Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 69 Vísnaþáttur Vond vísa eins og haltur gæðingur Leirhnoð eins og illt vopn Kosningahríðin er liðin hjá að þessu sinni. Eflaust hafa sumar at- hugasemdir fallið í stuðla og vísur og kviðlingar fallið eins og venju- lega. Það kemur í hlut vísnasafnara framtíðarinnar að huga að uppsker- unni. En samt virðist athugulum mönnum svo sem minna sé um smellnar stökur af því tagi en áður. Ekki eru menn þó hættir að kunna að yrkja en líklega er sá hagleikur ekki jafhmikið hafður á hraðbergi sem áður. Vopnabúnaðurinn er ann- að mál. Ég hef aðeins heyrt einni allbögu- bósalegri stöku flaggað og hún er í þeim búningi að okkur má það varla kinnroðalaust vera. Eréttaritari eins blaðsins í Reykjavík - kann ekki við að nefna það - sendi frásögn af fjöl- mennum kosningafundi úti á landi, þar sem fulltrúar allra framboðs- flokkanna leiddu saman hesta sína. Einn spekinganna hélt hann gæti fært hugsun sína í rím en á því var lítið lag. Hann kunni ekki að yrkja. Eftirfarandi óburður var í gáleysi sendur suður. Allt vill lagið hafa. Vandalítið er að reka nagla í spýtu en það þarf nokkurn hagleik til að setja skeifu á hest. Ekki einungis svo að hún hangi heldur verður og að hafa í huga að festan valdi ekki meiðslum og helti. Visa og hagyrðingur eiga saman. Svona varð útkoman hjá einum frambjóðandanum: Framboðslista hausafjöld finnast hér í slaginn. Það sem aðra tekur öld tekur Albert daginn. Merkingin er auðskilin. Meistari hans og flokksforingi lætur sér ekki vaxa það í augum að gera það á ein- um degi sem aðrir þurfa hundrað ár til að koma í verk. En úr því verður ekki alltaf vísa þótt orðum sé raðað í hæfilega lengd. Til þess að koma saman óbrjálaðri stöku þarf maður að hafa brageyra og lágmarkssmekkvísi. Allt fram á okkar daga sáu flestir viti bornir menn ef þessa algengu gáfu vantaði og því reyndu flestir að æfa sig áður en þeir létu.aðra heyra. Bragfræði- lega er vísan rétt kveðin svona og efni haldið: Rétt að bjóða frama fjöld og finna menn í slaginn, tekur suma eina öld, Albert bara daginn. En leirburður verður þetta eftir sem áður vegna þess að hugsunin haltrar eins og illa hófsærður hest- ur. Höfundurinn er ekki hagmæltur. Getur samt verið gott þingmanns- efni. Mælir hér ekki með sér. - Það, sem er andvana fætt verður ekki lífg- að með rími. Alþingisrímur í öllum sveitum og bæjum á íslandi er til mesti grúi vel gerðra kosninga- vísna og mun ég síðar telja einhverj- ar þeirra fram. Nú ætla ég að grípa ofan í tvær valdar bækur með góðu efni af þessu tagi: Alþingisrímur, sem kenndar eru við Valdimar Ásmunds- son, ritstjóra Fjallkonunnar, og Guðmund skólaskáld Guðmundsson. Sú bók kom fyrst út rétt eftir alda- mótin og þótti mikil gersemi, endur- útgefin 1951. Hina bókina, Þingvísur, tók Jóhannes skáld úr Kötlum saman 1943. Hér verður að- eins gefið bragð, seinna boðið upp á meira. Fyrir og eftir síðustu aldamót var dr. Valtýr Guðmundsson, háskóla- kennari í Kaupmannahöfn, einn af frægustu vígamönnum stjórnmál- anna, við hann var valtískan kennd. Um hann: Glæsimenni Valtýr var, af virðum flestum bar hann. Þó um hann þytu örvarnar, aldrei smeykur var hann. Orðahremmstur þutu þétt, þrumdi í mælsku tólum. Stjómarskútan leið fram létt líkt og vagn á hjólum. Um Albertí Islandsmálaráðherra í Danmörku. Allir mæna á Alberti, ás hins nýja siðar, ætla að renni upp öldin ný öldin ljóss og friðar. Kom þú svo með Fróða-frið, fögur tímans stjarna. Skín þú broshýr vöggu við vorra ungu barna. Lýst fundum á Alþingi. Brandar gjalla góma þar, glymja og ymja salir. Ræður snjallar, stórorðar stökkva af palli mælskunnar. Vísnaþáttur Úr þingvísum Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar og þingmaður Barðstrendinga, var fyrstu tugi aldarinnar einn af mest áberandi stjómmálamönnum lands- ins og tók við ráðherradómi af Hannesi Hafstein 1909. Þá var ort: Sparkliðið er sprækast hér að spyrna móti vinum, og reyna það sem aumast er: andskotast í hinum. Jón Þorkelsson Forni, hinn kunni fræðimaður og skáld, þótti nú stund- um óstöðugur í pólitíkinni og ekki alltaf á hann treystandi. Um það fjalla þessar tvær vísur: Þegar valdalystug ljón lögðu Björn að velli, dragsúgurinn dr. Jón drap í hárri elli. Bilaði Forna kjaftakvörn kenndi súgs á þingi. - Annars væri ennþá Björn okkar þjóðhöfðingi. Eiríkur Einarsson frá Hæli var lengi þingmaður Árnesinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var vin- sæll maður innan þings og utan, út íyrir öll flokkamörk. Hann orti margar smellnar þingvísur. Hey- brækur nefndi hann eina þeirra: Þessar brækur þekkti ég best þurrar í rjáfri hanga. Þær hafa nú á þingi sést, þykjast menn og ganga. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. PASKA ■g&gs&'". «*" Á^sstöð^- sjónwarp , ( ,kl 20-23-30 ^ðuilokk5105- Opið frá „ a uegoo1 A'PV ■rléndun1 <**$£***0‘'í , /M" 0 “ .„öll"'"5®1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.