Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 9. MAI 1987. Stjómmál Samstarfsvilji milli Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks afstaða Alþýðubandalagsins til nýsköpunarstjómar og samruna við Alþýðuflokk hitamál miðstjórnarfundar Hugur forystumanna Alþýðubanda- Jagsins til hugmyndar um nýsköpun- arstjóm og sameiningu við Alþýðu- flokk með stofhun nýs jafnaðar- mannaflokks virðist hafa snúist í lok síðustu viku. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, ræddi fyrstu dagana eftir kosningar við alþýðu- bandalagsmenn, þeirra á meðal Svavar Gestsson formann, ekki aðeins um samvinnu flokkanna í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokki heldur einnig um sammna þeirra. Fálega var tekið í hugmyndir for- manns Alþýðuflokksins og þeim nánast haifnað. Alþýðubandalagið virtist ekki tilbúið að taka þetta mál til umræðu. Boltinn fer að rúlla Nokkrum dögum síðar, í kringum 1. maí, hátíðisdag verkalýðsins, var komið allt annað hljóð í strokkinn. Hugmyndin hafði náð hljómgrunni hjá verkalýðsforingjum í Alþýðu- bandalaginu. Snjóboltinn var farinn að velta. Kunningjar við samningaborð vinnumarkaðarins, verkalýðsleiðtog- ar í Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Sjálfstæðisflokki og forystumenn Vinnuveitendasambandsins, hafa markvisst unnið að því alla þessa viku að afla hugmyndinni um nýsköpunar- stjóm fylgis. Umræðan er einnig komin á fullt í forystusveitum flokkanna. Alþýðu- flokksmenn leiddu hana í fyrstu. Forystumenn í Alþýðuflokki virðast hafa hringt skipulega í þingmenn og aðra áhrifamenn í Alþýðubandalagi. Formenn flokkanna þriggja, Þor- steinn Pálsson, Jón Baldvin Hanni- balsson og Svavar Gestsson, em taldir hafa verið í nær daglegu símasam- bandi um nýsköpunarstjóm allt frá síðustu helgi. Forystumenn VSÍ talsmenn nýsköpunar Þorsteinn Pálsson er fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins. Tveir eftirmenn hans, Magnús Gunn- arsson og Þórarinn V. Þórarinsson, em sagðir með dyggustu talsmönnum nýsköpunar þessa dagana, einnig Víg- lundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Vilhjálmur Egilsson, nýorðinn fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins, áður hagfræðingur Vinnuveitendasam- bandsins, varaþingmaður og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur lýst sig andvígan samstarfi við Framsóknarflokkinn. Segir hann flokkinn hafa rekið kosningabaráttu sína af ótrúlegri skammsýni. Skrif Páls Péturssonar Vilhjálmur slóst í Norðurlandskjör- dæmi vestra við Pál Pétursson, formann þingflokks Framsóknar- flokksins. Páll Pétursson réðst í kosningabaráttunni harkalega að Sjálfstæðisflokknum og sérstaklega Þorsteini Pálssyni, meðal annars í blaðagreinum í Tímanum. Þessi skrif þingflokksformanns Framsóknar kunna að verða afdrifa- rík. Fullyrt er að einmitt þau eigi stóran þátt í þvi að Þorsteinn Pálsson kýs að halla sér að Alþýðuflokknum. Þorsteinn hefur þegar hafhað hug- mynd Steingríms Hermannssonar um að endurreisa núverandi ríkisstjóm með þriðja flokki. Hann hefur einnig lýst því yfir, eins og Jón Baldvin hefur gert, að rétt sé að fá fram hvað Kvennalistinn hafi til málanna að leggja. Samstarfsvilji milli Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks Það virðist ekki annað að sjá en kominn sé samstarfsvilji á milli Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Það virðist því vera órökrétt að fela for- manni Framsóknarflokksins fyrsta umboð til stjórnarmyndunar þótt al- mennt hafi það verið talið líklegast. Talsmenn nýsköpunarstjómar sjá að ekki þýðir að ræða þann möguleika í stjómarmyndunarviðræðum við Al- þýðubandalagið fyrr en eftir uppgjör á miðstjómarfundi þess um aðra helgi, 16. og 17. maí. Þeirra áætlun gerir ráð fyrir að næsta vika fari annaðhvort í það að láta Steingrím Hermannsson reka sig á vegg eða í það að afskrifa Kvennalista sem þriðja kost með Al- þýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Sameining A-flokkanna A milli alþýðuflokksmanna og al- þýðubandalagsmanna er í tengslum við nýsköpunarstjóm rætt um aukið samstarf A-flokkanna með sameiningu fyrir augum. Fyrsta skrefið verði að standa saman að endurskipulagningu verkalýðshreyfingarinnar. Siðan komi sameiginlegir þingflokksfundir og loks sameining í sósaldemókratískum flokki, Jafriaðarmannaflokki íslands. Grundvallarskilvrði þess að þetta geti gerst segja formælendur að flokk- arnir starfi saman í ríkisstjóm. Það er almennt viðurkennt að verkalýðshreyfingin á við verulegan vanda að stríða. Hún er stöðnuð, bæði í skipulagi og vinnubrögðum. Hug- myndin er sú að skera upp skipulag hennar og gera vinnustaðinn að grunneiningu þannig að samstarfsfólk á sama vinnustað verði ekki í mörgum verkalýðsfélögum heldur einu. Alþýðubandalag linast í utanríkismálum Skoðanamunur á milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefur stöðugt verið að minnka undanfarinn áratug. Áherslur Alþýðubandalagsins í efna- hagsmálum hafa breyst. Eftir að flokkurinn fór að viðurkenna blandað hagkerfi eru utanríkismálin nánast það eina sem skilur flokkana að. í utanríkismálum hefur stefna AI- þýðubandalagsins verið að linast. Dregið hefur úr baráttunni gegn hem- um og NATO. Þess í stað er áhersla lögð á friðar- og afvopnunarmál. Menn eins og Ólafur Ragnar Grímsson hafa gefið í skyn að tími sé kominn til að endurskoða gömlu slagorðin. Klofningur óhjákvæmilegur Það er hins vegar talið óumflýjan- legt að með sameiningu við Alþýðu- flokk muni kvamast úr Alþýðubanda- laginu. Hópur lengst til vinstri myndi að öllum líkindum kljúfa sig frá og stofna nýjan flokk vinstra megin. Verkalýðsforkólfarnir Þröstur Ól- afsson, Karl Steinar Guðnason, Ásmundur Stefánsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Bjöm Bjömsson em í lykilhlutverki við að sameina verka- lýðsflokkana tvo. Hvernig fer mun skýrast á miðstjómarfundi Alþýðu- bandalagsins eftir viku. -KMU Stjórnmálaforingjarnir á fundum með forseta Islands í gær. Jón Baldvin mætti fyrstur, þá Albert Guðmundsson, kvennalistakonurnar Kristin Karlsdóttir og Guðrun Agnarsdóttir og loks Stefán Valgeirsson. DV-myndir GMA Umboðið ekki veitt fyrr en eftir helgi - Steingrímur og Jón Baldvin líklegastir Fulltrúar fjögurra flokka og sam- taka gengu á fiind forseta íslands í gær og ræddu stöðuna í stjómmálum og aðstæður til stjórnarmyndunar. Daginn áður höfðu formenn Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags gengið á fund for- seta í sömu erindagjörðum. Jón Baldvin til þjónustu reiðu- búinn Fyrstur á fund forseta var Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Að loknum fundin- um ítrekaði Jón við fréttamenn þá skoðun sína að hann teldi æskilegt að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur stæðu að næstu ríkisstjóm ásamt þriðja aðila. Sem þriðja aðila sagðist hann enn vilja fyrst kanna hug Kvennalistans þrátt fyrir að honum hefði ekki gengið greiðlega að fá svör um mál- efhi hjá konunum. Næsti kostur við Kvennalistann sagði Jón Baldvin að væri Alþýðubandalagið og hann væri nokkuð hrifinn af samstarfi við það. Aðspurður um samstarf við Fram- sóknarflokkinn sagðist Jón Baldvin ekki útiloka slíkt samstarf en hins vegar væri ljóst að mikið bæri á milli flokkanna. Á það bæri þó að líta að stjómarmyndunarviðræðum- ar gætu orðið langdregnar og því fárra kosta völ á endanum. Jón Baldvin sagðist enga tillögu hafa lagt fyrir forsetann en hins veg- ar lýst sig til þjónustu reiðubúinn eins og honum bæri skylda til. Albert vill í stjórnarandstöðu Albert Guðmundsson, þingflokks- formaður Borgaraflokksins, gekk næstur á fund Vigdísar Finnboga- dóttur forseta. Höfðu þau greinilega margt að ræða því Albert var lengst allra flokksleiðtoganna hjá forsetan- um, rétt um eina klukkustund. Albert sagðist ekki hafa lagt fram neina sérstaka tillögu fyrir forsetann en gefið allar þær upplýsingar sem honum var unnt. Aðspurður um óskastjóm sagði Albert að hann teldi að best væri fyrir Borgaraflokkinn að vera i stjómarandstöðu næsta kjörtímabil. Flokkurinn hefði verið stofnaður með miklum hraða og æskilegt væri að geta byggt hann upp í stjómar- andstöðu auk þess sem nauðsynlegt væri fyrir þjóðina að hafa sterka stjómarandstöðu. Hins vegar sagði Albert að Borg- araflokkurinn myndi bregðast við því kalli ef í ljós kæmi að þjóðfélag- ið þyrfti á því að halda að flokkurinn færi í stjóm. Ef til þess kæmi sagð- ist Albert að sjálfsögðu fara fram á ráðherraembætti sér til handa. Loks var Albert spurður hvort fyr- irgreiðslupólitík hans myndi njóta sín ef hann yrði ekki í ríkisstjóm. Albert sagði þá að þeir sem væm mest að reyna að gera hann tor- tryggilegan fyrir aðstoð við „litla manninn" gerðu sig sjálfir seka um að ausa stórfé, tugum milljóna, í fáa aðila. Ekki vildi hann nefha dæmi þar um en benti mönnum á að h'ta í kringum sig á aðra stjómmála- menn. Síðan bætti Albert því við að ekki ætti að verða erfitt að sinna fyrir- greiðslu fyrir „litla manninn" áfram því mikið væri af góðum embættis- mönnum sem myndu hjálpa til þegar komið væri með góð mál til þeirra. Kvennalistinn tilbúinn í ríkisstjórn Guðrún Agnarsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, og Krist- ín Karlsdóttir, frambjóðandi Kvennalistans af Austfjörðum, gengu báðar á fund forsetans fyrir hönd Kvennalistans. Þetta er á skjön við allar hefðir þar sem venju- lega gengur leiðtogi stjómmála- flokks á fund forseta. Kvennalista- konur vildu meina að þetta fyrirkomulag væri viðhaft vegna þess að enginn leiðtogi væri í þeirra hreyfingu. Þær kvennalistakonur sögðust til- búnar í ríkisstjóm og nú væri bara spumingin hver .vildi koma með þeim. Þær sögðu ekki skipta máli hver fjöldi flokka yrði í ríkisstjóm heldur að þeir væm tilhúnir til að ganga að þeirra skilyrðum. Ekki vildu þær segja hver þau skilyrði væm en sögðu að það myndi koma síðar í ljós. Þó nefndu þær að bættur hagur kvenna og þeirra sem minna mega sín væri ófrávíkjanleg krafa af þeirra hálfu. Stefán lagði til hverfengi ekki umboð Síðastur gekk Stefán Valgeirsson, leiðtogi J-listans á Norðurlandi eystra, á fund forseta íslands en hann náði einu þingsæti í kosning- unum. Stefán sagðist ekki hafa lagt neinar ákveðnar tillögur fyrir forset- ann um það hveijum ætti að fela umboð til stjómarmyndunar. Hins vegar sagðist Stefán hafa sagt hveij- um ætti ekki að fela umboðið en vildi ekki upplýsa hver það væri sem þar hefði verið nefhdur. Stefán sagðist ekki búast við því að verða boðið sæti í þingflokki Framsóknarflokksins og ekki sagð- ist hann vera tiltakanlega hiyggur yfir því. Þegar Stefán var spurður um möguleikana á stuðningi hans við ríkisstjóm, t.d. stjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, sagði hann að slíkt færi að öllu leyti eftir málefnunum. Hann sagði einnig að eyfirskir bændur hefðu sínar skoð- anir á samstjórn þessara flokka. Umboðið ekki veitt fyrr en eftir helgi Nú þegar forsetinn hefur rætt við fulltrúa allra þeirra sem fengu menn kjörna á þing gerist það næst að forsetinn veitir einhveijum umboð til stjómarmyndunar. Hver það verður er nokkuð á huldu en þó virð- ast líklegastir til að hljóta umboðið Steingrímur Hermannsson eða Jón Baldvin Hannibalsson. Ekki er búist við því að umboðið verði veitt fyrr en eftir helgi. -ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.