Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 79 Dægradvöl „Alveg merkilegt hvað getur komið upp úr jörðinni hér á íslandi“ 50 m2 af Suður-Frakklandi Hjá honum Þórhalli Jónssyni í Vorsabænum vorar um líkt leyti og í Cannes í Suður-Frakklandi - að minnsta kosti á það við um gróður- inn í garðskálanum hans sem er hreint ævintýri að sjá. Þórhallur lætur þó ekki mikið yfir því, segir sig hafa dottið óvart á heppileg skil- yrði fyrir gróðurinn. Garðskálinn hans er ekki upphitaður enda segir Þórhallur að plönturnar þurfi að kynnast vetrinum því annars vorar ekki. Með hækkandi sól eykst hitinn smám saman og þannig skapast eðli- legri skilyrði íyrir plönturnar sem allar eru ættaðar frá suðlægari heim- kynnum. „Það er smellið að þrátt fyrir norð- anátt og kalda þá hitar sólin ótrúlega vel ef það bara sést í hana,“ segir Þórhallur og sýnir blaðamanni mynd af sóli böðuðum garðskálanum á meðan kaldur vetrarvindurinn feyk- ir snjónum í allar áttir úti fyrir. Plönturfrá Himalaja Það eru sjö ár síðan garðskálinn var settur upp. „Það mátti telja dag- ana sem við gátum setið úti yfir kaffibolla áður en við byggðum yfir hluta garðsins,“ sagði Þórhallur, „í dag er þetta mest notaða plássið í húsinu.“ Það er margt sem getur vaxið hér á landi þrátt fyrir að landið sé kalt og svalt og margar jurtir eru fluttar hingað til lands frá háfjöllum Hima- laja. Þær jurtir hafa aðlagað sig kaldri tíð og stuttu sumri og hafa gefist vel hér á landi. Stelur senunni hvað af öðru í garðskálanum hjá Þórhalli teygja mörg tré sig upp í loft og vel það og hafa þann skemmtilega eiginleika að geta blómgast - og fátt er fegurra en einmitt tré í blóma. f raun og veru á hver planta sinn tíma og það má segja að þær steli senunni hver frá annarri. Þau blóm og tré sem meðal annars setja svip sinn á garðskálann, blómaáhugafólki til fróðleiks, má nefna stórt rósatré, kóngapelargón- íu, forsythia suspensa, klemantísa (nelly moser), mahognia og alparós. Allar þessar plöntur bera vott um góðan árangur í ræktun og segir Þórhallur það ýmsu að þakka, meðal annars smá „trixum" eins og áburð- argjöf og fleira sem gerir þetta allt svo spennandi. -DH Þórhallur Jónsson er áhugamaður um garð- og blómarækt og hefur komið sér upp garðskýli þar sem gróður vex og blómstrar í takt viö ættingja sina í Suður-Frakklandi. DV-mynd BG Áhuginn í fyrirrúmi Vetrargosarnir og krókusarnir eru komnir í blóma hjá Einari Vernharðssyni og minna mann skemmtilega á páskana og hlýnandi tið. Páskaliljurnar eru aðeins seinni til. DV-mynd BG broddfuru, japansþin, serbíugreni, himalajaeini, lindifuru, thuju og síbris. Margar þessara trjátegunda hafa á sér svo sjaldséð útlit að margur gæti haldið að þær þrifust eingöngu erlendis. Einar þekkir allar jurtirnar með latneskum og íslenskum heitum og mörg afbrigðin hafa nöfn sem kennd eru við þekkt fyrirbæri, eins og til dæmis rósategundirnar sú- perstar og champs-elyseés. Rósirn- ar ræktar hann í gróðurhúsi ásamt dalíum, hortensíum, gullsóp, tóm- atplöntum og fleiri tegundum. Þar er Einar líka með heilmikla til- raunastarfsemi á ræktun upp af fræjum og afleggjurum, bæði blóma, trjáa og matjurta. Stofublómin skipa líka sinn sess og heldur Einar mikið upp á santki pálíu eða pálsblóm sem blómstrar yfir sumarið í fögrum litum. -DH Á Hlíðarveginum í Kópavogin- um er garðurinn hans Einars Vernharðssonar tekinn að lifna við eftir vetrardvalann. Einar er ellilíf- eyrisþegi, kominn hátt á áttræðis- aldurinn, og er einn af þeim sem bera aldurinn aðdáunarlega vel og er svo heppinn að hafa um langan tima haft áhuga á garðyrkju og blómarækt. Nú, þegar vinnan er ekki aðkall- andi, gefst Einari meiri timi til að sinna áhugamálinu en áður. Hann er félagi í Garðyrkjufélag- inu og einn af stofnendum Dalíu- klúbbsins sem fór af stað fyrir tæpum tuttugu árum. Er Einar nú orðinn heiðursfélagi í þeim félags- skap. I garðinum hjá Einari blómstra nú krókusar og vetrargosar sem eru fyrstir til að blómstra eftir vet- urinn og þola þessir smáu laukar vel frost. Fyrir utan krókusana og vetrar- gosana ber mikið á óvenjulegum tegundum sígrænna trjáa í garðin- um hjá Einari, eins og blágreni, Þetta tré er mjög fallegur sígrænn síbris sem er óvanalegur að sjá i görðum hérlendis. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.