Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Page 4
4 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987. Nauðungaruppboð á fasteigninni Birkigrund 11, þingl. eigandi Einar Sæmundsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud. 13. maí kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru bæjarfógetinn í Kópavogi, Veðdeild Lands- banka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Hlaðbrekku 14, austurenda, þingl. eigendur Árni Guðmunds- son og Margrét Árnadóttir, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud. 13. maí kl. 13.40. Uppboðsbeiðendur eru Bæjarsjóð- ur Kópavogs, Iðnaðarbanki islands hf. og Veðdeild Landsbanka íslands. _____________________Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Bjarnhólastíg 10, þingl. eigandi Stefán Stefánsson, fer fram í skrifstofu embaettisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, miðvikud. 13. maí kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Kristján Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Laufbrekku 9, austurenda, þingl. eigandi Gunnar Stephensen, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, miðvikud. 13. maí kl. 13.50. Uppboðsbeiðandi er Iðnaðarbanki íslands. ____________________Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Bæjartúni 2, þingl. eigandi Hulda Hjaltadóttir, fer fram í skrif- stofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud. 13. mai kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru bæjarfógetinn i Kópavogi og Veðdeild Landsbanka íslands. ____________Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Spildu úr landi Smárahvamms, þingl. eigandi Miðfell hf„ fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er Brunabótafélag íslands. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Kjarrhólma 32, 4. hæð t.h., þingl. eigandi Ásdís Maríon Gísla- dóttir, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er bæjarfógetinn í Kópavogi. ____________________Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Melgerði 9, þingl. eigandi Guðmundur Karlsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er bæjarfógetinn í Kópavogi. _________Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Þinghólsbraut 20, þingl. eigandi Bergþóra Þorbergsdóttir, fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. ______Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Álfatúni 33, 1. hæð, tal. eigandi Þorbjörn Stefánsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldskil sf. _________________________Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Efstahjalla 15, hluta, þingl. eigandi Þórhallur Örn Guðlaugs- son, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Helgi V. Jónsson hrl. ____________________Bæjarfógetinn i Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Lyngbrekku 20, neðri hæð, þingl. eigandi Hilmar Hilmarsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 15.50. Uppboðsbeiðandi er bæjarfógetinn í Kópavogi. ____________________Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Holtagerði 68, þingl. eigandi Þorsteinn Berg, fer fram í skrif- stofu embættisins, Áuðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 15.55. Uppboðsbeiðendureru bæjarfógetinn í Kópavogi og Búnaðarbanki íslands. ______________________Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð á fasteigninni Hófgerði 15, hluta, þingl. eigandi Helga Sólveig Jóhannes- dóttir, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, fimmtud. 14. maí kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka islands og Gunnar Jónsson lögfr. _________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi Fréttir Akureyri: Hafna pólskum rafvirkjum Jón G. Hauksson, DV, Akureyrr „Við höfum hafnað því að hingað komi pólskir rafvirkjar," sagði Val- berg Kristjánsson, formaður Raf- virkjafélags Norðurlands, en Slipp- stöðin hf. vill fá pólska rafvirkja í vinnu. V alberg sagði að fáir rafvirkj ar ynnu í Slippstöðinni en þrátt fyrir það hefði hún ekki leitað til rafverktakafélaga í bænum, þ.á m. fyrirtækisins Raf- mars, en að því stæðu rafvirkjar sem sagt hefðu upp hjá Slippnum í vetur vegna kjaradeilna. „Við hefðum ekkert sagt við því ef hingað hefðu komið sérfræðingar. En þegar ástandið er þannig að ekki er alltof mikil vinna í bænum og almenn rafvirkjastörf um að ræða hjá Slippn- um, þá getum við ekki annað en neitað þessu,“ sagði Valberg Kristjánsson. „Við ætlum að senda inn umsókn fyrir Pólverjana til félagsmálaráðu- neytisins og jafnffamt að halda áfram að auglýsa innanlands. Það er félags- málaráðuneytið sem ákveður hvort Pólverjamir fá hér vinnu eða ekki,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp- stöðvarinnar. Gunnar sagði jafhffamt að Slippstöðina vantaði fyrst og fremst jámiðnaðarmenn, en jafhframt nokkra rafvirkja. Stöðin væri með stórverkefni sem þyrfti að ljúka á næstunni og mannskapurinn væri því bundinn í þeim. „Þess vegna vantar okkur menn til að við getum tryggt góða þjónustu við þau skip sem em á leiðinni hingað í sumar og haust en þá er háannatíminn í viðgerðum.“ Að sögn Gunnars hefur Slippstöðin margoft auglýst eftir mönnum innan- lands en það hefur ekki dugað til. „Vestmannaeyingar hafa verið með pólska iðnaðarmenn vegna skorts á mönnum. Ég trúi því ekki að við hér á Akureyri séum það ósjálfstæðir að við missum verkefni sem skaðar allt bæjarfélagið. Hingað hafa komið hundrað og tiu skip á ári og það em því miklir hagsmundir í húfi fyrir bæjarfélagið." Vegna rafvirkjanna sem hættu í vet- ur sagði Gunnar að ekki hefði verið um eiginlegu kjaradeilu að ræða held- ur hefðu þeir gert sérkröfur umfram aðra hópa í fyrirtækinu og þess vegna hefði ekki verið hægt að ganga að þessum kröfum. „Þeir sögðu því upp hér hjá fyrirtæk- inu enda kváðust þeir geta haft það betra annars staðar," sagði Gunnar Ragnars. Verslunarráðið: VHhjálmur ráðinn framkvæmdastjóri Vilhjálmur Egilsson, hagffæðingur hjá Vinnuveitendasambandi íslands, hefur verið ráðinn ffamkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. Vilhjálmur mun hefja störf hjá Verslunarráðinu um miðjan þennan mánuð en hann tekur við starfinu af Áma Ámasyni sem ráðinn var fjár- málastjóri hjá Byggingavömverslun Kópavogs, BYKO. -ój Vilhjálmur Egilsson. Flugstöðin kostar yfir tvo milljarða - Hagkaupshúsið tvöfalt stærra og 700 milljónum ódýrara Endanlegur stofnkostnaður Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar er nú talinn verða 2.150 milljónir króna. Síðasta áætlun, sem gerð var og forstöðumenn byggingarffamkvæmda töldu að stæð- ist fyrir þrem mánuðum, hljóðaði upp á 1.700 milljónir króna. Það kom með- al annars fram í viðtali DV við Jón Böðvarsson byggingarstjóra á sínum tíma og eins i samtali við Sverri Hatik Gunnlaugsson, formann byggingar- nefndar, um sama leyti. Byggingamefhdin hefur á hinn bóg- inn látið ffamreikna upphaflega kostnaðaráætlun, sem gerð var fyrir fjórum árum, við upphaf ffamkvæmd- anna. Miðað við byggingarvísitölu nú og þá nemur þessi fyrsta áætlun 2.700 milljónum króna á núgildandi verð- lagi. En sem sagt, við sleppum með 2.150 milljónir. Sverrir Haukur sagði DV að það væri endanleg tala og þar með taldar allar framkvæmdir sem eftir væm og allir hugsanlegir kostn- aðarliðir. Eins og samið var um í upphafi greiða Bandaríkjamenn 20 milljónir dollara af stofhkostnaði Leifsstöðvar. Það em um 800 milljónir króna. f okkar hlut koma því 1.350 milljónir. Það hefur orðið ýmsum umhugsun- arefhi í sambandi við byggingarkostn- að flugstöðvarinnar að á svipuðum tíma er verið að ljúka við Kringlu, nýja Hagkaupshúsið, og það reynist miklu ódýrara þótt það sé helmingi stærra að gólffleti en flugstöðin. Hag- kaupshúsið mun kosta um 1.400 milljónir króna. Þá em að vísu ótaldar innréttingar einstakra verslana. -HERB Þjónustumiðstöð á Þingvöllum Nú um helgina verður opnuð þjón- ustumiðstöðin á Þingvöllum og verður hún opin um helgar fyrst um sinn frá kl. 11-19 bæði laugardaga og sunnu- daga. Einnig verður unnt að fá hana opnaða fyrir hópa en þá verður að gera boð á undan sér. Þjónustumiðstöðin gegnir á sumrin margþættu hlutverki. Er hún allt í senn, kaffisala, verslun, lögreglustöð og upplýsingamiðstöð. Að auki em þar seld veiði- og tjaldleyfi. Veiði er ekki byrjuð né heldur er byrjað að tjalda og fer eftir gróðurfari hvenær það hefst. Samkvæmt þjóðgarðsverði er vorið heldur seinna á ferðinni á Þingvöllum heldur en í Reykjavík, þannig að gróð- ur er ekki enn vemlega farinn að taka við sér. Þess er þó vart langt að bíða að vorið haldi innreið sína. -PLP Sjavarafurðadeild Sambandsins: Uppgangur hjá dótturfyrirtækjunum erlendis Mikill uppgangur var hjá dóttur- fyrirtækjum Sambandsins erlendis, Iceland Seafood Ltd í Bretlandi og Iceland Seafood Corp. í Bandaríkj- unum. Fyrirtækið í Bretlandi seldi frystar sjávarafurðir í fyrra fyrir 31 milljón sterlingspunda sem er 62,8% aukning frá árinu áður. f magni var salan 16.800 lestir sem er 30,8% aukning frá árinu áður. Fyrirtækið hefur starfað síðan 1980. lceland Seafood í Bandaríkjunum seldi fyrir 157 milljónir dollara í fyrra og er það aukning upp á 15% frá árinu áður og er það jafnframt mesta sala í 35 ára sögu fyrirtækisins. Sala fiskrétta frá verksmiðjunni í Camp Hill gekk mjög vel og var salan 68 milljónir punda og hélt fyrirtækið stöðu sinni sem stærsti söluaðili verksmiðjuframleiddra fiskrétta á stofnanamarkaði í Bandaríkjunum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.