Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 23
MIÐYIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 85 Blaðamaimámdur með Bowie David Bowie er snúinn aftur, enn eina ferðina. Að þessu sinni til að kjfnna nýja plötu sem kemur út i næstu viku. Upprisan er fagmann- lega tímasett, svona rétt eftir páska- hátíðina. Bowie bauð til blaðamannafundur á hóteli í London á dögunum, eins og óskráð lög gera ráð fyrir þegar eitthvað stendur til. Hann byrjaði fundinn með því að spila lagið Day in Day out ásamt Carlos Alomar, Carmine Rojas og fleirum. Síðan fékk stjaman sérsæti og svaraði spuming- um áleitinna blaðamanna. Hann þurfti eins og gengur að bera til baka ýmsar gróusögur sem gengið höfðu síðustu mánuði. Þannig þvertók hann fyrir að hafa nokkum áhuga á að leika aðalhlutverk í mynd um Frank Sinatra, jafiivel þó Nancy Sin- atra mælti sérstaklega með honum. Hins vegar sagði hann sjálfviljugur frá því að hann færi reglulega í mót- eínamælingu eftir að hafa skipt um rekkjunaut. Stjaman sagði ennlrem- ur að alnæmi væri skelfilegasti sjúkdómur sem hefði heijað á mann- kynið og mælti eindregið með smokkum. Í100borgum Þá var það afgreitt. Blaðamenn snem sér að spumingum um nýju plötuna og ekki síst lék þeim forvitni á að vita um tónleika. Bowie til- kynnti með nokkru stolti að farið yrði í sex mánaða tónleikaferð og spilað í yfir 100 borgum. „Þessi ferð verður ekki síðri en Diamond Dogs tónleikaferðalagið,“ sagði hann. „Eg er með ýmislegt í pokahominu. Það er mikið andríki á nýju plötunni og efnið hentar mjög vel til flutnings á tónleikum." Þegar Bowie er svo beðinn um að líta til baka yfir ferilinn segir hann að fyrsta metsöluplatan sín hafi verið Lets Dance. „Áður hafði ég gert 17 plötur," bætir hann við ög ekki laust við beiskju í röddinni. „Ég kæri mig ekki einu sinni um að segja ykkur hvað Low seldist í mörgum eintök- um.“ Faðir og sonur Allt bendir þó til þess að nýju plöt- unni muni famast vel. Bowie hefur eignast nýja aðdáendur í stað þeirra sem snem við honum baki þegar fyrsta metsöluplatan var í höfh. Son- urinn Zowie fylgir alltént föður sínum að máli. „Honum líst bara vel á margar af plötunum rnínurn," svarar Bowie, aðspurður um áhuga sonarins á ævi- starfi föður síns. „Að vísu er hann hrifnari af Beastie Boys og Run D. M.C. þegar á heildina er litið. Hann veit svo sannarlega hvað hann vill. Ég er ánægður með það svo lengi sem hann fúlsar ekki við nýju plötunni minni!" „Hér kem ég... Culture Club. Safnplata fyrir aðdáendurna. Lista- klúbburinn endurvakinn Meðan fjórmenningarnir í Cult- ure Club húka hver í sínu horni sér Virginútgáfan um að halda aðdáendunum við efnið. Nú er komin út plata sem inniheldur tólf af þekktustu lögum hljómsveitar- innar til þessa. Hún heitir einfald- lega This Time. Af nógu er að taka. Culture Club hefur komið tveim lögum í fyrsta sæti breska vinsældalistans í gegn- um tíðina. Sveitin hefur að auki átt ein sex lög til viðbótar meðal efstu tíu. Do You Really Want to Hurt Me, Miss Me Blind, Karma Chameleon, Its a Miracle-, Time og fleiri slík er að finna á safnplöt- unni. Eitt laganna tólf hefur reyndar aldrei komið út á plötu áður. Það er lagið Love is Love úr myndinni Electric Dreams. Ef marka má síðustu fréttir er Boy George loks að verða eitthvað ágengt í baráttu sinni við heróínið. Hinir þrír vinna allir upp á eigin spýtur. Roy Hay sendir frá sér lag- ið This Way up í maí, Jon Moss vinnur með söngvara Roman Holiday og Mikey Craig er vestur í Bandaríkjunum að taka upp með meðlimum Cameo. Ekkert hefur hins vegar frést af því hvenær Cult- ure Club hyggst taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ekki aprílgabb • Ein bjartasta von Breta í popp- heiminum, THE WOODENTOPS, sendir bráðlega frá sér nýja plötu. Á henni verður að finna þau fimm lög sem hljómsveitin hefur sent frá sér eftir útkomu breiðskífunnar Giant. Þeir sem kaupa ekki plötuna fá ýmisr legt í kaupbæti. Þannig er að finna tvö aukalög á kassettunni, The Last Time og Plutonium Rock. Þeir sem kaupa geisladiskinn eru enn heppn- ari. Þar verður að finna þau sex lög sem koma út á væntanlegri mini LP plötu Woodentops, Straight Eight, í lok mánaðarins. Helgarpopp Þorsteinn J. Vilhjálmsson • MARK ALMOND hefur sent frá sér nýja plötu sem heitir því torræða nafni MOTHER FIST ... and Her Five Daughters. Á plötunni eru tólf The Woodentops hugsa sér til hreyf- ings. lög. Lagið Mother Fist verður fvrst gefið út á smáskífu. • Og gamla brýnið ALICE COOP- ER sendi á dögunum frá sér lagið Teenage Frankenstein sem verður að finna á væntanlegri plötu hans, Constructor. Á bakhlið litlu plöt- unnar er að finna gamalkunnugt lag sem löngum var kirjað við skólaslit. SchooTs Out! • Annar gamalrevndur. TOM ROBINSON. sendi í síðustu viku frá sér nýja breiðskífu. Hún heitir Mid- night at The Fringe og er sú tíunda í röðinni. • JULIAN LENNON hefur svo sent frá sér nýtt lag. Midnight Smoke. Pilturinn mun vera að vinna að stórri plötu en útgáfa hennar hef- ur ekki enn verið tímasett. • Revndar telst framlag NICK KAMEN til tónlistarinnar varla fréttnæmt - og þó. Madonnulagið skaut honum víðast hvar upp á vin- sældalista. Kamen er búinn að senda frá sér sína fvrstu plötu sem inniheld- ur tíu lög. Og eitt þeirra er...jú, revndar. Éach Time You Break My Heart. Það verður að tjalda því sem til er. Smiths og Sheila Á mánudaginn kom út ný smáskífa frá Smiths. Sheila Take a Bow heitir lagið á a-hlið plötunnar. Það var hljóðritað í janúar. Hinum megin eru tvö lög sem voru sérstaklega hljóð- rituð fyrir útvarpsþátt Johns Peel í nóvember síðastliðnum. Smiths eru um þessar mundir í hljóðveri að vinna að upptökum á nýrri breiðskífu. Eins og núgildandi samningur Smiths gerir ráð fyrir kemur platan út undir merkjum Rough Trade. Líkur eru leiddar að því að hún komi út með haustinu. Gripurinn ku eiga að bera nafnið Strangeways Here We Come. Eftir útkomu nýju plötunnar fer svo að styttast í að margumræddur samningur Smiths við EMI útgáfu- fyrirtækið gangi í gildi. Aðdáendurn- ir bíða þeirrar óljósu framtíðar með öndina í hálsinum. Smiths af stað á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.