliljur í garðinum hjá sér þarf að setja niður lauka að hausti til úti í garði og þá ættu páskaliljurnar að blómstra í apríl/maí. -DH DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.