Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Page 3
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987. 3 Fréttir Erfið fæðing fógeta og yfirborgardómara úrslft ráðin á þriðjudag Skipun í embætti yfirborgardómara í Reykjavík og bæjarfógeta i Hafnar- firði hefur dregist á langinn hjá dómsmálaráðherra. Umsóknarfrestur rann út nokkru fyrir kosningar og þá var tilkynnt að ekki jrrði skipað í stöð- umar íýrr en eftir kosningarnar. Síðan hefur þvíiverið margfrestað. Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri sagði DV í gær að ætlunin væri að tilkynna skipun i þessar stöður á þriðjudaginn. Umsækjendur um stöð- una í Reykjavík eru íjórir. Um stöðuna í Hafnapfirði sóttu 11 en einn hefur dregið sig í hlé. Ekki er ljóst af hverju dregist hefur að ganga frá þessum málum. Þó liggm- fyrir að nokkur átök hafa verið milli samflokksmanna ráð- herra, sem sækja, einkum um embætti fógetans í Hafnarfirði. Þrír borgardómarar vilja embætti yfirborgardómarans, þeir Friðgeir Bjömsson, Garðar Gíslason og Hrafn Bragason. Einn sækir um í laiuni. Um fógetaembættið sækja sem fyrr segir 10 éftir að einn nafnlaus er hættur við. Af þessum 10 er enn einn nafn- laus. Hinir eru Már Pétursson og Guðmundur L. Jóhannesson, héraðs- dómarar hjá embættinu. Hjalti Zophaníasson, Jón Thors og Þorleifur Pálsson, sem allir eru í embættum í dómsmálaráðuneytinu, Hjördís Há- konardóttir borgardómari, Sigurður Helgason, bæjarfógeti og sýslumaður á Seyðisfirði, Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður á Patri ’ sfirði, og Stefán Hirst, skrifstofustjóri hjá embætti lög- reglustjóra í Revkjavík. -HERB TRAUST BYGGING ÚR GÓÐRISTEYPU í gegnum tíðina höfum við framleitt steypu í margar glæsilegustu byggingar borgarinnar. 1 þau 40 ár sem Steypustöðin hefur starfao hef- ur ávallt verið lögð mikil áhersla á vandaða framleiðslu og öflugt eftirlit með steypunni þar til hún er komin í mótin. Reynsla okkar tryggir kaupenaum góða steypu. STEYPUSTOÐIN llf SÆVAR HÖFÐA 4 OSA/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.